Morgunblaðið - 02.07.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
BINOCHE,
næsta andlit
Lancome.
ÞEIR sem þekkja Binoche ættu
að sjá svolítið af henni í þess-
ari mynd af Rosselini. Núver-
andi og næstkomandi andlit
Lancome eru að renna saman.
*
Isabella
breytist
í Júlíettu
!► LEIKKONAN stórættaða,
Isabella Rosselini, birtist les-
endum tiskublaða sem andlit
Lancome-snyrtivörurisans enn
sem komið er. Starfslok henn-
ar hjá fyrirtækinu voru þó
boðuð í vor og jafnframt lýst
yfiivað arftakinn yrði önnur
íðilfögur leikkona. Juliette
- Binoche heitir hún og er
islenskum bíógestum kunn-
ust úr Bláum, mynd pólska
leikstjórans Kieslowskis.
Fólk í fréttum sagði sam-
stundis frá þessu og veitir
því nú athygli að Rosselini,
sem raunar er á förum til
Lancaster-fyrirtækisins,
breytist smám saman i Binoche
í auglýsingum Lancome.
I þessari ilmvatnsauglýsingú
Lancome, sem prentuð er í júní-
heftum helstu tískurita, má vart
á milli sjá hvor konan situr fyr-
ir. Þó mun ljóst að ísabella er
enn fulltrúi fyrirtækisins, með
fagurlega málaðar varir sem líkj-
ast munni Júlettu glettilega.
Enda er best að fara fínt í breyt-
ingar og skelfa ekki viðskiptavini
með byltingu.
ROSSELINI, eins og hún á að sér að vera.
Fjör hjá Clinton
► GEORGE Clinton, funktónlistarmaðurinn lit-
ríki, spilaði nýlega á rokkhátíðinni „Laguna
Seca Daze“ í Kaliforníu. Tónlistarmenn á hátíð-
inni voru meðal annarra Bob Dylan og hljóm-
sveitin The Black Crowes. „Ég naut mín alveg
sérstaklega vel meðal allra rokkaranna,“ sagði
gamli funkbassinn, sem var á hátindi ferils síns
á áttunda áratugnum og söng meðal annars lag-
ið „Paint tíie White House Black". Hljómsveit
hanSj „The P. Funk AU Stars", spilaði með hon-
um. I seinni tíð er George helst þekktur fyrir
samstarfið við hljómsveitina Primal Scream.
CLINTON, í miðið, ásamt meðlimum
„The Black Crowes“.
SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995 35
liMHII.l
9 SMÁ HJEM
Vlka í Kaupmannahöfn með eigin
baðherbergi og salerni, sjónvarpi,
bar, ísskáp og morgunmat, sameigin-
legu nýtísku eldhúsi og þvottahúsi.
Allt innréttað í fallegum byggingum.
Njóttu lúxus-gistingar á iágu verði
við Osterport st. Við byggjum á því
að leigja út herbergi til lengri tíma.
Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17.
Verð fyrir herbergi:
Eins manns......2.058 dkr. á viku.
Elns manns........385 dkr. á dag.
Tveggja manna....2.765 dkr. á viku.
Tveggja manna.....485 dkr. á dag.
Morgunverður er innifalinn í verðinu.
Hótel— íbúöir
meö séreldhúsi, baðherbergi og
salerni og aögangi að þvottahúsi.
Eins herbergis íbúð, sem rúmar einn,
2.058 dkr. á viku.
Eins herbergis íbúð, sem rúmar tvo,
2.765 dkr. á viku.
Eins manns íbúö m/eldunaraöstööu,
sem rúmar tvo, 2.989 dkr. á viku.
Tveggja herbergja íbúö.
Verð á viku 3.486 dkr.
Tveggja herbergja íbúö.
Hótel-íbúö sem rúmar fjóra.
Verð á viku 3.990 dkr.
Morgunmatur er ekki innifalinn.
(okkar rekstri:
Tagensvej 43, Thorsgade 99-103,
2200 Kobenhavn N,
2ja herbergja hótel—íbúðir
sem rúma þrjá.
Með sturtuklefa..2.198 dkr.
3ja herbergja....3.990 dkr.
HOTEL
9 SMÁ HJEM,
Classengade 40,
DK-2100 Kobenhavn O.
Sími (00 45) 35 26 16 47.
Fax (00 45) 35 4317 84.
AÐALFUNDUR
verður haldinn 4. júlí 1995, kl. 17:15, Grand Hótel, Gallerí
HLUTABRÉFASJÓDUR VÍB HF.
1. Fundarsetning.
2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár — Kristján Oddsson, formaður.
3. Arsreikningur í’yrir reikningsárið 1. nraí 1994 til 30. apríl 1995.
4. Onnur aðalfundarstörf sbr. 14. grein samþykkta lelagsins.
5. Harry á hlutabréfamarkaði —Agnar Hansson, stærðfræðingur.
6. Önnur mál.
Hluthafar eru hvattir til að mæta!
VlB
VEFtÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Armúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.