Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 23
22 LAUGARDAGUR 13. MAÍ1995 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞINGMENNSKA OG EMBÆTTI * OLAFUR Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, hefur óskað eftir því að taka á ný við skólastjórastarfi í Reyk- holtsskóla, sem hann gegndi, þegar hann var kjörinn þingmað- ur fyrir hálfum öðrum áratug. Þá fékk hann launalaust leyfi frá því starfi svo sem hefðir stóðu til. Réttur Ólafs til embætt- isins er ótvíræður skv. lögum, að því er menntamálaráðherra hefur upplýst. En mikil óánægja er hjá kennurum og nemendum Reyk- holtsskóla með ákvörðun Ólafs. Að þeirra mati gegnir Reyk- holtsskóli breyttu hlutverki í skólakerfinu. Þeir telja mikil- vægt að núverandi stjórnendur fái að halda áfram starfi við uppbyggingu skólans. Eðlilegt verður að telja, að ríkisstarfsmenn, sem kjörnir eru á þing, fái að halda fyrra starfi — tímabundið. Þannig bindur Háskóli íslands „geymslu" starfs af þessu tilefni við átta ár og er það býsna langur tími. í Reykholtsskóla er hins vegar um að ræða mun lengri tíma og erfitt, ef ekki ómögu- legt, að færa fram rök fyrir því, að opinber starfsmaður eigi að geta haldið starfi svo lengi vegna þingmennsku. Réttlætanlegt er að halda starfi fyrir ríkisstarfsmann sem kjörinn er á þing í eitt kjörtímabil. Réttinn til fyrra starfs ætti hins vegar að fella niður, þegar þingmaður hefur annað kjörtímabil sitt á þingi. Þingmenn verða, eins og aðrir, að velja og hafna. I þessu sambandi verður bæði að horfa til hagsmuna viðkom- andi stofnunar svo og þeirra starfsmanna, sem gegna starfi þingmanns í fjarveru hans. Þótt sami einstaklingur hafi ekki gegnt starfi skólastjóra í Reykholti allan þann tíma, sem Ólaf- ur Þ. Þórðarson sat á þingi, breytir það engu um það, að óviðunandi er fyrir þá hina sömu að eiga yfir höfði sér slíka óvissu. Alþingi þarf í löggjöf að setja skýr og þrengd ákvæði um þetta efni. LÆKKUN RIKIS- ÚTGJALDA RÍKISSTJÓRNIN, sem nýlega tók við völdum, hefur, eins og síðasta stjórn, á stefnuskrá sinni að ná jafnvægi í ríkisQármálum á kjörtímabilinu og stöðva sjálfvirkni í útgjöld- um ríkissjóðs. En jafnframt er ljóst, að ráðherrar sjá margvís- leg vandkvæði á að ná þeim markmiðum með því að draga úr útgjöldum. Þannig segir Björn Bjarnason menntamálaráð- herra í viðtali við Morgunblaðið um síðustu helgi: „Forveri minn fylgdi mjög aðhaldssamri stefnu og ég tel að það hafi verið sparað eins og frekast er kostur, það verður því erfitt að skera meira niður.“ Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað lýsa því yfir að útgjöld í heilbrigðis- eða tryggingamálum verði skorin niður. í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu um vanda sjúkrahúsanna í Reykjavík sagði hún þvert á móti að hann yrði ekki leystur nema með meira fé. Ástæða er til sparnaðar í öllum ráðuneytum. Þessi tvö dæmi eru nefnd hér vegna þess að undir menntamála- og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti heyra útgjaldamestu málaflokkar ríkissjóðs. Ef takast á að ná tökum á ríkissjóðs- hallanum og stuðla þannig að framförum, lágum vöxtum og öflugu atvinnulífi, eins og miðað er að í stjórnarsáttmálanum, verður að hemja útgjöldin í þessum málaflokkum. Björn Bjarnason bendir á í áðurnefndu viðtali að auka þurfi hlut menntamála í ríkisútgjöldunum til þess að nýta tækifæri þjóðarinnar og fjárfesta til framtíðar. Þetta má til sanns veg- ar færa, en vonandi þýðir það fremur það að hlutur mennta- málanna aukist með því að útgjöld til annarra málaflokka lækki meira, fremur en að aukin útgjöld séu boðuð. Hvað velferðarmálin varðar, sem heyra undir Ingibjörgu Pálmadóttur, er ljóst að þar er erfiðasta viðfangsefnið í ríkis- fjármálum. Það eru lífeyrisgreiðslur, heilbrigðisútgjöld og aðrar velferðargreiðslur, sem hafa verið helzta undirrót sjálf- virkrar útgjaldaaukningar og nánast sligað fjárhag ríkisins í ýmsum nágrannalöndum okkar, til dæmis í Svíþjóð, og sem munu hafa sömu áhrif hér, verði þróuninni ekki snúið við. Þar er því rík ástæða til meiri sparnaðar. Allra sízt mega stjórnmálamenn treysta á að efnahagsupp- sveifla, sem virðist vera hafin, jafni ríkissjóðshallann fyrir þá með því að auka tekjur ríkisins. Eigi ísland að vera sam- keppnishæft við önnur lönd til Iengri tíma litið, verður að halda áfram að lækka ríkisútgjöldin og leggja áherzlu á að greiða niður skuldir ríkisins. Állt annað væri ábyrgðarleysi gagnvart komandi kynslóðum. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 23 Tillögur spamaðamefndar Reykj avíkurborgar TILLOGUR nefndar um spamað í rekstri borgarnn- ar hafa verið lagðar fram í borgarráði. Nefndin er skipuð þremur borgarfulltrúum, þeim Sigrúnu Magnúsdóttur og Árna Þór Sigfússyni af Reykjavíkurlista og Guðrúnu Zoéga, Sjálfstæðisflokki, og er Sigrún formaður nefndarinnar. Nefndinni var falið að leita leiða til að lækka rekstrargjöld borgarinnar um allt að 2,7% eða um 260 milljónir króna á þessu ári auk þess sem unnin hefur verið úttekt á hvaða fasteignir í eigu borgarinnar gæti reynst hag- kvæmt að selja en stefnt er því að salan skili borgarsjóði um 300 milljón- um króna á þessu ári. Sigrún sagði að nefndarmenn væm sammála um þær tillögur sem lagðar hafa verið fram. Leitað var til forstöðumanna stofnana borgar- innar um hugmyndir að sparnaði og sagði Sigrún það athyglisvert hversu vel var bmgðist við hugmyndum um sparnað hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og íþrótta- og tómstundaráði. „Þar fór í gang ferli- vinna þar sem talað var við alla undirmenn og forstöðumenn í borg- arkerfinu og við skynjuðum að hreyf- ing fór í gang,“ sagði hún. Yfirstjórn borgarinnar í greinargerð með tillögunum til borgarráðs kemur fram að sýnt þyki að hlutur borgarsjóðs í rekstri Gjald- heimtunnar verði um 15 millj. lægri en ijárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir. í kaflanum um spamad í yfir- stjóm borgarinnar leggur nefndin auk þess til að samræmi í innkaupum verði aukið og að dregið verði úr akstri á borgarskrifstofum. Þannig muni nást um 17 millj. króna sparn- aður. Skipulags- og byggingamál í svari forstöðumanns borgar- skipulags til sparnaðamefndar við tilmælum borgarstjóra er ekki bent á sérstakar leiðir til sparnaðar í rekstri. Fjárveiting til reksturs borg- arskipulags er 109 millj. á árinu og leggur nefndin til að reynt verði að ná einnar milljónar króna spamaði. Jafnframt er gert ráð fyrir að spara megi 4 millj. á skrifstofu borgarverk- fræðings. Fram kemur að þar sem mikil óvissa ríki um rekstur slökkviliðs, meðal annars vegna breytinga á sjúkraflutningum og þrengri stöðu Húsatrygginga, telji nefndin ekki rétt að leggja til sparnað auk þess sem ákveðið hefur verið fram fari úttekt á rekstri slökkviliðsins. Menningarmál í svari forstöðumanns borgar- bókasafns til nefndarinnar kemur fram að ekki er unnt að spara í rekstri án þess að það komi fram í auknum kostnaði á næsta ári. Fjár- veiting til bókakaupa er 34 millj. á árinu en þar af hefur verið ráðstafað rúmlega 7 millj. Leggur nefndin til einnar milljónar króna spamað í bókakaupum. Jafnframt er lagt til að Kjarvals- staðir, Ásmundarsafn og Ljósmynda- safnið spari eina milljón í rekstri og að Árbæjarsafn spari 8 millj., meðal annars með því að hægja á endur- byggingu gamalla hús en til viðhalds og endursmíði húsa er áætlað að veija 21 millj. á árinu. Skólamál Áætlað er að spara megi 14 millj. með niðurskurði í rekstri skólaskrif- stofu. í tillögu til spamað- --- amefndar er bent á þijá flokka til sparnaðar, niður- skurði gjaldliða, langtíma- markmið og hagræðingu að frumkvæði skólanna. Lagt er til að framlag til Lions Quest verði skorið niður um eina kennslu- stúnd, en_ það samsvarar 3 millj. spamaði. Á móti kemur að ríkið fjölg- ar kennslustundum um eina í 7. bekk á haustönn. Framlag vegna lengingar skóladags verði skorið niður sem svarar einni kennslustund í 2. og 3. bekk en það samsvarar 3,5 millj. spamaði. Ríkið fjölgar stundum í þessum bekkjum um eina á haustönn. Þá er lagt til að framlag til skóla- Leiðir til að lækka rekstr- argjöld um 260 milljómr Nefnd um spamað í rekstrí Reykj avíkurborg- ar hefur skilað tillögum sínum til borgarráðs. Kristín Gunnarsdóttir kynnti sér tillögumar en rétt er að taka fram að þær hafa ekki hlotið endanlegt samþykki borgaryfirvalda. Óvissa ríkir um rekstur slökkviliðs sjóða verði lækkað úr 500 krónum í 450 krónur á nemanda á haustönn en það sparar 500 þúsund krónur. Framlag til listkynninga í skólum verði lækkað úr 10 millj. í 8 millj. og að framlag til þróunarsjóðs grunnskóla verði lækkað úr 10 millj. í 7,5 millj. Sem langtímamarkmið er lagt til að hreinlætis- og ræstingaefni verði boðin út í auknum mæli og að tekn- ar verði upp gólfmoppur, en þannig mætti ná tæplega 1,9 millj. sparn- aði. Hætt verði að senda þvegla og gardínur í þvottahús en kostnaður vegna þessa er áætlaður 3 millj. á árinu. Þess í stað verði keyptar þvottavélar fyrir um 1,5 millj., þar sem þær eru ekki fyrir hendi. Lagt er til að gerð verði úttekt til lækkunar á hita- og rafmagns- kostnaði en talið er að árlegur sparn- aður gæti orðið um 10-15% og er reiknað með að spara 5 millj. á haust- önn. Fram kemur að launakostnaður vegna ræstinga er um 110-120 millj. á ári. Bent er á að í tengslum við endurskipulagningu á starfslýsingu ------- starfsfólks í skólum væri hugsanlega hægt að taka upp dagræstingu í tíma- vinnu. Er þá átt við að ræst- ing verði hluti af störfum starfsmanna skóla og færi fram að mestu leyti innan dagvinnu- marka. Loks er lagt til að ákveðnum fjölda gjaldaliða verði úthlutað beint til skól- anna og að heimilt verði að færa til fé milli þeirra liða. Með auknu fijáls- ræði yrði unnt að auka kröfur um að fjárhagsáætlun skólanna standist. íþrótta- og tómstundaráð í tillögum frá íþrótta- og tóm- stundaráði eru gefnir tveir valkostir. Annar gerir ráð fyrir 2,38% sparnaði af heildarrekstraráætlun sem er rúmur 1,1 milljarður og hinn gerir ráð fyrir 2,7% sparnaði. í tillögum sparnaðarnefndar til borgarráðs er síðari valkosturinn valinn en þar er lagt til að íþrótta- og tómstundaráð spari rúmar 1,4 millj. í rekstri, fé- lagsmiðstöðvar spari 715 þús., í fé- lags- og tómstundastarfi verði spar- að 845 þús. og að framlag til sumar- starfs atvinnulausra verði lækkað um 1,7 millj. Þá verði dregið úr fram- lagi til Hins hússins um rúmar 1,6 millj. og framlag til sundstaða verði lækkað um 6,5 millj., framlag til íþróttahúsa verði lækkað um 586 þús., framlag til íþróttasvæða lækki um rúmar 2,6 millj. og framlag til skíða- og skautaíþrótta í hverfum um 200 þús. Framlag til skíðaíþrótta lækki um 1,6 millj., framlag til ann- arrar starfsemi lækki um rúmar 3,4 millj. og að styrkir lækki um 9 millj. Rétt er að taka fram að eingöngu verður um lækkun á rekstrarliðum hjá íþrótta- og tómstundaráði að ræða og ekki dregið úr yfirvinnu. Dagvist barna í tillögum um sparnað í rekstri hjá Dagvist barna er bent á að tals- verður munur sé á rekstri eldhúsa í leikskólum borgarinnar og að 11 skólar fari fram úr meðaltali. Með tilliti til þess verður gerð krafa um að skólarnir spari um 3 millj. Borgin spari þijár milljónir á ári Leikskólar hætti að kaupa bleiur NEFND til sparnaðar í rekstri Reykjavíkurborgar leggur til að leikskólar borgarinnar hætti að leggja til bleiur fyrir börn þann tíma sem þau dvelja í skólanum. Þannig mætti spara nálægt þremur milljónum króna á ári. Tillaga nefndarinnar hefur verið lögð fram í borgarráði og verður væntanlega afgreidd á næstunni. Þar kemur fram að þrátt fyrir útboð sé kostnaður vegna bleiukaupa leikskólanna nálægt þremur milljónum króna á ári. Jafnframt að ef tekin yrði ákvörðun um að hætta bleiu- kaupum nú þegar mætti spara eina milljón á þessu ári. Að sögn Bergs Felixssonar, framkvæmdastjóra Dagvistar barna, hafa leikskólar keypt blei- ur í fullmiklu mæli og að nú sé lagt til að tekið verði fyrir það. „Það hefur verið ákveðin vinnu- regla að barnið komi í hreinni bleiu og komi með eina hreina til að fara í heim, en það hafa þó ekki allir skólar haft þessa reglu,“ sagði hann. „í Kópavogi hefur það verið þannig að allir koma með sínar bleiur og nú erum við að leggja til að taka upp sama fyrirkomulag." Að sögn Bergs hafa leikskólar keypt bleiur í fullmiklu mæli og að það hafi verið látið óátalið, en ef tillagan yrði samþykkt kæmi hvert barn eftirleiðis með sinn merkta bleiupoka að heim- an. Heildarinnkaup á matvælum námu 120 millj. á síðasta ári og er talið raunhæft að reikna með 2% sparnaði eða um 2,4 millj. Fram kemur að rætt hafi verið við Inn- kaupastofnun Reykj avíkurborgar um útboð á ýmsum matvörum en engar fastmótaðar tillögur liggi fyrir ennþá. Þá hafi verið rætt við Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar um samflot í útboðunum. Lagt er til að leikskólar hætti að leggja börnum til bleiur sem þar dvelja en þannig sparast 3 millj. á ári. Loks er lagt til að gjaldskrá verði einfölduð og gjaldflokkum fækkað verulega en nú eru 32 mögu- leikar í gjaldskrá og er hálf klukku- stund reiknuð sérstaklega. Lagt er til að boðinn verði einn pakki með ákveðinni þjónustu er miðist við 4, 5, 6 og 8-9 stunda dvöl. Slík hag- ræðing muni auka tekjur Dagvistar barna en ekki er vitað hversu mikið. Bent er á að hvert prósentustig í endurgreiðslu nemi 5 millj. á ári. Félagsmálastofnun í tillögum Félagsmálastofnunar er gert ráð fyrir 2,7% sparnaði en það svarar til 31,5 millj. Lagt er til að dregið verði úr yfirvinnu og vakta- fyrirkomulagi breytt og er gert ráð fyrir að þannig megi spara 13 millj. Jafnframt að fyrirkomulagi heima- þjónustu verði breytt þannig að yfir- vinnu verði breytt i álagsgreiðslu en með því móti sparist 3,5 millj. Þá verði verkefnum húsvarða við Norð- urbrún og Skúlagötu ____________ breytt en þar sparast 160 Félagsmála- stofnunum verði sagt upp en þar sparast 500 þús. og samningi við Borgarspítala um lyfjakaup fyrir öldrunarstofnanir verði sagt upp en þar sparast ein millj. og loks að rekstrartími Unglingaheimilisins við Búðargerði verði skertur, en sú ráð- stöfun sparar 2 millj. Bent er á þann möguleika að taka upp viðræður við heilbrigðisráðu- neytið um yfirtöku á viðbótarvist- gjöldum sem félagsmálastofnun greiðir með öldruðum á Blesastöðum og Kumbaravogi. Þá sé það skoðun stofnunarinnar að forstöðumönnum verði heimilt að færa á milli gjaldal- iða til að ná fram aukinni hag- kvæmni. Jafnframt er bent á að koma þyrfti á fastri verkaskiptingu milli stofnunarinnar og innheimtu- deildar borgarinnar um innheimtu á húsaleigu, heimaþjónustugjöldum og framfærslulánum. Þannig mætti væntanlega auka tekjur borgarsjóðs. Rekstur fasteigna í tillögum sparnaðarnefdar er einnig lagt til að rekstur fasteigna þ.m.t. Ráðhúss, Höfða og Viðeyjar, verði lækkaður um 8 millj. Þá er samningur sem gerður hefur verið um skuldbreytingu lána við Lands- banka íslands ásamt frekari skuld- breytingum talinn geta skilað um 50 millj. í lækkun vaxtagjalda á ár- inu. Gatnamálastj óri Gert er ráð fyrir að heildarsparn- aður hjá embætti gatnamálastjóra gæti numið 17 millj. Lagt er til, undir liðnum sameiginlegum kostn- aði, að yfirvinna lækki um 5%, að ekki verði ráðið til sumarafleysinga en fólk ráðið af atvinnuleysisskrá til átaksverkefna og að auglýsingum um nagladekk verði sleppt. Dregið verði úr framkvæmdahraða við gangstéttir og gönguleiðir, dregið úr fjölda yfirferða við gatnahreinsun, tími götulýsinga styttur og dregið úr daglegu eftirliti. Gjaldskrá fyrir hita í götum og á gönguleiðum lækkuð, opin svæði og hreinsun seld borgarstofnunum og loks er lagt til að dregið verði úr fjölda færanlegra náðhúsa. Enn- fremur kemur fram að með innsöfn- un dagblaðapappírs megi draga úr kostnaði við sorphirðu sem nemur um 5 millj. Holræsi Reynt að stöðva veiðar í Síldarsmugu Tekið undir norsk mót- mæli við ESB? * Islenzk stjómvöld mælast til þess að ekki sé veitt í Síldarsmugunni og telja hugsanlegt að taka undir mótmæli Noregs við veiðum skipa frá ESB þar. Olafur Þ. Stephensen kynnti sér norsk og íslenzk viðhorf. þús. Lagt er til að dregið verði úr notkun og kaupum á ritföngum sem nemi 400 “ þús, dregið úr kaffikostnaði sem nemi 600 þús., leigubílakostnaður lækkaður eftir samninga um 1,5 millj., ferðir út á land endurskipu- lagðar sem spara mun 300 þús. og endurskoðun vátrygginga sem spara munu 1,5 millj. Gert er ráð fyrir að útboð á hráefn- iskaupum til eldhúsa spari 6 millj. og breyting á samsetningu matar- bakka spari 1,2 millj. Lagt ér til að samningum við presta á öldrunar- stofnun sparl 2,7% Reiknað er með framlagi sam- kvæmt lögum til stuðnings við fram- kvæmdir borgarinnar í fráveitumál- um, þó svo það verði ekki greitt fyrr en fyrrihluta næsta árs. Styrkhæfar framkvæmdir verða fyrir 369,7 millj., þar af er hluti nágrannasveit- arfélaganna 67 millj. þannig að hlut- ur borgarinnar gæti orðið 20% af 302,7 millj. Framlag til stuðnings gæti því numið 60,5 millj. sem kæmi til lækkunar nýbyggingar holræsa á árinu. Þó ekki sé um lækkun kostn- aðar að ræða í kjölfar sérstakra sparnaðaraðgerða telur nefndin eðli- legt að benda á að gera má ráð fyr- ir að heildarkostnaður verði lægri en fjárhagsáætlun ársins. Garðyrkjustjóri Tillaga garðyrkjustjóra gerir ráð fyrir að spara megi með einfaldari og íburðarminni hönnun nýrra úti- vistarsvæða. Það muni draga úr við- haldskostnaði auk þess sem fram- kvæmdir verða ódýrari og er gert ráð fyrir 6 millj. sparnaði. --------- Verið er að vinna úttekt á starfsemi Heilbrigðiseft- irlitsins sem væntanlega mun hafa í för með sér _________ breytingar á starfseminni. Ný gjaldskrá tekur gildi 1. júlí og er talið hugsanlegt að gjöld að frádregnum tekjum verði um 5 millj. lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. Fram kemur að ekki er gert ráð fyrir breytingum á framlagi til Strætisvagna Reykjavíkur. Loks bendir Innkaupastofnun Rykjavíkurborgar á að breyta megi eða leggja niður starfsemi söludeild- ar notaðra muna. Tap hafi verið á starfseminni undanfarin ár. ÞRÁTT fyrir að viðræður fjög- urra landa um stjómun veiða á vorgotssíld í Síldar- smugunni hafi farið út um þúfur í seinustu viku leitast ísland og Færeyjar nú að nýju við að stöðva veiðar eigin skipa á svæðinu. Með þessu er Norðmönnum og Rússum sýndur samningsvilji í síldardeilunni. Það er reyndar útlátalítið fyrir síldar- skipin að hætta veiðum í Síldarsmug- unni, enda er veiði þar dræm. Eitt af markmiðum íslands, Nor- egs, Rússlands og Færeyja, landanna sem telja sig eiga sögulegt tilkall til síldarstofnsins, með því að semja sín á milli, var að hindra veiðar eigin skipa í Síldarsmugunni og reyna, með tilliti til nýrra úthafsveiðireglna Sameinuðu þjóðanna, sem kunna að verða samþykktar síðar á árinu, að koma jafnframt í veg fyrir síldveiðar „fimmtu ríkja“ á hinu alþjóðlega hafsvæði. Fregnir af veiðum írskra og danskra báta í Síldarsmugunni hafa því valdið áhyggjum. í gær skýrðu norskir Qolmiðlar svo frá því að fimmtán skozkir bátar hefðu sett kúrsinn á Síldarsmuguna. Olsen skrifar Bonino Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs- ráðherra Noregs, brást í gær við veiðum skipa frá ESB-ríkjum með því að senda Emmu Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn sambandsins, bréf og lýsa áhyggjum vegna þessara veiða. „Sjávarútvegsráðuneytið hefur miklar áhyggjur af núverandi ástandi. Æskilegast væri að löndin fjögur, sem eiga sögulegt tilkall til síldarinnar, gætu samið sín á milli,“ sagði Bernt Ellingsen, talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytisins, í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður hvort Norðmenn væru þá tilbúnir til viðræðna við íslendinga að nýju um stjórnun á veiðum úr síldarstofninum, sagði Ellingsen að ekki hefði orðið nein stefnubreyting af hálfu Norðmanna. „Það er ekki bara mál Noregs að sýna samnings- vilja. Það verða allir aðilar að gera,“ sagði hann. Norskir sjómenn æfir Síldin veiðist nú aðallega í fær- eyskri lögsögu, þar sem hún er of dreifð í Síldarsmugunni til að hægt sé að kasta á sæmilegar torfur. Norska strandgæzlan skýrði frá því í gærmorgun að engin skip væru að veiðum í smugunni. Norskir sjómenn hafa hins vegar gefíð í skyn að þeir hyggist halda í Síldarsmuguna. Þeir eru nú hinir verstu yfir því að síldin er gengin úr norskri lögsögu og illa veiðanleg í Síldarsmugunni. Þeir benda á að hefðu samningar náðst við ísland og Færeyjar, gætu þeir nú veitt síldina í færeyskri lögsögu ásamt íslenzkum og færeyskum skipum. Þessi afstaða sjómannanna gæti þrýst á norsk stjórnvöld að reyna að fínna nýja lausn með samningum. Sú lausn, sem stefnt var að í Reykja- vík, var að veiðar yrðu bannaðar í Síldarsmugunni en að strandríkin Qögur veittu hvert öðru aðgang að eigin lögsögu, eftir því hvar síldin héldi sig. Þannig hefðu norsk og rússnesk skip væntanlega fengið veiðirétt við Færeyjar og ísland og íslenzk og færeysk skip getað fylgt síldinni eftir á norðurleið hennar inn í lögsögu Jan Mayen. Tilmæli um að veiða aðeins innan lögsögu íslenzka sjávarútvegsráðuneytið sendi í gær frá sér fréttatilkynningu, þar sem segir að samningur sá sem íslenzk og færeysk stjómvöld gerðu í framhaldi af því að slitnaði upp úr viðræðunum í Reykjavík og göngur síldarinnar síðan virðist styrkja mjög stöðu íslands og gera það mögulegt að halda síldveiðum íslenzkra skipa innan lögsagna strandríkjanria þrátt fyrir að víðtækt samkomulag hafi ekki tekizt um veiðarnar. „Eru það því eindregin tilmæli sjávarútvegs- ráðuneytisins að íslenzk síldarskip stundi að óbreyttum aðstæðum ein- göngu síldveiðar innan lögsögu ís- lands og Færeyja. Ráðuneytið hefur kynnt Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna þessa afstöðu og hefur stjóm Landssambandsins fyrir sitt leyti fallizt á hana og beint þessum tilmælum til félagsmanna sinna.“ í tilkynningu ráðuneytisins er jafnramt vakin athygli á ákvæðum laga um landanir erlendra skipa hér á landi. Erlendum skipum er óheim- ilt að sækja þjónustu og landa afla í íslenzkum höfnum ef um er að ræða veiðar úr sameiginlegum fiski- stofni sem ekki hefur verið gerður samningur um stjórn á við hlutaðeig- andi ríki. Þetta þýðir að t.d. dönsk og skozk skip, sem myndu hugsan- lega veiða síld austan við íslenzka lögsögu, gætu ekki fengið þjónustu hér á landi, en langt er til bræðslu- verksmiðja í öðrum löndum. Styrkir stöðu okkar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið að það hefði alltaf verið mark- mið íslendinga að veiða síldina innan lögsögu strandríkja. „Við teljum að þetta muni styrkja stöðu okkar, þeg- ar kemur að lokasamningum, og gagnvart utanaðkomandi aðilum," sagði Þorsteinn. Hann sagði að í gær hefðu íslenzk og færeysk skip veitt innan færeysku lögsögunnar, en tvö norsk skip hefðu verið í Síldarsmug- unni í gærmorgun. „Af þessum strandríkjum, sem eru eigendur stofnsins, hafa því bæði íslendingar og Færeyingar haldið sig innan lög- sögumarka í dag. Aðeins Norðmenn hafa brotið það.“ Þorsteinn sagði það koma til greina að taka undir mótmæli þau, sem Norðmenn hefðu sent ESB. „Eg minni þó á að sú staða, sem við erum í núna, er fyrst og fremst vegna þvergirðingsháttar Norðmanna á dögunum," sagði hann. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði um þetta atriði hefði ekki verið tekin ákvörðun af hálfu íslenzkra stjórnvalda. „Við höfum í dag sýnt vilja til samninga með þeim tilmælum, sem sjávarútvegsráðu- neytið hefur sent út,“ sagði Halldór. „í því felst að sjálfsögðu að við erum andvígir veiðum annarra þjóða úr þessum stofni og tilbúnir að gera ráðstafanir, sem geta tryggt að kom- ið verði í veg fyrir það.“ í i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.