Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 19 Ebóla-sjúkdómurinn er enn að breiðast út í Zaíre Lítil hætta á far- aldri annars staðar New York, London, Genf. Reuter. The Daily Telegraph. nána snertingu, með sýktu blóði og öðrum líkamsvessum. Fjór- tán dögum eftir smit hefst óviðráðanleg blæðing. Smábær bannar reykingar utandyra Boston. Morgunblaðið. BÆRINN Sharon í Massachusetts hefur samþykkt reglur, sem við gildistöku munu gera að verkum að hvergi í Bandaríkjunum verður erfiðara að reykja. Frá og með næstu mánaðamótum verður bann- að að reykja á leiksvæðum og ströndum í eigu bæjarins. Herferð íbúa Sharon gegn reyk- ingamönnum hefur verið látlaus undanfarið. Um áramót var bannað með öllu að reykja á veitingastöðum og í síðustu viku voru reykingar bannaðar á opinberum svæðum inn- andyra, til dæmis í skrifstofum og lyftum. Tillagan um að banna reykingar utandyra var sýnu yfirgripsmeiri í upphafi, en höfundur hennar, bæj- arbúi einn, sem á eiginmann með asma, ákvað að draga aðeins í land til þess að auka líkur á að hún næði fram að ganga og auðvelda eftirlit. Erfitt í framkvæmd Yfirvöld í Sharon telja að nógu erfitt verði að framfylgja banninu samt. Áhöld eru um það hvað telj- ist leiksvæði og telja bæjarstarfs- menn að það geti átt við um allt frá hornabolta- og tennisvöllum til almenningsgarða. Þá hefur einnig verið spurt hvort menn teljist enn vera á ströndinni ef þeir vaða nokkra metra frá henni. Einnig hefur verið rætt um viður- lög. Sennilega verður ofan á að það varði 20 dollara sekt að brjóta hin- ar nýju reglur, en Henry Katz, for- maður bæjarráðsins í Sharon, sagði að fólk væri að tala um að „inn- leiða fótastokka og gapastokka að nýju“. TALSMAÐUR Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, sagði í gær, að ebólasýkin í Zaíre væri enn að breiðast út en taldi ekki ástæðu til að grípa til sérstakra ráðstafana vegna fólks, sem kæmi þaðan. Að mati bandarískra sérfræðinga er ekki líklegt, að veiran muni berast frá Zaíre til annarra landa en engin lyf eru til gegn veirunni. Dregur hún allt að 90% þeirra, sem sýkj- ast, til dauða á skömmum tíma. Richard Leclair, talsmaður WHO, sagði stofnunina ekki vera iilynnta þeim aðgerðum, sem Zaírestjórn hefur gripið til, en hún reynir nú að einangra svæðið þar sem sjúk- dómurinn geisar. Benti hann, að veiran bærist ekki auðveldlega milli manna og aðeins við nána snertingu eins og við kynmök. Þau eru líka heldur ólíkleg þvi að sjúklingarnir smita ekki frá sér fyrr en þeir eru orðnir alvarlega veikir. Veiran berst milli manna með sýktu blóði og öðrum líkamsvessum og 14 dögum eftir smit hefst óvið- ráðanleg blæðing, jafnt innvortis sem útvortis. Leitar blóðið út um augu, varir, eyru ogjafnvel hörund- ið enda leysir veiran upp líkamsvef- ina. Yfirleitt hefur hún lagst á apa, svín og önnur dýr en stundum á menn. Tölur um látna í Zaíre eru mjög á reiki en þeir eru að minnsta kosti nokkrir tugir, þar á meðal þrjár ítalskar nunnur, sem hjúkruðu sjúku fólki. Einangrun getur hindrað smit Richard Preston, höfundur met- sölubókarinnar „Hættusvæðis" (The Hot Zone) um banvænar veir- ur eins og ebóla, telur ólíklegt, að sjúkdómurinn verði að miklum far- aldri og einkum vegna þess í hve skamman tíma sjúklingarnir lifa. Komi hann upp á Vesturlöndum og þar sem heilsugæsla er góð sé auð- velt að einangra sjúklinginn eða sjúklingana og girða þannig fyrir smit. í bók Prestons berst veiran til Bandaríkjanna með öpum og það er einnig stefið í kvikmyndinni „I bráðri hættu“. Undir sjónarmið Prestons tekur Guido van der Groen, prófessor við rannsóknarstofnun í hitabeltissjúk- dómum í Antwerpen í Belgíu. Hann var í hópi þeirra sem rannsökuðu veiruna er hún kom fyrst upp árið 1976. Leggur hann áherslu á að hættan af henni sé smámunir miðað við alnæmi og að engar líkur séu á að hún verði að faraldri sem verði tugum milljóna að aldurtila líkt og alnæmi. Ævaforn veira Ebóla-veiran er ormlaga og nátt- úruleg heimkynni hennar virðast vera myrkviðir regnskóga Mið-Afr- íku, á svipuðum slóðum og talið er að alnæmisveiran sé upprunnin. Veirusérfræðingar telja að ebóla- veiran sé ævafom en að hæfileiki hennar til að verða mönnum að bana sé nýr og haldist í hendur við sókn manna inn í regnskógana. Snoðin- kollur ját- ar morð París. Reuter. UNGUR franskur snoðinkoll- ur hefur játað að hafa drekkt innflytjanda frá Marokkó í Signu eftir 1. maí göngu hægriöfgahreyfingarinnar Þjóðfylkingarinnar í París. Snoðinkollurinn var einn af fimm mönnum sem voru hand- teknir vegna málsins í borg- inni Reims á miðvikudag. Lög- reglan greindi ekki frá nafni mannsins, en franskir fjöl- miðlar sögðu hann heita Mickael Freminet og vera 19 ára. Talsmaður Þjóðfylkingar- innar sagði að hreyfingin hefði sjálf hafið rannsókn á málinu og bent lögreglunni á unga manninn og tvo samverka- menn hans. Hann kvað þá ekki vera í Þjóðfylkingunni og lögreglan sagði að þeir væru í lítt þekktri hægriöfgahreyf- ingu, L’Oeuvre Francaise. Leynileg efnaverk- smiðja HÖGGMYND hindúaguðsins Shiva prýðir herbergi í húsa- kynnum sértrúarsafnaðarins Aum Shinrikyo í Kamikuishiki í Japan. Á bak við feludyr í herberginu fannst leynileg efnaverksmiðja þar sem talið er að eiturgasið sarín hafi verið framleitt. Einn af forsprökkum safnaðarins hefur viðurkennt við yfirheyrslur að söfnuðurinn hafi stundað framleiðslu á gas- inu. Kennari og nemandi undir lögaldri á flótta undan réttvísinni Glæpsamlegt ástarsamband New York. The Daily Telegraph. ÁSTARSAMBAND skólastúlku á táningsaldri og kennara sem þykir minna helst á kvikmyndina „Lolitu“, hefur orðið til þess að parið er nú á flótta og hefur eltingarleikurinn teygt sig þvert yfir Bandaríkin. Christina Rosado, sem er fimmtán ára, varð yfir sig ástfangin í fyrra- haust af leikfimikennaranum sínum, hinum 35 ára Glenn Harris, sem er fyrrum lögregluþjónn, er hann kenndi við unglingaskóla í Harlem í New York. í vor þótti samkennurum Harris eitthvað athugavert við sam- band kennara og nemanda og lögðu fram kvörtun. Harris og Rosado hurfu 8.'mars eftir að Christina lenti í miklu rifrildi við móður sína. Síðast sást til þeirra 17. apríl í Las Vegas en á fimmtu- dag lýsti lögreglan formlega eftir parinu þar sem óttast er um öryggi stúlkunnar, sem er undir lögaldri. Harris er eftirlýstur fyrir mannrán þrátt fyrir að stúlkan hafi farið sjálf- viljug með honum. Þá er hann grun- aður um samræði við stúlkuna sem telst nauðgunarbrot. Málinu hefur verið líkt við kvik- myndina „Lolitu“ sem gerð var eftir samnefndri bók Vladimirs Nabakovs en þar er lýst sambandi Humbert Humbert og hinnar bamungu Lolitu sem ekki skilur sleikipinnann sinn við sig. Slóð Harris og Rosado hefur verið rakin úr einu ríki í annað, frá New York til Washington, þaðan til Alab- ama, Georgiu og Mississippi, Texas, Kalifomíu og Nevada. Afgreiðslumenn á gistiheimilum hafa sagt þau hafa virst mjög ást- fangin. Sumir töldu að feðgin væru á ferð. Þau hafa m.a. eytt tíma sínum í skemmtigörðum og í spilavítum og ítrekað reynt að fá hjúskaparleyfi. Edward Stancik, sem stýrir leit- inni að parinu varar við því að fólk líti á flóttann sem rómantískan. Par- ið kunni að verða uppiskroppa með fé og grípa til „heimskulegra ráða“. „Þetta er glæpur," segir Stancik. Rockefeller-miðstöð í þrot Ncw York. Ucutcr. JAPANSKT fjárfestingafyrirtæki sem á Rockefeller-miðstöðina í New York, hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Ástæða beiðninnar er sögð „djúp og viðvarandi kreppa á fasteigna- markaði í New York,“ að sögn tals- manna samsteypunnar sem er að miklu leyti í eigu Mitsubishi-fyrir- tækisins í Japan. Tilraunir til að semja um afborganir af húsnæðis- kaupaláni upp á 1,3 milljarða doll- ara, jafnvirði 80 milljarða íslenskra króna, höfðu runnið út í sandinn. Reuter Vopnahlé úr gildi fallið í Tsjetsjníju Rússar ráðast Nálægt Serzhen-Yurt. Reuter. RÚSSNESKAR herþotur gerðu í gær loftárásir á þorp í Tsjetsjníju og hófu stórskotaárásir á yfirráða- svæði Tsjetsjena á fjöllum í grennd við þorpið. Stórskotaárásirnar hófust þrem- ur klukkustundum áður en einhliða vopnahlé Rússa féll úr gildi. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, tilkynnti vopnahléð til að freista þess að koma í veg fyrir bardaga meðan þjóðhöfðingjar kæmu saman til að minnast 50 ára afmælis loka síðari heimsstytjaldarinnar í Evrópu í Moskvu 9. maí. Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, forðaðist að gagnrýna hernaðaraðgerðir Rússa þegar hann var í Moskvu en hvatti Jeltsín til að framlengja vopnahléð. Sergej Medvedev, fréttafulltrúi áþorp Jeltsíns, sagði í gær að ekki hefðu verið lögð drög að nýrri vopnahlés- yfirlýsingu. Tsjetsjenar eru ekki líklegir til að gefast upp. „Rússar eru að reyna að sækja fram smátt og smátt, en þeir eru hræddir. Við sýnum þeim hvers Tsjetsjenar eru megnugir á fjöllunum," sagði ungur tsjetsjensk- ur kaupmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.