Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 2
„Kulturchef“ Súsanna Svavarsdóttir
OPIÐ bréf til rit-
stjóra Morgunblaðs-
ins:
Kæru ritstjórar
Mattías Johannessen
og Styrmir Gunnars-
son. Þegar Súsanna
Svavarsdóttir titlar sig
„kulturchef“ Morgun-
blaðsins, stærsta dag-
blaðs íslands, í grein
sem hún skrifar fyrir
leiklistarblaðið Teat-
ern í Svíþjóð, gerir hún
það með vitund og
samþykki blaðsins?
Astæðan fyrir því
að ég spyr að þessu
er sú að í öðru tölu-
blaði Teatern 1995 birtist grein
um „menningarlandið ísland" sem
blaðið hefur leitað til „kulturchef“
Morgunblaðsins um að skrifa.
Tilefni þessarar greinar er það
að næsta haust er Guðjón Petersen
leikstjóri að fara til Svíþjóðar og
setja upp „Þijár systur“ eftir Ant-
on Tjekov, hjá Riksteatern. Sús-
anna byijar grein sína á að fræða
sænska lesendur um nokkrar stað-
reyndir um íslenskt menningarlíf.
Sem dæmi um makalaust óvönduð
vinnubrögð segir hún „ - og (hér
er ) ein sinfóníuhljómsveit undir
stjórn Finnans Petri Sakari." Það
vita allir sem fylgst hafa með
menningarmálum á Islandi að Petri
Sakari hætti sem stjórnandi Sinfó-
níuhljómsveitar íslands í júní 1992.
Núverandi stjórnandi hljómsveitar-
innar heitir Osmo Vánska.
Þá talar hún líka um skáld-
sagnahöfunda íslands og nefnir
nokkur nöfn eins og um einu höf-
Kjartan
Ragnarsson
undana á íslandi sé að
ræða. „Fremstu höf-
undar okkar eru Vig-
dís Grímsdóttir, Fríða
Sigurðardóttir, Einar
Már Guðmundsson,
Thor Vilhjálmsson,
Steinunn Sigurðar-
dóttir sem allir lifa á
ritstörfum sínum. Auk
þess eru hér nokkrir
ungir skáldsagnahöf-
undar sem spennandi
er að fylgjast með. t.d.
Kristín Ómarsdóttir,
Elísabet Jökulsdóttir,
Sjón, Baldur Gunnars-
son og Hallgrímur
Helgason. “ Allt þetta
fólk er góðra gjalda vert, en skyldi
það vera tilviljun að hún nefnir
ekki þann skáldsagnahöfund okkar
sem hefur verið hvað vinsælastur
hjá þjóðinni á seinni árum, Einar
Kárason. Að vísu gaf Einar „kult-
urchefinum“ orð í eyra í grein hér
í Morgunblaðinu fyrr í vetur, en
ég vona að konan láti slíkt ekki
hafa áhrif á sig. Og hvar eru rithöf-
undarnir Þórarinn Eldjárn, Þórunn
Valdimarsdóttir, Pétur Gunnars-
son, Olafur Gunnarsson, eru þeir
norskir? Og þegar hún nefnir nokk-
ur íslensk ljóðskáld lætur hún sig
ekki muna um að sleppa fólki eins
og Ingibjörgu Haraldsdótt'ur, Þor-
steini frá Hamri og Sigurði Páls-
syni. Að ég tali nú ekki um nafn-
ana Hannes Pétursson og Sigfús-
son.
Það sem neyddi mig til að setj-
ast niður og skrifa þessar línur er
samt enn ótalið. I seinni hluta
greinarinnar fjallar Súsanna um
Svona makalausa hroð-
virkni birtir hún, segir
Kjartan Ragnarsson,
sem „kulturchef“ ykkar.
íslenskt leikhús sem hún hefur
verið að skrifa um gagnrýni í nokk-
ur ár. Og þar leitast hún við að
sýna fram á mikilvægi Guðjóns
Petersens og félaga hans Grétar
Reynissonar og Hafliða Arngríms-
sonar í íslensku leikhúsi. Eftir
nokkuð almennan inngang um
leikhúsið hér heima segir hún„ -
Tjekov hefur heldur ekki notið
mikilla vinsælda hjá almenningi.
Ekki fyrr en núna síðustu þrjú
árin, eftir að meðlimir leikhússins
Frú Emilíu fóru að túlka verk hans.
Aðalleikstjóri hópsins Guðjón Pet-
ersen setti upp Platanov og Vanja
frænda í Borgarleikhúsinu og báð-
ar sýningarnar nutu þar mikillar
almenningshylli. “ Það var ég,
Kjartan Ragnarsson, sem setti upp
þessar sýningar og með mér unnu
leikarar Borgarleikhússins en ekki
Emilíuhópurinn. - Eftir þetta gull-
korn rekur hún í stórum dráttum
það sem Gíó, Grétar og Hafliði
hafa verið að gera síðustu árin
nokkurn veginn án þess að detta
um tærnar á sjálfri sér. Hún talar
um mikilvægi þeirra fyrir þróunina
hér. Það er allt satt og rétt sem
hún segir um þá strákana, og nú
er hún orðin ólíkt jákvæðari fyrir
vinnu þeirra en hún hefur oft verið
í þessu blaði. Það er alveg í sam-
ræmi við þá fullyrðingu hennar
fyrr í greininni, að íslendingar
hafi þann veikleika að meta ekki
sitt fólk fyrr én það er komið til
útlanda.
Súsanna hefur kvartað undan
því opinberlega að það sé ekki
skemmtilegt að tala við listamenn
af yngri kynslóð vegna þess hve
illa þeir séu lesnir. Hún hlýtur að
flokkast sjálf í þeim hópi, því hún
hefði ekki þurft að lesa neitt annað
en listakálf Morgunblaðsins síð-
ustu ár til að vita að Petri Sakari
er löngu hættur að leiða Sinfóníu-
hljómsveitina, að það er fleira sýnt
á Kjarvalsstöðum en myndir gamla
meistara Kjarvals og hún hefði
ekki þurft að lesa neitt annað en
eigin gagnrýni í Morgunblaðinu til
að vita að það var ekki Guðjón
Petersen sem setti upp Platanov
og Vanja frænda í Borgarleikhús-
inu haustið 1992.
Ég veit að Súsanna er hætt sem
umsjónarmaður listakálfs Morgun-
blaðsins, en svona makalausa hroð-
virkni birtir hún sem „kulturchef“
ykkar. Því spyr ég aftur, er það
eftir ábendingu Morgunblaðsins að
Súsanna Svavarsdóttir er fengin
til að skrifa svona kynningargrein-
ar um menningarlíf á íslandi?
Höfundur er leikstjóri og
leikskáld.
Aths. ritsljóra
Grein Súsönnu Svavarsdóttur,
sem birtist í sænsku leiklistartíma-
riti og Kjartan Ragnarsson spyr
um er ekki skrifuð með „vitund
og samþykki“ Morgunblaðsins af
þeirri ástæðu, að starfsmenn blaðs-
ins hafa fullt frelsi til slíkra skrifa
og þurfa ekki að leita samþykkis
ritstjóra blaðsins. Rétt er að geta
þess, að Súsanna lét af störfum,
sem fastur starfsmaður ritstjórnar
Morgunblaðsins hinn 1. apríl sl.
Kjartan Ragnarsson spyr hvort
Súsanna Svavarsdóttir hafi skrifað
grein þessa skv. „ábendingu“
Morgunblaðsins. Svo er ekki enda
var Morgunblaðið ekki beðið um
að benda á einn eða neinn í þessu
sambandi.
$
CGbrBt
hinn frábæri andlegi leiöbeinandi og kennari
frá Bandaríkjunum veröur meö námskeið næstu tvær helgar í sal
Stjórnunarskólans viö Sogaveg. ■ESHBiIHfflSB
3.-4. júní kl. 10.00-17.00:
Að vera meðvitaður um sitt æðra sjálf — Að verða sitt æðra sjálf.
10.-11. júníkl. 10.00-17.00:
Að vekja mátt sinn.
Suzanne mun einnig
verða með einkatíma. i
Verð pr. námskeið kr. 6.500, en kr.
5.500 ef farið er á bæði. Boðið er
upp á greiðsludreifingu til allt að
þriggja mánaða auk VISA og EURO.
Bókanir hjá Guðbjörgu í síma 587 3724,
ennfremur í símsvara 588 5443.
Prúðmenni
dregnr upp kesju
MÉR þótti tíðindum
sæta í umræðum um
stefnuræðu forsætisráð-
herra fyrir skömmu
þegar nýr landbúnaðar-
ráðherra, Guðmundur
Bjarnason, gagnrýndi
forvera sinn Halldór
Blöndal fyrir aðgerðar-
leysi í málefnum sauðíj-
árbænda. Nýi landbún-
aðarráðherrann sagði,
að eftir einungis nokkra
daga í ráðuneytinu hefði
sér orðið ljóst, að vandi
sauðfj árræktarinnar
væri miklu meiri en
'hann hefði haldið. Síðan
sagði Guðmundur orð-
rétt: „Á þetta hafa menn horft að
undanförnu, en ekki brugðist við, eða
ekki viljað taka á vandanum."
Hver er það, sem hefði átt að
bregðast við vandanum? Að sjálf-
sögðu sá, sem innan ríkisstjórnarinn-
ar fór með málefni landbúnaðarins.
í þessum orðum Guðmundar Bjarna-
sonar felst því alvarleg ásökun á
Halldór Blöndal sem gegndi því emb-
ætti. Orð hans er ekki hægt að skilja
öðruvísi en svo, að Halldór Blöndal
hafi horft á sauðfjárbændur fljóta
að feigðarósi, án þess að grípa til
nokkurra aðgerða. Hann gengur
raunar enn lengra, með því að bregða
Halldóri um pólitískt kjarkleysi, sem
hafi birst í því, að hann hafi ekki
haft þrek til að „taka á vandanum,"
- og þar með beðið eftir því að
málið lenti ý herðum nýs ráðherra.
Þetta er harður dómur, sem Guð-
mundur Bjarnason fellir um störf
Halldórs að málefnum sauðfjár-
bænda. Enda runnu tvær grímur á
Guðmund þegar vatt fram ræðunni,
og hann mildaði þau með eftirfár-
andi: „Kannski hefur aðgerðarleysið
stafað af ósamkomulaginu innan
fyrrverandi ríkisstjórnar um nauð-
synlegar úrlausnir. Það skal ósagt
látið.“
Guömundur lætur semsagt Blön-
dal njóta þess mögu-
leika, að fælni hans til
að taka á málum bláfá-
tækra sauðfjárbænda
stafi hvorki af verk-
deyfð né áhugaleysi á
málinu, heldur kunni
ráðherrar ..^Alþýðu-
flokksins að hafa
brugðið fæti fyrir til-
lögur Blöndals.
En veruleikinn var
öðmvísi. Eftir að upp-
lýsingar um versnandi
hag sauðfjárbænda
tóku að hrannast fram
í fjölmiðlum minnist, ég
þess ekki, að forveri
Guðmundar hafi
nokkru sinni sett málefni þeirra á
dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta
getur landbúnaðarráðherrann sann-
reynt með því að fletta fundargerðum
hennar.
Það er sjaldgæft að nýr ráðherra
gagnrýni forvera sinn með þessum
Það er sjaldgæft, segir,
Ossur Skarphéðins-
son, að nýr ráðherra
gagnrýni forvera sinn
með þessum hætti.
hætti, - hvað þá ef þeir sitja samar
í ríkisstjórn. Guðmundur Bjarnasor
er annálað prúðmenni, sem dregui
ekki upp sverð og kesju nema honun
þyki mikið liggja við. Hann er ekk
í röðum þeirra stjórnmálamanna
sem fara með köpuryrðum af engi.
tilefni. Það er því ljóst, að nýjun
landbúnaðarráðherra hefur einfald-
lega ofboðið viðskilnaðurinn.
En hann getur ekki látið að þv
liggja, að aðgerðarleysi Halldórs
Blöndal í nrálum sauðijárbænda sé
Alþýðuflokknum að kenna.
Höfundur er alþingismadur.
Össur
Skarphéðinsson
Símanúmera-
mundu!
m w
ÉÉj* ;|:: r
aiw
......stafa
símanúmer
k jreytingarnar
taka gildi laugar-
c Jagínn 3. júní
Númer breytast sem hér segir:
55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu
42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum
43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi
456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum
45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra
46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra
47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi
48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi
Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer.
Farsíma- og boðtækjanúmer.
Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer
á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989.
POSTUR OG SIMI