Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ1995 25
mætt með því að bjóða greiðslukjör
sem ekki hafa þekkst áður. Lán-
tökukostnaður í þessum viðskipt-
um, sem í eina tíð var nefnt vextir
eru yfírleitt um 14-20% eftir láns-
tíma og þegar allt er talið. Af þess-
um sökum munu nú stórir hópar
fólks festast í neti vaxtaokurs og
þar að auki með gagnslausar vörur.
Á meðan verður ríkissjóður af
verulegum fjárhæðum vegna hinnar
sósíalísku öfundarhyggju sem ræð-
ur ferðinni á þessu sviði eins og
mörgum öðrum. Hið hlálega við
ástandið er að vegna okurs á að-
flutningsgjöldum er það einmitt á
færi sárafárra efnaðra einstaklinga
eða fyrirtækja að kaupa bifreiðar
af stærri eða dýrari gerðum. Þetta
er klassískur sósíalismi í fram-
kvæmd. En vaxandi íjöldi fólks
hafnar því alfarið að láta ríkisstofn-
anir stýra neyslu sinni í eina eða
aðra átt. Ekki er nóg að segja að
allir innflytjendur sitji við sama
borð þrátt fyrir EES samninginn.
Það er ekki aðalatriðið.
Þetta málefni neyslustýringar og
skattagleði snýst eins og allt á landi
hér, um pólitísk prinsip. Sósíalistar
á íslandi hafa frá upphafí alið á
öfundarhyggju og ríg milli almenn-
ings og þeirra fáu sem hafa skarað
fram úr í atvinnulífí þjóðarinnar.
Arðsemi af atvinnurekstri hefur
verið bannfærð og talin heimil til
upptöku í nafni félagslegs réttlætis.
Þessi áróður leiðir svo til þess nú
er rofar til í efnahagsmálum okkar
að fáir forkólfar fínnast í atvinnulíf-
inu sem hafa getu eða áhuga á að
leggja fjármuni undir til að efla
atvinnulíf og lífskjör. Hver á þá að
hlaupa í skarðið? Ríkið? Öll loforð
ríkisins um styrki til atvinnulífs eru
ekki annað en ávísanir á hærri
skatta. Menn skulu minnast þess
að nánast öll afskipti ríkisins af
kjarasamningum á undanfömum
árum hafa leitt til aukinna skatta
á bifreiðar. Hinn valkosturinn sem
ríkið á er að lækka skatta og frelsa
þannig fé sem atvinnulífíð og ein-
staklingar geta notað til að auka
umfang efnahagslífsins. Það leiðir
til aukinna tekna fyrir ríkissjóð.
Hér skortir áhættufé í því magni
á frjálsum markaði er dygði til að
við gætum varanlega fleytt okkur
yfír hin efnahagslegu vatnaskil er
nú blasa við okkur. Nokkur fijáls
fjármagnsmarkaður er að komast á
legg, vonum seinna og þá með þeim
undrum að almenningur getur nú
komið í fjármagnsfyrirtækin og
keypt sér hlutabréf með rað-
greiðsluskilmálum á kreditkortum
sínum.
Því er þetta dæmi tekið hér ásamt
dæminu um innflutninginn frá
Austur-Evrópu, að sú krafa á fullan
rétt á sér að ef opinberir aðilar
ætla að hlutast til um mjög óljós
og umdeild þjóðfélagsmál með þeim
hætti er verið hefur, þá verða þeir
að vera sjálfum sér samkvæmir.
Staðan er nefnilega sú að ekki sitja
allir við sama borð. Þeir sem harð-
ast verða fyrir barðinu á neyslu-
stjóm ríkisins eru þeir þjóðfélags-
hópar sem vegna búsetu, fjölskyldu-
stærðar eða annarra hluta þurfa
að nota stærri eða dýrari tæki en
aðrir. Þetta fólk verður að ósekju
fyrir barðinu á sósíalískri öfundar-
hyggju og öðru sem telja má full-
komlega óeðlilega og ástæðulausa
tilhlutun um einkamál. Af hverju
er t.d. stórum fjölskyldum gert
ómögulegt að aka í stærri og traust-
ari bílum? Öryggi þeirra er löngu
þekkt. Þeir sem efast um sannleiks-
gildi þessa ættu að gera sér ferð í
tjónadeildir tryggingafélaganna.
Þar fengju þeir að kynnast hinni
alvarlegustu afleiðingu ríkisaf-
skipta af tollamálum.
Um gagnsemi hátollastefnu
Varðandi auðvaldið sem stöðugt
er reynt að beisla með háum tollum
og sköttum er það að segja að
lúxus
nema skriffmnsku og kostnaði til
ríkisins. Þess vegna var t.d. lúxus-
skattur sem tekinn var upp í Banda-
ríkjunum 1988 eða 89 lagður niður
skömmu síðar. Sá skattur nam tíu
prósentum. Okkar embættismenn
hefðu naumast nennt að beygja sig
eftir þeim smámunum. Hann var
sniðinn að kaupendum skemmtibáta
eða lystisnekkja. Einnig tók þessi
skattur til bifreiða sem kostuðu
meira en 30.000 dollara á útsölu-
verði. Afleiðingar þessa skatts voru
þær að tugþúsundir manna misstu
atvinnuna og tekjur ríkissjóðs
Bandaríkjanna lækkuðu um nokkra
milljarða dollara. Grónar iðngreinar
lágu eftir í rúst og mörg evrópsk
fyrirtæki sem reynt höfðu að hasla
sér völl á bandarískum markaði
urðu að leggja upp laupana.
" Sú ósk er sett fram hér að hætt
verði að hringla með þessi mál og
tekin upp stefna sem byggir á skyn-
semi og sanngimi. Sú breyting sem
samþykkt var á Alþingi nú í vor til
breytinga á reglum um vömgjald
gengur ekki nógu langt í frelsisátt.
í stað núverandi fyrirkomulags
verði eitt gjald innheimt af öllum
bifreiðum, án tillits til búnaðar eða
vélarstærðar. Fjármálaráðherra í
fyrri ríkisstjóm hafði áhyggjur af
því að flóðbylgjan frá 1986 verði
endurtekin. Vemleg breyting á
markaðinum er óhjákvæmileg þar
til hann kemst í jafnvægi. Innflytj-
endur verða einfaldlega að kunna
sér hóf og taka ábyrgð á eigin
breytni. Það vandamál er ekki á
verksviði ríkisvaldsins. Afskipti rík-
isins hafa aðeins orðið til að fresta
hagkvæmni, valfrelsi og jafnvægi á
þessum markaði.
Um mengunina
Að lokum skal hér vikið að þeirri
röksemd starfsmanns fjármála-
ráðuneytisins að þeir flokkar bif-
reiða sem lendi í hæstu gjaldaflokk-
unum mengi meira en aðrir.
Það var til skamms tíma stað-
reynd að hvarfakútar og annar
hreinsibúnaður var eingöngu fáan-
legur í bifreiðum sem framleiddar
voru í Bandaríkjunum. Að stærri
bifreiðar mengi meira en litlar er
einföldun á mjög flóknu efnafræði-
legu ferli. Sjálfsagt er hægt að sýna
fram á hið gagnstæða með einföld-
um útreikningum. Inn í það bland-
ast skoðun á hámarksnýtingu elds-
neytis. Vitað er að hún er mjög lág
í bifreiðum sem eru vélarvana. Það
er ein afleiðing reglnanna eins og
þær standa í dag.
Staðreyndin um beitingu reglna
um hreinsibúnað i bílum er sú að
Evrópuríkin nota þær til að koma
í veg fyrir innflutning frá Banda-
ríkjunum. Sérstaklega á notuðum
bílum. Reglumar vom samdar
vestra og Evrópumenn tóku þær
upp með hálfgerðum ærslum til að
leysa af hólmi verndartolla sem
mjög hafa verið gagnrýndir, m.a. í
nýyfirstöðnum GATT tollaviðræð-
um. Á íslandi var þetta framkvæmt
þannig að Bifreiðaskoðun íslands
var fengið það verkefni að meina
mönnum um nýskráningu á bifreið-
um sem ekki standast afturvirkar
reglur um útblástursmengun.
Reglumar sem hér em notaðar
em byggðar á bandarískri viðbótar-
reglugerð (amendment) við meng-
unarlögin frá 1970 (U.S. Clean Air
Act 1970). Sú reglugerð tók gildi
1. mars 1987 (U.S. EPA 87/88).
íslenska reglugerðin (495-1991)
sem byggir á þeirri bandarísku tók
gildi 1. júlí 1992 og náði til allra
bifreiða sem hér komu til nýskrán-
ingar. Framkvæmd hennar var
þannig í reynd að maður sem flutti
til landsins bifreið af 1986 árgerð
eða eldri var meinað að skrá hana
eða aka hér á landi. Nú hefur þessi
regla verið sveigð að sérhagsmun-
um enn frekar en áður var. Eins
og áður segir em reglumar aftur-
virkar í reynd. Er það ekki brot á
meginreglum íslenskra laga?
Full ástæða er til að láta hnekkja
þessari reglugerð með dómi. Hinn
raunverulegi tilgangur hennar er
að koma í veg fyrir að einstakling-
ar eða fyrirtæki sem standa utan
„greinarinnar" geti staðið í bifreiða-
innflutningi á eigin vegum og spar-
að sér fé með þeim hætti. Nýlega
var svo aukið við þessa rangleitni.
Sennilega fyrir þrýsting frá ESB
löndum eða hagsmunaaðilum inn-
anlands. Með reglugerð nr. 411 frá
1993 eru notaðar bifreiðar frá ESB
löndum nú undanskildar fyrri reglu-
gerð um útblástursmengun, en bif-
reiðar frá Bandaríkjunum eða Jap-
an ekki. Þetta staðfestir enn frekar
óhæfí opinberra afskipta af þessum
málum. Nú er semsagt hægt að
flytja til landsins 1986 eða eldri
árgerð af bifreið skráðri innan ESB,
án þess að þurfa að sýna fram á
að hún standist mengu»arreglum-
ar, en ekki ef hún kemur frá Banda-
ríkjunum, Kanada eða væntanlega
Japan.
Bifreiðaumboðin verða fyrir sitt
leyti einfaldlega að standast sam-
keppni og láta af þeirri aðferð að
láta ríkisvaldið smala viðskiptavin-
unum inn í hús þeirra með lagasetn-
ingu. Getum má leiða að því að
embættismenn hafí ekki gert sér
grein fyrir réttarfarslegum afleið-
ingum gildistöku þessara reglu-
gerða.
Bandarílqamenn beita mjög
ströngum reglum um innflutning
sjálfír, en þar era þó seldar nokkrar
milljónir innfluttra bíla á ári hveiju.
Þar er reglan sú að bifreiðar stand-
ist mælingu eftir þeim kröfum sem
giltu á framleiðsludegi. Setning
reglugerðar 411-1993 staðfestir
að tilgangurinn var aldrei umhverf-
isvemd, heldur hagsmunagæsla.
Praktísk afleiðing þessa er hrein
skerðing á verslunarfrelsi og
sjálfsákvörðunarrétti.
Umhverfisvernd á villigötum
Verslunarfrelsi og stjómarskrár-
vemduð mannréttindi era hér
þrengd í nafni fyrirbæris sem á
prenti hefur verið kallað umhverf-
isfasismi. Umhverfisfasismi er rétt-
nefni vegna þess að um allan hinn
vestræna heim hafa bókstafstrúar-
menn tekið umhverfísmálin og kæft
alla skynsamlega umræðu um þau
með pólitískri baráttu gegn iðnaði
og stóratvinnurekstri.
Velviljaðir stjórnmálamenn
ganga í góðri trú undir þessu og
öðra ranglæti með fyrirhyggjulausu
framsali á framkvæmdavaldinu til
embættismannakerfís, stofnana og
ráða. Á því stigi er allt sigtað og
vigtað í nafni hins kunnuglega slag-
orðs sósíalista og annars forræðis-
hyggjufólks að allir verði að vera
jafnir. Tjónið sem þessar kreddur
hafa fært okkur verður seint bætt,
en hægt er að snúa á rétta leið.
Ef menn hafa pólitískan kjark, er
hægt að bæta kjör almennings og
auka tekjur ríkissjóðs samtímis.
Haftastefnan ásamt undanþágu-
skóginum sem nú er verið að inn-
leiða að nýju tilheyrir liðnum tíma.
Breytingar á vörugjaldi
og tollum
Um einstök efnisatriði þessa er-
indis má ræða á öðrum vettvangi,
en þar sem tilefnið er opinber um-
ræða að undanförnu um tollamál í
bifreiðainnflutningi og stefnu okkar
í þeim málum er rétt að setja fram
kröfur um breytingar.
1. Alþingi setji traustan laga-
ramma um þennan málaflokk.
Hann skal sníða þröngan stakk
valdi embættismanna eða ráðherra
til að hringla með tollamál með
setningu reglugerða eða með öðram
tilhæfulausum breytingum á mark-
aði sem með réttu á að vera fijáls
og án ríkisafskipta.
2. Lögum nr. 29 / 1993 verði
breytt þannig að ein flöt prósenta
sé notuð fyrir allar bifreiðar sem
fluttar era til landsins til einkanota.
Tollur falli niður eða sameinist
vörugjaldi þannig að nemi 30% af
CIF-verði án tillits til vélarstærðar
eða annars útbúnaðar. Afsláttur af
aðflutningsgjöldum notaðra bif-
reiða verði óbreyttur.
3. Reglugerðum 495 / 1991 og
411 / 1993 verði breytt þannig að
útblástursmengun sé mæld eftir
þeim reglum sem giltu á fram-
leiðsludegi ökutækis.
4. Aðflutningsgjöld af atvinnu-
bifreiðum og vinnuvélum verði
lækkuð eða felld niður. Sé stjórn-
málamönnum alvara með að stuðla
að bættu atvinnuástandi og lífs-
kjörum í landinu gefst þar tæki-
færi til.
Höfundur er
rekstrarhagfræðingur.
OPIÐ HliS í dag frá kl. 14-16
Skemmtilegt endaraðhús ...
... á tveimur hæðum ásamt innb. bílsk. alls 197 fm. Eignin er
næstum fullb. Parket og flísar. Beykikiædd loft m. innfelldrí
lýsingu o.fl. Gervihnattadiskur. Áhv. 6,1 millj. Verð 13 millj.
Sveinbjörn og Hansína taka vel á móti ykkur.
Grasarimi 14
f—““■
Þingholtin
Til sölu mjög glæsileg „Pentho-
use“-íbúð í húsi sem byggt var
1991. Hér er um óvenjulega og
skemmtilega íbúð að ræð sem
skiptist í stórt eldhús með
þvottaherbergi innaf, borð-
stofu, stóra stofu, 2 svefnh. og
baðherb. Innréttingar eru allar
í sérfl. Stórar svalir. Bílskúr.
Áhv. byggsjóður 4,4 millj. Verð
12,7 millj. 3411.
Hrafnhólar - 3ja herb.
Virkilega góð endaíb. á 1. hæð
í nýviðg. húsi. Parket. Austursval-
ir. Laus strax. Verð 6.250 þús.
Miðbraut - parhús
Rúmgott ca 113 fm parhús á
einni hæð á góðum og skjól-
sælum stað á Seltjarnarnesi.
Húsið er 17 ára gamalt og sér-
staklega vel umgengið. Snyrti-
legur garður. Stórar stofur.
Verð 9,5 millj. 212.
Víkurás - Selás
Mjög góð 2ja herb. rúmg. íb. á
3. hæð (2. hæð. Góðar innr.
Hús og lóð í góðu standi. Verð
5,3 millj. 1117.
f ÁSBYRGI if
Suðurlandsbraut 54
viA Faxafen, 108 Raykjavik.
sími 568-2444, fox: 568-2446.
INGILEIFUR EINARSSON, lögglltur fasteignasali.
SÖLUMENN: Þórður Ingvarsson og Lárus Hauksson.
J
LOGMENN
Ingi H. Sigurðsson, hdl.
Ólafur Rafnsson, hdl.
Gunnar Ólafsson, lögg. fast.
HAFNARFIRÐI
Alhliða lögfræðiþjónusta - Sala fasteigna
Hringbraut 63 - Hafnarf.
Neðri hæð og hluti af jarðhæð,
ca 186 fm í þessu reisulega húsi,
ásamt bílsk. Ekkert áhv. Eign með
mikla mögul. Skipti á minni eign
í Hf. Ásett verð 10,8 millj.
Efstaieiti - Keflavík
Parhús í smíðum, ca 105 fm.
Innb. bílsk. ca 33 fm. Afhendist
fullbúið (án gólfefna) 1. sept.
1995. Skipti á minni eign koma
til greina. Sveigjanleg kjör. Ásett.
verð 10,5 millj.
H
3ja herb. íbúð, ca 90 fm, ný yfir-
farinn. Stórar svalir - lyfta. Laus
nú þegar. Góð kjör.
Engihjalli 5E - Kópav.
Heiðarból - Keflavík
Sérl. vandað og glæsil. einbhús,
ca 151 fm. Bílsk. 40 fm. Maka-
skipti á minni eign á Suðurnesjum
eða á höfuðborgarsvæðinu koma
til greina. Ásett verð 13,7 millj.
Parhús, ca 141 fm, m. bílsk. ca
40 fm. 6 herb. Upplagt að bæta
við sólstofu til suðurs. Góð eign.
Sjón er sögu ríkari.
Byggðarendi 1 - Rvík
Stórglæsil. og vandað einbhús,
ca 317 fm. Gott útsýni. 5 herb.
á efri hæð. Arinn í stofu. Hægt
að hafa 2ja herb. íbúð á neðri
hæð. Innb. bílsk. Ekkert áhv.
Gott verð 18,5 millj.
Sumarbústaður í landi
Snorrastaða
Tilboð óskast í þennan vandaða
sumarbústað, ca 50,5 fm. Eignar-
lóð 3.300 fm. Stendur í hlíð í
nágrenni við Laugarvatn. Glæsil.
útsýni.
Smiðshús á Hvalsnesi
í Miðneshreppi
Upplagt hús sem sumarbústaöur.
gott ástand. Eignarland. Grunn-
flötur húss ca 64 fm. íbúð uppi,
geymsla niðri. Stendur við sjávar-
síðuna, nærri Hvalsneskirkju.
Lítið áhv. Tilboð óskast.
Viljir þú kaupa eign eða selja
eign, þá erum við til þjónustu
reiðubúnir.
Nánari upplýsingar: Gunnar
Ólafsson í síma 565 5155.