Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1995 29 KRISTJÁN GUNNÓLFSSON + Krislján Gunnólfsson fædd- ist á Þórshöfn á Langanesi 19. júní 1939. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík, 22. maí siðastliðinn. Kristján var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 30. maí sl. KRISTJÁN ólst upp á Þórshöfn, næstyngstur sex systkina, hjá góð- um foreldum sem gáfu börnum sín- um gott veganesti út í lífið. Hjá börnum Gunnólfs og Guð- laugar eru systkinaböndin sterk, og kom það best fram í veikindum hans, sem stóðu yfir um eins árs skeið. Megnið af þessum erfiða tíma var Kristján á heimili sínu, síðustu þrjá mánuðina alveg samfleytt. Eiginkona hans, hún Inga, hugs- aði um hann af miklum kærleik og fórnfýsi og stóðu systkinin og mak- ar þeirra þétt við hlið hennar við að létta honum biðina eftir því, sem hann og aðrir vissu að var óumflýj- anlegt. Margar ferðirnar áttu syst- kinin að sjúkrabeði hans, sum langt að komin. Kristján var þakklátur fyrir allar heimsóknirnar, en aldrei heyrðist hann kvarta. Þannig var hann í eðli sínu. Hann ýtti þessu frá sér, eins og hann orðaði sjálfur. Kristján átti stóran hóp systkina- barna. Hann var þeim öllum hlýr í umgengni og hafði gaman af að tala við þau á léttu nótunum. Veit ég að Einar Pálsson, bróðursonur hans á eftir að geyma æðruleysi frænda síns í minningasjóði sínum, og um leið þakklæti fyrir stundirnar sem þeir áttu saman. Dugleg var hún Harpa Gísladótt- ir, systurdóttir Kristjáns, sem býr í Vestmannaeyjum, að koma með son sinn 3ja ára, Kristján Tómas- son, nafna frænda sína. Þetta gladdi Kristján og Ingu. Er ég riíja upp mín fyrstu kynni af Kristjáni mági mínum, þá reikar hugur minn 44 ár aftur í tímann. Það var að vorlagi árið 1951 að ég kom til Þórshafnar á Langanesi til að hitta tilvonandi tengdafólk mitt. Ég fór með strandferðaskipinu Esju. Ekki var lagst að bryggju á Þórshöfn, heldur úti á höfninni og síðan kom uppskipunarbátur og sótti farþega og vörur. Auðvitað óaði piér við að fara niður í bátinn, en með þeim fyrstu sem ég kom auga á í vaggandi bátnum var dugnaðariegur strákur með snjó- hvítt hár og í blárri peysu. Þegar ég var kominn heim til tengdafólks- ins kom þessi sami strákur þangað, og komst ég þá að því að þetta væri hann mágur minn, Kristján. Þessi mynd af 12 ára drengnum greyptist í huga minn. í litlum sjávarplássum snýst að mestu allt um báta og fiskveiðar. Kristján byijaði snemma að koma nálægt snjó, fara í förur, dorga á bryggjunni, og koma heim með út- troðna vasa af snærum og önglum. Síðar var hann á bátum á Þórshöfn. Sjóndeildarhringurinn stækkaði og Kristján fetaði í fótspor bræðra sinna og fór á vertíð til Vestmanna- éyja. Einnig var hann í mörg ár í millilandasiglingum hjá Hafskip og Sambandinu. Meðan Kristján var í Vestmannaeyjum slasaðist hann á handlegg og hætti uppfrá því að stunda sjóinn. Eftir gosið í Eyjum árið 1973 flutti hann til Reykjavík- ur og bjó þar síðan og vann hin síðari ár sem vörubílstjóri hjá Þrótti. Kristján hóf sambúð með Ingi- björgu Gunnarsdóttur árið 1979, og gengu þau í hjónaband 24. mars sl. Brúðkaupsdagur þeirra verður okkur öllum, sem vorum með þeim þann dag, ógleymanlegur. Því þrátt fyrir skuggann sem grúfði yfir tókst okkur að eiga gleðistund. I erfiðum veikindum Kristján brást Inga ekki. Hún stóð sterk við hlið hans og annaðist hann af slíkri alúð að eft- ir var tekið. Á kveðjustund vil ég þakka Krist- jáni fyrir samfylgdina öll þessi ár, og bið honum blessunar Guðs. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Ingu og syrgjendum öllum. Ég vil kveðja mág minn með broti úr ljóðinu „In Memoriam“ eft- ir Grétar Fells. Og kvöldið, er dauðinn kom til þín, var kyrrð og þögn yfir bænum. Og alheiminn dreymdi um undir sín, og andvari leið frá sænum. En dauðinn - hann gaf mér blíðan blund þú blíðkaðir jafnvel hans grimmu lund. Ásta Einarsdóttir. INGIÞÓR GEIRSSON + Ingiþór Hafstein Geirsson fæddist í Höfn, Hópnesi í Grindavík 17.2.1930. Hann and- aðist á Landspítalanum 23. maí sl. og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 23. maí. INGIÞÓR Geirsson slökkviliðsstjóri Brunavama Suðurnesja er látinn, þvílík harmafregn. Okkur setur hljóða og við spyijum af hveiju? Ingiþór Geirsson og Brunavamir Suðurnesja voru í okkar huga eitt og hið sama. Mikinn hluta starfsævi sinnar starfaði Ingiþór að brunamál- um fyrir bæjarfélag sitt og þótti takast afburðavel. Ingiþór tók þátt í uppbyggingu Bmnavarna Suður- nesja allt frá áhugamannaslökkviliði til atvinnumannaslökkviliðs og þar, sem ávallt áður, gegndi hann for- ystuhlutverki. Við viljum þakka fyr- ir þann tíma sem við höfum starfað saman, þakka fyrir að fá að kynn- ast slíkum manni sem Ingiþór var. Minning hans lifi. Guð veri með eig- inkonu hans og fjölskyldu. Stjórn Brunavarna Suðurnesja. Matur og matgerð Islenskt eggaldin Varla líður svo vika að ekki komi ný tegund af fersku íslensku grænmeti í búðir, segir Kristín Gestsdóttir, sem kennir okkur að grilla eggaldin og býður auk þess gómsætan eggaldinrétt með pasta. A IGarðyrkjuskólanum í Hvera- gerði fer fram mikil og fjöl- breytileg ræktun bæði utan dyra og í gróðurhúsum. Eggaldin hef- ur t.d. verið ræktað^ þar síðan 1970, en þó hafa íslendingar ekki almennilega komist upp á lag með að borða það, þótt notk- un þess hafi aukist hin síðari ár. Þeir sem lagt hafa leið sína til landa við Miðjarðarhafíð hafa vafalaust borðað margvíslega rétti með eggaldini. Ég legg til að við íslendingar borðum eg- galdin núna, þegar kartöflur eru ekki mjög góðar og lærum að meta hið milda bragð þess, sem íbúar Miðjarðarhafssvæðisins meta mikils. Núna eru komin á markaðinn fersk og nýsprottin eggaldin, fallega fjólublá, glans- andi og lystileg. Nú þegar hálf þjóðin er farin að grilla, ættum við að setja íslenskt eggaldin á grillið, það eykur fjölbreytnina. Eggaldin á grillið er afar ljúf- fengt, þótt ekkert sé sett á það annað en salt og pipar, en með olíu og ýmsu kryddi má bæta bragðið og auka fjölbreytnina. Grillað eggaldin hentar afar vel með steiktu og grilluðu kjöti og fiski. Þegar eggaldin er grillað, er leggurinn og laufið fyrst skorið af en síðan er eggaldinið skorið í 8 rif langsum eða 1 'h sm þykk- ar sneiðar þversum. Salti er stráð á skurðflötinn og aldinið látið bíða í 10 mínútur. Þá er það þerrað vel með eldhúspappír og það penslað með olíu og kryddi. Það er síðan lagt á grindina og grillað í um 10 mínútur og oft snúið við og penslað jafnóðum með kryddolíunni. Kryddolían er hituð með kryddinu, en kæld áður en penslað er með henni. Gott er að nota örbylgjuofn til að hita olíuna í eða bara eldavél- ina, en þetta má líka setja í ál- form og hita á grillinu, en fylg- ist með svo að ekki brenni. Kryddolía með ítölsku kryddi og hvítlauk % dl olíufolía Ví tsk ítölsk kryddblanda (italian ___________seasoning)_____________ 1 -2 hvítlauksrif (eða hvítlauksduft) ’/s tsk. pipar Kryddolía með sítrónu, kanil o.fl. % dl olíufolía I msk. sítrónusafi % tsk. þurrkuð basilíka eða meira fersk 14 tsk. kanill Kryddolía með sojasósu % dl ólífuolía 2 msk. soyasósa 1 msk. sjerrí eða 2 msk eplasafi 14 tsk. engiferduft eða rifið ferskt engifer Athugið: Nota má brætt smjör í stað ólífuolíu, en þá erfrekar hætta á að eggaldinið brenni. Eggaldin með pasta 250 g núðlur eða það pasta sem ykkur hentar ______1 eggaldin um 250 g_____ salt til að stró ó eggaldinið 30 g smjör (2 smápgkkgr) 4 stórar sneiðar meðalfeitt beikon lOOgrauðlaukur 100 g sveppir 2 msk. sjerr! eða 3 msk eplasafi 1 dl mjólk eða rjómabland Vx msk. hveiti nýmalaður pipar 10 möndlur 1. Sjóðið pastað skv. leiðbein- ingum á umbúðum. 2. Skerið eggaldinið í 1 sm þykkarsneiðar. Skerið þvers og kruss létt ofan í sneiðarnar. Strá- ið salti á báðar hliðar og látið standa í 10 mínútur. Þerrið þá af með eldhúspappír. 3. Hitið 30 g smjörá pönnu, hafið meðalhita, setjið sneiðarn- ar á pönnuna og steikið á hvorri hlið f 5 mínútur. Takið þá af pönn- unni. 4. Skerið beikonið í bita, afhýð- ið lauk og saxið og skerið svep- pina í sneiðar. Setjið lauk og sveppi með beikoninu á pönn- una. Ef þetta er mjög þurrt má bæta örlitiu smjöri eða matarolíu á pönnuna. Sjóðið þetta saman í 5 mínútur. 5. Hristið saman mjólk og hveiti og hellið yfir. Setjið þá eggaldinsneiðarnar ofan á. Malið pipar yfir. Setjið lok á pönnuna og hafið þannig í 5 mínútur. 6. Hellið soðnu pastánu á sigti, setjið svo í skál og hellið því sem erá pönnunni yfir. 7. Saxið möndlurnar gróft og stráið yfir. Athugið: Pasta á alltaf að sjóða í miklu vatni við háan hita svo að það sé alltaf á hreyfingu í vatninu. Þá loðir það ekki sam- an. n Allra síðustu dagar HM95 stórútsölunnar Stórútsölunni á HM minjagripum í HM básnum í Kringlunni lýkur í dag, | Eignist áþreifanlegar Einnig minnum við á símasölu á HM minja- gripum, síminn Hverjum minjagrip fylgir minningar frá skemmti- er 568 4280. HM plakat í kaupbæti á legri keppni. meðan birgðir endast. KRINGLAN H M 9 5 BÁS w \r o émmm ‘V* //A , v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.