Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 17

Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ V V i Í i i Í i i i i i i : i i i I i & I I straumsins mest fyrir sunnan- og vestanverðu landinu. Það er mikill eðlisþyngdarmunur á hlýsjó og kaldsjó og Björn lýsir þvi þannig, að eftir því sem kaldsjórinn, eða sval- sjórinn eins og hann vildi fremur kalla hann, nær yfirhöndinni „þá breytist krafturinn í vélinni. Hún hægir á sér. Þegar andstæðumar minnka, þá minnkar líka krafturinn sem heldur maskínunni gangandi. Líkön sýna að þá hækkar vetrarhiti og breytingar allar á norðurslóðum magnast, einkum á þann hátt að hlýnun verður meiri. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það myndi hlýna hér á landi við slíkar breytingar. Á einstökum svæðum gæti breytingin orðið á þveröfugan veg og er sú afturvirkni ekki að fullu skilin." Er að hægja á maskínunni okkar? „Svend Aage Malmberg haffræð- ingur hefur mælt Irmingerstrauminn og hann lýsir því þannig að það hafi „slaknað á honum“. Þar á hann við að áhrifa hans gætir minna . Það er hægt að ímynda sér að kólnun í hlýstraum okkar valdi því að lægðar- kerfí fara síður beint yfír landið, fremur austan við það. Það olli því t.d. síðasta vetur að þrálátar kaldar norðanáttir heijuðu með óvenjulega mikilli úrkomu á norðanvert landið. Menn telja að svalsjórinn fyrir Norð- urlandi stafí einmitt m.a. af þessum þrálátu norðlægu áttum þannig að þarna er augljóst samhengi á milli. Þessi breyting á lægðagangi veldur því einnig að úrkoma Sunnanlands- og Vestan hefur dregist talsvert sam- an. Hvað veldur þessari breytingu á Irmingerstraumnum er ekki auðsvar- að. Golfstraumurinn bytjar nærri miðbaug og þar kvikna einnig lægð- imar sem þeytast norður í höf. Vindafar setur ekki síður upp strauma en eðlislyngd einstakra sjó- gerða. Það hefur orðið einhver breyt- ing á sjógerðunum og yfírborðshita- stigi þarna við miðbaug sem hefur haft áhrif á Golfstrauminn og lægða- sveiminn." Hvað er fram undan? Hvað þarf að breytast til þess að Golfstraumurinn og þá Irminger- straumurinn nái aftur yfirhöndinni á íslandsmiðum? „Það er umhugsunarefni. Það gæti verið nóg að það kólnaði á norð- urslóðum. Þá myndi aukið streymi færa allt veðurkerfíð norðar aftur. Eins og ég sagði áður, þá segir reynslan okkur að þessar sveiflur eiga það til að leiðrétta sig. Við höf- um dæmi þess að kólnað hafí með líkum hætti áður og hefur það jafnan staðið í einhver ár. Kólnunin sem ég nefndi að gæti verið forsenda fyrir nýrri hlýnun gæti komið í kjölfarið á nokkurra ára kuldakasti. í þessu sambandi má ekki gleyma, að mælingar eru af skornum skammti og varla hægt að segja að við höfum nóg til að byggja á. Mæl- ingar þær sem við höfum í höndunum byija við svokallaða „Litlu ísöld“ í byijun 20 aidarinnar. Á þessu tíma- bili var hlýjast í kring um 1930 og er talað um hlýskeið fram til ársins 1960, en síðan hefur kólnað þegar á heildina er litið. Enn komum við að þeim veruleika að íslendingar verða að vera beinir þátttakendur í alþjóð- legum rannsóknum." En hvað með spár um meiri kóln- un strauma, hafís og hrun físki- stofna? „Þessum hlutum er hægt að velta endalaust fyrir sér, því náttúran er stöðugt að valda sjálfri sér áreiti. Eldgos eða röskun á hefðbundnum lægðagangi getur gert mun stærri staðbundin útslög heldur en einhver gróðurhúsaáhrif af mannlegum toga á stórum skala. Dómsdagskenningar á þessu stigi málsins eiga því ekki við og fráleitt að umræðan sé á slíku plani. Hins vegar verður að horfa á stað- reyndir. Það er ein grundvallarspurn- ing sem hér er á ferðinni: Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á haf- straumabreytingar í Norður Atiants- hafí? Á næstu áratugum fæst von- andi úr því skorið og þúsundum millj- ónum dollara verður varið til þeirra rannsókna sem verða margþættar og fjölþjóðlegar. Vonandi bera ís- lendingar gæfu til þess að marka sér stefnu í þessum málum þannig að þeir geti verið virkir þátttakendur í þessum rannsóknum ,“ segir Björn Erlingsson. Grand Cherokee Laredo árg. '95 V-8 vél 220 hp - Uphækkaður á 31“ dekkjum - lúxus innrétting - fullkomin Infinity hljómflutningstæki - þjófavarnakerfi - ABS læsivörn og diskabrems- ur á öllum hjólum - líknarbelgur í stýri - veltistýri og hraðastillir - rafdrifnar rúður - upphitaðir útispeglar - fjarstýrðar samlæsingar á hurðum - ásamt þeim búnaði er prýðir Grand Cherokee Laredo. Verð aðeins kr. 3.850.000 Uppl. í síma l587-0-l587 _________Vagnhöfða 23, sími 587-0-587 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 17 Pullhonilega frjáís I M eð Freeway 450 frá simdnsen Lótasxór vasatetsttTO og bWasM Vjrá \s\ensWa \aís\n\aWert\ó 450\ Steráui,\óWÍK 09 meótæráegvK VAatgtt'pæ9'teQÍ" rácjtráetet UQtsWhQttttutt 09 JapöttsV. 9æöa\tam\e\ös\a Kvnráuipét Vostma S Íífel Síöumúla 37- 108 Reykjavík S. 91-687570 - Fax.91-687447 Góður pappír til endurvinnslu TILBOÐSASKJA MEÐ HYDRATIVE FRÁ LANCÓME Við bjóðum þér einstakt tilboð á næsta Lancome útsölustað: TILBOÐSÖSKJU MEÐ HYDRATIVE RAKAKREMI. í öskjunni færðu hreinsimjólk sem hreinsar, andlitsvatn sem frískar og Hydrative rakagefandi dagkrem. Einstakt verð — mjög mikill afsláttur miðað við venjulega vöru. Einnig bjóðum við öskju með Clarifiance geli 75 ml, Clarifiance tonique 100 ml, Hydrative 30 ml. ÞU GETUR TREYST FAGOR FAGOR ^ ÞVOTTAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLAR OG ELDUNARTÆKI Á EINSTÖKU VERÐI RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 568 58Ó8 FAGOR S-23N Kælir: 212 I - Frystir: 16 I HxBxD: 122x55x57 cm Innbyggt frýstlhólf Stgr.kr. FAGOR D-32R Kælir: 282 I - Frystir: 78 I HxBxD: 171x60x57 cm Stgr-kr. 54.800 FAGOR C31R - 2 pressur Kælir: 270 I - Frystlr: 110 I HxBxD: 170x60x57 cm Tvöfalt kælikerfl Stgr.kr. Ij'y ^ 800

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.