Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „PósturinnPálT: Sláðu bara fast hann er alltaf að uppnefna mig. Ég heiti bara Pedersen Poul frá Hallested. . . Hafnarbætur í Vestmannaeyjum Sæstrengir fjarlægðir úr legunni VERIÐ er að fjarlægja 600-700 metra langa búta úr gömlum rafstreng og sæsímastreng úr akkerislegunni fyrir innan Eiði við Vestmannaeyjar. Ólafur Magnús Kristinsson hafnarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hætt hafi verið fyrir löngu að nota strengina og þeir hafi verið farnir að valda þrengslum fyrir skip sem þurfa að liggja fyrir akkerum. Hann segir að þarna leggist aðallega skemmtiferða- skip við akkeri og þau mega ekki vera nærri köplunum. Verkið er unnið af sérhönnuðum báti til þessara nota, Útlaganum sem er í eigu Djúpmynda. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra átti í gærmorgun fund með André Quellet, utanríkisráð- herra Kanada, þar sem rætt var um samskipti landanna og einkum um möguleikana á að hefja flug- samgöngur á milli landanna en Halldór er nú staddur á fundi utan- ríkisráðherra ríkja Atlantshafs- bandalagsins. Halldór sagðist eftir fundinn með André Quellet vonast til að beinar flugsamgöngur milli íslands og Kanada verði að veru- leika innan skamms. Möguleikar á að koma á beinu áætlunarflugi milli íslands og Kanada voru til umræðu þegar Jean Chrétien, forsætisráðherra Kanada, kom til íslands á sl. hausti Morgunblaðið/Stefán Hjartarson og hefur verið unnið að undirbún- ingi síðan, en Halldór sagði að Flugleiðir hefðu lengi sóst eftir leyfi til að hefja flug á milli ís- lands og Kanada en því hefði ávallt veríð svarað neitandi. „Það liggja fyrir yfirlýsingar af hálfu Kanadamanna um að það mál muni Ieysast og ég vænti þess að við munum beinar flugferðir milli íslands og Kanada heflist á næstunni sem mun að sjálfsögðu auðvelda mjög samskipti okkar við frændur okkar þeim megin, enda búa 50-70 þúsund manns af ís- lensku bergi í Kanada,“ sagði Hall- dór. Utanríkisráðherramir ræddu einnig um hafréttarmál á fundi sín- um í gær. Landsvirkjun Fram- sóknar- menn vilja sljómar- formann ALÞINGI mun á næstunni kjósa fjóra fulltrúa í níu manna stjórn Landsvirkjunar til næstu fjögurra ára, en síðastliðinn þriðjudag kaus borgarráð þijá fulltrúa Reykjavík- urborgar í stjórnina. Fyrir valinu urðu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, Pétuf Jónsson, Alþýðuflokki, og Kristín Einarsdóttir, Samtökum um kvennalista. Fulltrúi Akur- eyrarbæjar í stjórninni verður val- inn á bæjarstjórnarfundi 6. júní næstkomandi, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þykir líklegt að það verði Jakob Björns- son, bæjarstjóri. Stjórnarformaður Landsvirkj- unar er síðan valinn af eigendum fyrirtækisins, þ.e. ríkinu, Reykja- víkurborg og Akureyrarbæ, en náist ekki samstaða um val for- mannsins kemur til kasta Hæsta- réttar að skipa hann. Sækja fast fyrir Valdimar Ný stjórn Landsvirkjunar tekur við 1. júlí næstkomandi. Jóhannes Nordal hefur verið stjórnarfor- maður fyrirtækisins frá upphafi, eða í 30 ár, en samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins sækja fram- sóknarmenn, sem fara með iðnað- arráðuneytið og formennsku í iðn- aðamefnd Alþingis, það mjög fast að Valdimar K. Jónsson, prófess- or, verði næsti stjórnarformaður. Náist ekki samstaða eigendanna um það er talið sennilegast að Jóhannes gegni formennskunni áfram. Hann vildi í samtali við Morgunblaðið ekkert Iáta hafa eft- ir sér um þetta mál. Samskipti Islands og Kanada Beint áætlunarflug gæti hafist brátt Rannsóknir á jarðskorpuhreyfingum Jarðhræringar á Reykjanesskaga fyrr eða síðar SKIPULEGAR jarð- eðlisfræðirannsóknir hófust við Háskóla íslands árið 1957 og hafa frá árinu 1966 verið stundaðar á jarðeðlisfræði- stofu Raunvísindastofnun- ar HáSkólans. Meginverk- svið stofunnar eru fimm. Mældar eru breytingar á segulsviði jarðar, segulsvið jarðlaga kannað m.a. með rannsóknum á bergsýnum, unnið er að grunnvatns- og jarðhitarannsóknum og jöklarannsóknum og loks fara þar fram jarðskjálfta- rannsóknir og könnun á jarðskorpuhreýfingum í umsjón Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Páll seg- ir að rannsóknavinna jarð- eðlisfræðinga sé að því leyti ólík störfum flestra annarra raunvísindamanna að þeir þurfi að bíða eftir því að náttúran geri tilraunir fyrir þá. - Hver er tilgangur rannsókn- anna á jarðskorpuhreyfingum? „Tilgangurinn er margvíslegur. Í alþjóðlegu samhengi má fá upp- lýsingar hér um jarðskorpuhreyf- ingar og eðli þeirra og heimfæra á önnur svæði í heiminum sem eru óaðgengileg til rannsókna. ísland er eina landið þar sem hægt er að stunda rannsóknir á þurru landi á virku hryggjakerfí. Að sjálfsögðu skipta þær einnig máli fyrir okkur sem búum hér í þessu jarðskjálfta- og eldfjallalandi. Við reynum að skilja eðli þessara hreyfínga og auðvelda okkur að búa við þetta ástand. Við getum aukið skilning okkar á þvi hvers vegna jarð- skjálftar eru þar sem þeir eru, hversu stórir þeir geta orðið og hver séu líkleg áhrif þeirra á fólk og mannvirki." - Hvernig er samvinnu jarðeðl- isfræðistofu og Veðurstofunnar um jarðskjálftamæiingar háttað? „Jarðskjáiftamælingar þurfa að fara fram á mjög mörgum stöðum. Jarðskjálftamælum er dreift um öll jarðskjálftavirku svæðin. Þetta er rekið í samvinnu stofnananna og byggt er á þekk- ingu starfsmanna þeirra. Túlkanir og niðurstöður mælinga eru loks ræddar og greindar í sameiningu og góðu samstarfi." - Er ástæða til að ætla með hliðsjón a f þessum mælingum að stórir jarðskjálftar séu yfirvof- andi? „Stórir jarðskjálftar verða á íslandi aðallega á tveimur svæð- um: Á Suðurlandsundirlendinu og fyrir norðurströndinni. Ef við lít- um til langs tíma má ____________ búast við skjálftum af stærðinni 7 einu sinni til tvisvar á öld. Skjálfti af þeirri stærð varð fyrir norðan síð- ■" ast 1963. Á Suðurlandi hafa ekki orðið svo stórir skjálftar síðan 1912. Ef við byggjum á sögunni verður að reikna með því að það verði stórir skjálftar á Suðurlandi innan tíðar.“ - Reykjanesskagi hefur verið mikið í umræðunni að undan- förnu. Hvers konar skjálftasvæði er þar? „Jarðskjálftavirkni stafar af flekareki og hreyfíngum þeirra. Spenna safnast fyrir á flekaskil- unum og eftir því sem lengra líð- ur frá síðasta skjálfta þeim mun meira styttist í þann næsta. Reykjanesskaginn er á þessum flekaskilum og eldvirkni og hreyf- ingar eru að jafnaði miklar. Það Páll Einarsson ►PÁLL Einarsson jarðeðlis- fræðingur er fæddur í Reykja- vík árið 1947. Hann varð stúd- ent frá MR 1967 og lauk fyrri- hlutaprófi í eðlisfræði frá Há- skólanum í Göttingen í Þýska- landi 1970. Hann lauk M.Phil.- prófi í jarðeðlisfræði frá Col- umbia University í New York 1974 og doktorsprófi frá sama háskóla ári síðar. Páll hefur verið prófessor í jarðeðlisfræði við raunvísindadeild HÍ frá 1994. Páll er kvæntur Ingi- björgu Briem þýðanda og eiga þau einn son. Engin virkni á Reykjanesi í 600 ár svæði hefur nokkra sérstöðu að það er bæði mjög eld- og skjálfta- virkt. Það virðist eins og kviku- virkni á Reykjanesskaga komi í löngum kviðum með mjög löngu millibili. Nú hefur ekkert verið um að vera á Reykjanesi samfellt í 600 ár. Það er ansi langur tími fyrir enga eldvirkni. Áður en langt um líður verðum við að reikna með því að það svæði taki við sér aftur. Þá er líklegt að eldvirkni verði líkt og fyrr mikil í langan tíma. Sama er að segja með jarð- skjálftana. Þeir skjálftar sem valda mestum áhrifum í Reykjavík eiga upptök sín á Bláfjallasvæðinu. Þeir virðast verða á 30-40 ára fresti en síðast urðu skjálftar af því tagi árin 1929 og 1968. Það eru því frekar miklar líkur á því að skjálftar verði af svipaðri stærðargráðu og áður næsta ára- tug. Það er þó heldur ekki hægt að útiloka að þeir verði stærri.“ - Samhengið milli stærðar jarðskjálfta, fjarlægðar frá upp- tökum þeirra og tjóns vegna _________ skjálfta hefur verið rannsakað. Hvað segja niðurstöður slíkra rannsókna um skjálftaáhættu fyrir þéttbýl svæði? „Reynslan sýnir að skjálftarnir á Suðurlandi eru að líkindum stærri en þeir sem verða á Reykja- nesskaga. Þeir skjálftar valda að sjálfsögðu tjóni á upptakasvæði sínu og það ræðst síðan af því hversu þéttbýlt er hve tjónið er mikið. Skjálftaáhættan er þannig mest í Reykjavík þó að skjálftar séu ekki stórir eða nálægir. Það verður að taka fullt tillit til skjálfta á Reykjanesskaga og í nágrenni Reykjavíkur þó að líkur á stórum skjálfta séu ekki eins miklar og á Suðurlandi. Það er m.ö.o. hugsanlegt að minni skjálftar í grennd við Reykjavík geti valdið meira tjóni en stórir skjálftar á Suðurlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.