Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 7 FRÉTTIR Húsinu pakkað saman að hausti NÝSTÁRLEGT hús hefur verið reist við Hreðavatnsskála í Borg- arfirði. Þar verða haldnir dansleik- ir i sumar og á kvöldin þegar sólin baðar allt geislum sinum má draga þak þess frá rétt eins og á blæjubil. Undanfarin þrjú ár hafa verið haldnir vinsælir dansleikir að Hreðavatni. Bogomil Font var helsta aðdráttaraflið í fyrstu og er hans að vænta síðar í sumar auk margra annarra hljómsveita. Húsnæði skálans var orðið of lítið fyrir allt það dansþyrsta fólk sem sótti staðinn heim og því var ráð- ist í að byggja við. Viðbygginguna hannaði Einar Þorsteinn, sem er einna þekktast- ur fyrir hönnun kúluhúsa. Hún er rúmlega 100 fermetrar að gólf- máli og yfir henni eru súlur á valsi. Valsinn má síðan færa til með vökvadælu og draga þakið frá og yfir aftur án fyrirhafnar. Húsið er síðan tekið niður að hausti og geymt til næsta vors. Eigendur Hreðavatnsskála eru Hlíf Steinsdóttir og Steinn Péturs- son sonur hennar. Veitingastjóri staðarins er Birgir Jónsson en hann var áður með veitingahúsið Gullna hanann í Reykjavík. Kalkúnalærin ekki afgreidd úr tolli Vottorð reyndust frá röngu landi FYRSTA sendingin af steiktum kalk- únalærum sem Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus fékk til landsins J vikunni hefur enn ekki fengist af- hent, því vottorð reyndust ekki vera frá réttu landi. Lærin eru framleidd í Hollandi en flutt til íslands frá Danmörku. Jóhannes segir að í fyrstu hafi verið framvísað vottorðum frá Dan- mörku en það ekki gengið. Síðan hafí það komið í ljós að vottorðin þyrftu að koma frá Hollandi. Verk- smiðjan þar hefði hins vegar ekki fengist til að gefa út upprunavott- orð, nema ef kjötið færi beint úr verksmiðjunni. Því hefur Jóhannes pantað nýja sendingu af ofnsteiktum lærum frá Hollandi og er von á þeim í næstu viku. Segir hann að öll vottorð eigi að vera í lagi með þeirri sendingu. Hvað varði sendinguna sem ekki fæst afgreidd, eða um 100 kíló af lærum, býst Jóhannes við að selja þau jafnvel í erlend skip. Frosnir kjúklingar í skip Á miðvikudag fer sending af frosnum sænskum kjúklingum í skip og segir Jóhannes að hann sé kominn með öll vottorð sem með sendingunni þurfa að vera, meðal annars almennt heilbrigðisvottorð og vottorð sem sýni að kjúklingarnir séu ekki sýktir af salmonellu, né aldir á hormónum. Býst hann því ekki við að lenda í neinum vandræðum með að fá þá afgreidda. Flugumferðarstjórar Frekari aðgerðir ekki útilokaðar FORMAÐUR Félags íslenskra flug- umferðarstjóra, Þorleifur Björnsson, vill ekki útiloka að flugumferðarstjór- ar grípi að nýju til aðgerða til að ít- reka kröfur sínar ef samningaviðræð- ur heíjast ekki fljótlega. Til þess komi þó ekki fyrr en í lok næstu viku. Þorleifur sagði að sú leið félags- manna að vinna „nákvæmlega eftir bókinni" og fara sér hægt í vinnunni hafi vakið athygli samninganefndar ríkisins og Fiugmálastjórnar. „Hing- að tii háfa samningaviðræður við flugumferðarstjóra farið mjög seint af stað. Við viljum helst ljúka samn- ingum eins fljótt og hægt er,“ sagði hann. Að sögn Þorleifs vilja flugumferð- arstjórar hefja samningaviðræður á breiðum grundvelli. Hann sagði að samband verði haft við samninga- nefndina strax eftir helgi til að kanna nýjan flöt á samningaviðræðum. „Samninganefndin hefur talið sig hafa takmarkað umboð og hún vill ekki ræða hliðarmál tengd kjörum stéttarinnar.11 Hann kvaðst vona að fleiri aðilar, s.s. Flugmálastjórn, muni framvegis taka þátt í kjara- samningum við flugumferðarstjóra. Þorleifur sagði að stjórn og trún- aðarráð félagsins muni taka ákvörð- un um næstu skref í deilunni á fundi á þriðjudaginn. MARGIR eiga eflaust eftir að skemmta sér konunglega í nýja blæjuhúsinu og jafnvel fá á húðina ofurlítinn lit þegar sólin fær að skína óhindruð inn í húsið. Danssalur reistur við Hreðavatn Morgunblaðið/Halldór Varðarferð um Suðurland SUMARFERÐ Landsmálafélags- ins Varðar verður farin laugardag- inn 15. júií næstkomandi. Að þessu sinni liggur leiðin um Suðurland. I fréttatilkynningu frá Verði seg- ir að í ferðinni gefist gott tækifæri til að kynnast merkum stöðum en lítt þekktum, sem þó séu í alfaraleið. Lagt verður af stað frá Valhöll við Háaleitisbraut kl. 8 og ekið eftir þjóðvegi 1 til Víkur í Mýrdal, þar sem áð verður um hádegisbil. Eftir hádegi verður farið að Hjör- leifshöfða en síðan haldið í Garða í Reynishverfi þar sem landslag og gróðurfar verður skoðað. Þá verður ekið að Skógum og Skóga- fossi og höfð nokkur viðdvöl en áð við Urriðafoss á heimleið. Davíð Oddsson forsætisráðherra mun ávarpa ferðalanga á leiðinni. Áætlað er að koma aftur til Reykjavíkur um kl. 19:30. Miða- pantanir og nánari upplýsingar eru eru í Valhöll, skrifstofu sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Innflutningur frá Norður-Ameríku Innflutningur frá Norður-Ameríku er í öruggum höndum hjá Eimskip. Goðafoss og Skógafoss sigla nú á tveggja vikna fresti milli íslands og fimm hafna í Norður- Ameríku. Innflutningshafnir okkar eru í Boston, New York og Norfolk í Bandaríkjunum, Halifax í Kanada og St. John's á Nýfundnalandi. I rúm áttatíu ár hafa Ameríkuskip Eimskips verið traustur hlekkur í viðskiptum íslands og Vesturheims. Hér eftir sem hingað til höfum við að leiðarljósi víðtæka og persónulega þjónustu í þína þágu. „Hjá inntlutningsdeild og skrifstofu Eimskips í Norfolk og St. John's, býðst þér fyrsta flokks þjónusta við innflutning frá Norður-Ameríku." Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir f flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. Garðar Þorsteinsson, forstöðumaður í Norfolk EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.