Morgunblaðið - 02.07.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Pinochet
býður stjórn-
inni byrginn
Herforíngjar í Chile hafa baríst gegn þeirrí
kröfu stjómvalda að þeir sem gerðust sekir
um morð og mannréttindabrot í stjómar-
tíð hersins verði sóttir til saka. Óttast
stjómvöld að andstaða hersins við þau
hafí skaðað landið á alþjóðavettvangi
ÆTTINGJAR þeirra sem hurfu sporlaust í tíð herforingja-
stjórnarinnar í Chile krefjast upplýsinga um afdrif þeirra.
Espinosa Contreras Pinochet
ESPINOSA afplánar nú sex ára dóm fyrir að leggja á ráðin um
morð. Contreras kveðst vera of veikur til að þola fangavist.
AUGUSTO Pinochet Ug-
arte hershöfðingi í Chile
lýsti því eitt sinn yfir
að enginn myndi nokk-
urn tímann skerða hár
á höfði manna hans. Til að tryggja
það sat hann um kyrrt sem yfir-
maður chíleanska heraflans þegar
borgaraleg stjóm tók við völdum
að nýju árið 1990 og heldur vernd-
arhendi yfir mönnum sínum eins
og honum er frekast unnt. Hefur
hann gengið svo langt að Chilebú-
um er ekki lengur rótt enda getur
andstaða hersins við stjórnvöld
valdið efnahag landsins óbætan-
legu tjóni, þar sem hún rýrir traust
erlendra fjárfesta. Ymis teikn eru
þó á lofti um að herinn, með Pinoc-
het í broddi fylkingar, sé að láta
undan.
Á fimmtudag fyrir rúmri viku
var ofurstanum Pedro Espinosa
stungið bak við lás og slá en hann
og yfirmaður leynilögreglunnar,
DINA, Manuel Contreras, hlutu
fyrir skömmu sex og sjö ára fang-
elsisdóma fyrir að hafa lagt á ráð-
in um morðið á Orlando Letelier,
fyrrum utanríkisráðherra í stjórn
Salvadors Alliendes og útlægum
andstæðingi Pinochets.
Espinosa afplánar nú sex ára
dóm en Contreras verst handtöku
á herspítala í Talcahuano í suður-
hluta Chile. Kveðst hann vera syk-
ursjúkur og með of háan blóð-
þrýsting. Hann fer hvergi fyrr en
læknar á vegum stjórnvalda hafa
gengið úr skugga um hversu veik-
ur hann raunverulega er og hvort
að hann hafi heilsu til að afplána
sjö ára dóm.
Ograði stjórninni
Ástandið var lævi blandið í land-
inu er Pinochet gerði úrslitatilraun
til að koma í veg fyrir fangelsun
Espinosas. Hershöfðinginn bauð
landslögum birginn í blaðaviðtali
þar sem hann dró í efa lögmæti
úrskurðar hæstaréttar og fullyrti
að Contreras og Espinosa hefðu
ekki hlotið sanngjama málsmeð-
ferð. Þá ögraði hann ríkisstjórn-
inni með því að senda Contreras
á hersjúkrahúsið án samþykkis
yfirvalda en þar nýtur hann vernd-
ar hersins.
Stjórnmálaleiðtogar Chile
reyndu allt til þess að gera Pinoc-
het ljóst hversu mikinn skaða
efnahagur landsins kynni að bíða
vegna andstöðu hans. Sjö dagar
liðu þó áður en Espinosa var svipt-
ur foringjatign, væntanlega að
skipun Pinochets.
Contreras fer hins vegar hvergi.
í raun er hann sjálfviljugur gísl
hersins í þeim samningaviðræðum
sem fara nú fram við yfirvöld.
Herinn vill að Contreras afpláni
dóm sinn í varðhaldi hersins. Þá
vill hann að rannsókn á þeim pólit-
ísku morðum sem framin voru á
árunum 1973-1978 verði hætt.
Þeir sem ábyrgð bera á morðunum
njóta verndar laga um sakaruppg-
jöf sem herstjórnin setti er hún
var við völd.
Lýðræðislega kjörin stjórn Chile
vill hins vegar að hinir seku verði
dregnir til ábyrgðar og kýs að túlka
lögin svo að rannsaka verði ásakan-
ir um morð áður en málunum verði
lokið. Neitar stjómin að semja við
herinn fyrr en að herforingjarnir
verða báðir komnir bak við lás og
slá.
Eftirgjöf hersins
Sú ákvörðun að afhenda yfir-
völdum Espinosa er fyrsta merki
þess að herinn kunni að gefa eftir
í baráttunni við stjórnvöld. Stjórn-
inni var stórum létt en hún hafði
óttast að Pinochet hefði ef til vill
ekki fulla stjórn á mönnum sínum
og að hætta væri á uppreisri innan
hersins og valdaráni. Mikil
óánægja er innan hersins með lág
laun og litlar framavonir.
Hinn strangi agi sem ríkir í her
Chile og virðingin fyrir yfirmönn-
um kom í veg fyrir uppreisn, þrátt
fyrir að Pinochet þyrfti að beita
öllum ráðum til að halda aftur af
sínum mönnum. Segja stjórnvöld
að árásir hans á dómstóla og ríkis-
stjórn hafi aðeins verið ætlaðar til
þess að róa foringja í hernum,
Pinochet hafi ekki ætlað að ögra
stjómvöldum.
Fyrstu málin gegn hernum
Contreras og Espinosa eru
fyrstu hermennirnir sem sóttir eru
til saka fyrir mannréttindabrot.
Mál þeirra fór fyrir dóm vegna
þrýstings frá bandarískum yfir-
völdum en Letelier lét lífið í bíl-
sprengju í Washington ásamt
bandarískum aðstoðarmanni sín-
um, Ronnie Moffit, árið 1976.
Bandaríkjamaður og nokkrir kúb-
verskir útlagar voru á sínum tíma
dæmdir fyrir tilræðið en þeir sem
rannsökuðu málið kváðust þess
fullvissir að leyniþjónusta Chile,
DINA, hefði staðið að baki því.
Málið var tekið upp í Chile árið
1993, sautján árum eftir morðið.
Réttarhöldin drógust á langinn en
30. maí sl. voru Contreras og
Espinosa dæmdir fyrir að hafa
lagt á ráðin um morðið. Eiga þeir
að afplána dóminn í Punta Peuco,
nýju fangelsi sem byggt var til
að hýsa þá sem hljóta dóma fyrir
mannréttindabrot. Verða Contre-
ras og Espinosa fyrstu fangarnir.
Dómurinn yfir foringjunum
tveimur varð hernum mikið áfall.
Þar á bæ er litið á hann sem
dæmi um vanþakklæti almennings
með 17 ára stjórnartíð hersins,
þrátt fyrir að herstjórnin segi að
tekist hafi að koma á lögum og
reglu í landinu, endurreisa efna-
haginn og að síðustu að efna til
lýðræðislegra kosninga. Þá var
Contreras og Espinosa illa brugð-
ið. „Herinn, sem ég þjónaði í 46
ár, hefur svikið mig,“ sagði Espin-
osa.
Herinn valdamikill
Atburðir síðustu vikna hafa
minnt almenning í Chile á hversu
miklu herinn ræður enn. Sam-
kvæmt stjórnarskránni hefur for-
setinn ekki vald til þess að reka
foringja í hernum. Fuiltrúar hers-
ins eiga fjögur sæti í öldungadeild
þingsins og helmingur öryggisráðs
landsins er skipað herforingjum.
Þá þiggja þeir ekki laun sín beint
frá ríkinu, heldur rennur 10% af
hagnaði koparnáma ríkisins til
hersins. \
Herinn berst hatrammri baráttu
gegn öllum breytingum á stjómar-
skránni, sem kynnu að verða til
þess að farið yrði í saumana á
mannréttindabrotum sem framin
voru á valdatíma hans. Stjórnvöld,
sér í lagi vinstri flokkarnir, em
hins vegar harðákveðin í því að
láta þessi mál ekki liggja í þagnar-
gildi. Hafa þau lagt hart að hernum
að upplýsa almenning um örlög um
900 pólitískra fanga sem „hurfu“
úr varðhaldi og ekkert hefur spurst
til.
Stórt skref afturábak
Átök hers og stjórnvalda er al-
varlegasta hættan sem steðjað
hefur að stjórn Eduardos Frei, frá
því að hún tók við völdum árið
1990. „Þessi átök hafa orðið til
þess að staða landsins á alþjóða-
vettvangi hefur beðið mikinn
hnekki,“ segir Alejandro Foxley,
formaður Kristilegra demókrata.
Ekki er talið að þau verði til þess
að fresta inngöngu Chile í Fríversl-
unarbandalag Norður-Ameríku
(NAFTA) en það er engu að síður
ljóst að glímunni við skugga fortíð-
arinnar er hvergi nærri lokið.
• ByggJ 4 The Economist og Time.
Lokaó mánudag og þríðjudag,
iltsalan hpfst
miðvikudaginn 5. jiílí