Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 23
22 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ PlnrgiiwMalíil* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HIMNARIKIOG HELVÍTI ÞAÐ er fengur að því fyrir okkur íslendinga, að fá í heim- sókn rithöfund á borð við kínversku skáldkonuna Jung Chang, höfund bókarinnar Villtir svanir. Bókin er í senn fjöl- skyldusaga þriggja kynslóða í Kína á þessari öld og um leið áhrifamikil lýsing á kínversku þjóðfélagi og þeim miklu breyt- ingum sem það hefur tekið á öldinni, harðstjórn Maós og ógn kommúnismans. Bókin Villtir svanir er bönnuð í Kína, en að sögn Jung Chang, láta stjórnvöld það óátalið að bókin sé lesin, því þau viti að það séu svo fáir sem hafa tækifæri til þess. í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag sagði Jung Chang að nú færi í hönd besti tími, sem Kínveijar hefðu lifað á þess- ari öld. Fólk gæti lifað friðsömu lífi og væri ekki áreitt af stjórnvöldum. Sjálfsagt eru talsverð sannindi í þessum orðum rithöfundarins, samanborið við þá ógnartíð í Kína, þegar tug- ir milljóna stráféllu, úr plágum og hungri, án þess að kínversk- um stjórnvöldum þætti nokkuð athugavert við það. En það er jafnljóst, að enn eiga Kínverjar langt í land til þess að komast í hóp ríkja þar sem mannréttindi eru virt og frelsi einstaklingsins. Undir lok bókar sinnar Villtir svanir, lýsir Jung Chang því, að ein áróðursherferðin í hinu kommúnistíska Kína hafi verið eyrnamerkt slagorðinu: „Sósíalískt föðurland okkar er himnaríki á jörðu.“ Margir hafi orðið til þess að spyrja þeirrar spurningar í heyranda hljóði, sem vaknað hafi innra með henni, þegar á unglingsárunum: „Hvernig skyldi helvíti líta út, ef þetta er himnaríki?!“ Það verkefni sem Jung Chang hefur nú ráðist í, er ritun á ævisögu Maós Tse Tungs. Það er til marks um breytta tíma í Kína, að Jung Chang, sem nú er að afla heimilda og gagna um ævi Maos Tse Tungs, fær að koma til landsins og fara að vild, en hún er búsett í London. Víst má telja, að þótt Jung Chang verði margs vísari um „himnaríki" Maós, í rannsóknum sínum og gagnaöflun, verð- ur hún enn fróðari um helvítið, sem samlandar hennar máttu búa við í hans stjórnartíð og á margan hátt eftir hans daga. EFNAHAGSBATINN OG RÍKISSJÓÐUR EFNAHAGS- og framfarastofnunin (OECD) í París hefur gefið út ársskýrslu sína um íslenzk efnahagsmál. Að ýmsu leyti staðfestir skýrslan, að horfur eru nú bjartari í efnahagsmálum en um alllangt skeið. Þannig segja sérfræð- ingar stofnunarinnar að í fyrra hafi uppsveiflan, sem þeir telja að hafi byijað 1993 haldið áfram, gagnstætt því, sem stofnunin hafi búizt við. í ljósi reynslu síðustu ára séu efna- hagshorfurnar í ár einnig nokkuð bjartar. Gagnrýni OECD á íslenzk stjórnvöld og efnahagsstjórn þeirra er hins vegar með þeim hætti að eftir því hlýtur að vera tekið. Stofnunin varar við áframhaldandi skuldasöfnun hins opinbera og bendir á, að nettóskuldir hafi vaxið úr 8% af landsframleiðslu árið 1988 í um 30% um seinustu áramót. Þetta hafi gerzt þrátt fyrir átak til að draga úr ríkissjóðs- halla. Á síðasta ári hafi hallinn á ríkissjóði í fyrsta sinn í áratug verið minni en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Þetta hafi hins vegar verið vegna aukinna tekna ríkisins; ríkisút- gjöld hafi enn á ný verið vel yfir því sem miðað var að í fjár- lögum. „Þessi takmarkaði árangur á útgjaldahlið í fyrra gerir enn erfiðara fyrir að ná árangri síðar, en þó jafnframt mikilvæg- ara en áður,“ segir OECD. „Einsýnt er að taka þarf ríkisfjár- málin fastari tökum en gert hefur verið undanfarin ár. Aðgerð- ir til að draga úr hallanum þegar á þessu ári ættu að vera ofarlega á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar." Stofnunin bendir á, að fjárlög yfirstandandi árs miði aðeins að því að halda í horfinu og langt sé því í land að skuldasöfn- un stöðvist. Að auki hafi verið við síðustu kjarasamninga „haldið áfram á þeirri óheillabraut að veita tilslakanir í ríkis- fjármálum til að liðka fyrir samningum." Stofnunin bendir á að verði halli ársins í ár, 1,6% af landsframleiðslu, viðvarandi til lengri tíma, aukist skuldir ríkisins úr 30% í 4ö% af lands- framleiðslu. Ríkisstjórnin kemst ekki hjá því að taka á ríkisfjármálunum af festu, eigi þróun þeirra ekki að stefna efnahagsbatanum í hættu. Af skýrslu OECD má ráða að aðgerðir síðustu ríkis- stjórnar í fjármálum sameiginlegs sjóðs landsmanna, sem mörgum þóttu harkalegar, hafi ekki dugað til. Við lækkun ríkisútgjalda skiptir mestu að lækka hinar gríðarlegu milli- færslur velferðarkerfisins. Sparnaðartillagna ráðherranna verður beðið með eftirvæntingu. BREYTINGAR A FISKVEIÐISTJORN Málamiðlun varð um val Krókaleyfisbátar fá val um það hvemig afli þeirra verður takmarkaður á næsta fiskveiði- -----^------------------------------------- ári. Olafur Þ. Stephensen segir fylgjendur aflamarks í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hafa átt frumkvæði að þessari niðurstöðu. FRUMVARPIÐ um breyting- ar á lögum um stjórn físk- veiða, sem lagt var fyrir Alþingi í gærkvöldi, er nið- urstaða málamiðlunar í stjórnarliðinu um það hvernig takmarka megi þor- skafla krókaleyfisbáta. Stuðnings- menn aflamarks í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins áttu frumkvæði að því að trillukarlar gætu valið á milli aflahámarks og fjölgunar banndaga. Frumvarp það, sem sjávarútvegs- ráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina á þriðjudag í síðustu viku, kvað annars vegar á um að 5.000 tonna þorskk- vóta yrði ráðstafað næstu fjögur fisk- veiðiár til að bæta skipum á afla- marki, öðrum en fullvinnsluskipum, upp skerðingu þorskkvóta á undan- förnum árum. Skerðingu umfram til- tekin mörk á að bæta að fullu, þó þannig að ekkert skip fái meira en 10 lestir af þorski í sinn hlut árlega af viðbótarkvótanum. Þessi viðbót ætti að gagnast smærri skipunum, þar á meðal smábátum sem á sínum tíma völdu aflamark fremur en bann- dagakerfi, hlutfallslega betur. Til að bæta stöðu smábáta, sem veiða eftir kvóta, var jafnframt ákveðið að svokölluð tvöföldunar- regla, um að ekkert skip megi flytja til sín meiri veiðiheimildir en það fékk úthlutað í upphafi fiskveiðiárs, komi ekki til framkvæmda. Tvöföld- unarreglan kemur verr við smábáta en stærri skip. Miklu meiri sóknarmáttur en haldið var Hins vegar var í frumvarpi sjáv- arútvegsráðherra gert ráð __________ fyrir að setja aflamark, tengt veiðireynslu, á þor- skafla krókaleyfisbáta, auk þess sem þeir reru áfram eftir núverandi banndagakerfi. Þessi ákvörðun var tekin í ljósi þess að sóknarmáttur krókaleyfisbátanna, sem eru um 1.100 talsins, hefur reynzt mun meiri en ætlað var. Er sett var 20.170 tonna hámark á heildarafla króka- leyfísbátanna var talið að það dygði öllum. Annað hefur komið á daginn og stefnir í að afli krókabáta, sem að langmestu leyti er þorskur, verði Skársti kost- ur af mörgum vondum yfir 40.000 tonn á þessu fískveiðiári. Sjávarútvegsráðuneytið hefur talið að taka yrði fyrir þessa umfram- veiði, enda myndi hún ekki leiða til annars en að skerða þyrfti kvóta annarra skipa. Þessi ákvæði frumvarpsins voru miðuð við að koma í veg fyrir að fjölga þyrfti banndögum mjög mikið ef krókabátar, sem hingað til hafa lítið fiskað, ykju sókn sína í þorskinn verulega. Með því móti hefði þeim, sem nú hafa lífsviðurværi sitt af krókaveiðum, verið gert mjög erfitt fyrir. Miðað við að á þessu fískveið- iári veiðist yfír 40.000 lestir gæti þurft að fjölga banndögum í 229, eða jafnmarga og sóknardagar eru nú. Á heildina litið má segja að frum- varpinu hafl verið ætlað að jafna stöðu smábáta; færa kvótabátunum nokkra sárabót, en hemja umfram- veiði krókabátanna. Andstaða í báðum þingflokkum Frumvarpið var samþykkt í ríkis- stjórninni, en mætti andstöðu í þing- flokkum beggja stjórnarflokkanna er það var rætt á þingflokksfundum á miðvikudag. í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins lögðust einkum þingmenn Vestfjarða, þeir Einar Oddur Krist- jánsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmenn Vesturlands, Guðjón Guð- mundsson og Sturla Böðvarsson, gegn ákvæðunum um hámark á þor- skafla smábáta og töldu sóknartak- markanir illskárri kost. Atkvæða- greiðsla var höfð í þingflokknum og að henni lokinni samþykkt að leggja frumvarpið fyrir Alþingi. _________ Onnur aðferð var við- höfð í þingflokki Fram- sóknarflokksins, þar sem það voru einkum þingmenn Reyknesinga, Siv Friðleifs- dóttir o g Hjálmar Árnason, sem lögðust gegn aflahámarki á krókabáta. Þingflokkurinn sam- þykkti að efna til viðræðna við sam- starfsflokkinn um breytingar á frum- varpinu. Fallið frá hámarki Á föstudagsmorgun var haldinn fundur í sjávarútvegsráðuneytinu, þar sem mætt voru Þorsteinn Páls- son ráðherra, Ari Edwald aðstoðar- maður ráðherra og þingmennirnir Einar Oddur Kristjánsson, Vilhjálm- ur Egilsson, Guðmundur Hallvarðs- son, Gunnlaugur Sigmundsson, Hjálmar Árnason, Siv Friðleifsdótt- ir, Magnús Stefánsson og Stefán Guðmundsson. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat hluta fundar- ins. Á þessum fundi varð niðurstað- an sú að falla frá aflahámarkinu og láta sóknartakmarkanir gilda, þ.e. að fjölga banndögum. Athyglisvert er að sú umræða virðist aldrei hafa komið upp að auka meira við heildar- aflann en orðið er, heldur urðu menn ásáttir um að halda afla krókaleyfis- bátanna í 21.500 tonnum af óslægð- um þorski. Um helgina tóku hins vegar fylg- ismenn aflahámarksins i þingflokki sjálfstæðismanna sig saman og mót- uðu tillögur um að hægt yrði að velja á milli aflahámarks og fjölgunar banndaga. Þessar tillögur voru rædd- ar við sjávarútvegsráðherra og á þingflokksfundum á mánudag. Eftir að sátt hafði náðst í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins fór Þorsteinn Pálsson á þingflokksfund framsóknarmanna og fékk þar einnig samþykki fyrir þessari útfærslu. Hámark miðað við tvö ár af þremur Frumvarpið, sem lagt var. fram í gærkvöldi — seint verður sagt að það sé skýrt og einfalt — gerir því ráð fyrir að eigendur krókaleyfisbáta geti valið á milli stjórnunarkerfa. Báðir hópar verða að sæta þeim 136 banndögum, sem gilda á yfirstand- andi fiskveiðiári; annar hópurinn tek- ur svo á sig hámark en hinn fleiri banndaga. Hlutdeild þeirra í heildar- aflahámarki allra krfekabáta mun síð- an ráðast af hlutdeild báta í hvorum hópi um sig í þorskaflanum alman- aksárið 1994. Áður en trillukarlar velja hvort þeir kjósa aflahámarkið eða viðbót- arbanndaga reiknar Fiskistofa út hvert hámarkið verður fyr- ir hvern einstakan bát, þannig að menn geti grundvallað valið á þeim upplýsingum. Gert er ráð fyrir að beztu tvö árin af síðustu þremur verði lögð til grundvallar er hámark- ið verður reiknað út. Reiknað er með að veiðin verði skert þannig að há- markið miðist við um 70% af fyrstu 50 tonnunum og um 50% af því, sem er þar umfram. Þannig myndi bátur, sem fiskað hefði 200 tonn að meðal- tali tvö af síðustu þremur árum, fá 110 tonna þorskaflahámark. Sá, sem hefði fiskað 100 tonn, fengi 60 tonna hámark. Afli þeirra, sem veitt hafa mest, skerðist þannig hlutfallslega meira. Eftir þetta verður erfitt fyrir krókaleyfisbáta, sem lítið hafa fiskað, að auka sókn sína. Hvað þann hóp varðar, sem velur viðbótarbanndaga, er lagt til að reynt sé að dreifa banndögum á fjögur tímabil fískveiðiársins þannig að það komi betur út fyrir þá, sem hafa atvinnu af krókaveiðunum. Breytt yfir í róðrardaga er eftirliti verður komið við Meðal bráðabirgðaákvæða frum- varpsins er að sjávarútvegsráðherra flytji frumvarp um breytingar á banndagaákvæðunum, jafnskjótt og hann telji tæknilegar og fjárhagsleg- ar forsendur vera fyrir hendi til þess að breyta yfír í róðrardagakerfi; þ.e. að sjómenn á krókabátum velji róðr- ardaga sína sjálfir í stað þess að banndagar séu fyrirfram ákveðnir. Hér er átt við að hægt sé að koma við gervihnattaeftirliti með því að bátarnir séu ekki fleiri daga á sjó en þeir mega. Jafnframt eru í frumvarpinu bráðabirgðaákvæði um að af 21.500 tonna þorskaflamarki krókabátaflot- ans fái Byggðastofnun 500 tonn til að úthluta til þeirra byggðarlaga, sem byggja nær eingöngu á útgerð krókabáta. Þessum kvóta yrði ráð- stafað til hækkunar á aflahámarki einstakra báta. Svo virðist sem sátt ríki um þessa lausn í þingflokkum stjórnarflokk- anna sem skársta kostinn af mörgum vondum. Engum þykir fýsilegt að þurfa að skera niður tekjur trillusjó- manna, sem þar að auki mynda öflugan þrýstihóp. Hins vegar eru menn sammála um að ekki gengi að skerða afla annarra; slíkt myndi að- eins þýða tekjutap og atvinnuleysi í öðrum greinum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilsvert að tryggt sé að menn séu ekki neydd- ir inn í aflahámark. Hann segir bráðabirgðaákvæðið um róðrardaga skipta mestu máli. Með því sé búið að afstýra þeirri vá, sem hefði skollið yfir með upp undir 230 banndögum. „Frá því að ákvörðunin var tekin hef ég feng- ið þær upplýsingar að sú tækni, sem er talin nauðsynleg til að hægt sé að fylgjast með bátunum með skil- virkum og eðlilegum hætti, er til staðar. Að mínu mati er því ekkert að vanbúnaði að koma þessu kerfí á nú strax,“ segir Einar. Ekki kom til greina að auka afla MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1995 23 A LMENNINGUR á Vestur- löndum fylltist hryllingi í síðustu viku er myndir bárust af friðargæslulið- um sem Bosníu-Serbar höfðu hlekkj- að við vopnabúr sín. Hafa margir krafíst þess að hermennirnir verði kallaðir heim nú þegar. Hins vegar er hætt við að skömmin verði enn meiri en þakklætið fyrir friðargæsl- una hverfi liðið á braut og skilji íbúa Bosníu eftir varnarlausa. Sú er að minnsta kosti skoðun leiðarahöfund- ar The Daily Telegraph. Hann telur engu að síður að John Major forsæt- isráðherra Bretlands beri að kalla herliðið heim frá Bosníu. Afleiðingar þess að senda herlið þangað - erfíð- leika við friðargæsluna, gíslatöku og það við hvaða aðstæður herliðið yrði kallað heim - hefði að hans mati mátt sjá fyrir. Major neitaði því um helgina að til stæði að kalla herlið Breta heim og boðaði að fleiri hermenn yrðu sendir. „Verði fjölgað í liðinu [í Bosníu] til að undirbúa brottflutning, er það rétt og skynsamlegt. En sé eini tilgangurinn að reyna að halda klúðrinu áfram þegar mestu erfíð- leikarnir eru að baki, eru það mis- tök,“ segir í leiðaranum. Bretum hefur orðið tíðrætt um þann heiður sem þeim beri fyrir að hafa sent svo fjölmennt herlið til Bosníu. Lítið hafí hins vegar borið á þakklæti fyrir framlag þeirra og Frakka. Bandaríkjamenn hafi krafist þess að Evrópubúar kveði Serba í kútinn en hafi sjálfir ekki viljað senda hermenn. Ef Bretar og Frakk- ar ráðist gegn Serbum fái þeir ein- ungis til þess lágmarksaðstoð ann- arra vestrænna ríkja. Telur leiðara- höfundurinn hættuna við slíkt alltof mikla. Afstöðu Chiracs beðið Ein af ástæðum þess að Bretar hafa ekki hugsað sér til hreyfíngs frá Bosníu er vera Frakka þar. Því er ákvörðunar Jacques Chiracs Frakklandsforseta um næsta skref í málinu beðið með eftirvæntingu. Það virðist erfitt, ef ekki ómögulegt, að draga herliðið til baka fyrr en þau vandkvæði sem það á í nú hafa ver- ið leyst. Það er hins vegar ljóst að herlið SÞ getur ekki náð árangri gegn Serbum nema það ráði yfír mun öflugri og meiri skotvopnum en þeir geta orðið sér úti um. Verði herlið Sameinuðu þjóðanna áfram í Bosníu er ljóst að mestur tími þess og mann- afli fer í að vernda eigin hermenn, í stað þess að fylgjast með því að vopnahlé sé virt og halda uppi birgðaflutningum. Leiðarahöfundur The Daily Te- legraph telur hætt við því að hverfi Bretar og Frakkar á braut, hljóti þeir einungis skömm fyrir. Örvænt- ing, blóðug átök og jafnvel fjölda- morð muni varða leið herliðs Samein- uðu þjóðanna út úr Bosníu. Þetta hafi hins vegar verið fyrirsjánlegt. John Major sé vissulega vorkunn að þurfa að takast á við þennan vanda en hann eigi engu að síður að gera sér grein fyrir að stund brottfarar sé runnin upp. Almenningsálitið ræður Almenningsálitið hefur sett mark sitt á stefnu Vesturveldanna í stríð- inu á Balkanskaga. Almenningur fylltist hryllingi þegar myndir bárust af fólki frá stöðum sem minntu einna helst á útrýmingarbúðir nasista. Síð- ar sáu sjónvarpsáhorfendur nútíma- lega klædda íbúa Bosníu og Króatíu flýja kúlnaregn og þá fóru matarsendingar af stað. Þegar menn sáu beina út- sendingu CNN frá útimarkaði í Sarajevo sem sprengjuárás var gerð á, varð það til þess að Atlantshafs- bandalagið (NATO) gerði fyrstu loftárásir sínar á Serba. Árás á kaffi- hús í Tuzla kallaði á enn frekari árásir, sem aftur urðu til þess að Serbar tóku vestræna gísla. Anne Applebaum, aðstoðarrit- stjóri Spectator segir almennings- álitið krefjast þess að gíslarnir verði frelsaðir, fjölgað verði í herliðinu til Stund brott- fararinnar runnin upp? Skiptar skoðanir eru um það hvort Bretar og Frakkar eigi að kalla friðargæsluliða sína heim frá Bosníu. Valið stendur í raun um hvort Sameinuðu þjóðimar eigi að yfirgefa Hvað a að sera við £íslana „Repubjika Srpska“. Sameinaðir myndu þeir svo ganga í eina sæng með Serbíu og mynda Stór-Serbíu. Serbar í Krajina-héraði í Króatíu hafa hins vegar ekki sýnt hugmynd- - um Karadzic mikinn áhuga og hvað eftir annað frestað fyrirhuguðum samráðsfundi fulltrúa „þjóðþing- anna“ tveggja. Á sama tíma heldur stríðið áfram og það er ekki laust við að farið sé að gæta þreytu í herbúðum Serba. Þeir eru enn betur vopnum búnir en andstæðingarnir en hermenn þeirra eru hins vegar farnir að þreytast, aðbúnaður þeirra er ömurlegur, þá skortir baráttuþrek og þeir fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð. Samein- aður her múslima og Króata hefur smám saman unnið á gegn Serbum enda eru þeir fjölmennari og baráttu- glaðari þar sem þeir beijast fyrir tilveru sinni. íbúa Bosníu eða hefla stríðsrekstur gegn Bosníu-Serbum Reuter FRANSKIR hermenn í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Bosn- íu standa heiðursvörð er lík tveggja fallinna félaga þeirra eru flutt á brott. Hermennirnir féllu er þeir gerðu áhlaup á brú sem Serbar höfðu tekið. Hermaðurinn til hægri, lautinant Bruno Huel- in, særðist í árásinni. Friðargæsla í þágu almenn- ingsálits að beijast við Serba og að Banda- ríkjamenn taki þátt í aðgerðunum. Þetta kunni hins vegar að breyt- ast hvenær sem er. „Frá því að stríð- ið hófst árið 1991 hefur almenningur krafist þess að „eitthvað verði gert“ varðandi stríðið í lýðveldum Júgó- slavíu fyrrverandi, en þó ekki neitt sem stofni vestrænum hermönnum í hættu, eða kosti fjármuni," segir Applebaum. Dæmi um það eru orð Volker Riihe, varnarmálaráðherra Þýskalands um stefnu lands síns árið 1992: „Ég vil ekki hætta lífi þýskra hermenna fyrir lönd sem heita nöfnum er við kunnum ekki að stafa.“ Landamæri ekki sett með valdi Applebaum segir að það sem komi ________ í raun mest á óvart sé sú staðreynd að gíslamálið kom ekki upp fyrr. Það hafí hins vegar ekki þurft að gerast á þennan hátt. „Hátíðarhöldin í tilefni fimmtíu ár voru liðin frá Evrópu hefðu átt að þess að stríðslokum verða okkur áminning um að breyta ekki landamærum í Evrópu með valdi, aldrei nokkurn tima. Þess eru dæmi að það hafí gerst með friði, t.d. er Tékkóslóvakía varð að tveim- ur ríkjum. Þá hefur upplausn Sovét- ríkjanna sálugu ekki orðið eins blóð- ug og margir hugðu. En Júgóslavía var prófmálið um það hvort landa- mæri yrðu virt og hvort Evrópusam- bandið, NATO og Bandaríkin væru reiðubúin að gæta þeirra. Menn tóku þessu raunar fagnandi. „Þetta er stund Evrópu," sagði Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, sem var í forsæti ráðherraráðsins þegar stríðið braust út árið 1991. Ekki liðu nema sex mánuðir þar til ljóst varð að Evrópa hafði brugðist hlutverki sínu,“ segir Applebaum . Serbar hafa brotið hvern sáttmál- ann á fætur öðrum og Applebaum telur hættu á að máttleysi vestrænna þjóða hafi sýnt öðrum, t.d. Rússum, fram á að þeir geti gengið fram af sömu hörku og Serbar án þess að Vesturlönd hreyfi legg eða lið. Því sé nauðsynlegt að kalla liðið heim um leið og færi gefst. _____________ „Friður kemst á í stríðslok og stríði lýkur þegar ein- hver sigrar. Þetta stríð er engin undantekning.“ Það eru ekki Vestur- veldin ein sem eiga í vandræðum í Bosníu. Staða Serba hefur versnað mjög. Þeir eru einangraðir, meira að segja Serbía hefur snúið við þeim baki, og draumurinn um Stór-Serbíu orðinn að engu. í síðustu viku hvatti Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, enn einu sinni til þess að Bosrn'u- og Króatíu-Serbar stofnuðu með sér Sú ákvörðun Serba að taka gæslu- liða og eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í gíslingu er tvíbent. Vera kann að þeir telji sig hafa öll spil á hendi en vamarmálasérfræðingur The Daily Telegraph, John Keegan, telur það fjarri sanni. Vinni Serbar gíslum sínum mein er það sönnun þess að ásakanir fjöl- miðla, Atlantshafsbandalagsins, Sameinuðu þjóðanna og Bosníu- manna á hendur þeim hafí átt við rök að styðjast. Ásakanir um að þeir virði hvorki lög né reglur, að orðum þeirra sé ekki treystandi, að hermenn þeirra séu glæpamenn og að ríki þeirra sé stigamannaríki sem ekki sé tækt í samfélag þjóðanna. Þeim yrði ekki lengur stætt á að neita ásökunum um þjóðernishreins- anir, nauðganir, þrælkunarbúðir og ýmsa aðra svívirðu. Láti gíslarnir lífið getur það orðið til þess að Bandaríkjamenn taki höndum saman við bandamenn sína í NATO um umfangsmikla hernaðar- aðgerð til að hrekja Serba á brott frá þeim svæðum sem þeir hafa náð á sitt vald. Yrði Serbum þá einungis leyft að halda þeim svæðum þar sem þeir hafa verið í meirihluta. Það myndi ekki aðeins þýða endalok „Palelýðveldisins“ heldur einnig að hugmyndin um Stór-Serbíu væri úr sögunni. Því hlýtur að teljast líklegt að Bosníu-Serbar vinni gíslunum ekki mein. Gíslatakan mistök Vera kann að Serbar átti sig á því að þeir hafí gert grundvallarmis- tök með því að taka gæsluliðana í gíslingu. Ólíklegt er'að þeir muni taka fleiri gísla, þar sem friðar- gæsluliðarnir og aðrir starfsmenn SÞ eru á varðbergi. Færa má rök að því að Serbar hafí tekið of marga gísla til að hafa fulla yfirsýn yfir aðgerðirnar en of fáa til að það hafi hernaðarlega þýðingu. Til að útiloka hættuna á loftárás- um NATO yrðu þeir að koma þús- undum gísla fyrir við birgðastöðvar sínar og vopnabúr. „Serbar kunna að halda að þeir séu kötturinn sem leikur sér að músinni en NATO get- ur tekið þátt í þeim leik,“ segir Keeg- an. Grípi NATO til þess ráðs að varpa vistum til þeirra borga sem Serbar sitja um, kunna þeir að bregðast við með því að gera árásir á vélar NATO og láta auk þess sprengjum rigna yfir borgirnar. En með því munu þeir hins vegar dýpka þá gröf sem þeir hafa grafið sér. Umsátur um borgir mun aðeins tryggja það að -------- NATO heíji aðgerðir til hjálpar og hætti ekki fyrr en árangri er náð. Fjölgun í herliði Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu, sem sögð ér til að tryggja öryggi liðs Gíslatakan grundvall- armistök Sþ, getur þýtt annað og meira, aðf" sögn Keegans. Segir hann að Serbar verði því að spyija sjálfa sig hvort þeir séu reiðubúnir að beijast í raun- verulegu stríði. Ekki einu sinni Bandaríkjamenn séu reiðubúnir að horfa upp á það að rýrð falli á 40 ára friðargæslustarf SÞ vegna sjálfs- elsku serbneskra þjóðemissinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.