Morgunblaðið - 02.07.1995, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Grant í
Englandi
► HUGH Grant, sem hand-
tekinn var í Los Angeles síð-
astliðinn miðvikudag fyrir að
borga fyrir þjónustu vændis-
konu, hélt til Englands í gær.
Hann er því kominn aftur til
unnustu sinnar, Elísabetar
Hurley, sem lýst hefur yfir
stuðningi sínum við hann.
Dyravörður á hóteli í New
York hafði reyndar séð
hjartaknúsarann síðastliðinn
fimmtudag. Hann hafi verið í
eðalvagni með farangur í far-
teskinu. Engum sögum fer af
endurfundum parsins þokka-
fulla, enda vafalaust fáir til
EKKI er öllum svip eins að trúa. frásagnar.
Novell hittir Hanks
GEIMFARINN fyrrverandi,
Jim Novell, er ánægður með að
Tom Hanks skuli túlka persónu
hans í Apollo 13, sem frumsýnd
var síðastliðinn föstudag í
Bandaríkjunum. Hann segir að
misheppnuð för Apollo 13 til
tunglsins fái loks verðskuldaða
athygli, en stjórnendur NASA
hafi alla tið reynt að gera sem
minnst úr henni.
„Margir eru á því að þetta
hafi verið sigurför fyrir alla sem
að henni stóðu, hvað varðar hug-
vitssemi, samvinnu og ákveðni,"
segir þessi 67 ára fyrrverandi
geimfari. Hann hitti Hanks í
frumsýningarhófi myndarinnar.
AUSTURLENSK TEPPI
OG SKRAUTMUNIR
Hringbraut 121, sími 552 3690
Raðgreiðslur til 36 mán.
KafíiLeikiiusit
Vesturgötu 3
I HI.ADVAHPANUM
Herbergi Veroniku
í kvöld kl. 21, fim 6/7 kl. 21
MiSi m/matkr. 2.000
Matargestir mæti kl. 19:30
Jónas Árnason og Keltar
mán 3/7 kl. 21
MiSaverSkr. 1.000
Eg kem frá öðrum löndum...,
þn 4/7 kl 19:30 fös 7/7 kl. 19:3oS
MiSim/matkr. 1.500 1
Salka Valka; sfage reading
at 16:00, sat. & sun. gj
Eldhúsið og barinn
opin fyrir & eftir sýningu ■
Miðasala allan sólarhringinn i síma 551-9055
Svarthöfða-
gríma á markað
► AÐDÁENDUR Stjörnustríðs-
myndanna hafa fengið eitthvað
við sitt hæfi. Nýlega kom á mark-
að í Bretlandi nákvæm eftirlíking
grímu illmennisins Svarthöfða,
sem Logi geimgengill háði harða
rimmu við. Gríman er í tveimur
hlutum, svo hún umlykur algjör-
lega höfuð þess sem ber hana.
Verðið á þessari nýjung er
frekar í hátt, eða um 5.000 kr. í
Bretlandi.
BORGARLEIKHUSIÐ sím. 568-800G
r LEIKFÉLAG REYKJAVfKUR
Rokkóperan: Jesús Kristur SÚPERSTAR
eftir Tim Rice og Andrew Loyd Webber.
Frumsýning föstudaginn 14. júii, örfá sæti laus.
Sýning laugardaginn 15. júlí, sunnudaginn 16. júlí.
Miðasala hafin.
Miðasalan verður opin frá kl. 15-20 alla daga og einnig tekið á móti miðapöntun-
um í sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383.
ii'i'i'iili'n'iliri'í
Morgunblaðið/Þorkell
Beðið eftir Frejrju
Á LANDNÁMSSÝNINGUNNI í
Hafnarfirði, sem stendur til 9. júlí,
stunda erlendir gestir nú list sína
af miklu kappi. Dani er að gera
Bautarstein fýrir Fjörukránna og
þýsk hjón skera út goðalíkneski og
vefa teppi að hætti víkinganna.
Dönsk fyndni meitluð í stein
Magnus Krogh Andersen er
danskur myndhöggvari. Hann er nú
í óða önn að festa myndir á granít-
stein eftir teikningum Hauks Hall-
dórsonar myndlistarmanns. Anders-
en er þekktur listamaður í heima-
landi sínu en hefur ekki unnið verk
um víkinga áður. Hann segist hafa
byrjað steininum heima hjá sér og
ætlar að ljúka honum hér. Hvern
dag frá tvö eftir hádegi til sjö á
kvöldin glímir hann við steininn með
hamar og meitil að vopni í umferð-
arnið Strandgötunnar. Steinninn á
að vera minnisvarði um víkingana.
Steinninn stendur við sýningarsal-
inn Portið en Andersen sýnir nokkur
verk sín þar, meðal annars steinrólu.
Rólan segir margt um listamanninn
sjálfan. Það má snerta hana og róla
í henni. Fyndni hans birtist í því að
karlmenn eiga setjast í róluna öðru
megin og kvenfólk hinumegin. Tákn
opinbera kynjunum hvoru megin
rétt er róla.
Lifa og hrærast á öldum
víkinganna
Þýsku hjónin Dieter og Andrea
Scholz eru gagntekin af lifnaðar-
háttum víkinganna sem ferðuðust
um á 9.-11. öld til að ræna, versla
og nema land. Heimili þeirra í Þýska-
landi er líkt víkingasafni, meira að
sega hjónarúmið er smíðað í stíl við
rekkjur víkinganna. Það er nú til
sýnis fyrir almenning í Portinu. Diet-
er og Andrea fluttu sérsmíðaða og
útskoma innanstokksmuni úr húsi
sínu til Hafnafjarðar til sýningar.
Dieter og Andrea iðka list sína á
Landnámssýningunni. Dieter hefur
lokið við að skera út stóra tréstyttu
af Frey, guði frjósemi og ástar. Út-
skurðarmaðurinn mun nú hefjast
handa við Freyju systur hans.
Andrea sérhæfir sig í vinnubrögð-
um kynsystra sinna á víkingaöldun-
um. Hún vefur, spinnur og þæfir og
fræðir áhugasama um störf víkinga-
kvenna.
Andrea Scholz segir að þau Dieter
fari stundum í skólaheimsóknir og
fræði börnin um hætti og hugsun
víkinganna og haldi námskeið til
dæmis á Norðurlöndunum og í og
Þýskandi, Hollandi, Belgíu. Hún tel-
ur að það sé hollt að öðlast þekkingu
á lifnaðarháttum víkinganna. Þeim
fylgi sterkur og uppbyggjandi andi.
Andrea og Dieter fara í slóð vík-
inganna og kenna víkingafræðin í
löndum sem þeir sóttu forðum. Þau
eru ennfremur að undirbúa víkinga-
ferðalag sem verður að öllu leyti í
fornum stíl.
ANDREA Scholz kembir ull.
;
i
DIETER Scholz lýkur við Frey,
Brosandi
Brooke
► LEIKKONAN Brooke Shields
sýnir ljósniyndurum hring nokk-
urn sem unnusti hennar, tennis-
leikarinn Andre Agassi, gaf
henni. Á myndinni er hún á leið-
inni frá Wimbledon- tennisleik-
vanginum, en Agassi hafði fyrr
um daginn borið sigurorð af Pat
McEnroe, yngri bróður hins
skapmikla Johns McEnroe.