Morgunblaðið - 02.07.1995, Page 14
14 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sumartónleikaröð Hallgrímskirkju að hefjast í þriðja sinn
ORGELLEIKARARNIR sem leika á tónleikunum í kvöld. Morgunbiaðið/Þorkeii
ORGELTÓNLEIKARÖÐIN Sum-
arkvöld við orgelið hefst þessa
helgi í Hallgrímskirkju. Þetta er
þriðja sumarið í röð sem Hall-
grímskirkja og Listvinafélag
Hallgrímskirkju efna til sumar-
tónleika. Á sunnudagskvöldum í
júlí og ágúst eru haldnir orgel-
tónleikar og hefjast þeir kl.
20.30. Aðgangseyrir er 800 kr.
en 500 kr. fyrir lífeyrisþega,
námsmenn og félaga Listvinafé-
lags Hallgrímskirkju. Þá er líka
leikin orgeltónlist í hádeginu á
fimmtudögum og laugardögum
og er aðgangur þá ókeypis.
Um er að ræða sjö orgeltón-
leika, eina tónleika með trompet-
um og orgeli, eina kórtónleika
og 17 sinnum verður orgelleikur
í hádeginu. Þá verða einir auka-
tónleikar þriðjudaginn 4. júlí, þar
sem danski kórinn Vokalerne
syngur undir stjórn Mogens Hel-
mer Petersen.
Á tónleikunum koma fram 7
orgelleikarar, 6 orgelnemendur
og tveir trompetleikarar auk
kóranna.
Efnisskrá tónleikanna er nyög
fjölbreytt en mest ber þar á verk-
um tónskálda 19. aldarinnar, vel
þekktum tónskáldum orgeltón-
listar eins og Guilmant, Widor,
Vierne og Reger. Auk þess verð-
ur boðið upp á tónverk sem sjald-
an eða aldrei hafa heyrst hér á
íslandi eftir Schoenberg, Nielsen
„Sumar-
kvöld við
orgelið“
og Lubrich . Af verkum tón-
skálda 20. aldar má nefna Um-
myndun Krists eftir franska tón-
skáldið Edouard Andres og
Dauðadans Hamborgar og Potsd-
am, forleikur eftir þá Guy Bovet
og Barry Ferguson
Um verslunarmannahelgina
verður brugðið út af hefðinni því
þá syngur Madrígalakór Heidel-
bergs í Þýskalandi. Með kórnum
syngur Margrét Bóasdóttir sópr-
an einsöng.
Um síðustu tónleikana, 27.
ágúst, má segja að þeir séu hefð-
bundnir að því leyti að þar leiða
saman hesta sína í þriðja sinn
trompetleikaramir Ásgeir Her-
mann Steingrímsson og Eiríkur
Örn Pálsson og Hörður Áskels-
son organisti Hallgrimskirkju og
ljúka þriðju tónleikaröðinni
„Sumarkvöld við orgelið“.
Couperin á fyrstu
sumartónleikunum
Fyrstu tónleikar tónleikarað-
arinnar verða sunnudaginn 2.
júlí kl. 20.30. Þar leika orgelnem-
endur Harðar Áskelssonar, org-
anista Hallgrímskirkju, og skipta
með sér 21 þætti í stórri orgel-
messu eftir franska tónskáldið
Francois Couperin.
Það em þau Bjarni Þór Jóna-
tansson, Douglas A. Brotchie,
Guðjón Halldór Óskarsson, Guð-
mundur Sigurðsson, Hrönn
Helgadóttir og Jóhann Bjarna-
son sem Ieika, en i mars tóku þau
þátt í námskeiði sem þýski orgel-
leikarinn Hans-Dieter Möjler
hélt í samvinnu við Hörð Áskels-
son, kennara þeirra, þar sem
þetta verk var aðalviðfangsefnið.
Couperin var aðeins 21 árs
þegar hann hafði lokið við orgel-
messurnar tvær en þær voru
gefnar út árið 1690. Verkið er
skrifað í vixlsöngsstíl þar sem
orgelið yfirtekur hlutverk safn-
aðar og spilar hugleiðingar um
messutextann á móti þeim vers-
um sem presturinn syngur.
Næstu
tónleikar
Kammerkórinn „Vocalerne"
syngur þriðjudaginn 4. júlí kl.
20.30. Fimmtudaginn 6. júlí og
laugardaginn 8. júlí verða hádeg-
istónleikar og sunnudaginn 9.
júlí leikur Lothar Knappe verk
eftir ýmsa höfunda kl. 20.30.
Guðrún
sýnir í
Osló
SÝNING á verkum Guðrúnar
Gunnarsdóttur myndlistar-
manns stendur þessa dagana
yfir í sýningarsal norskra
textíllistamanna á Konungs-
gaten 2 í Osló.
Á sýningunni eru ofín vegg-
teppi og vírskúlptúrar. Sýning-
in er haldin í boði norskra text-
íllistamanna í tilefni norræna
myndlistarársins 1995.
Þetta er ellefta einkasýning
Guðrúnar, en hún hefur auk
þess tekið þátt í fjölda samsýn-
inga á íslandi og erlendis.
Guðrún á einnig fimm ofin
veggteppi á sjöunda norræna
textílþríæringnum, en sú sýn-
ing er sett upp á öllum Norður-
löndunum og er um þessar
mundir í Liljevalchs Konsthall
í Stokkhólmi.
Sýningin stendur til 9. júlí.
FRÁ opnuninni í Osló.
F
fyrir félagsheimili, samkomu
staði, hótel eða hvar sem er.
<Uen&
húsgögn
Ármúla 44, Reykjavík, sími 553 2035,
Til afgreiðslu
strax.
Nýjar
geisla-
plötur
• HUÓMPLÖTUÚTGÁFAN
Fimmund sf. hefur gefið út
geislaplötuna Römm er sú
taug með hljómsveitinni Is-
landicu.
Hljómsveitina skipa; Gísli
Helgason, Guðmundur Bene-
diktsson, Herdís Hallvarðs-
dóttir og Ingi Gunnar Jó-
hannsson. Auk þess koma
fleiri hljóðfæraleikarar við
sögu. Þetta er annar geisla-
diskur hljómsveitarinnar, en
sá fyrri Rammíslensk kom
út árið 1990 og hefur verið
settur á alþjóðamarkað.
Á nýja geisladiskinum eru
alls 20 lög og spanna þau og
textamir tímabilið frá 10. öld
og allt fram á þennan dag.
Lögin eru þekkt alþýðu- og
þjóðlög. Einnig er að fínna lög
eftir Pál Ísólfsson, Áma Thor-
steinsson, Emil Thoroddsen,_
Magnús Eiríksson og fleiri.
Ljóðskáldin á plötunni eru til
dæmis Egill Skalla-Grímsson,
Jónas Hallgrímsson, Páll
Jónsson, Davíð Stefánsson og
Hallgrímur Pétursson. Með
diskinum fylgir bæklingur á
þremur tungumálum.
Nýjar bækur
Dagar
Þórarins
ÚT ER komin ljóðabókin Dagar eftir
Þórarin Guðmundsson. Áður á árinu
kom út eftir sama höfund ljóðabókin
Ljós og skuggar.
í kynningu seg-
ir: „Efni Dags er
margvíslegt.
Greina má næma
tilfinningu fyrir
litum og fegurð. í
mörgum ljóðanna
kemur fram að-
dáun á sköpunar-
verkinu hvort sem
það birtist í persónum, blómum, list-
um eða dægra- og árstíðaskiptum.
Vegferð mannsins með áhyggjum
sínum, gleði og hamingu eru gerð
skil í ljóðunum. Tæpt er á samspili
dulúðar og drauma.“
Höfundur gefur bókina út. Bókin
er 88 bls. 62 Ijóð. Um prentun og
frágang sá Offsetstofan á Akureyri.
Káputeikningu gerði Gígja Þórarins-
dóttir myndlistarkona. Bókin kostar
1.300 krónur.
• INDÆLA Reykjavík — 6göngu-
leiðir um Þingholtin og sunnanvert
Skólavörðuholt eftir Guðjón Frið-
riksson sagn-
fræðing og rit-
höfund er komin
út. Þar er fjallað
um sögu og
mannlíf hverfís-
ins, menningu,
byggingarlist,
gróður og garða.
Þetta er leið-
sögubók um gró-
in hverfi höfuðborgarinnar, þar sem
nánast hvert hús á sína sögu eða
hefur sérkenni sem vert er að skoða.
Mikill fjöldi mynda er í bókinni.
í kynningu segir: „Hér er ítarlega
lýst sex gönguleiðum um Þingholtin
og Skólavörðuholtið og ber margt
fyrir augu: Stórhýsi og skipstjóravill-
ur, steinbæi og falin bakhýsi, torg
og sund, gróskumikla garða, sér-
-kennileg tré ... Saga húsagerðarlist-
ar í hverfínu er rakin og athygli les-
andans beint að margvíslcgum smá-
atriðum og sérkennum í stíl þeirra
húsa sem verða á vegi. Sagt er frá
íbúum hverfísins fyrr og nú og koma
þar margir við sögu, prestar og ösku-
karlar, skáld og sjómenn, kaup-
mannsekkjur og listakonur, kynlegir
kvistir og stórbokkar. Rifjaðar eru
upp frásagnir af litríku mannlífí og
menningu fyrri ára. Sérstök áhersla
er lögð á gróður og umhverfi og at-
hygli vakin á fögrum görðurfi og
merkilegum tijám, sem víða er að
fir.na í hverfinu."
Bókina prýða myndir af flestum
húsanna sem þar er sagt frá og auka
þær mjög gildi hennar sem leiðsögu-
bókar. Myndii-nar tók Valdimar
Sverrisson.
Útgefandi er Bókaútgáfan Iðunn.
Bókin er 161 bls. að stærð, prentuð
íPrentbæhf. Verð 2.880 krónur.
• ÚT er komin bókin „Húsasaga
Seyðisfjarðarkaupstaðar“ eftir
Þóru Guðmundsdóttur. Þóra er
fædd á Seyðisfirði
árið 1953. Hún
hefur farið víða,
en heimili hennar
hefur alltaf staðið
traustum fótum á
Seyðisfírði, þar
sem hún hefur
jafnframt arki-
tektastörfum rek-
ið gistiheimili.
Strax á unglingsárum kviknaði áhugi
hennar á gömlu byggðinni á Seyðis-
fírði og hefur hún verið baráttukona
fyrir varðveislu hennar síðan.
Á Seyðisfírði er að finna fjölbreytt
safn gamalla húsa og ber þar mest
á timburhúsum sem mörg hver voru
flutt tilhöggvin frá Noregi. Síðustu
ár hefur átt sér stað á Seyðisfirði
umræða um húsavernd og áhugi fyr-
ir því að varðveita eitthvað af gömlu
byggðinni fer vaxandi meðal bæj-
arbúa.
Bókin ergefín út í tilefni af 100
ára afmæli bæjarins og útgefandi er
Safnastofnun Austurlands og bæjar-
sjóður Seyðisfjarðar. ísafoldarprent-
smiðja sá um prentun ogFlatey hf.
um bókband. Bókin er 464 bls.