Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLEIMT Reuter Japanir heiðra Delors JAPANSKA ríkissljórnin sæmdi Jacques Delors, fyrr- verandi forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, æðstu orðu ríkisins fyrr í vik- unni. Heiðursmerkið, efsta stig orðu hinnar rísandi sólar, var afhent í japanska sendiráðinu í Brussel og hér skála þeir Delors og Tomohko Kobayas- hi, sendiherra Japans, af því tilefni. Japanir sjá ástæðu til að heiðra Delors þótt stundum hafi hvesst i samskiptum ESB og Japans á valdatíma hans. Þarf 2 milljómr nýrra starfa á ári London. The Daily Telegraph. SAMTOK breskra atvinnurekenda telja að Evrópusambandið verði að búa til tvær milljónir nýrra starfa á ári fram á næstu öld og minnka reglugerðafargan. Það sé eina leið- in til að komast hjá atvinnuleysis- kreppu. í skýrslu á vegum samtakanna er því haldið fram ekki hafi bæst við eitt einasta nýtt starf í einka- geiranum innan ESB á undanförn- um tveimur áratugum. A sama tíma hafi 31 milljón nýira starfa orðið til í einkageiranum í Banda- ríkjunum. Einu nýju störfin í Evr- ópu, fimm milljónir talsins, eru hjá hinum opinbera og því gfeidd af skattgreiðendum. Á meðan atvinnuleysi hefur ver- ið um sex prósent í Bandaríkjunum hefur það aukist úr 2,5% í 11,5% í Evrópu. Skýrsluhöfundar telja að þijú af hveijum fjórum nýjum störfum verði að verða til í litlum fyrirtækj- um og að það sé einungis fram- kvæmanlegt ef að fyrirtæki með færri en fímmtíu starfsmenn, verði undanþegin launaskatti og félags- legum gjöldum, líkt og í Bandaríkj- unum. Þá kemur einnig fram að þó að að meðaltali séu fjórum sinnum meiri líkur á að Bandaríkjamaður missi vinnuna séu einnig mun meiri líkur á að hann fínni sér nýtt starf. Einungis einn atvinnulaus Banda- ríkjamaður af tíu* er án atvinnu lengur en í eitt ár miðað við 42,2% í Evrópusambandsríkjunum. Atvinnuleysi V* í ESB-ríkjum í mars 1Q94 og 1995 Mars Mars Breyt- 1994 1995 ing % % % ESB alls 11,3 10,8 -4,4 Spánn 24,3 23,2 -4,5 Finnland 19,7 16,5 -16,2 írland 15,5 14,7 -5,2 Frakkland 12,6 12,4 -1,6 Ítalía 11,1 11,7 5,4 Belgía 10,0 10,1 1,0 Danmörk 10,7 9,2 -14,0 Svíþjóð 9,9 9,0 -9,1 Bretland 9,8 8,5 -13,3 Þýskaland 8,5 8,0 -5,9 Portúgal 6,8 7,7 13,2 Holland 7,0 7,0 0,0 Lúxemborg 3,4 3,8 11,8 Atvinnuleysi í ESB 10,8% ATVINNULEYSI í Evrópusam- bandinu minnkaði lítillega frá febrúar síðastliðnum til marzmán- aðar, eða úr 10,9% af vinnufæru fólki í 10,8%. í marz fyrir ári var það hins vegar 11,3%. Nærri átján milljónir manna eru atvinnulausar í ESB-ríkjunum. Mest minnkaði atvinnuleysið — þegar reiknað hefur verið með árs- tíðabundinni sveiflu — á Spáni, í Finnlandi, Danmörku og Bretlandi. Nærri fjórðungur Spánveija án atvinnu Mest atvinnuleysi var á Spáni, eða 23,2% og hafði það þó minnkað úr 24,3%. Minnsta atvinnuleysið er hins vegar í Lúxemborg, eða 3,8%. Samkvæmt upplýsingum frá Eurostat, tölfræðiskrifstofu ESB, hefur minnkun atvinnuleysis undan- farið ár einkum komið fram hjá körl- um, en síður hjá konum. Viðræður ESB og Ástralíu Brussel. Reuter. EVRÓPUSAMBANDIÐ og Ástr- alía hyggjast auka og bæta sam- skipti, sem talin eru góð fyrir. Hátt settir embættismenn beggja munu halda fund í Brussel næst- komandi mánudag. ESB er stærsti viðskiptavinur Ástralíu og fer fímmtungur út- flutnings Astrala til sambandsins. Að sögn embættismanna verður rætt um að gera viðskiptasam- bandið „formlegra“, ef til vill með sérstökum samningi, en fram- kvæmdastjórnin hefur enn ekki fengið samningsumboð ráðherrar- áðsíns og árangurs er því ekki að vænta strax. Rætt verður m.a. um viðskipti með nauta- og kindakjöt, korn, ost, fræ og vfn og samstarf á sviði orkumála, iðnaðar, umhverfísmála og þróunarmála. Mílanó. Reuter. ÁSTRALSKI fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch hefur form- lega boðist til þess að kaupa sjónvarpsstöðvar Silvios Ber- lusconis, fyrrverandi forsætis- ráðherra Italíu, fyrir 2,8 millj- arða dala, um 175 milljarða ísl., að sögn dagblaðsins II Sole 24 Ore í gær. I frétt blaðsins segir að tilboðið nái einnig yfir aug- lýsingastofu sjónvarpsstöðv- anna sem fyrirtæki Berlusconis, Fininvest, rekur. Embættismenn hjá Fininvest hafa ekki viljað Ijá sig um mál- ið en að sögn blaðsins er búist við að fyrirtækið, sem er að fullu í eigu Berlusconis, muni gefa svar um helgina. Berlusconi, sem sagði af sér í desember sl. eftir sjö mánaða setu í stól forsætisráðherra, hefur hvað eftir annað lýst yfir vilja sínum til að selja sjón- varpsstöðvar sínar, fái hann gott verð fyrir þær. Með því hefur hann viljað kveða niður Murdoch vill kaupa sjónvarps- stöðvar Berlusconis Berlusconi Murdoch ásakanir um hagsmunatengsl vegna stjórnmálaafskipta hans. Býður 51% á einu bretti Berlusconi er leiðtogi Frelsis- bandalags mið- og hægriflokka og vonast hann til að komast til valda í kjölfar kosninga, sem kunna að verða haldnar í októ- ber. Að sögn blaðsins II Sole 24 Ore, sem nefndi ekki heimildar- menn sína, bauðst Murdoch til að greiða 51% á einu bretti og á verði sem samkomulag næðist um. Samið yrði um verð 49% á fundi sem eftir 11. júní en þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu um eignarhald sjónvarps- stöðva. I þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem pólitískir andstæðingar Berlusconis hafa lagt áherslu á að verði haldin, verða ítalir beðnir um að takmarka fjölda þeirra sjónvarpsstöðva sem einn aðili, fyrirtæki eða ein- staklingur, má eiga. Fininvest á þrjár stöðvar. Sameinuðu þjóðirnar framlengja refsiaðgerðir gegn írak Fela hráefni í efnavopn Sameinuðu þjóðunum. Reuter. EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna grunar, að stjómvöld í Irak hafí falið efni, sem notuð eru við gerð efnavopna, og hafa eftir- litsmenn samtakanna verið sendir til Bagdad til að kanna málið. - Nefnd á vegum SÞ, sem sér um að uppræta gjöreyðingarvopn í höndum Iraka, tilkynnti í apríl, að hún vissi ekki hvað orðið hefði af birgðum, sem dygðu til að fram- leiða 250 tonn af taugagasinu VX. Síðan hafa skýrslur Iraksstjómar verið kannaðar nánar og nú er talíð, að ekki hafi verið grein fyrir 400 tonnum af hráefnum til efna- vopnagerðar. Áhyggjur af lífefnavopnum Frá því í júní 1992 til júní 1994 var eytt 30 tonnum af tabun og 70 tonnum af sarin, hvorttveggja taugagas, og 600 tonnum af sinn- epsgasi. Búist er við, að öryggis- ráð SÞ bíði með yfírlýsingar um þetta mál þar til íraksstjórn hefur komið með sín svör en meira áhyggjuefni er hins vegar hvað orðið hafi um 17 tonn af efnum, sem unnt er að nota til lífefnahern- aðar. Til stóð, að öryggisráðið framlengdi refsiaðgerðirnar gegn írak í gær þar sem engin tillaga hafði verið lögð fram um að af- létta þeim. Frakkar og Rússar hafa verið því hlynntir að endurskoða refsiað- gerðirnar gegn Irak en vegna þessara mála ætla þeir að bíða eftir að SÞ-nefndin ljúki störfum sínum. Flugdrekinn er í mikilli sókn hjá ungum jafnt sem öldnum og því er spáð að íþróttin verði ólympíugrein KÍNVERJAR notuðu þá fyrir 3.000 árum til að draga farar- tæki á hjólum yfir sléttumar, Wright-bræður notuðu þá til að læra að fljúga, Guglielmo Marc- oni notaði þá til að lyfta loftnet- inu, sem flutti fyrsta þráðlausa skeytið yfir hafíð, og þeir hafa verið notaðir í meira en eina öld til loftmyndatöku. Hér er verið að tala um flugdrekann, sem á síðustu 20 árum hefur átt sitt endurreisnarskeið og verður stöðugt vinsælli. Miklar framfarir hafa orðið í flugdrekasmíði síðustu tvo ára- tugina, bæði hvað varðar efnið til hennar og eiginleika drekans til að fljúga og láta að stjórn. Drekaflugið er nú ekki lengur bara tómstundagaman fjölskyld- unnar, heldur íþrótt, sem stund- uð er um allan heim, og því er spáð, að um eða eftir aldamótin verði eitt afbrigðið, svokallaður drekadans, orðið að ólympíu- grein. Listdans í loftinu Drekadansinn felst í því að láta flugdrekana, sem venjulega eru hafðir í tveimur eða fjórum aðskildum röðum, leika hinar flóknustu listir í loftinu. Banda- rísku flugdrekasamtökin, sem hafa 5.000 félaga í öllum ríkjun- um 50 og í 29 öðrum löndum, hafa nú gengist fyrir stofnun alþjóðasambands og auk þess beitt sér fyrir, að drekadansinn verði samþykkt sem ólympíu- grein. Flugdrekasamtökin í Banda- ríkjunum, Bretlandi og Japan hafa þegar komið sér saman um ákveðnar reglur fyrir drekadans- inn en sviðssetning hans á himninum minnir um margt á listdans á skautum. Tölvutæknin kemur hér líka við sögu en til Með byr undir báða vængi er hollenskt forrit, KiteFlite, sem auðveldar mönnum að æfa himnaballettinn sinn á skjánum áður en til alvörunnar kemur. Þá eiga flugdrekavinir að sjálf- sögðu sinn kima á Internetinu. Vinsældir flugdrekanna hafa stórvaxið eins og áður segir og aðeins í janúar sl. voru haldnar að minnsta kosti 12 flugdrekahá- tíðir víða um heim. Þykja þær hin besta skemmtan og hina ár- legu flugdrekahátíð í Washing- ton-ríki í Bandaríkjunum sækja meira en 100.000 manns. Vindurinn er ókeypis Hver skyldi svo vera skýringin á þessum vinsældum? Svarið við því getur verið, að vindurinn blási alls staðar og hann kostar ekkert. Þess vegna geti ungir sem aldnir, ríkir sem fátækir, konur og karlar sameinast í þess- ari ánægjulegu íþrótt. Skýringin getur líka verið sú að nokkru leyti, að í drekafluginu geta full- orðnir orðið böm á nýjan leik. Fyrir meira en þremur árþús- undum smíðuðu Kínveijar fíug- drekana sína úr bambus og silki eða pappír en nú eru notuð alls konar gerviefni, nælon, dacron, kevlar, spectra, grafít og kolefni svo fátt eitt sé nefnt, og hægt er að fá þá í öllum stærðum og gerðum. Til eru flugdrekar í líki risa- vaxins arnar með tilheyrandi vængjaslætti, aðrir eins og fót- leggur í laginu eða eldspúandi dreki, 17 metra langur. Menn geta sett saman sína eigin „flug- vél“ og svo eru næturdrekar, sem ljóma í myrkrinu í mikilli lita- dýrð. Til viðbótar við þetta má nefna drekadráttinn en þá eru stórir flugdrekar notaðir til að draga fólk á eftir sér á allt að 80 km hraða. Er þá ýmist verið á lágu þríhjóli, sem stýrt er með fótun- um, eða á skautum, hjólaskaut- um, brimbrettum, sleðum, bátum eða skíðum, allt eftir því hvenær og hvar íþróttin er stunduð. Hér er þó um að ræða fremur dýrt sport, sem á kannski lítið skylt við sjálft drekaflugið. Heimild:T/ie Economist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.