Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 33 BRÉF TIL BLAÐSINS Opið bréf til Rafmagnseftirlits ríkisins Frá Sigurði Magnússyni: HERRA Rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins, Bergnr Jónsson. Eins og ég hef áður skrifað yð- ur, þá bárust mér í hendur Orðsend- ingar frá Rafmagnseftirliti ríkisins, sem þér hafið undirritað, þ.á m. nr. 2/95 er varðar rafmagnstöflur með „tvöfaldri einangrun“. Og þar sem hún er óljós að margra mati er nauðsyn að spyija margra spurninga í opnu bréfi, virðulegi Rafmagnseftirlitsstjóri. Hvert er gildissvið Orðsendingar nr.2/95, sem samin var hjá Raf- magnseftirliti ríkisins og send var út nú fyrir skömmu? Er verið að íjalla um háspennu- eða smáspennutöfiur með tvöfaldri einangrun, eða eitthvað annað? Þar sem „Núllað - 400 Volta kerfi“ er það algengasta í dreifikerfi raf- veitna landsins má álykta að átt sé við búnað fyrir það spennukerfí. Það er óábyrgt að senda út orð- sendingu sem er svo óskýr að hún orkar tvímælis. Orðsending 2/95 skilst t.d. á þann veg, að Reglu- gerð um raforkuvirki er brotin, sé farið eftir uppskrift RER. Brot á reglugerð í orðsendingunni er bannað að jarðbinda ákveðna leiðandi hluta taflna ( raforku-virkis). Ef yður og hjálparsveinum yðar finnst þetta í lagi, er svo ekki. Sé þetta gert, er spursmál hvenær slys hlýst af og spurning hversu alvar- legt. Spurning um hver verði til að lenda í mistakaferli, slíkum sem fjallað er um í greinum sem birtust í Morgunblaðinu 27.10. 1994 og annari 1.11. sama ár. Greinarþess- ar voru um slys, sem varð af mis- tökum og þar sem spennujöfnun og jarðbindingu vantaði. Eftir að seinni greinin birtist skrifaði ég öllum 63 þáverandi þingmönnum landsins bréf til að minna á að rafmagnseftirlit hefur verið minnkað um 90% með nýjum og vafasömum reglum. Skynsemi flestra sem fást við rafvirkjunarstörf leiðir til að farið er eftir Reglugerð um raforku- virki. í kafia 207-1, § 207 segir, í fyrstu málsgrein: „Núllun er fólgin í því að tengja alla leiðandi virkjahluta utan straumrása, sem vetja skal, við sérstaka hlífðartaug, sem hefur samband við núlltaugina „hina jarðtengdu rekstrartaug.““ Svo segir í næstu málsgrein § 207: „Með núllun er leitast við að koma í veg fyrir, að of há snerti- spenna á hlutum utan straumrása geti haldist svo lengi, að hætta stafí af.“ Er það skoðun RER að þessi einkennilega orðsending 2/95 sé til að skerpa vitund fagfólks um nauðsyn þess að fara eftir reglum? Refsing í Orðsendingu 2/95 segir að ekki eigi að jarðbinda, við aðstæður sem eru nefndar. Hvergi í kafla 207 er getið um frávik frá jarðbind- ingu heldur margítrekað hvernig skuli jarðbinda, á sem bestan hátt, við ýmsar aðstæður. Með þessari margnefndu Orð- sendingu er hvatt til að reglugerðin sé ekki notuð rétt. Ef rafverktaki gerir mistök í starfi er honum refs- að eftir reglum, sem hafa verið settar af Rafmagnseftirliti ríkisins, reglum sem þér hafið samþykkt. Veikasti hlekkurinn getur verið mælikvarði styrks,- hafið þér kannað hvar bilaði hlekkurinn er í RER? Endurtekin áskorun Rafmagnseftirlitsstjóri Bergur Jónsson, ég skora á yður að inn- kalla Orðsendingu Nr. 2/95 þar sem hún er villandi. Orðsendingin í heild boðar gjörð- ir, sem geta valdið slysi, mun ég því jafnframt senda kvörtun til réttra yfírvalda og gera þeim við- vart um þá hættu sem af henni gæti stafað. Ég kýs að fá þetta birt í ijöl- miðli til að vekja athygli sem flestra, sem hlut eiga að máli, á þeirri duldu hættu sem stafar af umræddri orðsendingu frá Raf- magnseftirliti ríkisins. SIGURÐUR MAGNÚSSON, Hofteigi 14, Reykjavík. Tilmæli til hrepps- nefndar Bessastaða- hrepps Frá Helenu Hilmisdóttur: TILMÆLI mín til hreppsnefndar Bessastaðahrepps og íbúa hrepps- ins eru að standa vörð um fuglalíf- ið á Álftanesi og friða varpsvæðin svo það gerist ekki aftur, sem undirrituð varð vitni að 24. og 25. maí sl., þegar eggjaræningjar létu greipar sópa í kríuvarpinu á Hliði og einhveijir ungir menn keyrðu um á varpsvæðinu. Við erum svo lánsöm að hafa þessa fuglaparadís við bæjardyrn- ar og þess vegna verðum við að standa vörð um fuglalífið og varna því að svona atburðir gerist aftur. HELENA HILMISDÓTTIR, Lambhaga 13, Bessastaðhrepp. R AÐ AUGL YSINGAR Nýkomnar ódýrar kommóður og borðstofuhúsgögn. Verslunin Sumarhús, Hjallahrauni 8, Hafnarfirði, sími 555 3211. Opið frá kl. 10.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 10.00 til 14.00. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, myndir, málverk, silfur, silfurborðbúnað, jólaskeiðar, Ijósakrónur, lampa, bollastell, platta, gömui póstkort og smærri húsgögn. Upplýsingar í síma 567-1989. , Geymið auglýsinguna. EIMSKIP Útboð Hf. Eimskipafélag íslands óskar eftir tilboð- um í girðingar og hlið á athafnasvæði sínu í Sundahöfn í Reykjavík. Helstu verkþættir: Grindargirðing 500 m. Netgirðing 150m. Aksturshlið 31 m. Gönguhlið 2 stk. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 30. maí gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Þar verða til- boð opnuð fimmtudaginn 8. júní kl. 14.00. VERKFIUEOISTOFA 8TCFANS ólafcsokah HF. FAV Borgartúni 20, 105 Reykjavík, sími 621099 Námskeið íkvikmyndaleik haldið 6.-13. júní í Leiklistaskóla íslands. Leiðbeinpndur: Þorsteinn Bachmann, Reynir Lyngdal og Arnar Jónsson. Fyrirlesarar: Hilmar Oddsson, kvikmynda- leikstjóri, og Helgi Skúlason, leikari. Upplýsingar í síma 552-7035. Garðbæingar - Álftnesingar Eggjataka í landi Garðabæjar er stranglega bönnuð. Umhverfismálanefnd Garðabæjar. Husnæðisnefnd Kópavogs Umsóknir Húsnæðisnefnd Kópavogs vekur athygli á, að umsóknarfrestur um félagslegar eigna- og kaupleiguíbúðir rennur út þann 5. júní nk. Þeir einir koma til greina sem uppfylla eftir- farandi skilyrði: 1. Eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 2. Eru innan eigna- og tekjumarka sem Hús- næðisstofnun ríkisins setur. 3. Sýna fram á greiðslugetu sem miðast við að greiðslubirgði lána fari ekki yfir 30%. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Húsnæðisnefndar Kópavogs, Fannborg 4, sem er opin frá kl. 9-15 alla virka daga. Athygli er vakin á því, að endurnýja þarf eldri umsóknir og ef fólk óskar eftir að flytja sig til innan kerfisins, þarf að leggja inn nýja umsókn. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Húsnæðis- nefnd Kópavogs, Fannborg 4, eða í síma 45140 frá kl. 11-12 alla virka daga. Húsnæðisnefnd Kópavogs. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58-60 Fjáröflunarsamkoma Kristni- boðsfélags karla í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður verður sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Þórður Búason syngur einsöng. Á samkomunni verður happ- drætti til styrktar kristniboðinu. Allir eru velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Þjóðfélagið og trúin Opinn fundur um þjóðfélagsmál í kvöld kl. 20:30. Ragnar Garðarsson, stjórnmála- fræðingur, mun fjalla um Evrópusambandið og sögulega þróun Evrópuríkja. Einar Jakob Guðjónsson, læknir, mun fjalla um nútíma heilbrigðis- þjónustu í Ijósi kristinnar trúar. Kaffiveitingar og frjálsar umræð- ur. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 í kvöld kl. 20.00 verður göngu- ferð frá Myllulækjartjörn (sunn- an Eliiðavatns) að Þingnesi (gengur út í Elliðavatn). Þægileg gönguleið - margt að sjá. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 600. Feröafélag (slands. Fyrirlestur verður haldinn af Önnu Cörlu, miðli, í kvöld kl. 20.30 í húsi Pýramídans, Dugguvogi 2. Fyrirlestrarefni: Flvað er miðill? Flver er ábyrgð miðla? Geta allir orðið miðlar? Flvað er tengdur miðill? Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið opnað kl 19.30. Pýramidinn, Dugguvogi 2, símar 88 1415 og 88 2526. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Hvítasunnuferðir Ferða- félagsins 2.-5. júnf: Brottför ki. 20.00 föstudag! 1) Snæfellsnes - Snæfellsjökull. Gengið á jökulinn (7-8 klst.) og farnar skoðunarferðir, m.a. á Djúpalónssand og í Dritvík, kom- ið við á Hellnum. Gist í svefn- pokaplássi á Görðum í Staðar- sveit. 2) Öræfajökull - Skaftafell. Gengið á Ö'ræfajökul (2119 m) og tekur gangan um 14 klst. fram og til baka. Fá sæti laus. Gist í svefnpokaplássi á Hofi í Öræfasveit. Undirbúningsfundur fyrir þessa ferð verður ( Mörkinni 6 (stóra salnum) miðvikudaginn 31. maí kl. 19.30. Brottför kl. 08. laugardags- morgun. 3) Þórsmörk/Langidalur. Þessi ferð er sérstaklega sniðin fyrir fjölskyldufólk með útiveru, gönguferðum og leikjum. 4) Fimmvöröuháls - Þórsmörk. Gengið yfir hálsinn á laugardeg- inum (7-8 kist. ganga). Gist í Skagfjörðsskála. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu F.í, Feröafélag (slands. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.