Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
50METHIN6 5TRAN6E
15 HAPPENIN6T0ME,
CHARLIE 6R0UJN..
I KEEP HEARIN6
AN"EFLAT"IN
M'i' HEAD OVER
AND OVER..
fzr
Það er svolítið undarlegt
að koma fyrir mig, Kalli
Bjarna...
Ég heyri sífellt tóna
inni í höfðinu...
Smáfólk
HE'S LUCKY..I
KEEP HEARIN6
Hann er heppinn ... ég
heyri alltaf „bolti
fjögur!“
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Simi 569 1100 • Símbréf 5691329
Það er ljótt að pína
dýr sér til skemmtunar
Svar til Rafns Hafnfjörð
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
ALVEG er það með eindæmum að
annað eins ljúfmenni og Rafn Hafn-
fjörð er (af þeim kynnum sem ég
hafði við manninn; hér um árið), að
hann skuli telja hina fallegu „íþrótt"
stangveiði okkar mannanna þá
nauðsynlegu göfgun sem okkur
mennina vanti hvað mest - og sé í
ofanálag flestra meina bót fyrir þétt-
býiisfólk þessa lands vegna fírringar
borgarlífsins hér í sollinum, saman-
ber grein hans um veiðidag Qölskyld-
unnar sl. laugardag (25. júní).
Hvemig stendur á þvi, kæri Rafn,
að karlrembur heimsins geti nánast
aldrei fundið hjá sér þörf til sam-
vista við náttúruna nema að því sam-
fara verði að koma skipulagðar pynt-
ingar og dráp á nánast öllum dýrum
sem þetta volaða land gista með
okkur? Já, hvernig stendur eiginlega
á því, kæri Rafn?
Ég neita algerlega að trúa því að
ekki sé hægt fyrir okkur Homo sapi-
ens-tegundina að njóta friðsemdar
og líforkumögnunar náttúrunnar án
þess að veiðistangir, net, háfar,
byssur eða önnur dauðaverkfæri
og/eða dauðagildrur verði að vera
með í farteskinu. En það er einmitt
sú röksemdafærsla stangveiðimanna
og annarra krumpaðra karlrembna
heimsins sem mest er haldið á lofti
til að réttlæta þessa lágkúru í dag.
Þannig röksemdir standast heldur á
engan hátt lágmarksþekkingu á
ástandinu. Hvað þá að sú röksemda-
færsla sé í nokkru minnsta samræmi
við alla þá mannúð sem Kristur
kenndi okkur um lítilmagna heims-
ins.
Já, hvar er öll mannúðin kæri
Rafn? - Var okkur ekki kennt að
við ættum að gæta minnsta bróður
okkar sérstaklega? En ekki að beita
á hann stöng eða byssu vegna þess
að við værum svo eirðarlaus í fánýti
lífs okkar og smáborgaraskapar?
Og hvar er nú allur kærleikurinn
sem ekki síst veiðimenn hafa sífellt
á vörum sér um sjálfa sig og stétt
sína?
Nei, kæri Rafn, og aðrir skoðana-
bræður hans. Þessi skepnuskapur
sem hinn vestræni og (greinilega
illa) vitibomi maður hefur tileinkað
sér - að eyða helst flestum frístund-
um sínum í að kvelja saklaus dýr úti
í náttúrunni, sem á engan hátt geta
bjargað sér úr prísund klækja og
tæknibúnaðar okkar mannanna, er
skepnuskapur og lágkúra sem er
okkur til háborinnar skammar. Nóg
er skömmin að þurfa að rányrkja
landið og miðin í atvinnuskyni til
að halda þessari hátimbruðu og inn-
stæðulausu veislu okkar gangandi
hér í því sem kallast „vestræn sið-
menning“ eitthvað áfram, þó við
gerum það ekki okkur til dundurs
og skemmtunar að kvelja einnig
þessi vesalings og algerlega vamar-
lausu dýr plánetunnar í frítímum
okkar einnig. Það er stig ómenning-
arinnar sem allir kærleiksríkir og
hugsandi menn ættu að sameinast
um að við dyttum aldrei endanlega
niður á hvað sem öllum ömurleikan-
um viðvíkjandi sjávarútveginum í
heild sinni annars líður.
Þessvegna er ákall þitt til æsku
landsins og flölskyldna hennar um
að slást nú í för með ykkur veruleika-
fírrtu veiðimönnunum alger tíma-
skekkja hjá hugsandi fólki. Og þess-
vegna ber að harma uppákomur eins
og þennan ömurlega veiðidag fjöl-
skyldunnar þegar fjöldanum öllum
af börnum og unglingum var kennt
„frítt" eins og það heitir á fínu
máli ykkar - að veiða og komast
þannig „á bragðið" með að svala
náttúruþörf sinni með skepnuskap á
enn meiri sakleysingja, sem hin dýr-
in óneitanlega eru sem einnig gista
þetta land og þessa plánetu.
Það eru yfriðnógar aðrar leiðir til
að gleðja og laða æsku þessa lands
og systkini og foreldra hennar út í
náttúruna en með því að níðast á
varnarlausum dýrunum sem þar eiga
enn (a.m.k. að nafninu til) griða-
stað. Og fyrir því ættuð þið stang-
veiðimenn miklu frekar að beijast
og sýna sóma ykkar í. Ég nefni
bara sem dæmi róðrarferðir um vötn
fyrir þessa ungu landa okkar, sjó-
skíðakennslu og ferðir, gönguleiðir
um náttúruna - sem og fjallgöngu-
ferðir að ógleymdri trjá- og plöntu-
rækt og annarri uppgræðslu Iandsins
sem meira en lítil þörf er á.
Því segi ég og aðrir. Burt með
skepnuskapinn og lágkúruna. Upp
með virðinguna fyrir öllu sem lifir
og hefur tilfmningar! Það er í ofaná-
lag heimur sem hlýtur að koma þeg-
ar þessar blóðsportsíþróttir verða
endanlega teknar af virðingarstallin-
um í framvindu sögunnar.
MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON,
Grettisgötu 40b, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.