Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Alusuisse-Lonza leitar eftir samstarfi um rekstur álverksmiðja fyrirtækisins Óljóst hver áhrifin verða á rekstur IS AL SVISSNESKA álfyrirtækið Alusuisse-Lonza, eigandi álversins í Straumsvík, er að leita að samstarfsaðila um rekstur álverksmiðja sinna og gæti jafnvel farið svo að áldeild fyrirtækisins yrði tekin út úr rekstri þess og stofnað um hana nýtt fyrirtæki ef samningar um samstarf nást. Þetta er haft eftir aðalforstjóra Alusuisse- Lonza, Theodore Tschopp, í frétt Reuter í gær. Að sögn Tschopp er markmiðið með slíku sam- starfí að komast inn á nýja markaði þar sem þekking fyrirtækisins á sviði álframleiðslu gæti komið að góðum notum. Alusuisse selur nú um 75% af álframleiðslu sinni í Evrópu en afgang- inn til Bandaríkjanna og Asíu. Að sögn Einars Guðmundssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra hjá íslenzka álfélaginu, er þetta ekki í fyrsta sinn sem Alusuisse leitar eft- ir slíku samstarfí. Fyrir tveimur árum hafi fyrir- tækið staðið í viðræðum við bandaríska álfyrir- tækið Alcoa um samstarf. Ætlunin var að hefja framleiðslu á álplötum fyrir flugvélaiðnað í Wallis í Sviss en kostnaðurinn við framleiðsluna reyndist of mikill og hætt var við samstarfið. Reksturinn hefur gengið vel Einar segir að sér hafí ekki verið kunnugt um þessar fyrirætlanir Alusuisse-Lonza nú og segir það alveg óljóst hvaða áhrif, ef nokkur, þær kunni að hafa á verksmiðjuna hér á landi. Ekki náðist í Theodore Tschoþp í gærkvöldi vegna þessa máls. Rekstur Alusuisse-Lonza hefur gengið mjög vel að undanfömu og skilaði fyrirtækið 180 milljón dollara hagnaði eða sem samsvarar rúm- um 11 milljörðum íslenskra króna. Á þessu ári er búist við því að hagnaður fyrirtækisins auk- ist um 50%. Stærsti vaxtarbroddurinn í rekstri fyrirtækisins á síðasta ári var í pökkunardeild þess, en A-L keypti Lawson Mardon pökkunar- fyrirtækið snemma árs 1994. Hins vegar er það haft eftir Tschopp að rekstur álverksmiðja fyrir- tækisins gangi betur en ráð var fyrir gert á fyrri hluta þessa árs. Tschopp sagði ennfremur að ákvörðunar væri að vænta um nýtt nafn á samsteypuna og myndi það nafn endurspegla betur hina þríþættu starf- semi fyrirtækisins í stað áherslunnar á álfram- leiðslu þess. Botnfiskvinnsla Sumarhátíðir í leikskólum Dagvistar bama í Reykjavík Spáð 3,6 milljarða halla BOTNFISKVINNSLAN er rekin með 9% tapi og nemur það 3.600 milljón- um kr. miðað við heilt ár. Þetta kem- ur fram í rekstraráætlun sem Samtök fískvinnslustöðva hafa gert fyrir botnfiskvinnsluna miðað við stöðuna í byq'un þessa mánaðar. Stóraukinn halla segja samtökin að megi rekja til verðlækkana á af- urðum sem að nokkru leyti stafí af lækkuðu gengi bandaríkjadollars og breska pundsins gagnvart krónunni. Hækkanir á gengi japanska jensins og þýska marksins hafi ekki vegið þetta upp fyrir fiskvinnsluna. Þá eigi innlendar kostnaðarhækk- anir að undanfömu töluverðan þátt í auknum hallarekstri, en auk launa- kostnaðar hafí aðrir innlendir kostn- aðarliðir, svo sem umbúða- og flutn- ingskostnaður hækkað. Mestur er áætlaður halli á fryst- ingu, eða 2.675 milljónir kr. á árinu, en áætlað er að 933 milljóna kr. halli verði á söltun. Morgunblaðið/Golli Flestir leik- skólar opnir í sumar Kona í Reykjavík stefnir Búnaðarbanka Islands Krefst endurgreiðslu á vanskilagjaldi KONA í Reykjavík hefur höfðað mál gegn Búnaðarbanka íslands og krefst endurgreiðslu á vanskila- gjaldi sem bankinn hafi lagt á afborganir af skuldabréfí sem hún gaf út í viðskiptum við bókaút- gáfu, án þess að slík gjaldtaka væri, að því er konan telur, heim- il, hvorki samkvæmt lögum né ákvæðum skuldabréfsins. 6 af 18 gjalddögum skuldabréfs- ins, sem var að höfuðstóli um 27 þúsund krónur, lentu í vanskilum. Bankinn, sem annaðist innheimtu bréfsins fyrir bókaforlagið, lagði 660 kr. vanskilagjald á 5 gjalddaga í bankanum en 330 krónur á einn gjalddaga. Að auki voru dráttar- vextir lagðir á í samræmi við ákvæði skuldabréfsins. Afborganir, vextir og dráttarvextir runnu til forlagsins en vanskilagjald og inn- heimtukostnaður til bankans. Konan greiddi vanskilagjaldið en gerði fyrirvara um endur- greiðslu þar sem hún taldi inn- heimtuna ólögmæta. Stefna Jóns Magnússonar hrl, fyrir hönd kon- unnar, var lögð fram í Héraðsdómi í síðustu viku og var bankanum þá veittur frestur til að skila grein- argerð. Án lagaheimildar í stefnunni kemur fram að kon- an byggi mál sitt á því að bankan- um hafi verið óheimilt að krefjast þess að hún greiddi vanskilagjald- ið og því eigi hún heimtingu á endurgreiðslu þess. Slíkt vanskila- gjald eigi sér enga lagaheimild en án slíkrar heimildar sé ekki unnt að leggja sérstök gjöld á skuldara enda verði ekki innheimt önnur gjöld af skuldurum en þau sem beinlínis er getið um á skuldabréfi eða sambærilegri skuldaviður- kenningu. Þá hafi ekkert samn- ingssamband verið milli konunnar og bankans heldur hafi hún skuld- bundið sig til að greiða bókaútgáf- unni ákveðna skuld ásamt kostn- aði auk dráttarvaxta ef til van- skila kæmi og innheimtukostnað- ar. Hún hafi hins vegar ekki skuld- bundið sig til að hlíta heimildar- lausri geðþóttaákvörðun bankans um vanskilagjald, heldur eingöngu þann innheimtukostnað sem greiða skyldi samkvæmt ákvæðum skuldabréfsins. í stefnunni segir ennfremur að flestar lánastofnanir hafi tekið sig saman um innheimtu sérstaks vanskilagjalds. Vanskilagjald geti numið hærri fjárhæðum en van- skilavextir, sérstaklega þegar um lágar fjárhæðir er að tefla. FORELDRAR og börn í Foldakoti gerðu sér glaðan dag á sumarhá- tíð í leikskólanum í gær. Sumarhá- tíðir, með grilli og tilheyrandi, eru árviss viðburður í flestum leik- skólum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum er hátiðin haldin á af- mælisdegi leikskólans. Foldakot á hins vegar ekki afmæli fyrr en sumri er farið að halla og því var ákveðið að halda hátíðina um mitt sumar. Ekki líður heldur á löngu þar til sumarlokun tekur við í leik- skólanum, 17. júlí. Bergur Felixson, framkvæmda- stjóri Dagvistar barna, sagði að farið hefði verið að stuðla sérstak- lega að því að leikskólar væru opnir í fyrrasumar. Engu að síður væru 17 leikskólar af 60 lokaðir í um einn mánuð, oft frá um 17. júlí til 15. ágúst, í sumar. Yfirleitt væri ástæðan sú að sinna þyrfti stærri verkefnum í viðhaldi lóða eða vinna við viðbyggingar. Svo væru dæmi um að kannanir hefðu leitt í þ'ós að langflestir foreldrar færu í sumarfrí á sama tíma. Unn- ið verður við 7 til 8 viðbyggingar við leikskóla í sumar. Alls er pláss fyrir um 5.100 börn í leikskólum á vegum Dagvistar barna. Póstur og sími Leiðrétt- ingaskrá í vændum PÓSTUR og sími vinnur nú að útgáfu viðbótarskrár með leiðréttingum við símaskrána. Stefnt er að því að nýja skráin komi út upp úr miðjum júlí. Dreifa á leiðréttingaskránni í sama upplagi og símaskránni sjálfri. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma er með útgáf- unni verið að bregðast við kvörtunum sem borizt hafa vegna villna í nýju skránni. Mun viðbótarskráin innihalda leiðrétt nöfn og númer um 200 einstaklinga og fyrirtækja. Póstur og sími ber allan kostnað sem hlýzt af útgáfu og dreifingu viðbótarskrárinn- ar. Kona kærði nauðgnn KONA á fímmtugsaldri hafði samband við lögreglu um þrjú- leytið í fyrrinótt og tilkynnti að sér hefði verið nauðgað. Samkvæmt upplýsingum lögreglu óskaði konan eftir aðstoð vegna þess að maður, sem hún hafði hitt á veitinga- húsinu Keisaranum, meinaði henni útgöngu. Að sögn kon- unnar hafði hún farið heim með manninum af veitingahús- inu og þar hefði maðurinn þröngvað henni til samræðis við sig. Þegar lögreglan kom á stað- inn neitaði maðurinn, sem var undir áhrifum áfengis, að hafa haft samfarir við konuna. Hann var fluttur á lögreglustöð til blóðsýnatöku en konan var flutt á móttöku fyrir fórn- arlömb kynferðislegs ofbeldis á Borgarspítala. Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Maðurinn er ekki í haldi. Kominn úr öndunarvél LÍÐAN mannsins, sem slasað- ist alvarlega í fyrradag þegar hann datt á steypustyrktar- járn, er eftir atvikum góð, að sögn læknis á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Maðurinn féll úr stiga ofan á steypustyrktaijám sem gekk í gegnum hann. Jámið var klippt frá og maðurinn fluttur á Borgarspítala þar sem járnið var fjarlægt. Ólafur Olafsson læknir sagði í gær að maðurinn væri kominn úr öndunarvél en tíminn yrði að leiða í ljós hvort hann næði sér að fullu. Líðan hans væri eftir atvikum góð. Kviknaði í bifreið VEIÐIMENN vora við iðju sína í Víðidalsá í gærmor'gun þegar kviknaði í bifreið sem stóð þar hjá og hún brann til kaldra kola. Einn veiðimaður hafði lagt sig í bifreiðinni og lá þar sofandi þegar eldurinn kom upp. Hann var vakinn af öðrum veiðimanni og náði að bjarga sér út úr bifreiðinni. Eigandi bílsins og ökumaður var við veiðar á sama tíma og er grun- aður um ölvun við akstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.