Morgunblaðið - 02.07.1995, Side 8

Morgunblaðið - 02.07.1995, Side 8
8 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍTALINN Enrico Bianci veður i land með boltalax í Brynjudalsá. Þar höfðu veiðst 15 laxar á föstudagskvöld. Þá var enn fremur sleppt 100 stórlöxum í viðbót við þá fiska sem þegar voru komnir í ána. ar og er það mál manna að betri júnímánuður hafi ekki komið lengi í laxveiði í Gljúfurá. Áin hefur ver- ið vatnsmikil en tær og laxinn mest neðarlega. Einkum í Kerinu og þar í kring. Lax hefur þó sést og veiðst víða ofar. Síðast er frétt- ist voru stærstu laxarnir 10 punda, en flestir 4 til 6 pund. Hér og þar . . . Reytingsveiði hefur verið síðustu daga í Laxá í Aðaldal að sögn Orra Vigfússonar. Gott skot kom um miðja viku og síðan hafa menn verið að reyta upp 5 til 10 laxa á dag sem er að vísu ekki mikið en samt stórfelld framför frá því sem var í byrjun veiðitímans. Stærsti laxinn er 19,5 pund. Mjög góð veiði hefur verið í Þórisvatni að undanförnu að sögn Kolbeins Ingólfssonar í Vesturröst sem selur í vatnið og fylgist með gangi mála. Algengt er að menn hafi verið að fá 5 til 20 fiska á dag, allt spikfeitan og fallegan urriða 2-4,5 punda. Dagamunur er þó á veiðinni og segir Kolbeinn að verst sé að standa þarna að veiðum í hvassviðri. Langá kemur til Langá á Mýrum virðist vera að koma til, en veiði byrjaði mjög ró- lega þar fyrir vestan, enda áin mjög vatnsmikil. Á föstudagskvöldið var komið á sjötta tug laxa á land og höfðu síðustu dagar að sögn Þórdís- ar Sveinsdóttur í veiðihúsinu að Langárfossi verið „ágætir“. Lifnar yfir Langá Sem dæmi um vaxandi veiði í Langá má nefna að 10 laxar veidd- ust á fimmtudaginn og nærri annað eins á föstudag. Síðustu daga fyrir stærsta strauminn á fimmtudag höfðu menn séð laxatorfu sveima um í sjónum fyrir neðan Sjávarfoss og er að sjá að einhver hluti hennar hafi gengið í ána. Aflinn nú saman- stendur einkum af smálaxi, 4 til 6 punda, en einn og einn 8-11 punda fiskur er í aflanum. Spánverjar sem veitt hafa í Langá um árabil undir forystu Antonio Ruis Ochoa, ræðis- manns íslands í Puerto Rico, eru nú byrjaðir að veiða og hitta ein- mitt á fyrstu alvöru göngumar. Frekar rólegt í Straumfjarðará „Við byijuðum 20. júní og þetta hefur farið frekar rólega af stað. Það eru þó komnir 7 laxar á land. Þetta hefur verið að seinka sér síð- ustu árin, en þetta er þó með dauf- asta móti,“ sagði Stefán Valde- marsson leigutaki Straumfjarðarár í samtali við Morgunblaðið. Stefán sagði ána vatnsmikla, en samt hæga til veiða. Fimm af sjö löxum til þessa voru stórir, 10 til 12 pund, hinir tveir smálaxar. „Það er stundum sjóbleikja hérna í bland við laxinn, hún kemur og fer, en hefur ekki sést enn. Það eru aðeins tveir silungar komnir á land,“ bætti Stefán við. Góð byrjun I Gljúfurá Rúmlega 40 laxar voru komnir á land úr Gljúfurá undir lok vikunn- Ásmegirt og ungt fólk í Evrópu Listrænar há- lendis-ogút- kjálkarannsóknir Guðjón Árnason SMEGIN ernafnið á félagsskap, sem stendur fyrir „listrænum hálendis- og útkjálkarannsóknum á Hornströndum" dagana 1.-23. júlí nk. Þátttak- endur eru ungmenni frá Svíþjóð, Þýzkalandi og fleiri löndum auk íslands. Forsvarsmaður Ásmeg- ins er Guðjón Ámason, einn af stjómendum Waldorf-skólans í Lækj- arbotnum. Guðjón, hvað er Ás- megin? „Ásmegin er sjálfs- eignarstofnun, rekstrar- aðili W aldorfleikskólans Yls og Waldorfskólans í Lækjarbotnum. Starf- semin byggir á uppeldis- fræði Rudolfs Steiners (1861-1925) og nýtur engrar forsjár íslenzkra yfirvalda. Ásmegin hefur á síðastliðnum fimm árum tekið á móti um 300 gestum erlendis frá og skipulagt ferðir þeirra." - Hvers konar gestir og hvers konar ferðir hafa þetta verið? „Þetta hafa aðallega verið lista- menn; leikhúsfólk, myndlistarfólk o.fl. Verkefnið í sumar er fjórða fjölþjóðlega samstarfsverkefnið sem við stöndum að. Við erum í samstarfí við Listaskólann Elías Mickelson í Jáma og Valleröds- lundleikhúsið í S-Svíþjóð. í tengsl- um við lýðveldishátíðina í fyrra stóð þessi sænsk-íslenzki hópur að götuleikhússýningunni „Á valdi Goða“ í Reykjavík og á Akureyri. - Og hvers konar verkefni er þetta sem þið ætlið að ráðast í á Hornströndum? „Þetta verkefni ber yfirskriftina „Ungt fólk í Evrópu - Hvar er heildarleiklistin?" og er að nokkru leyti framhald á því sem gert var með götuleikhúsinu í fyrra. Leik- ritið fjallar um heimsókn banda- rísks ferðamanns til íslands og þau áhrif sem hann verður fyrir af ís- lenzkri náttúm. í ferðinni á Hornstrandir ætla tæplega 20 ungmenni, sem öll eru í kring um tvítugt og af mismun- andi þjóðerni, að leita innblásturs til listrænnar sköpunar með því að komast í samband við náttúm landsins. Náttúra íslands í sinni við- kvæmu og stórbrotnu fegurð vill og getur kennt listhneigðum að landslagið og augnablikið hafí eitt- hvað að segja okkur. Það er þessi reynsla sem við emm að sækja á stórbrotinn stað eins og Horn- strandir, þar sem maður upplifir náttúruna í andstæðum sínum, þar sem form og efni sýna kraftinn og hugmyndimar. - Er það aðal- markmiðið að komast í snertingu við náttúruna? „Það má segja það. Náttúran hefur svo margt að segja okkur, ef við bara beram skynbragð á að umgangast hana rétt. Sérstaklega er það mik- ilvægt fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir hvað í nátt- úranni felst, sem umlykur okkur. Margir sjá hana ekki öðra vísi en með hjálp einhverra tækja, út um bílglugga, af baki vélsleða svo dæmi séu nefnd. Þennan neyzlu- túrisma verðum við að takmarka, hann má ekki verða allsráðandi. Fyrir hvern einstakling, sérstak- lega á þeim aldri sem hópurinn er, er einstaklega mikilvægt að læra að skynja kraft náttúrannar - á hvaða árstíma sem er - og ►Guðjón Árnason er fæddur árið 1958 í Reykjavík. Hann hóf störf í garðyrkjulandbúnaði í Noregi 1977 og stundaði nám og störf á því sviði á Norður- löndum og í Þýzkalandi um sjö ára skeið. Hann lærði lífræna ræktun í Skillebyholm-ræktun- arskólanum í Jgrna í Svíþjóð á árunum 1982-84. Hann var síð- an um nokkurra ára skeið garð- yrkjusljóri á Sólheimum í Grímsnesi. Á miðju árinu 1990 stofnaði Guðjón ásamt níu öðrum fyrr- um nemum úr Rudolf-Steiner- skólum erlendis sjálfseignar- fyrirtækið Ásmegin, sem hefur séð um rekstur Waldorf-skólans í Lækjarbotnum síðan. Guðjón situr í stjórn skólans og er einn forsvarsmanna Ásmegins. • Kona Guðjóns er Kerstin Anderson, sem starfar í Lækj- arbotnaskólanum. Þau eiga þrjár dætur en Guðjón átti eina dóttur fyrir. nýta sér hann til að virkja eigin sköpunargleði og efla persónuleg- an þroska. Það er aðalmarkmiðið." - Hvað gerir hópurinn svo nán- ar tiltekið þegar á hóiminn er kom- ið? „Það er ýmist málað, sungið, lesið upphátt og leikið, farið í gönguferðir, klifrað og svo fram- vegis. Hópurinn verður á Horn- ströndum í tvær vikur en þriðju vikuna, þ.e. 17-23. júlí, verður unnið úr ferðinni og mun sú úr- vinnsla aðallega fara fram í Kópa- seli í Lækjarbotnum. í lokin verður samin skýrsla um ferðina og verkefnið í heild, sem nýtur styrks frá Evrópusamband- inu. Það er UFE (Ung- dom för Europa) sem miðlaði þessari styrk- veitingu, en UFE hefur m.a. það á stefnuskrá sinni að brúa bilið milli þjóða Evrópu, sem bezt gerist með samstarfi ungs fólks á borð við það sem við stöndum að. Með haustinu verður síðan hald- in sýning, sennilega í Hinu húsinu, þar sem listrænn afrakstur ferðar- innar í myndverkum ogtexta verð- ur til sýnis. - Með því að mæta á þá sýn- ingu geta áhugasamir fengið for- vitni sinni um starfsemi ykkar betur svaiað? _ „Einmitt. Á sýningunni mun gefast gott tækifæri til að kynnast þeim hugmyndum sem starfsemin í ferð sem þessari byggir á og hvaða afrakstri hún skilar.“ Náttúran seg- ir listhneigð- um margt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.