Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 11 FRÉTTIR Alþingi breytti lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds Lögin endurskoðuð næstahaust Veiðimenn víða í stór- silungi Prýðisgóð silungsveiði hefur verið víða þar sem hægt hefur verið að stunda hana á annað borð, sem er einkum á sunnan- og vestanverðu landinu. í Köldukvísl, sem rennur í Tungná, hefur til að mynda veiðst afar vel þá fáu daga sem einhverjir hafa staðið þar með stangir. Og fiskur verið geysivænn. Stórbleikja... Það eru rúmar tvær vikur síðan að fyrstu veiðimennirnir héldu til veiða í Köldukvísl og að sögn Ingólfs Kolbeinssonar í versluninni Vestur- röst, sem, fylgist með aflabrögðum þar efra, hafa menn síðan verið að skreppa og fá þetta 5 til 12 bleikjur yfir daginn. Stöku urriða. „Það besta við þetta er hve stór fiskurinn er, varla fiskur undir 3 pundum og þeir stærstu enn sem komið er 7 punda. Ingólfur bætti við að ljóst væri að Kaldakvísl yrði tær í allt sumar, en oft er hún gruggug vegna þess að miðlunarvatni úr Þórisvatni er hleypt í hana. Nú væri vatns- staða Þórisvatns hins vegar svo lág að ekki kæmi til þess að hleypt yrði af því á veiðitíma. Veiðisvæðið í Köldukvísl sem um ræðir er neðst í ánni, frá ármótum við Tungná og upp að fossi nokkru ofar, en hann er ógengur fiski. Að sögn Ingólfs hefur best veiðst á spón til þessa. Að byija í Lóninu... Véiði hefur verið að skríða af stað í Lóninu svokallaða þar sem Hvolsá og Staðarhólsá í Döium falla til sjávar. Veiði hófst í bytjun maí, en fáir sóttu vegna slæmra aðstæðna, kulda og snjóalaga. Að undanförnu hafa menn þó verið að koma þang- að til veiða og einn hópur sem var fyrir um viku fékk 20 bleikjur, 2-3 punda. Að öllu jöfnu er góð sjó- bleikjuveiði á þessum stað framan af sumri og því von á góðu. Risaurriðar Veiði hófst fyrir nokkru í Minnivall- arlæk, smáá í Landssveit sem renn- ur í Þjórsá. Veitt er á tvær stangir og aðeins á flugu. Lítið hefur verið farið og fáir fiskar veiðast, en á móti kemur, að þeir sem veiðast eru mjög vænir. Það sést varla smærri urriði í ánni en 3-4 pund og í vor hafa veiðst allt að 12 punda fiskar. „Fiskurinn veiðist víða um ána, það eru margir fallegir veiði- staðir, en þetta er afar viðkvæm á og í björtu veðri sést t.d. lítið af fiski,“ segir Þröstur Elliðason leigu- taki Ytri Rangár, sem selur einnig leyfi í Minnivallalæk. Laxveiðin að hefjast... Laxveiði á stöng hefst á fimmtudag er veiðimenn bieyta færi í Norðurá í Borgarfirði. Fyrstu laxarnir sáust í ánni fyrir helgina, við Skerin, á Brotinu og á Stokkhylsbroti. Sam- kvæmt því má heita öruggt að lax sé einnig genginn í Þverá, en þar hefst veiðin nokkrum dögum síðar. Fyrstu laxarnir hafa þó veiðst, þeir hafa komið í sjávarlagnir, m.a. við Rauðanes fyrir vestan Borgarnes. Menn hafa einnig séð nýgengna laxa í Laxá í Kjós, en þar hefst veiðin 10. júní. Sú nýbreytni verður á opnun í Laxá í Kjós, að fyrstu daganna verður einungis veitt á flugu og vonast leigutakar árinnar til þess að með því móti jafnist veiðin út í upphafi veiðitímans, en algengt hefur verið að mikil afla- veisla væri fyrsta veiðidaginn og veiðin síðan dofnað verulega næstu daga á eftir, eða þar til að nýjar göngur skiluðu sér. Eftir fyrsta veiðihollið verður maðkur þó aftur löglegt agn í ánni. FRUMVARP til breytinga á lögum um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds urðu að lögum á Alþingi s.l. mánudag. Allsheijarnefnd taldi ekki víst að nægilegt væri eingöngu að auka starfsöryggi dómarafulltrúa og lagði til að starfssvið þeirra yrði takmarkað frekar en verið hefði og var það samþykkt eftir nokkrar umræður. Lögin öðlast þegar gildi en skulu endurskoðuð eigi síðar en 1. október 1996. í breytingartillögu allsheijar- nefndar er kveðið á um það að dóm- stjóri eða héraðsdómari, þar sem ekki sé skipaður dómstjóri geti falið dómarafulltrúa að annast hvers kon- ar dómsathafnir, en þó ekki að fara með og leysa að efni til úr einkamál- um þar sem vörnum sé haldið uppi eða opinberum málum frá því þau komi til aðalmeðferðar. Starfi réttarfarsnefndar verði hraðað í nefndaráliti allsheijarnefndar segir að hinn eiginlegi kjarni í störf- um dómara sé að dæma í munnlega fluttum einkamálum og alvarlegum sakamálum og sú takmörkun sem lögð sé til á störfum dómarafulltrúa eigi að tryggja að reyndir héraðs- dómarar fari með erfiðustu málin. Fulitrúar muni áfram „geta sinnt útivistarmálum, stýrt reglulegum dómþingum í einkamálum og kveðið upp réttarfarsúrskurði, afgreitt aðf- ararbeiðnir, kveðið upp úrskurði um gjaldþrotaskipti og opinber skipti á dánarbúum sem og í skriflega flutt- um einkamálum, enda sé ekki haldið uppi vörnum, og rannsóknarúrskurði í opinberum málum.“ Þá leggur Allsheijarnefnd áherslu á að starfi réttarfarsnefndar að frumvarpi til dómstóialaga verði hraðað svo sem kostur er. Þar sé lagður grunnur að framtíðarskipu- lagi dómstólaskipunar í landinu og hvort og með hvaða hætti eigi að viðhalda fulltrúakerfinu. Þess vegna geri nefndin þá breytingatillögu til bráðabirgða að lögin þurfi að endur- skoða eigi síðar en 1. október 1996. Tilboðsverð til Benidorm 22. júní frákr. 39.930 Glæsilegt lilboð Heimsferða til Benidorm 22. júní í 3 vikur. Nokkrar viðbótaríbúðir á E1 Trebol gististaðnum sem er staðsettur í hjarta Benidorm, rétt ofan við ströndina. Allar íbúðir eru með einu svefnherbergi, baði, stofu, eldhúsi og svölum. Lítill garður, móttaka. Huggulegur gististaður méð frábærri staðsetningu. Benidorm - 3 vikur Seldist upp 6 vj&bótarsœ1 39.932 Verð kr. m.v. hjón með 2 böm, 2-14 ára, 22. júní. Verð kr. m.v. 2 í íbúð. 49.960 Innifalið í verði: Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjóm, flugvallarskattar. Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600 ELTREBOL Símaskráin 1995 er komin út laugardaginn 3. Júní l\lýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmiðanum strax í da og náðu í nýju símaskrána p> lUýja símaskráin - nauðsynleg frá 3. júní. pósturogsími

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.