Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 41 Sími 551 6500 STJ LITLAR KONUR Gerð eftir sögu LOUISE MAY ALCOTT „Yngismeyjar"sem hefur komið út á islensku. Myndin var tilnefnd til þrennra Óskarsverðlauna. Winona Ryder hlaut tilnefningu fyrir bestan leik í aðalhlutverki. Sýnd kl. 4.55, 6.55, 9 og 11.15. IMMOKTA BeLoVeD AÐALHLUTVERK: Gary Oldman, Isabella Rossellini, Jeroen Krabbé, Valeria Golino og Johanna Ter Steege. Sýnd kl. 6.55 og 9. B.i. 12 VINDAR FORTÍÐAR AÐALHLUTVERK: BRAD PITT ANTHONY HOPKINS OG AIDAN QUINN ★★★ A.l. Mbl. Sýnd kl 4.45 og 11.15. STJORNUBIOLIIMAN Kvikmyndagetraun. Verðlaun: Bíómiðar, Little Women regnhlífar og Little Women myndabækur.Verð 39.90 mínútan.Sími 991065. GUÐRÍÐUR Sverrisdóttir, Anna Þóra, Þórunn Elvar, Hulda Hauksdóttir og Bára Björk. INGI Þór og Hjörtur Hauser brostu sínu breiðasta. HLÍN Mogensen í sumarkjól. Morgunblaðið/Halldór SÝNINGARSTÚLKURNAR með Lilju Hrönn, eiganda Cosmo, sem er önnur frá vinstri. Tískusýning á vegum Cosmo TÍSKUSÝNING á sumarlínu fataverslunarinnar Cosmo var haldin á Kaffi Reykjavík síðast- liðið fimmtudagskvöld. Það voru sýningarstúlkur úr Módel 79 sem sýndu bæði fatnað og skó úr versluninni fyrir fullu húsi, en á fimmta hundrað manns voru á Kaffi Reykjavík þetta kvöld. Dömurnar fengu ilm gefíns og boðið var upp á léttar veitingar. Að lokum má geta þess að Val- dís Gunnarsdóttir var kynnir kvöldsins. F egrirðarsamkeppni Ágóði í forvamarstarf ÞÁTTTAKENDUR í Fegurð- arsamkeppni íslands mættu á fyr- irlestur Haraldar Briem á Hótel íslandi síðastliðið fimmtudags- kvöld um sjúkdóminn alnæmi. Auk þess ávarpaði Percy Stefánsson, sem mælst hefur HlV-jákvæður, stúlkurnar og miðlaði til þeirra | reynslu sinni. Tilefni fundarins var að fegurð- arsamkeppnin verður með öðru * sniði en áður að því leyti að fimm hundruð krónur af hverjum seldum miða á úrslitakvöldið renna til for- varnarstarfs gegn alnæmi á ís- landi. Peningunum verður varið í nýtt starf sem felst í því að fara á vinnustaði og veita fræðslu um sjúkdóminn. Þær stúlkur sem munu lenda í efstu sætum keppninnar munu fá að fylgjast með nokkrum af þeim fyrirlestrum með það í huga að þær geti hafið umræðu í fegurð- arsamkeppnum erlendis um al- næmi. Kvikmynd um Kóngulóar- manninn LEIKSTJÓRINN Jim Cameron hef- ur margsannað hæfileika sína í Hollywood. Kvikmyndir hans um Tortímandann og Sannar lygar með Schwarzenegger í aðalhlutverki hafa fallið vel í kramið hjá áhorf- endum um allan heim og þrátt fyr- ir að gerð þeirra hafi verið kostnað- arsöm hefur hún margborgað sig. Hann er nú að þreifa fyrir sér með að gera kvikmynd um Kóngu- lóarmanninn eða Spiderman og er um þessar mundir að leggja loka- hönd á handrit myndarinnar. Búist er við að gerð myndarinnar hefjist árið 1996, en Cameron er fastur I öðrum verkefnum þangað til. Kóngulóarmaðurinn verður ekki fyrsta teiknimyndapersónan sem öðlast líf á hvíta tjaldinu. Þegar hafa margar kvikmyndir og sjón- varpsþættir verið gerðir um Super- man og þriðja myndin um Leður- blökumanninn eða Batman verður frumsýnd í sumar. Þá má nefna myndirnar Tank Girl, Casper og Judge Dredd, auk þess sem Pamela Anderson mun bráðlega spreyta sig á hlutverki Barb Wire. JAMES Cameron er að leggja lokaliönd á handrit kvikmyndar um Kóngulóar- manninn. PAMELA Anderson verður í hlutverki ofurhetjunnar Barb Wire.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.