Morgunblaðið - 02.07.1995, Side 10

Morgunblaðið - 02.07.1995, Side 10
10 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rax VIÐ ERUM EVRÓPUÞJÓÐ Sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins er það sem * — ---------------------------- Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra setur fyrst og fremst fyrir sig þegar hugsanlega aðild íslendinga ber á góma. Aðspurður um fullveldisrök þau sem forsætis- ráðherra tíndi til í þjóðhátíðarræðu sinni segir Halldór ólíklegt að þær samrunaspár sem þar var lagt út af rætist auk þess sem við eigum þegar við fullveldis- vanda að glíma vegna samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið. Páll Þórhallsson ræddi við Halldór um Evrópumálin, endurskoðun vamarsamnings íslands og Bandaríkjanna og fískveiðideiluna við Norðmenn. UTANRÍKISRÁÐHERRA er fyrst spurður hvort sú bjartsýni sem gætti í vor, um að honum myndi ganga betur að semja við Norð- menn um fískveiðimál en forvera sínum, hefði ekki verið á rökum reist. „Það var mikill misskilningur hjá Norð- mönnum að það yrði eitthvað auðveldara að semja við mig. Ég hef ekki verið þekktur fyr- ir að fylgja ekki hagsmunum íslands eftir. En mér fínnst það taka lengri tíma að semja en ég bjóst við. Að því er varðar Barentshafið þá tel ég að það hafí heldur þokast í áttina í því máli. Norðmenn lýstu því yfír fyrir nokkr- um mánuðum að það kæmi ekki til greina að semja við okkur um réttindi í Barentshafínu. En viðræðumar núna ganga út á það hvaða rétt við eigum þar. Það er samt ekki hægt að leysa Barentshafsmálið ne'ma í samhengi við Reykjaneshrygg. Norðmenn og Rússar geta ekki reiknað með því að það gildi einhver allt önnur lögmál í Barentshafí en á Reykjanes- hrygg. Fram að þessu hafa þeir ekki verið til- búnir að líta á þessi hafsvæði með sambærileg- um hætti og á meðan er útilokað að mínu mati að ná samningum um þau mál.“ Norðmenn segja að þetta sé ekki sambæri- legt vegna þess að þorskurinn í Barentshafí sé kvótabundinn en það eigi ekki við um karf- ann á Reykjaneshrygg. „Þá vilja menn líta á mál með þeim hætti sem þeim hentar. Við erum ekki komnir jafn- Iangt í að ákveða kvóta og þeiY. En þeir hafa ákveðið þessa kvóta í Barentshafí einhliða og við getum í sjálfu sér gert það með sama hætti í samráði við Grænlendinga. Það hefur verið sett í gang vinna til að taka upp nánara sam- starf við Grænlendinga í þessu máli. Við getum í sjálfu sér gert nákvæmlega eins og Rússar og Norðmenn í Barentshafí og skipt þessu úthafí á milli strandríkjanna.“ Og stendur það fyrír dyrum núna? „Það er ekki komin niðurstaða í þeim efnum en við hljótum að stefna í sömu átt ef það verður áframhaldandi togstreita í þessu máli. Það er að mínu mati enginn munur á úthafínu sem tengist Barentshafínu og úthafínu sem tengist Reykjaneshrygg. Barentshafið er ekki innhaf. Það er fráleitt að halda því fram. Þar að auki er réttarstaða Norðmanna á Svalbarða- svæðinu mjög óljós. Það er alvarleg yfírlýsing af þeirra hálfu að rækjuveiðarnar séu lokaðar íslenskum skipum. Það hefur ekki verið settur kvóti á rækjuna. Með þessu eru Norðmenn að stíga skref sem ef til vill þvingar okkur til að leggja málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag.“ Og þá kæmi almennt til skoðunar réttar- staða Norðmanna á fiskverndarsvæðinu? „Ef svona heldur áfram þá eigum við engan annan kost. Ég hef sagt allan tímann að ég telji mjög mikilvægt að komast hjá því og málið sé leyst með samningum. Ég hef viljað líta á öll þessi mál með langtíniasjónarmið í huga. í öllum þeim viðræðum sem ég hef átt við norska utanríkisráðherrann höfum við ver- ið sammála um það grundvallaratriði að horfa til lengri tíma og að hagræðið af því eigi eftir að koma fram. Mér fínnst viðhorf hans í þeim viðræðum hafa einkennst af víðsýni.“ Hvað með veiðarnar í sumar, hvert telurðu vera hlutverk íslenskra stjórnvalda? „Okkar hlutverk hlýtur að vera að standa með okkar útgerðaraðilum. Við höfum ekki treyst okkur til að standa gegn veiðum Norð- manna og Rússa á Reykjaneshrygg. Að sjálf- sögðu krefjumst við þess að íslenskar útgerðir virði lög og reglur. Við getum ekki varið þá ef þeir fara inn í lögmæta landhelgi annarra ríkja. Ég harma það ef það er rétt að íslensk nótaskip hafi farið inn í lögsöguna við Jan Mayen. Þeir aðilar sem það gera eru eingöngu að veikja okkar samningsstöðu. En það vantar ekki að viðkomandi útgerðaraðilar gera miklar kröfur til íslenskra stjórnvalda í samningum þó að stundum fínnist mér að þeir hugsi ekki langt fram í tímann.“ Samió um síld ú grundvelli úfbreiöslu Nú mega íslendingar ekki veiða síld á Jan Mayen-svæðinu, ber það ekki vott um mistök við gerð Jan Mayen-samningsins? „Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Jan Mayen-samningurinn gerir ráð fyrir því að fleiri flökkustofnar kunni að veiðast á svæð- inu heldur en loðnan. Einnig segir þar að Norðmönnum beri að taka tillit til sérstöðu íslensks atvinnulífs og þeirrar staðreyndar að þjóðin byggir fyrst og fremst á fiskveiðum. Norðmenn verða að standa við þau fyrirheit. Það var mjög nauðsynlegt þá að ganga frá samningum um loðnustofninn. Ef við hefðum ætlað okkur að semja um síldina í leiðinni á ég ekki von á því að Jan Mayen-samningurinn hefði orðið að veruleika. Þannig að ég held að það hafí ekki verið gerð mistök.“ Hver er að þínu mati hin rétta samnings- stefna gagnvart Norðmönnum varðandi norsk- íslensku síldina? „íslendingar líta á norsk-íslenska síldar- stofninn sem íslenskan stofn þótt hann hafi ekki veiðst við ísland síðustu áratugina þar til í fyrra. Hrygningarstofninn hélt sig í sjö til átta mánuði af árinu á hafsvæðunum norður og austur af íslandi en aðeins um tvo mánuði við Noreg. Ég tel að það eigi að semja á grund- velli útbreiðslu stofnsins eins og hann var. Það má alltaf um það deila hvað hver þjóð eigi að leggja á sig. Það hlýtur að vera langtímahags- munamál allra hlutaðeigandi þjóða að stofninn komist í það ástand sem hann var í fyrir hrun- ið. Ef hann nær þeirri stærð eru yfírgnæfandi líkur á að síldin komi aftur inn í íslenska lög- sögu.“ Er eitthvað minna en jafnræði milli íslend- inga og Norðmanna ásættanlegt? „íslendingar vilja eiga aðild að stjórnun stofnsins og vera með í ráðum við ákvörðun á heildaraflakvóta. Ég er ekki tilbúinn að nefna tölur í þessu sambandi. Það hafa verið sett fram ýmis líkön í þessu sambandi og það get- ur aldrei orðið um nákvæmlega jafna skiptingu að ræða. Þetta er það flókið mál.“ Munu menn þá fyrst koma sér saman um reiknilíkan, setja svo staðreyndir inn í það og sættast á útkomuna? „Þannig gekk það fyrir sig þegar við sömd- um um loðnuna á sínum tíma. Við gengum út frá þekkingu okkar á útbreiðslu stofnsins. Það g-etur samt aldrei orðið algilt. Veiðireynsl- an skiptir einhveiju máli, nálægð þjóðanna við miðin, möguleikar þjóðanna til að nýta stofn- inn, útbreiðsla smásíldar, útbreiðsla stórsíldar, verðmæti síldarinnar í landhelgi þjóðanna, fitu- innihald og svo framvegis. Hér er um mjög marga þætti að ræða sem spila saman. Aðalatr- iðið er það að til þess að þessir þættir allir geti komið inn verður það að verða að veru-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.