Morgunblaðið - 02.07.1995, Side 22

Morgunblaðið - 02.07.1995, Side 22
22 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Snemma í júní fóru fram kosn- ingar til fylkisþings í Ont- ariofylki í Kanada. Þær vöktu sérstaka athygli vegna þess, að íhaldsflokkurinn í fylkinu gekk til kosninga undir forystu nýs leiðtoga, sem boðaði mikla skatta- lækkun og samdrátt í opinberum útgjöldum. Með þessi baráttumál vann flokkurinn stórsigur í fylkis- kosningunum. Á sl. hausti unnu repúblikanar mikinn sigur í þingkosningum í Bandaríkjunum er þeir fengu meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Eitt helzta bar- áttumál þeirra var mikil skatta- lækkun og hallalaus fjárlög bandaríska ríkisins. Samhliða hefur verið áð byggjast upp 'víð- tæk grasrótarhreyfing í Banda- ríkjunum, sem krefst nánast bylt- ingar í skattamálum, þ.e. rót- tækra breytinga á skattakerfinu og mikillar skattalækkunar sam- fara niðurskurði opinberra út- gjalda. Þingmenn hafa lagt fram ýms- ar tillögur um breytingar á banda- ríska skattakerfinu, sem m.a. byggjast á því að útrýma nær öllum frádráttarliðum, sem eru ótalmargir og taka upp einn ein- faldan flatan 20% skatt. Því er nú spáð, að þessi skattabylting geti jafnvel orðið að veruleika í Bandaríkjunum á næstu tveimur árum. Nú stendur yfir leiðtogakjör í brezka íhaldsflokknum. John Redwood, sem hefur boðið sig fram gegn forsætisráðherranum hefur gert það að helzta stefnu- máli sínu að lækka skattabyrði brezkra skattgreiðenda nú þegar um 5 milijarða sterlingspunda. Þau þrjú dæmi, sem hér hafa verið nefnd eru augljós vísbending um, að almenningur í Bandaríkj- unum, Bretlandi og Kanada unir ekki lengur mikilli skattabyrði. Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þótt því sé haldið fram, að skatt- arnir gangi til þess að greiða nauðsynlega þjónustu nútíma- þjóðfélags blasir við gríðaríeg sóun almannafjár, hvert sem litið er. Stjórnmálamennirnir nota peningana m.a. til þess að kaupa sér vinsældir og fylgi auk þess sem lítið aðhald er í hinu opinbera kerfi og gildir þá einu til hvaða ríkis er horft. Þessi þróun er umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga. Á undan- förnum kreppuárum hefur skatta- byrðin aukizt mikið. Að vísu hafa stjórnmálamennirnir haldið því fram, að nettó-skattabyrðin hafi ekki aukizt heldur hafi orðið til- færsla innan skattakerfisins, skattar hækkað á einstaklingum en lækkað á fyrirtækjum. Ekki fer á milli mála, að þeir einstak- lingar, sem á annað borð greiða skatta finna það glöggt að skattar hafa hækkað umtalsvert. Með batnandi þjóðarhag má búast við, að krafan um lækkun skatta hér eins og annars staðar verði hávær. Jafnframt má búast við, að krafan um mun víðtækari niðurskurð opinberra útgjalda, en orðið hefur, verði einnig hávær- ari. Hér eins og annars staðar blasir sóun í opinbera kerfinu við. Hér eins og annars staðar eru stjórnmálamenn að kaupa sér vin- sældir og atkvæði með peningum skattgreiðenda og hafa lengi gert. Starfsmenn fyrirtækja vilja ekki vinna yfirvinnu umfram ákveðið mark vegna þess, að meirihluti viðbótartekna fer í skatta. Þessi skattaáþján er byij- uð að takmarka mjög umsvif fyr- irtækja m.a. í sjávarútvegi. Fisk- vinnslufyrirtæki, sem leita t.d. eftir því við starfsmenn sína að þeir vinni eftirvinnu á laugardög- um til að bjarga verðmætum mæta áhugaleysi vegna skatt- anna. Það er ekki ólíklegt að sú skattalækkunarbylgja, sem nú gengur yfír Bandaríkin, Kanada og Bretland nái hingað vegna þess hve skattar eru háir hér. ATVINNU- LEYSIS- SKAPANDI VERKEFNI Aundanförnum kreppuárum hefur atvinnuleysi aukizt mjög. Ríki og sveitarfélög hafa sett upp svonefnd atvinnuskap- andi verkefni, sem m.a. eiga um- talsverðan þátt í því, að halla- rekstur sveitarfélaganna hefur verið gífurlegur á síðustu árum, sem aftur á þátt í að hækka vexti. Kostnaður við þessi at- vinnuskapandi verkefni er að sjálfsögðu greiddur með almanna- fé. Peningarnir koma hvergi ann- ars staðar frá en úr vösum skatt- greiðenda. Hvað felst í millifærslu af þessu tagi? Að leggja með einum eða öðrum hætti álögur á einstaklinga og fyrirtæki til að afla fjár til að „skapa atvinnu"? Þetta er auðvit- að gamaldags millifærslukerfi, þar sem stjórnmálamennirnir sækja peninga til skattgreiðenda til útgjalda, sem þeir telja sjálfum sér og öðrum trú um að leysi ein- hvern vanda. En þessi millifærsla hefur engan vanda leyst. Atvinnu- leysið hefur ekki minnkað að nokkru ráði þrátt fyrir hin „at- vinnuskapandi verkefni" á vegum opinberra aðila. Og hvers vegna ekki? Vegna þess að sömu peningarn- ir hefðu nýtzt betur með öðrum hætti til að auka umsvif og at- vinnu. Einstaklingar hefðu notað peningana, sem teknir hafa verið af þeim í skatta, annað hvort í neyzlu, sem hefði skapað aukin umsvif í verzlun og þjónustu, eða í sparnað, sem hefði orðið að lánsfé á lægri vöxtum til atvinnu- fyrirtækja, sem hefðu notað pen- ingana í framkvæmdir. Fyrirtæk- in hefðu notað þessa sömu pen- inga með sama hætti í aukin umsvif eða fjárfestingar. Munurinn er sá, að peningarnir hefðu nýtzt betur til þessara þarfa í höndum einstaklinganna og fyr- irtækjanna heldur en með milli- færslu opinberra aðila. Þess vegna hníga mörg rök að því að hin „atvinnuskapandi" verkefni séu í raun „atvinnuleysisskap- andi“ verkefni. VIÐTÆK KRAFA UM SKATTALÆKKUN ÞEGAR HELVÍTI ER að baki komu þau skáldin að fjalli hreinsunareldsins (Purgatorio). Á því eru sjö mismunandi hjallar sem samsvara hinum sjö höfuðsyndum og efst er Eden. Dante og Virgill fara upp flallið og er þeir koma upp á fjalls- brúnina blasir Eden, hin jarðneska paradís, við þeim. Þar skilja leiðir því Virgill má ekki fylgja Dante lengra. Fer Dante því einn áfram. Hann kemur að fljóti nokkru sem hann kemst ekki yfir. Birtist þá kona á hinum bakka fljótsins. Er það Matthildur, ímynd hinnar guð- legu náðar. Fellur fljótið í tveimur kvíslum. Önnur er óminnislænan Leþe, en hin hugrekkiselfurin Evnoe. Gleyma þeir sem drekka úr Leþe öllum syndum sínum og hugsa aðeins um hið góða, en þeir sem drekka úr Evnoe fyllast hugdirfzku til allra góðra hluta. Allt í einu kemur Dante auga í Beatrísu, æskuást sína, og þarmeð byija Paradísarljóðin (Paradiso). Flytur Matthildur hann yfír ána og þau Beatrísa fara saman í gegnum hin níu himinhvel sem umlykja jörðina. En á níunda hveli birtist „hin mjallahvíta himinrós", sem er sam- félag englanna og hinna Guðs út- völdu. Herskarar himnanna stíga þar dans í kringum náðarsól Drottins sem er þrefaldur geisla- baugur. Telur skáldið geislabauginn heilaga þrenningu. Og þegar hann virðir dásemd hennar fyrir sér er engu líkara en sú reynsla sem hann hefur hlotið á langri torsóttri leið staðfesti þá ósk- hyggju æsku hans að guðleg ást sem verður einskonar hugsjón Dantes í kvæðinu sé alfa og omega þess eilífa lífs sem hann þráir öðru fremur. Það er augljóst að mikið er af táknum og táknfræði í Hinum guð- dómlega gleðileik. Það er mikið lagt uppúr tölum, til að mynda er talan þrír mikilvæg; þrír kaflar, þijár braglínur, þijú erindi; þríeinn guð og fleiri töiur koma þar við sögu. Miðaldahöfundar lögðu nokkuð mikið uppúr slíkum tölutáknum en sjálfur sagði Dante í II Convivio að lesa ætti texta bókstaflega, sem táknsögu, sem siðfræðirit, og sem skýringu á hinni dulrænu sjón til sköpunarverks guðs sem heildar; hvemig allt fléttast saman í eina heild en vegna syndar mannsins hefði þessi sjón verið skert. Og það liggur ekki fyrir manninum að kom- ast að hinum eilífa eða endanlega sannleika. Skáldið leggur ekki ein- ungis upp í þessa ferð til að kynn- ast lífi og dauða heldur einnig - og þá ekki sízt - til að kynnast sjálfum sér og þeirri veröld sem hann lifir og hrærist í. Á ferðalag- inu kannar hann aðrar veraldir til þess að geta dregið ályktanir af þeim í sínu eigin umhverfi. Þegar á líður ferðina hefur hann lært ótal hluti sem hann kunni ekki skil á áður. Ferðalagið varpar ekki sízt ljósi á syndina (helvíti), iðmnina (hreinsunareldur) og frelsun (himnaríki eða paradís). Þannig hefur hinn Guðdómlegi gleðileikur einnig átt að vera tæki til þess að kenna lesendum hvemig menn eiga að lifa eða öllu heldur: hvernig þeir eiga ekki að lifa. Siðfræðin er þann- ig mikilvægur þáttur verksins. En fyrst og síðast á ljóðaflokkurinn að vera einskonar táknsaga um af- stöðu mannsins til guðs og hvemig hann á að hegða sér í iífí sínu til að ná þeim markmiðum sem mann- inum eru sæmandi og leiða til frið- ar og velsældar. Það hefur ávallt verið öllum mönnum erfitt hlutverk, ekki sízt skáldum og listamönnum, að fuil- nægja siðferðiskröfum kirkjunnar og ekki hafa allir átt auðvelt með að skilgreina synd, en Dante hlítir að sjálfsögðu siðalögmálum kaþólskrar miðaldakirkju. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjcdl Davíð Ólafs- DAVÍÐS ÓLAFS- sonar verður fyrst og síðast minnzt SOIl vegna afskipta hans af sjávarút- vegsmálum. Á þeim vettvangi skilaði hann miklu og farsælu starfi og verður til þess vitnað þegar hans verður getið. Hann átti einatt mikið og heilladijúgt samstarf við Morgunblaðið vegna þessara starfa sinna á vettvangi sjávarútvegsins en það var ekki síður hollt að leita tíl hans, svo ráða- góður sem hann var í harðri baráttu kalda stríðsins gegn alþjóðakommúnisma, enda hafði hann margt til málanna að leggja og var í framvarðasveit þeirra sem mörk- uðu þá stefnu sem heilladrýgst hefur orð- ið; að leita samstarfs við lýðræðisþjóðir Vesturlanda og þá ekki sízt með aðild að Atlantshafsbandalaginu og varnar- og ör- yggisstefnu hér á landi. Hann var náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar og skrifaði um hafréttarráðstefnuna 1960 í bókinni um Bjama. Og það var áreiðan- lega engin tilviljun að hann var kallaður til stjórnarstarfa í Almenna bókafélaginu þegar borgaraleg öfl í þjóðfélaginu tóku höndum saman um stofnun þessa mikil- væga bókafélags sem var einskonar andóf á erfíðum tímum gegn öflugu starfi vinstri manna á þeim vettvangi. Davíð hafði mik- inn áhuga á bókum og bókaútgáfu og fylgdist vel með í þeim efnum. Þótt starfs- svið hans væri sjórinn og athafnalíf tengt honum hvarflaði hugur Davíðs einatt að fagurbókmenntum og á þeim hafði hann meiri áhuga en almennt var vitað. Hann fylgdist rækilega með skáldskap og las þá ekki sízt þær ljóðabækur sem Almenna bókafélagið gaf út og gladdist af heilum hug yfir þeirri ljóðlist, ekki sízt ungra skálda, sem féll honum í geð og opnaði honum nýja sýn á líf mannsins og um- hverfi. Allt var þetta tengt áhuga hans á landinu sjálfu enda var hann mikill nátt- úruunnandi og var bundinn umhverfi sínu og landi sterkum og óijúfandi böndum. Það var ekki heldur nein tilviljun að hann varð forseti Ferðafélags íslands 1977, svo ríka þörf sem hann hafði fyrir að kanna ókunnar slóðir og upplifa ný ævintýri og óvænta gleði á ótal ferðum sínum um byggðar sveitir og öræfaauðnir. Davíð Ólafsson átti ekki sízt náið sam- starf við Ólaf Thors vegna þekkingar sinn- ar og starfa að sjávarútvegsmálum og var náinn ráðgjafi hans í þeim efnum. Hann var í fylgdarliði Ólafs Thors til Lundúna á sínum tíma ásamt Hans G. Andersen en þeir voru honum þá til ráðuneytis í við- ræðum við brezku stjómina um landhelgis- mál í Lundúnum eins og tíundað er í Ólafs sögu, en sjálfur skrifaði Davíð einnig ýmislegt um útfærslu fiskveiðilögsögunnar og var það allt gert af mikilli þekkingu og einstakri nákvæmni. Ólafur hafði ekki sízt góðan stuðning af samstarfínu við Davíð Ólafsson og mat mikils ráð hans og afstöðu. Sjálfur skrifaði Davíð Ólafs- son, þá seðlabankastjóri, merkan kafla í Bókina um Pétur Ottesen sem Skuggsjá gaf út 1969. Þar lýsir hann forystu Péturs í útfærslu lögsögunnar á árunum fyrir 1950 og minnist þess sérstaklega hve Pétur hafí fagnað því „þegar allar drag- nótaveiðar voru raunverulega bannaðar með útfærsiu fiskveiðilandhelginnar árið 1952, þegar öllum flóum og fjörðum var lokað fyrir botnvörpu- og dragnótaveið- um“. Það var engin tilviljun að Davíð Ólafs- son skrifaði um Pétur Ottesen, áhugamál þeirra í þessum efnum fóru saman og enginn fagnaði því meir en Davíð hvernig íslendingum tókst að friða fiskveiðilögsögu sína og endurheimta úr höndum útlend- inga. En hann var varkár maður og kurt- eis og lagði ævinlega áherzlu á samninga- leiðina; taldi hana heilladrýgsta og örugg- asta til frambúðar. Á þeim árum var margs að gæta og þá ekki sízt nauðsynlegt að ná settu marki í landhelgismálum án þess að taka áhættu af því að veikja vamir landsins með óþarfa átökum við banda- lagsþjóðirnar í NATO. Varkárni í þeim efnum var stundum misskilin eins og oft vill verða í hita leiksins, en hún, ásamt innra styrk og ákveðni skilaði okkur þó þangað sem til stóð. Hörð afstaða Péturs Ottesens ogvarkár stefnufesta manna eins og Davíðs Ólafssonar átti ekki minnstan þátt í þeim mikla árangri sem við íslend- ingar höfum náð í hafréttarmálum. Davíð Ólafsson var farsæll gæfumaður í margþættum störfum sínum. Það hefur verið Morgunblaðinu styrkur að hafa átt slíka hauka í horni eins og Davíð þegar á móti hefur blásið og nauðsynlegt að halda sjó í ölduróti mikilla átaka. Traust á stjórnmála- mönnum MIKIÐ HEFUR verið rætt um það á Vesturlöndum síðastliðin ár að traust á stjórn- málamönnum fari þverrandi. í sumum ríkjum, til dæmis I Japan og á Ítalíu, hefur flokkakerfið verið rúið trausti vegna spillingar og óstjórnar og nánast hrunið til grunna. í nágranna- löndum íslands hefur stöðugleiki í stjórn- málum verið meiri, en þau hafa þó ekki farið varhluta af umræðum um trúnaðar- brest milli kjósenda og stjórnmálamanna. Þessu umræðuefni eru meðal annars gerð athyglisverð skil í nýjasta sérhefti tímarits- ins Nordisk Kontakt, sem gefíð er út af Norðurlandaráði. Þar eru ýmsir sérfræð- ingar, einkum stjórnmálafræðingar, fengnir til að rita um traust á stjórnmála- mönnum og flokkakerfinu. Á heildina litið má segja að flestir fræði- mennimir komist að þeirri niðurstöðu að á Norðurlöndum sé langt í frá að lýðræðið sé í hættu vegna trúnaðarbrests stjórn- málamanna og kjósenda. Kosningaþátt- taka er þannig tiltölulega mikil í öllum ríkjunum. Jafnframt hafa flokkakerfín reynzt lífseig, þótt hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar hafi hlotið mikla gagn- rýni. Gott dæmi um slíkt er auðvitað niður- staða síðustu alþingiskosninga á íslandi, þar sem gamla fjórflokkakerfið styrkti stöðu sína, en framboð Þjóðvaka og Kvennalistans, sem harðast hafa gagnrýnt kerfið, biðu ósigur. Engu að síður eru vandamál, sem þarf að bregðast við. Samband stjórnmála- manna og kjósenda hefur breytzt, þótt ekki væri nema vegna samfélagslegrar þróunar. Þannig greinir Mikael Gilljam, dósent í stjómmálafræði við Gautaborgar- háskóla, þijár breytingar sem valdi minnk- andi trausti kjósenda á valdhöfunum. í fyrsta lagi séu kjósendurnir betur mennt- aðir og sjálfstæðari en áður, eigi því minna undir valdhöfum og séu gagnrýnni á þá. í öðm lagi sé um fleiri flokka og stjórn- málahreyfingar að velja en áður og stefnu- skrár flokkanna séu að sumu leyti líkari en þær vora. í þriðja lagi hafi framboð upplýsinga og pólitísks áróðurs aukizt svo gífurlega, að markaður stjórnmálanna sé ofmettaður. Fyrir- greiðsla og veikir flokk- ar DR. ÓLAFUR Þ. Harðarson, dósent í stjórnmálafræði, tekur í sama streng í athyglisverðri grein, þar sem hann beinir sjónum að tengslum kjósenda og þingmanna á íslandi. Hann segir ekki ástæðu til að ætla að vegið sé að lýðræð- inu, þótt almenningur tali um stjórnmála- menn af minni virðingu en áður. „í því kann einungis að felast að kjósendur geri meiri kröfur til stjórnmálamanna en áður og séu gagnrýnni, og hvort tveggja kann að vera afleiðing betri menntunar, veikari flokkshollustu og að stéttarstaða hefur minni áhrif á afstöðu kjósenda í kosningum nú en áður, og að þýðing málefna hefur aukizt að sama skapi,“ skrifar Ólafur. Hann gerir að umtalsefni orsakir þess, að almenningur kunni að hafa minna traust á kjömum fulltrúum sínum en áð- ur. Ólafur nefnir þar fyrst fyrirgreiðslu- stjómmálin svokölluðu, þótt dregið hafi úr pólitískri fyrirgreiðslu á síðustu árum. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 1. júlí ORÆF A J OKULL Morgunblaðið/Snorri Snorrason „Það er ástæða til að ætla að í upplýstu nútímasamfélagi séu gerðar vaxandi kröf- ur til þess að stjórnmálamenn setji almenn- ar reglur, sem gildi fyrir alla, og séu ekki fulltrúar sérhagsmuna, sem hugsa fyrst og fremst um að þjónusta skjólstæðinga sína á kostnað skattgreiðendanna,“ skrifar Ólafur. „Það er kannski engin tilviljun að bandarískir stjórnmálamenn njóta ekki sérstaklega mikillar virðingar; í Bandaríkj- unum hefur „kjötkatlapólitík" (pork-barrel politics) lengi verið dæmigerð og þingmenn eru að miklu leyti hagsmunagæzlumenn kjördæma sinna og sérhagsmunahópa, sem greiða gjarnan í kosningasjóði. í Hol- landi er fjarlægð stjórnmálamanna frá al- menningi hins vegar nokkuð mikil, en þeir njóta mikillar virðingar. Þeir era heldur ekki fulltrúar einstakra kjördæma og kjós- endur búast ekki við að þeir láti stjórnast af sérhagsmunum." Ólafur gerir í framhaldi af þessu kosn- ingakerfið á íslandi að umræðuefni og tekur dæmi um að helmingur atkvæða Framsóknarflokksins í síðustu kosningum hafi komið frá Reykjavík og Reykjanesi, en aðeins fjórir þingmenn af fímmtán: „Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kjósa þannig í rauninni landsbyggðarþingmenn, sem oft hafa skoðanir, sem era veralega frábragðnar afstöðu þéttbýlisþingmanna og tengjast fremur hefðbundinni fyrir- greiðslupólitík. Mismunun af þessu tagi er ekki til þess fallin að auka traust al- mennings á lýðræðinu og stjómmálamönn- um, sem lengi hafa lofað breytingum á kosningakerfinu án þess að nokkuð hafi orðið úr efndunum." Ólafur telur íslenzku stjórnmálaflokk- ana veika, meðal annars vegna hinna opnu prófkjara að amerískri fyrirmynd, sem tíðkist ekki í öðrum þingræðisríkjum. „Flokkamir verða ekki heilsteyptar eining- ar með heilsteypta stefnu, heldur bandalag sigurvegara í prófkjörum, sem oft hafa eigin stefnuskrá og hafa tilhneigingu til að sýna „sjálfstæði" sitt gagnvart flokkn- um. Þetta leiðir til þess að stefnuskrár flokkanna verða útþynntar og kjósendur geta með nokkrum rétti sagt að það sé „sami rassinn undir þeim öllum“. Það má ekki gleyma því að heilsteyptir flokkar með skýra stefnu era kjölfesta fulltrúalýð- ræðisins; án slíkra flokka er afar ólíklegt að kjósendur eigi eitthvert val um málefni í kosningum. Hér era stjórnmálamenn kannski í ákveðinni klípu. Óskýr stefna, lýðskram og ýmiss konar baktjaldamakk með sér- hagsmunahópum kann að duga prýðilega á atkvæðaveiðum. Til lengri tíma litið eru slíkir þættir hins vegar ekki til þess falln- ir að auka traust á stjórnmálamönnum eða virðingu þeirra meðal almennings." Nauðsynleg tortryggni ÞEGAR RÆTT ER um traust á stjórn- málamönnum, verða ýmsar þver- sagnir fyrir mönn- um. Þannig mætti í rauninni segja að það sé nauðsynlegt að vantreysta stjórnmála- mönnum til að geta treyst þeim. Matti Wiberg, stjórnmálafræðiprófessor við há- skólann í Tampere (Tammerfors) í Finn- Iandi, bendir í grein sinni í Nordisk Kon- takt á hið fornkveðna, að vald spilli mönn- um ævinlega, og engum eigi að treysta í blindni. „Eigin öryggis vegna ættu borgar- amir ekki að treysta um of á stofnanir og einstaklingana innan þeirra. Þessi hugs- un hefur fengið góða fótfestu í stjórnar- skrám vestrænna ríkja. Sérhver þáttur valdsins á að vera undir eftirliti annars. Hver valdastofnun þarf aðra sem mót- vægi. Valdið þarf á takmörkunum að halda og engum ber að fá allt vald. Stjómar- skrárákvæði Vesturlanda byggja þannig á stofnanabundinni tortryggni... Þannig er traust annars vegar nauðsynlegt, en hins vegar getur of mikið traust [á valdhöfun- um] verið af hinu slæma.“ ÖNNUR ÞVER- sögn í þessum um- ræðum er sú, að ef til vill er sú litla trú, sem almenn- jngur virðist stund- um hafa á stjóm- málamönnum, ein- mitt tilkomin vegna vonbrigða með að þeir hafi ekki staðið undir væntingum, sem ef til vill vora alltof miklar í upphafi. Með öðram orðum gerir almenningur kannski of miklar kröfur til stjórnmálamanna, sem Markaðs- væðing og alþjóðavæð- ing þeim er einfaldlega ómögulegt að standa undir. Tvenns konar þróun í vestrænum samfélögum kemur hér einkum til; mark- aðsvæðing og alþjóðavæðing. Annars veg- ar hafa æ fleiri ákvarðanir flutzt úr hönd- um stjórnmálamannanna til fyrirtækja og neytenda á markaðnum, til dæmis með einkavæðingu ríkisfyrirtækja og auknu fijálsræði á fjármagns- og gjaldeyrismark- aði. Flestir eru sammála um að þessi þró- un hafi orðið til góðs. Engu að síður koma stundum upp kröfur um að stjómmála- menn leysi úr vanda, sem er í raun ekki á valdsviði þeirra, og grípi inn í eðlilega þróun markaðarins. Hins vegar era þjóðfé- lög Vesturlanda orðin svo samþætt og hvert öðra háð og markaður fyrir vörar, fjármagn, þjónustu og fólk orðinn svo opinn að stjómvöld í sérhveiju ríki hafa ekki lengur ein stjóm á því sem gerist innan landamæra þess. Væntingar og kröf- ur almennings beinast hins vegar oftar en ekki að stjórnvöldum í eigin höfuðborg. Hins vegar era margvísleg málefni, sem stjórnmálamönnum ber að fjalla um og bera ábyrgð á. Ein forsenda þess, að þeir geti notið trausts almennings, er að skýrar reglur 'og viðmið séu til að fara eftir í stjómmálum og stjórnsýslu. Vandi íslenzka stjómkerfisins er ekki sízt sá að víða skort- ir reglur um það, til hvers er ætlazt af stjómmálamönnum. Ný stjómsýslulög hafa að sumu leyti bætt úr þessum vanda; það er til dæmis ekki talið við hæfi að stjómmálamaður fjalli um mál, sem er honum skylt, eða standi að ráðningu vinar eða ættingja í opinbera stöðu. Hins vegar vantar enn skýrar reglur um margt ann- að, til dæmis pólitíska ábyrgð á meðferð opinbers fjár, eins og mál Hagvirkis-Kletts og Hafnarfjarðarbæjar hefur sýnt og Morgunblaðið hefur fjallað um í forystu- greinum. Forsenda þess að traust viðhaldist milli almennings og stjómmálamanna er að báðir hafi skýrar hugmyndir um það til hvers er ætlazt af stjórnmálamönnum. Til þess þarf annars vegar afdráttarlausari reglur, í anda „stofnanabundinnar tor- tryggni" og hins vegar viðurkenningu á því að stjórnmálunum eru sett takmörk, sem þrengja æ meir að valdsviði stjóm- málamannanna. „Forsenda þess að traust viðhaldist milli almennings og sijórnmála- manna er að báðir hafi skýrar hug- myndir um það til hvers er ætlazt af stj órnmálamönn- um. Til þess þarf annars vegar af- dráttarlausari reglur, í anda „stofnanabund- innar tortryggni“ og hiiis vegar við- urkenningu á því að stjórnmálun- um eru sett tak- mörk, sem þrengja æ meir að valdsviði stjórnmálamann- anna.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.