Morgunblaðið - 02.07.1995, Qupperneq 40
iO SUNNUDAGUR 2. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FJOLBREYTT MAIMIMLÍF Á POLLAMÓTI í EYJUM
SESSELJA Berndsen
„Amma
Stjama"
SESSELJA Berndsen fylgdi barna-
barni sínu úr Stjörnunni en blaða-
maður heyrði fyrst af henni þegar
einn pollinn kallaði „Amma
Stjarna." Það var ekki barnabarnið,
heldur einhver annar Stjörnupolli
en nafnið var fast við hana.
Einn daginn bakaði hún pönnu-
kökur í tæpa fimm tíma og hurfu
þær allar jafnóðum í pollana.
„Þessir strákar eru allir vinir
mínir og ég er alsæl með þá. Ég
er búinn að lofa að koma aftur,“
sagði Sesselja um drengina en þeg-
ar hún var spurð um pönnuköku-
baksturinn og smurðu brauðin sagði
hún: „Æ, þetta var nú ekkert og
tekur því ekki að minnast á þetta.“
Af gubbukeppni og frá-
bærum þernum í Herjólfi
LIÐ KA frá Akureyri lenti í talsverður hremmingum á leið sinni til
Eyja. Akureyringar sendu bíl suður með matinn og mest af farangrin-
um en ætluðu sjálfir að fljúga. En það vildi ekki betur til en svo að
ófært var alla flugleiðina til Eyja og því urðu þeir að lenda í Reykja-
vík. Þá var brugðið á það ráð að keyra til Þorlákshafnar og fara með
Heijólfí. Skyndibitafæðið, sem fólkið fékk sér í Reykjavík virðist ekki
hafa farið vel í mannskapinn og sjógangurinn ekki verið á bætandi,
því af 37 manna hóp barna og fullorðinna, köstuðu aðeins sex ekki upp.
En keppnisskapið var til staðar og þegar á Ieið fannst strákunum
ekki nein frétt að einhver væri að „gubba“, svo að þeir fóru að met-
ast hver hefði kastað mestu upp og hver oftast. Sigurvegari í þeirri
keppni var þó ekki krýndur og óvíst hvort þetta verði oftar „keppnis-
grein" á Pollamótinu í Eyjum enda útgangurinn á keppendum frekar
óyndislegur.
Þernurnar í Heijólfi er alvanar og björguðu málinu. Þær tóku sig
til, tóku öll óhrein föt, þvoðu og þurrkuðu svo að allir krakkarnir
gátu gengið á land í hreinum og fallegum búningum og verið félagi
sínu til sóma. Þessi vaska framganga Heijólfsþerna var mikið rædd
á pollamótinu og kunnu foreldrar þeim miklar þakkir.
Arieg „innrás" í Heimaey
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
ÁKAFIIMIM í þessum ungu drengjum leynlr sér ekki, enda þarna að taka þátt í sinni heimsmeist-
arakeppni — svo mikilvægt er mótið í Eyjum að þeirra dómi. Myndin er úr leik ÍA og Týs.
MANNLÍFIÐ í Vestamannaeyj-
um fór á flug um sfðustu helgi
þegar rúmlega 800 pollar
ásamt álíka fjölda af foreldrum,
þjálfurum og aðstoðarmönn-
um, flykktust út í Eyjar og lögðu
þær undir sig til að taka þátt
í Pollamótinu í knattspyrnu.
Áhugi pollanna var ákafur og
einlægur, það fór ekki á milli
mála, og foreldra ekki síðri en
þeir áttu yfirleitt í meiri vand-
ræðum með að hafa tök á til-
finningum sínum íáhorfenda-
brekkunum. Skrúðgangan í
upphafi mótsins, með tæplega
tvö þúsund manns, fékk líka
marga til að klökkna.
Það var stórkostlegt að ganga
um Vestmannaeyjar meðan á
mótinu stóð, hvarvetna voru litlir
pollar einbeittir á
Stefán svip enda staddir á
Stefánsson sinni heimsmeistara-
skrifar keppni. Ekki var
minna íjör að fylgj-
ast með sumum leikjunum því ef
boltinn skaust eitthvað fylgdi skar-
inn í heild sinni á staðinn eins og
fuglager. Það var líka gaman að sjá
þá stundum þegar boltinn var ekki
nálægt, þá var oft bara spjallað við
næsta mann, fylgst með hvort pabbi
eða mamma væru ekki örugglega
að horfa á eða þá bara að bora pínu-
lítið í nefíð!
Oft hefur verið rætt um agaleysi
ungviðisins en þarna var annað upp
á teningnum. Þjálfarar yngri liðanna
í dag eru oft menntaðir íþróttakenn-
arar eða reyndir leiðbeinendur sem
kunna sitt fag, leggja til dæmis lín-
urnar og setja ákveðnar reglur sem
ekki er sveigt útaf enda kunnu
krakkarnir ágætlega við það fyrir-
komulag og hlýddu í einu og öllu.
Auðvitað voru prakkarar inná milli
en það truflaði ekki. Þessi regla
gerði það að verkum að hrein unun
var á að horfa, markmiðið var það
eitt að spila fótbolta og skemmtunin
frábær, oft mun meiri en þegar full-
orðnir eigast við.
Mótshaldarar hafa leyft 24 félög-
um að taka þátt í mótinu en hvert
lið getur sent 3 lið svo að fjöldi kepp-
enda er 847 nákvæmlega. Þeir segja
ekki koma til greina að auka við það
því þá yrði varla gerlegt að halda
utan um mótið. Þetta hefur gert það
að verkum að biðlisti hefur myndast
enda mikil ásókn. Njarðvíkingar
duttu í lukkupottinn í ár því þeir
fengu sæti Gróttudrengja sem sáu
sér ekki fært að mæta. „Við vorum
búnir að bíða í íjögur ár og erum
komnir til að vera,“ sagði Freyr
Sverrisson þjálfari þeirra Njarðvík-
inga, „þetta eflir allt félagsstarf hjá
okkur og nær að halda drengjunum
við efnið í vetur því þetta er tvímæla-
laust samsvarandi heimsmeistara-
keppninni hjá þeim. Fögnuðurinn hjá
krökkunum var nánast ævintýraleg-
ur þegar við fengum jákvætt svar
frá Eyjum og ekki var hann síðri
hjá foreldrunum."
í ár voru foreldrar og aðstoðar-
menn aðeins fleiri en þátttakendur
og tóku virkan þátt í mótinu. Áttu
.reyndar oft bágt með sig í brekkun-
um, langaði að skeiða inná völl og
sína hvernig á að gera hlutina. Sum-
ir héldu niðri í sér andanum en aðr-
ir létu það fyrsta sem þeim datt í
hug flakka. Það var oft ekki í neinu
samræmi við vilja þjálfara en allt
var þetta hluti af spennandi leik.
Þeir voru einnig oft boðnir og búnir
að ráðleggja hvernig skipulagið væri
betra, stundum miðað við sínar þarf-
ir. Reyndar segja þrautreyndir móts-
haldarar að þetta sé ekkert nýtt en
þeir taki þann pólinn í hæðina að
gerast 10 ára í anda þegar kemur
að því að setja niður greinar en
skipuleggji síðan miðað við hvað
krakkar á þeim aldri vilja. Það var
ekki annað að sjá en það dæmi gengi
upp og allir ánægðir í lokin.
Morgunblaðið/Sigfús
Yngist með hveiju árinu
HJÓNIN Guðjón Magnússon og Anna Grímsdóttir mættu í lokahófíð,
ásamt barnabaminu Guðjóni Magnússyni. „Mér finnst mjög gaman að
vera í kringum þetta, maður heldur sér ungum og verður yngri og yngri
með hveiju árinu í kringum þessi pollamót," sagði Guðjón, 74 ára, sem
var formaður Týs og er nú formaður þjóðhátíðarnefndar í Eyjum.
„Það hefur orðið gerbreyting á starfi íþróttafélaganna í Eyjum við
þessi mót, þau rifa upp unglingastarfíð og lyfta upp bæjarlífínu því flest-
allir fylgjast með,“ sagði Guðjón. „Drengimir hafa verið alveg til fyrir-
myndar, þeir koma svo vel fram að mann langar til að knúsa þá,“ sagði
Anna sem mætti alla morgna í sjálfboðavinnu upp úr klukkan 6 til að
undirbúa morgunmat fyrir keppendur.
„Spyr konuna bara
um eitt ár f einu“
JÓNAS Sigurðsson sá um alla
tölvuvinnslu á mótinu, eins og hann
hefur gert frá upphafi,
setti niður tímasetning-
ar, útbjó viðurkenning-
arskjölin og gaf að auki
út Shellmótsfréttir, sem
er fjórblöðungur í A4
formi með öllum úrslit-
um og fullt af myndum.
Jónas er Vestmanna-
eyingur sem flutti upp
á land fyrir þremur
árum en hann hefur
unnið á pollamótunum
öll tólf árin og tölvu-
væðingin stöðugt undið
uppá sig. En ætlar Jónas að halda
áfram að starfí sínu við mótin? „Ég
þori nú ekki annað en spyija kon-
una um eitt ár í einu svo að ég
get ekki gefið neinar
yfírlýsingar."
Það er ekki bara að
Jónas sitja innilokaður
í Týsheimilinu næstum
allt mótið og sinni
nauðsynlegum verkum,
heldur „fékk“ hann
herbergi uppi á lofti í
Týsheimilinu og „þarf“
því ekkert endilega að
fara undir bert loft á
daginn. Reyndar héldu
stúlkurnar í veitinga-
sölunni í Týsheimilinu
fengi „samlokueitrun"
Jónas
Sigurðsson
að Jónas
hvað úr hveiju á sunnudeginum.
Kleópatra
FARIÐ var með pollanna í
skoðunarferðir um Vest-
mannaeyjar og í einni slikri
var drengjunum sýndur stór
steinn sem kallaður er Kleóp-
atra. Einn þeirra rak þá upp
stór augu og sagði: „Kleóp-
atra, var það ekki drottning
í Róm? Kom hún hingað?“
Heitir molar
ÞJÁLFARAR fór með krakk-
ana út í hraunið í Eyjum til
að leyfa þeim að finna ylinn
sem enn kemur úr jðrðinni.
Það lá auðvitað beinast við að
keppa í einhveiju og úr varð
að krakkarnir kepptu i að
finna heitasta hraunmolann.
Frumraun
NJARÐVÍKINGAR voru að
taka þátt i Pollamótinu i
fyrsta sinn og gekk ekki sem
best í frumraun sinni. Þeir
náðu þó einu markalausu jafn-
tefli og sýndu þá kunna fagn-
aðartakta úr síðustu heims-
meistarakeppni.
Leikrænir
tilburðir
DÓMARAR stóðu sig með
sóma á Pollamótinu. Þeir
sögðust oft sjá bregða fyrir
stórkostlegum Ieikaratöktum,
sérstaklega úr itölsku knatt-
spyraunni, þar sem pollarnir
veítust um í grasinu. Sögðust
dómarar oft hafa átt erfitt
með að skella ekki upp úr.
Flugfreyjur?
FORELDRAR Stjörnupoll-
anna komu vel undirbúnir til
Eyja og höfðu meðal annars
með sér sparifötin og mættu
í þeim á fararstjóraballið á
föstudeginum. Þar vöktu kon-
umar athygli og í bænum var
rætt um „hvort menn hefðu
séð allar flugfreyjurnar sem
voru á ballinu.“ A sunnudegin-
um færðist enn sælubros á
konurnar úr Garðabænum
þegar minnst var á „flugfreyj-
urnar.“
Spámaður
BJÖRGVIN Eyjólfsson mót-
stjóri sló í gegn hjá pollunum.
Hann sagði í hátalarakerfið í
greryandi rigningu á laugar-
deginum: „Svo sjáumst við í
sól og blíðu morgun." Daginn
eftir var sól og blíða og þeir
litu á hann með lotningu eftir
það.
Getspakir
DRENGIRNIR í KA vora get-
spakastir þegar liðin áttu að
giska á hvað væru margir
molar í stóram sælgætispoka.
Þeirra tala var 404 og fengu
þeir að eiga innihaldið. For-
eldrar voru ekki kátir en
fögnuður drengjanna var slík-
ur að ein mamman í hópnum
sagði að hann hefði ekki orðið
meiri ef þeir hefðu sigrað í
niótinu.
Lukkupen-
ingurinn
EINN leikmanna kom til dóm-
ara og sagði að annar strákur
væri með pening I lófanum svo
að dómarinn fór að skoða
málið. Það stóð heima því leik-
maðurinn var með hundrað
krónu seðil í lófanum og bað
dómarann auðmjúklega að
leyfa sér að hafa hann áfram
því seðilinn væri happapen-
ingur.