Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 5

Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JULI1995 FRÉTTIR Fundur nokkurra ríkja og Evrópusambandsins í Washington í vikunni EKKI tókst að jafna ágreining milli strandríkja og úthafsveiðiríkja á fundi nokkurra ríkja og Evrópu- sambandsins sem haldinn var í Washington í vikunni. Að sögn Pauls Lapointes sendiherra, for- manns sendinefndar Kanada á út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, þokaðist þó í samkomulag- sátt. Siðasti fundur úthafsveiðiráð- stefnunnar hefur verið boðaður í New York frá 24. júlí til 6. ágúst næstkomandi. Bandaríkjamenn boðuðu til fundar nokkurra lykil- aðila á ráðstefnunni í Washington nú í vikunni. Þar voru auk Banda- ríkjamanna _ fulltrúar Argentínu, Kanada, Ástralíu, Evrópusam- bandsins og Japans. Argentína og Póstur og sími stækkar GSM-kerfið 14 nýjar móður- stöðvar STÆKKUN GSM-farsímakerfísins hjá Pósti og síma miðar vel áfram og er búið að koma upp radíó- móðurstöðvum á 14 nýjum stöðum frá því í byrjun apríl að sögn Ein- ars Vilhjálmssonar þjónustufull- trúa á samkeppnissviði P&S. í júnímánuði bættust við stöðvar á Egilsstöðum, Seyðisfirði, á Lang- holtsljalli í Hrunamannahreppi, á Hellu, í Hveragerði, Garði og síðast á ísafirði síðastliðinn fimmtudag. í apríl og maí var bætt við stöðv- um í Sandgerði, við Rangárvelli á Akureyri, á Hvolsvelli, Selfossi, Akranesi, Skálafelli og í Borgar- nesi. Ráðgert var að koma upp á annan tug nýrra stöðva í tveimur áföngum á árinu og bætast hinar við með haustinu en kostnaður er talinn um 250 milljónir. Einar segir að þjónustusvæðin séu einkum miðuð við þéttbýli og að hægt sé að nota símann í allt að 30-35 kílómetra frá radíómóður- stöð ef ekkert ber á milli og hringt er utanhúss. Einnig segir hann að notkun GSM-símanna geti gengið illa í djúpum kjöllurum og glugga- lausum steinbyggingum. ----♦ ♦ ♦---- Feðgar fundust heilir á húfi BJÖRGUNARSVEITIR í Árnes- sýslu leituðu tveggja feðga í fyrri- nótt, en þeir höfðu ætlað að ganga frá Þingvöllum yfir í Miðdal fyrir ofan Laugarvatn. Mennirnir, sem eru um fertugt og tvítugt, fundust heilir á húfi í morgunsárið, en þeir höfðu tekið þann kostinn að bíða í skála, enda svartaþoka á fjallinu. Sigurbjörn Bjarnason hjá svæðis- stjórn björgunarsveita í Árnessýslu stjórnaði leitinni. Hann segir að mennirnir hafi lagt upp frá Þing- völlum um hádegi á föstudag, en kl. 2 í fyrrinótt voru björgunarsveit- ir kallaðar til leitar, enda höfðu mennirnir ekki enn skilað sér í Mið- dal. „Þeir hrepptu svartaþoku svo þá bar lítillega af leið, en þetta voru vanir menn og vel útbúnir," segir Sigurbjörn. „Þeir tóku hins vegar rétta ákvörðun, fylgdu vegar- slóða og fundu skála’ í sunnan- verðri Skjaldbreið. Við sendum 28 manna lið til leitar og þótt þar væru þaulvanir menn á ferð sem þekkja vel til þessa svæðis þá fundu þeir varla skálann vegna þoku.“ Ennþá ágreiningur milli strand- o g úthafsveiðiríkja Kanada eru fremst í flokki strand- ríkja á úthafsveiðiráðstefnunni, Evrópusambandið og Japan eru málsvarar úthafsveiða og Bandarík- in og Ástralía eru einhvers staðar þar á milli. Samhljóða samþykkt eða meirihlutasamþykki „Fundurinn snerist um 21. grein samningsdraganna um eftirlits- og framkvæmdavald," sagði Paul Lapointe sendiherra í samtali við Morgunblaðið. „Það þokaðist að sumu leyti en samt er enn staðfest djúp milli Evrópusambandsins og annarra úthafsveiðiríkja annars vegar og Kanada, Argentínu, Nýja- Sjálands og fleiri strandríkja hins vegar. Bandaríkjamenn fará bil beggja þótt þeir séu reyndar reiðu- búnir að fallast á samningsdrögin eins og þau líta núna út líkt og við Kanadamenn." Lapointe sagði að það sem Evr- ópusambandið setti einkum fyrir sig væru fyrirmæli 21. gr. um það að bregðist fánaríki skips sem brýtur af sér ekki við innan þriggja sólar- hringa frá því að gert er viðvart um ólögmætar úthafsveiðar þá megi önnur ríki fara um borð og færa skip til hafnar. „Við ræddum mögulegar orðalagsbreytingar en megin ásteytingarsteininn er þarna ennþá.“ Lapointe sagði menn ekki hafa gefið upp vonir um að samningur um úthafsveiðar yrði samþykktur samhljóða á ráðstefnunni í New York í lok júlí og byijun ágúst. „En það verður ekki auðvelt eins og við sáum á fundinum í Washington nú í vikunni.“ En ef Evrópusambandið, Japan, Kórea, Kína og ef til vill Pólland þráuðust ennþá við þá hlyti að fara fram atkvæðagreiðsla þar sem meirihlutinn réði. Augljóst væri að langflest þátttökuríkin sættu sig við fyrirliggjandi samn- ingsdrög. Evrópusambandið og hin úthafsveiðiríkin yrðu svo fyrr eða síðar knúin til að undirrita þann samning, en fyrr yrði hann ekki bindandi fyrir þau. H EIA11 L.IS L í N AN Fjármálahugbiinadur BUNAOARBANKI ÍSLANDS fjármálahugbúnaður heimilisins Heimilislfna Búnaðarbankans stendur að útgáfu á fjármálahug- búnaðinum heimi en hann er kjörinn fyrir alla þá sem vilja hafa reglu og yfirsýn yfir fjármálin. Heimilisbókhaldið má færa beint inn í tölvu heimilisins og nota í samskiptum við þjónusturáðgjafa Búnaðarbankans. í heimi er auðvelt að gera fjárhagsáætlanir og útreikninga, reikna út greiðslubyrði lána og ávöxtun sparireikninga svo eitthvað sé nefnt. Þú þarft aðeins að skrá inn upphæðir og heimir sér sjálfkrafa um útreikninginn. Með heimi fylgir ítarlegur bæklingur með öllum nauðsynlegum leiðbeiningum. heimir er sérstaklega hannaður fyrir íslenskar aðstæður í „Windows". Leitið upplýsinga í aðalbankanum, Austurstræti 5, og útibúum Búnaðarbankans um land allt. BÚNAÐARBANKINN M - Traustur banki heimilislínan heimir er auðveldur og þægilegur í notkun. SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.