Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 44
í K
G
LCTT#
alltaf á
Miðvikudögum
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 II00, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kúadansinn
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
KÝRNAR á Hreiðurborg í Sandvíkurhreppi voru settar út í fyrsta sinn í gærdag. Fyrstu skrefin út í náttúr-
una eftir innilokun vetrarins stigu kýmar varlega en síðan hófst heilmikill kúadans.
Sérsamningar liggja í loftinu náist samningar ekki í dag
Ágreiningur milli
sjómanna um lausn
ÁGREININGUR er milli sjómanna-
samtakanna um hvaða leið er best
að fara varðandi breytingar á verð-
myndun afla. Þrátt fyrir ágreining
voru í gærkvöldi taldar líkur á að
samningar tækjust en viðræður voru
þá á mjög viðkvæmu stigi. Samn-
ingamenn höfðu á orði að ef upp úr
viðræðum slitnaði myndi það gerast
með látum og menn myndu fara
heim og semja f sérsamningum.
Bæði LÍÚ og sjómannasamtökin
hafa lagt fram skriflegar tillögur til
lausnar ágreiningi um verðmyndun
á afla. í gærkvöldi sátu forystumenn
beggja deiluaðila á fundi og reyndu
að ná samkomulagi um eina tillögu.
Talsverður ágreiningur var um orða-
lag. Ekkert hefur verið gefið upp um
efni tillagnanna.
Sjómannasambandið sýndi útgerð-
armönnum í gær tillögu til lausnar
deilunni sem LÍÚ lýsti sig tilbúið til
að samþykkja, en Vélstjórafélag ís-
lands og Farmanna- og fiskimanna-
sambandið neituðu að skrifa undir
tillöguna. LÍÚ sagðist þá ekki sam-
þykkja tillöguna nema öll félögin
þrjú samþykktu hana.
Sérsamningar í undirbúningi
Skipstjóra- og stýrimannafélag
Norðlendinga hefur samþykkt að ef
samningar komist ekki á skrið í
Karphúsinu í dag dragi félagið samn-
ingsumboðið til baka og samningar
verði reyndir við útvegsmenn á Norð-
urlandi. Þorbjöm Sigurðsson, for-
maður félagsins, sagði um miðjan
dag í gær að ef viðræður skiluðu
ekki árangri næsta sólarhringinn
myndi hann fara heim og hefja við-
ræður um gerð sérsamnings við út-
gerðarmenn á Norðurlandi. „Ég veit
um vilja einstakra útgerðarmanna á
Norðurlandi til að gera samninga.
Ég get ímyndað mér að við gætum
leyst þetta á skömmum tíma.“
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, sagði við Morgunblaðið í fyrra-
dag að útgerðarmenn sem vildu gera
sérsamninga við sjómenn yrðu að
segja sig úr LÍÚ. Þorsteinn Vilhelms-
son, einn eigenda Samherja hf., sagði
þetta ekki rétt. _,,Það er ekkert sem
stoppar okkur. Ég hef enga ástæðu
til að ætla að LIÚ myndi beita sér
gegn slíkum samningum."
Þorsteinn sagðist telja að norð-
lenskar útgerðir yrðu fljótar að ná
samningum við sjómenn ef viðræður
um gerð sérsamninga yrðu teknar
upp. Þorsteinn sagði að útgerðar-
menn á Norðurlandi hefðu rætt
óformlega saman. M.a. hefðu for-
svarsmenn Samheija rætt við stjórn-
endur Útgerðarfélags Akureyringa.
Hann sagðist gera ráð fyrir að út-
gerðarmenn í Eyjafirði eða á öllu
Norðurlandi myndu ganga sameigin-
lega til viðræðna ef farið yrði út í
sérsamninga við sjómenn.
Stríðsástand á
Reykjaneshrygg
Rússi
skemmdi
flottroll
Siglis
RÚSSNESKUR togari skemmdi
veiðarfæri frystitogarans Siglis fyrir
skömmu á úthafskarfaveiðum á
Reykjaneshrygg. 80-100 skip eru
við veiðar á litlu svæði á hryggnum
um 600 mílur suðvestur af Islandi
talsvert utan íslensku lögsögunnar.
„Ég held að þarna ríki hálfgert
stríðsástand. Sum skipin virða ekki
siglingareglur og beygja ekki. Þau
eru að klippa aftan úr hvert öðru.
Núna síðast klippti japanskur togari
allt saman aftan úr rússnesku skipi.
Þetta er ekkert einsdæmi. Þau hafa
verið að klippa kaplana hjá íslensku
skipunum líka,“ sagði Þorsteinn Vil-
helmsson hjá Samhetja.
Á Reykjaneshrygg eru m.a. rúss-
nesk, þýsk, portúgölsk, færeysk,
norsk og japönsk skip og íslensku
skipin Haraldur Kristjánsson, Bald-
vin Þorsteinsson, Júlíus Geirmunds-
son og Akraberg.
Ekki hægt að nota trollið
Ragnar Ólafsson, skipstjóri á Sigli,
sagði að rússneskur togari hefði siglt
yfir flottroll skipsins og stórskemmt
það, kapall hefði slitnað og trollið
rifnað. Hann sagði að rússnesku og
japönsku skipin væru mjög erfið í
samskiptum og virtu mörg hver ekki
siglingareglur. Hann sagði að hluta
til væri þetta vegna þess að Rússarn-
ir hefðu ekki sama tækjabúnað og
aðrir og eins væru veiðarfæri ís-
lensku skipanna stærri en þeirra eig-
in og þess vegna gerðu þeir sér ekki
grein fyrir fjarlægðinni sem þyrfti
að vera milli skipanna.
Fleiri íslensk skip hafa lent í vand-
ræðum á Reykjaneshrygg. M.a. var
farið yfír kapalinn hjá Harðbaki.
Helgi Hallvarðsson skipherra
sagði að Landhelgisgæslan hefði
ekki fylgst með veiðum á hryggnum
síðustu daga, enda væru skipin ekki
að veiðum við landhelgislínuna.
Farmenn
sömdu
Undirmenn á kaupskipum
í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur og vinnuveitendur skrif-
uðu undir kjarasamning í
gærkvöldi og var jafnframt
aflýst verkfalli sem félagið
boðaði í gær frá og með 6.
júní.
Að sögn Þórðar Magnús-
sonar framkvæmdastjóra hjá
Eimskip hittust samninga-
nefndir deiluaðila í gær fyrir
tilstuðlan ríkissáttasemjara.
Þórður sagði að samningurinn
byggðist að mestu á miðlun-
artillögu sáttasemjara, sem
sjómenn höfðu áður hafnað í
atkvæðagreiðslu. Hins vegar
hefði tillögum um vinnutil-
högun í heimahöfn, sem mætt
höfðu andstöðu sjómanna,
verið breytt lítillega.
Sleipnismenn á fundi
Bifreiðastjórafélagið
Sleipnir óskaði óvænt eftir
samningafundi með vinnu-
veitendum hjá ríkissáttasemj-
ara í gærkvöldi.
Hjá embættinu fengust
þær upplýsingar að vilji hefði
verið fyrir því að kanna hvort
fundinn væri nýr viðræðu-
grundvöllur. Fundurinn stóð
enn um miðnætti í nótt.
Eimskipafélagið að taka
við Grænlandssiglingum
EIMSKIPAFELAG Islands og
heimastjóm Grænlands hafa undir-
ritað viljayfírlýsingu um náið sam-
starf Eimskips yið skipafélagið Royal
Arctic Line A/S um flutninga til og
frá Grænlandi. Einnig eru viðræður
í gangi um kaup Eimskips á þriðj-
ungs eignarhlut í skipafélaginu.
Grænlenska heimastjómin hefur tek-
ið yfír allan eignarhlut danska skipa-
félagsins J. Lauritzen A/S í félaginu.
Gert er ráð fyrir að á næstu vikum
verði gengið frá endanlegum samn-
ingum vegna þessa samstarfs.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri
Eimskips, segir að viljayfirlýsingin
snúi einkum að samstarfi um flutn-
inga til og frá Grænlandi þar sem
siglingakerfi Eimskipafélagsins og
Royal Arctic Line verða sameinuð
og nýtt betur en annars væri.
Royal Arctic Line var stofnað 1992
er grænlenska landsstjómin tók til-
boði J. Lauritzen A/S í flutninga til
og frá Grænlandi. Félagið var að
tveimur þriðju í eigu J. Lauritzen
A/S og einum þriðja í eigu heima-
stjómarinnar á Grænlandi. Eimskip
gerði þá einnig tilboð í flutningana
en því var hafnað. Útboð grænlensku
landsstjórnarinnar var liður í einka-
væðingu ríkisfyrirtækja þar í landi.
Breytingar á flotanum
Hörður segir það ekki á dagskrá
að Eimskip taki allan hlut J. Lauritz-
en. „Það er gert ráð fyrir því að græn-
lenska heimastjómin eigi eftir þessa
breytingu meirihluta í félaginu."
Auk sjóflutninganna hefur Royal
Arctic Line rekið 10 vöruafgreiðslur
á Grænlandi. Félagið er með fimm
skip á sínum vegum til flutninganna
og segir Hörður að þau verði notuð
áfram að hluta til og auk þess skip
Eimskips. „Skipunum myndi ekki
§ölga en líklegt er að breytingar
yrðu á samsetningu flotans. Við ger-
um ráð fyrir því að það verði breyt-
ingar á flota Éimskips á næstu mán-
uðum eða missemm. Hugsanlega
verður sú breyting fólgin í sölu á
núverandi skipum að hluta til og
kaup á skipum en um það liggur
ekkert endanlegt fyrir ennþá. Það
verður gengið í það þegar búið er
að ganga endanlega frá samningun-
um við Grænlendingana, þeir eru síð-
asti þátturinn í því að hægt sé að
ganga frá þessum breytingum á sigl-
ingunum. Hluti af þeim breytingum
er sá að siglt verður beint til útlanda
frá Akureyri," sagði Hörður.
Flutningarnir til og frá Grænlandi
eru um 200 þúsund tonn á ári. Hörð-
ur segir ekki ljóst hve stór hluti flutn-
inganna fari í gegnum flutningakerfi
Eimskips. Hann vildi ekki nefna hver
áætluð veltuaukning félagsins yrði
því ekki væri búið að ganga frá
samningum. Hann sagði að ekki
þyrfti að ijölga starfsmönnum.
Morgunblaðið/Júlíus
Sumarmalbikun hafin
MALBIKUN sumarsins er hafin.
Ástand gatna í borginni er slæmt
að sögn Sigurðar Skarphéðins-
sonar gatnamálastjóra og hafa
götur víðast hvar komið illa und-
an vetri miðað við undangengin
ár. Að mati gatnamálasíjóra væri
æskilegt að veija meira fé til
málaflokksins en fjárveitingar til
viðhalds á malbiki hafa verið svip-
aðar undanfarin ár eða um 200
milljónir króna og svo er einnig
í ár. Áætlun um framkvæmdir
sumarsins tekur mið af fjárveit-
ingum og er gert ráð fyrir að
lögð verði út um 20 þúsund tonn
af malbiki auk þess sem götur
verða lagaðar með fræsara.