Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upplýsingar um utanríkisstefnu vinstri stjórnar 1956-58 Lán veitt gegn því að herinn færi ekki RÍKISSTJÓRN Hermanns Jónassonar. Frá vinstri: Hannibal Valdi- marsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson, Guðmundur í. Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason og Lúðvík Jónsson. VINSTRI stjóm Hermanns Jónas- sonar, sem var við völd 1956-58, hætti við áform sín að reka banda- ríska herinn úr landi m.a. vegna þess að hún fékk lán frá Bandaríkj- unum, sem var veitt með því skilyrði að herinn yrði áfram í landinu. Þetta er niðurstaða Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, en ritgerð hans „Áhrif bandarísks fjármagns á stefnubreyt- ingu vinstri stjómarinnar í varnar- málum árið 1956“ er birt í Sögu, tímariti Sögufélagsins, sem var að koma út. Ritgerðin fékk verðiaun í verðlaunasamkeppni sem efnt var til í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Eitt helsta stefnumál ríkisstjómar Framsóknarflokks, Alþýðufiokks og Alþýðubandalags, sem mynduð var íjúlí 1956, var að endurskoða vamar- samninginn við Bandaríkin með það fyrir augum að herinn hyrfi úr landi. Aðeins fjórum mánuðum eftir mynd- un ríkisstjórnarinnar hvarf hún frá þessu stefnumáli sínu og samdi við Bandaríkin um sömu hemaðarrétt- indi og áður. Í verkefnaskrá ríkisstjómarinnar var m.a. að fínna áform um að smíða 15 togara, byggja virkjun við Sogið og koma á víðtækum framkvæmdum í landbúnaði, iðnaði og hafnargerð. Til að hrinda þessum markmiðum í framkvæmd þurfti ríkisstjómin lánsfé og strax eftir að hún var mynduð leituðu ráðherrar stjómar- innar eftir því að fá lán í Vestur- Þýskalandi og í Frakklandi. Valur segir í ritgerð sinni að báðum þessum lánsbeiðnum hafí verið hafnað m.a. vegna andstöðu við áform ríkisstjóm- arinnar um að reka herinn úr landi. Bandaríkin settu skilyrði í kjölfarið sendi Hermann Jónasson efnahagsráðgjafa sinn, Vilhjálm Þór, til Bandaríkjanna til að semja við þarlend stjómvöld um lán. Á fundi í Bandaríkjunum 25. október staðfesti aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna það sem íslensk stjómvöldum var þá þegar kunnugt, að lán yrði ekki veitt nema herinn yrði um kjurrt. Frá samningum um þessi atriði var síðan gengið á næstu vikum. Það auðveldaði íslenskum stjómvöldum að réttlæta stefnubreytinguna að Sov- étmenn réðust inn í Ungveijaland og til hemaðarátaka kom við Súezskurð um þetta leyti. Ráðherrar stjómarinn- ar neituðu því alfarið að tengsl væru milli lánveitingarinnar og stefnu- breytingarinnar. Afskipti af innanlandsmálum í ritgerð Vals koma fram athygl- isverðar upplýsingar um afskipti er- lendra stjórnmálamanna af stjóm- málabaráttu á íslandi. Þannig lýsti Adenauer, kanslari Vestur-Þýska- lands, því yfír í viðræðum við Ólaf Thors, formann Sjálfstæðisflokksins, skömmu fyrir kosningar sumarið 1956 að hann væri tilbúinn til að veita honum lán á góðum kjörum. Valur segir að bandarísk skjöl stað- festi að lánið hafí verið ætlað til að styðja við bakið á þeim stjómmála- flokki, sem var hlynntur dvöl hersins hér á landi. Jafnframt segir Valur að bandarísk stjómvöld hafí viljað stuðla að því að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur mynduðu ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokki. Nató hélt upplýsingum frá stjórninni Valur segir að taugatitrings hefði gætt í höfuðstöðvum Nató og innan bandaríska utanríkisráðuneytisins þegar fréttist af því að tveir sósíal- istar væru í nýrri ríkisstjórn ís- lands. Ákveðið hefði verið að hætta að senda mikilvægar hernaðarupp- lýsingar frá Nató til íslenska utan- ríkisráðuneytisins af ótta við að þær lentu í höndum sósíalista. Valur seg- ir þetta líkast til einsdæmi í sögu Atlantshafsbandalagsins að aðildar- þjóð þess þyrfti að sætta sig við slíkt. Þessu upplýsingabanni var aflétt eftir nokkra mánuði þegar stjórnendur Nató höfðu sannfærst um að ráðherra Alþýðubandalagsins fengju ekki aðgang að trúnaðarupp- lýsingum. Ljósmyndasýning Morgunblaðsins HMá * Islandi í ANDDYRI Morgunbladshúss- ins í Kringlunni 1 hefur verið komið upp yfirlitssýningu á ljós- myndum sem Ijósmyndarar blaðsins tóku á heimsmeistara- mótinu í handbolta sem stóð yfir 7.-21. maí. sl. Á sýningunni sem ber yfirskriftina HM á ís- landi eru 20 sérvaldar myndir sem sýna meðal annars áhorf- endur, leikmenn og afhendingu verðlauna. Myndirnar eru gjöf Morgunblaðsins til HSÍ og verða þær afhentar að sýningu lok- inni. „Morgunblaðið hefur ávallt lagt áherslu á myndbirtingar í blaðinu og hefur Myndasafn Morgunblaðsins að geyma fjöld- ann allan af ljósmyndum, bæði litmyndir og svart/hvítar. Ein- staklingar og fyrirtæki geta keypt myndir sem birst hafa í blaðinu úr safninu. Þessi þjón- usta hefur farið vaxandi með hveiju árinu enda mikið af myndum sem birtast í Morgun- Morgunblaðið/Sverrir Fögnuður er yfirskrift þess- arar myndar sem er á sýning- unni i anddyri Morgunblaðsins. blaðinu hvern útgáfudag," segir i fréttatilkynningu. Sýningin stendur til föstu- dagsins 16. júní og er opin á opnunartíma blaðsins, kl. 8.00 til kl. 18.00 alla virka daga og laugardaga kl. 8.00 til 12.00. Hitaveita lækkar vanskilakostnað BORGARRÁÐ hefur samþykkt breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur er lækkar kostnað vegna vanskila um 171 krónu. I erindi hitaveitustjóra til stjórn- ar veitustofnana er lagt til að gjald vegna undirbúnins að lokun og framkvæmd hennar verði aðskilið í innheimtugjald og lokunargjald til samræmis við gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að innheimtugjald verði 995 krónur og lokunargjald 1.494 krónur. Núverandi opnunargjald hitaveitunnar er 2.660 krónur og er lagt til að það verði lagt niður. Þá er gert ráð fyrir að sá sem vanskilum veldur greiði allan kostnað við lokun utanhúss ef nauðsyn reynist. I i ) ) Forsætisráðherra um frumvarp til laga um breytingar á lögum vegna GATT-samningsins Oddvitar síðustu ríkis- stjómar deildu harka- lega þegar stjómar- fmmvarp vegna GATT- samninganna var rætt á Alþingi í gær. Tillit tekið til hagsmuna bænda og neytenda i i i í STJÓRNARFRUMVARP um breyt- ingar á lögum vegna aðildar Islands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í gær. Davíð Oddsson, forsætisráð- hérra, sagði þegar hann mælti fyrir frumvarpinu að erfítt væri að sjá fyrir ýmis vandkvæði sem kynnu að koma upp við framkvæmd frum- varpsins þegar það væri orðið að lögum, og því þyrfti að fylgjast vel með framkvæmdinni og bregðast við ef vandræði yrðu. Hann sagði áhrif lagabreytinganna vegna GATT-samningsins koma smám saman í ljós á næstu árum eða jafn- vel áratugum, en ekki væri búist við neinum stökkbreytingum í þeim efnum. „Nú er ekki lengur heimilt að banna innflutning á búvörum af viðskiptalegum forsend- um, en það er áfram heimilað að vernda land- búnað með tollum. Með þessu frumvarpi er ís- lenskum landbúnaði tryggð nauðsynleg vernd á skýran hátt, þannig að engin óvissa ríkir nú um starfsskilyrði landbúnaðarins að þessu leyti á næstu árum. Jafn- framt er landbúnaðinum veitt að- hald með nokkrum innflutningi á lægri tollum, sem mun koma neyt- endum til góða bæði í auknu vöru- vali og lægra verði. Ég tel að með þeirri framkvæmd sem kveðið er á um í þessu frumvarpi sé tekið tillit til hagsmuna bænda og neytenda á sanngjarnan hátt miðað við aðstæð- ur í okkar þjóðfélagi," sagði forsæt- isráðherra. Innflutt vara 30% dýrari í greinargerð með frumvarpinu sagði forsætisráðherra m.a. að við ákvörðun tolla i frumvarpinu væri leitast við að meta aðstæður eins og þær eru nú, og ákveða tollana í samræmi við þær og það verð sem nauðsynlegt er talið að innlend bú- vöruframleiðsla njóti. Heimsmark- aðsverð á búvörum hafí farið hækk- andi frá viðmiðunarárunum 1986- 1988, en verð innanlands hefði hins vegar farið lækkandi. Tollar sam- kvæmt viðauka með frumvarpinu væru ákveðnir samkvæmt þeirri meginreglu að tollur á inn- flutta vöru verði þannig að eftir að honum hafi verið bætt við innkaups- verð vörunnar verði hún um 30% dýrari en sam- bærileg innlend vara. „Þessi 30% munur miðast við að innkaupsverð sé í samræmi við heimsmarkaðsverð. Sé innkaupsverð- ið hærra eða lægra getur munurinn eftir atvikum orðið meiri eða minni. Tolli þessum er hins vegar skipt í tiltölulega háan magntoll og 30% verðtoll, sem leiðir til þess að veruleg vemd helst jafnvel þótt innkaups- Landbúnaði tryggð nauð- synleg vernd verðið lækki umtalsvert frá því heimsmarkaðsverði sem miðað er við. Reglu þessari var beitt á þær vörur sem verið hafa í innflutningsbanni, svo sem kjötvörur og mjólkurvörur. Að því er varðar blóm og græn- meti sýndi sig að reglu þessari varð í mörgum tilvikum viðkomið vegna þess að með henni fór tollurinn upp fyrir bindinguna. Fyrir þessar vörur er lagt til að tollurinn svari til magn- tollbindinga fyrir viðkomandi vöru, en verði skipt upp í magntoll og 30% verðtoll. Með þeirri aðferð við út- færslu tolla sem hér hefur verið lýst er í aðalatriðum farin sú leið, sem almennt hefur verið notuð í Evrópu og ætla má að viðurkennd verði inn- an Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar,'1 sagði forsætisráðherra. Dulbúnir ofurtollar Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði í um- ræðum um frumvarpið að í því væru dulbúnir ofurtollar, þar sem annars vegar væri 30% verðtollur og hins vegar magntollur. Gagnrýndi hann harðlega þá stefnu ríkisstjórnarinnar sem í frumvarpinu væri fólgin. „Það eru maðkar í þessari mysu, þetta eru dulbúnir ofurtollar, og það eru farnar þarna ýmsar langsóttar leiðir til þess að dylja þetta sem mest má verða. Öllum mátti ljóst vera sem til málsins þekkja að hið svokallaða heimsmarkaðsverð er al- gjörlega tilbúið. Fjarlægðarverndin er falin í tilbúnum magntollum, sem er langt umfram raunverulegan kostnað við innflutning, tryggingar o.þ.h., og það vekur athygli að í frum- varpinu eru engin ákvæði til skuld- bindingar um að lækka þessa tolla í áföngum á sex árum. Það eru hins vegar að sjálfsögðu ákvæði um það að hækka tollbindingamar í tilboðinu, en ef rauntollarnir eru undir því er engin skuldbinding um að lækka þetta. Með öðrum orðum er verið að segja að ofurtollamir eiga að gilda tímabilið út,“ sagði Jón Baldvin. Hann gerði úthlutun tollkvóta vegna lágmarksinnflutnings á til- teknum vörum sem leyfður verður á lægra verði að umtalsefni, og sagði hann hið versta mál að taka upp skömmtunarkerfi í þessum efn- um. Sagði hann úthlutun -------- landbúnaðarráðherra á þessum kvótum vera spillingarkerfi í sjálfu sér, og hið skynsamlega hefði verið að leita tilboða og taka lægsta tilboðinu til að skila til neytenda verðávinningi ef ein- hver væri. Jón Baldvin sagði að GATT-samn- ingurinn hefði verið kjörin leið til að byija að feta þá leið að tryggja almenningi lækkandi verð á matvæl- um, en því miður hefði sú leið ekki verið farin. „Nú er þetta mál í höndum þeirra Tollinum skipt í magntoll og verðtoll fulltrúa meirihluta íslendinga sem eru kosnir á Alþingi til að gæta al- mannahagsmuna en ganga ekki er- inda sérhagsmuna, og það verður fylgst vandlega með því hveijir standa upp i því prófi og hvernig menn standa sig á því prófí,“ sagði hann. Ekki steinn yfir steini Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði að allur málflutningur Jóns Baldvins Hannibalssonar væri í skötulíki, og ekki stæði steinn yfir steini í skýringum hans. „Það virtist vera að háttvirtur þingmaður hefði alls ekki kynnt sér málið nægilega og auðvitað fagna ég því að hann fær tækifæri til þess í háttvirtri efnahags- og við- skiptanefnd,“ sagði forsætisráð- --------- herra. Steingrímur J. Sigfús- son, varaformaður Al- þýðubandalagsins, sagði að þótt hann teldi fram- setningu málsins ekki að öllu leyti góða teldi hann frumvarp- ið fela í sér tiltölulega eðlilega fram- kvæmd á þeim skuldbindingum sem íslendingar hefðu tekið að sér varð- andi GATT-samninginn. Sagði Steingrímur ræðu Jóns Baldvins hafa verkað þannig á sig að hann væri frelsinu afar feginn og Iátið það eftir sér að fara með himin- skautum í málflutningi sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.