Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 27
EIRÍKUR KJERÚLF
+ Eiríkur Kjerúlf
fæddist á Arn-
heiðarstöðum í
Fljótsdal 15.3. 1903
og ólst þar upp með
föðurmóður sinni
Sigríði Sigfúsdóttur
og seinni manni
hennar Sölva Vig-
fússyni hreppstjóra.
Hann lést 19. júní sl.
Eiríkur stundaði
nám við alþýðuskói-
ann á Eiðum. Hann
kvæntist Önnu
Andreu Andre-
asdóttur frá Seyðisfirði, f. 21.6.
1911, d. 21.7. 1987. Hófu þau
búskap að Húsum í Fljótsdal
með foreldrum afa, fluttu til
Reykjavíkur 1942, þar sem afi
starfaði á bílaverkstæði í nokk-
ur ár. Hann stundaði leigubíla-
akstur á árunum 1948-1958 og
var bíllinn sem
hann keyrði kallað-
ur 79 af stöðinni.
Eftir 1958 stundaði
afi ýmsa almenna
vinnu. Árið 1971
fluttu þau hjónin
svo austur til
Seyðisfjarðar. Börn
Eiríks afa og Önnu
ömmu eru Guðröð-
ur Jörgen, f. 27.4.
1933, d. 12.6. 1994,
kvæntur Ingi-
björgu Kristófers-
dóttur. Þórey Sig-
urrós, f. 18.1. 1935, ekkja eftir
Eirík Einar Einarsson. Sölvi Sig-
urður, f. 18.10. 1941, í sambýli
með Ingibjörgu Ragnarsdóttur.
Droplaug Margrét, f. 2.4. 1947,
gift Sigurði Hilmarssyni. Systk-
ini afa voru tólf og eru sex af
þeim látin.
í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt
þeim svefni rænir enginn þig.
(Steinn Steinar)
HANN elsku afi okkar er dáinn,
við systurnar fengum dánarboðið
samdægurs. Hann var tæpur heilsu
síðustu daga sína, og lést á sjúkra-
húsi Seyðisfjarðar þar sem hann
hafði aðsetur og hlynningu síðustu
árin. Það er alltaf erfitt þegar mað-
ur býr erlendis og hryggðarboð
berast símleiðis. Afi skilur hlýjar
minningar eftir sig, og mun lifa
áfram í huga okkar. Þegar við
systkinin vorum lítil gerðist það oft
á tíðum að afi kom og tók eitthvert
okkar með sér í bæinn um helgar.
Oft var farið í Hressingarskálann,
eða í bakarí. Afi bauð uppá ís eða
góðgæti úr einhverjum söluturni,
og áður en heim var haldið var oft
laumað að okkur nokkrum aurum
eins og hann komst að orði. Hann
var líka óþreytandi við að sitja með
okkur barnabörnin á hnjánum og
ausa úr margbreyttu sögu og ævin-
týrasafni sínu eða lesa fyrir okkur
bækur. Við fórum bæði í víkinga-
herferðir í huganum með afa eða
til tunglsins með Jules Vernes. Afi
var mikið fyrir bókalestur og las
allt sem hann náði í og kímdi í
barminn yfir hversu miklir bóka-
ormar við systkinin urðum þegar
við vorum orðin læs. Afi og amma
söfnuðu alltaf aurum í saltstauka
allt árið og fengum við barnabörnin
þessa bauka fyrir jól að kaupa jóla-
gjafir fyrir.
Það er sárt að hugsa til þess að
næst þegar til íslands er haldið þá
getum við ekki hitt afa aftur. Hann
mun þó alltaf lifa í huga okkar og
endurminningum.
Við systumar, ásamt fjölskyldum
okkar í Svíþjóð, vottum móður okk-
ar og systkinum hennar samúð okk-
ar. Samtímis berum við söknuð og
sorg í hjörtum okkar. Elsku afi er
farinn á fund skapara síns og þang-
að sem amma sálug tekur á móti
honum. Blessuð sé minning þeirra.
Anna Þóra Eiríksdóttir
og fjölskylda.
Edda Hrönn Eiríksdóttir
og fjölskylda.
GUÐMUNDA LILJA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Lilja Magnúsdóttir fæddist
þann 16. mam 1916 að Hatt-
ardalskoti við Álftafjörð í Isa-
fjarðardjúpi. Hún lést á sjúkra-
húsinu á Egilsstöðum þann 7.
júní sl. Útför Lilju fór fram frá
Egilsstaðakirkju fimmtudaginn
29. júní sl.
ÞÚ BJÓST til bestu parta og skúff-
utertur sem ég hef smakkað. Að
vera sjö ára og mega borða eins
mikið af skúffuköku með þykku
kremi og maður vill í kvöldkaffínu
er mikil sæla. Að vera sjö ára í
heimavist viku og viku í senn var
ekki alltaf sæla, þá var nú gott að
geta leitað til þín, skælt svolítið, fá
mola í munninn og heimurinn varð
strax mun skárri á eftir.
Þú eldaðir ofan í margan Jökul-
dælinginn sem ráðskona í Skjöld-
ólfsstaðaskóla og þeir muna örugg-
lega líka eftir fyrrnefndum pörtum
og kökum. Svo 11 árum seinna
varð ég svo heppin að fá að kynn-
ast þér betur þegar ég bjó hjá þér
á Furuvöllunum. Þá vorum við
Begga, sem einnig bjó hjá þér, á
villta aldrinum. Margt var brallað
og rassakastast út um hvippinn og
hvappinn, en aldrei komu ræður um
„ungdóminn nú til dags“ sem heyr-
ast nú svo oft hjá eldra fólki. Frek-
ar gerðir þú grín að okkur og ef
við vorum afspymu guggnar þá
heyrðist frá þér: „Horfast í augu
grámyglur tvær.“
Þér var ekkert um illgjarnt slúð-
ur, og fordómalaus varstu, en það
var nú ekki ónýtt að heyra smellna
sögu til að létta lundina. Þú varst
alltaf óþrjótandi brunnur af stökum
og ljóðum sem maður heyrði daginn
út og inn, ég fékk alltaf Hörpuljóð
annað slagið, en þá fannst manni
lífið svo ungt að ekki var það Ijóð
skrifað niður.
Stundum sátum við í stofunni í
Furuvöllunum og þú sagðir okkur
frá skondnum mannlífssögum úr
Jökuldalnum fyrr á árum. Eða ég
settist í sófann við hliðina á stólnum
þínum og suðaði: „Æi Lilja, segðu
mér einhverja sögu af Þorvaldi afa.“
Þegar ég horfi til baka þá man
ég aldrei eftir að þú haftr talað um
veikindi þín, samt varstu oft slæm
af gigt og öðrum fylgikvillum ár-
anna en óskaplega gátu læknar
farið í taugamar á þér þegar talað
var niður til þín eins og barns: „Jæja
vina mín, hvernig líður þér í hend-
inni þinni.“ Það er svo alltof oft að
þegar fólk eldist að komið er fram
við það eins og börn, það er til
óþurftar og mjög niðurlægjandi,
það á að koma fram við eldri borg-
ara af virðingu.
Þú varst alltaf að sauma út og
það var slæmt að þú skyldir ekki
lofa hugarfluginu að njóta sín miklu
fyrr. í dag liggja eftir þig ótal
myndir, þar af nokkrar risastórar,
fmmsamdar, þannig að minningin
lifir. Oft rákust skoðanir okkar á,
í sambandi við trúna, ég svona trú-
laus en þú með þína trú. Þá tíndi
ég allt til sem trúnni var til foráttu
og þú komst alltaf með mótrök sem
erfitt var að blása á. Þannig að
komi andinn einhvern tíma yfir
mig, þá vona ég að það verði svona
fordómalaus trú sem þín sem engan
særir, meiðir eða treður öðmm um
tær.
Svo er því farið,
sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna,
þeir eru himnamir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Lilja mín, ég þakka þér sam-
fylgdina.
Harpa Dögg Benediktsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á
heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd grcina fari ekki yfir eina og hálfa
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blómastofa
fnðfinns
■ Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar viö öil tilefni.
Gjafavörur.
m
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför,
MAGNEU INGIBJARGAR
SIGURÐARDÓTTUR.
Margrét Magnúsdóttir, Magnús Guðnason,
Sigurður Magnússon, Anna Daníelsdóttir,
Þorsteinn Magnússon,
Ragnar Þór Magnússon, Signý Gunnarsdóttir,
Asta Karen Magnúsdóttir, Hrafnkell Gislason,
barnabörn og barnabarnabörn.
^andaðír legsteinar
lVaranleg minning
BAUTASTEINN
Brautarholti 3,105. R
J
Sími 91-621393
ÞÓRÐUR
KRISTJÁNSSON
+ Þórður Krist-
jánsson fæddist
á Bíldudal 12. októ-
ber 1919. Hann lést
á Vífilsstöðum 17.
júni síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Kristján Sig-
urður Magnússon,
skipstjóri, Bíldudal,
og Guðmundina
Árnadóttir. Þórður
kvæntist Þóru Sæ-
mundsdóttur _ 12.
júní 1948. Útför
Þórðar var gerð frá
Fossvogskirkju 27.
júní sl.
EKKI er allt hægt að segja í svona
stuttri minningargrein sem þessari.
En þetta vildi ég sagt hafa.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur. Faðir minn, Þórður
Kristjánson, sem þeir sem þekktu
til kölluðu Dodda, lést eftir löng og
erfið veikindi. Veikindin fannst mér
hann alltaf bera með karlmennsku.
Tel ég það hafa hjálpað honum
mikið hversu vongóður hann var
um að ná bata þó að hann vissi að
annað gæti orðið. Einnig veit ég,
því það sagði hann mér sjálfur, að
hann átti trú á frelsara okkar Jesúm
Krist. Þar sem hann vissi að ég á
einnig slíka trú þá sagði hann mér
oft til uppörvunar að hann bæði
fyrir sér og sínum. Þegar allt annað
bregst þá er bænin hendi næst.
Eg var staddur erlendis þegar
sú frétt barst til mín að faðir minn
væri látinn. Einhvern
veginn þegar maður
er búinn að vera svona
lengi í burtu byrjar
maður að sjá margt
öðruvísi. Það sem
maður á sínum yngri
árum oft taldi sjálf-
sagt, og þar af leiðandi
vanmat, er í dag þakk-
arvert. í dag þekki ég
betur af eigin reynslu
að lífið og brauðstritið
er ekki alltaf auðvelt,
svo að núna er ég föð-
ur mínum afar þakk-
látur fyrir það sem
hann lagði af mörkum. Þig, elsku
pabbi minn, vil ég að lokum kveðja
með þeim sálmi sem ég veit að þér
var svo kær.
Ég kveiki á kertum mínum
við krossins helga tré.
í öllum sálmum sínum
hinn seki beygir kné.
Ég villtist oft af vegi.
Ég vakti oft og bað.
Nú hallar helgum degi
á Hausaskeljastað,
í gegnum móðu og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma, Kristur,
með krossins þunga tré.
Af enni daggir dijúpa
og dýrð úr augum skín.
A klettinn vil ég kijúpa
og kyssa sporin þín.
(D. Stefánsson frá Fagraskógi.)
Ami Þór Þórðarson.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
HARÐAR H. BJARNASONAR
fyrrv. simstöðvarstjóra,
Holtsbúð 27,
Garðabæ.
Bryndís Bjarnason,
Camilla Bjarnason, Garðar Sverrisson,
Pétur Bjarnason, Herdís Gunnlaugsdóttir,
Elísabet Bjarnason, Ingi B. Guðmundsson,
Bryndís Bjarnason, Þórður J. Skúlason,
Hildur Bjarnason, Jean Posocco,
Hörður Bjarnason, Kristín Pálsdóttir
og afabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
MATTHÍASAR GUÐMUNDSSONAR
vélsmiðs,
Þingeyri.
Sérstakar þakkirtil lækna og hjúkrunar-
fólks Landakotsspítala.
Camilla Sigmundsdóttir,
Jónas Matthíasson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Gerður Matthíasdóttir, Ólafur Bjarnason,
Guðmundur Jón Matthiasson, Margrét Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Alúðarþakkir fyrir veitta samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástríkrar eigin-
konu minnar, móður, fósturmóður og
ömmu,
SIGRÍÐAR (Dollu)
SIGURÐARDÓTTUR,
Espigerði 4.
Friðrik L. Guðmundsson,
Þórarinn Baldvinsson, Margreth Baldvinsson,
Friðrik Óðinn Þórarinsson,
Guðbjörg Friðriksdóttir, Gylfi Friðriksson.