Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FOLK Tvennir tímar ►MORGAN Fairchild man tímana tvenna. Hún var ekki eins fallegt barn og nafnið gefur til kynna, eða svo fannst henni að minnsta kosti sjálfri.„Ég var vinafá,“ segir hún. „Ég var alveg úrkula vonar um að verða nokk- urn tíma falleg,“ segir leikkonan, sem ólst upp í Dallas. Járnkarlinn mýkist upp JEREMY Irons, óskarsverðlauna- hafinn knái, er að ljúka samninga- viðræðum um að leika í myndinni „Lolita“. Jeremy, sem sást síðast í myndinni „Die Hard With a Vengeance", leikur eldri mann sem laðast að unglingsstúlku. „Lolita“ er byggð á skáldsögu Vladimirs Nabakovs og var áður kvikmynduð árið 1962. Leikstjóri er Adrian Lyne. Ráðgert er að tökur hefjist í ágúst næstkomandi og hafín er víðtæk leit að leikkonu í aðalhlutverkið á móti Irons. Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Hugh Grant játar syndir sínar opin- berlega NÝJUSTU fregnir af breska leikaranum Hugh Grant herma að hann muni koma fram í vinsæl- ustu viðtalsþáttum Bandaríkjanna á næstu dög- um. Er búist við því að hann biðjist afsökunar opinberlega á ósiðlegu athæfi sínu í síðustu viku. En eins og kunnugt er greip lögreglan hann glóðvolgan með vændiskonu í bíl sínum í Los Angeles. Hugh Grant er meðal annars væntanlegur í beina útsendingu hjá Larry King á CNN og í þætti Davids Lettermans. „Hughie hefur gert sér grein fyrir því að hann verður að horfast í augu við staðreyndir," er haft eftir nánum vini leikarans. „Hann mun örugglega nota tæki- færið og segjast miður sín vegna þess sársauka og vandræðagangs sem málið hefur valdið.“ Talið er að þátttaka Grants í umræðuþáttun- um muni auka aðsókn að nýjustu mynd hans, Níu mánuðum. Hún verður frumsýnd þann 12. júlí, aðeins sex dögum áður en áætlað er að hann játi syndir sínar í sjónvarpinu. Erfiðleikar í hjónabandi Michaels ► MICHAEL Douglas skálaði sér- staklega fyrir eiginkonunni, Di- öndru, i fimmmtugsafmæli sínu í september síðastliðnum. Þá sagð- ist hann vera ástfangnari af henni, en nokkru sinni fyrr. En það er skammt stórra högga á milli. Rúmum níu mánuðum síðar hefur Diandra gengið formlega frá umsókn sinni um skilnað við Miehael, en þau hafa verið gift í átján ár. Til vitnisburðar um mik- inn ágreining þeirra á milli hefur Michael farið fram á við dómstóla í Santa Barbara að hann fái jafn- an umráðarétt yfir 15 ára syni þeirra, Cameron, og hlut í eignum þeirra hjóna. Þar á meðal eru híbýli í Santa Barbara, Aspen, Manhattan og á Spáni Michael og Diandra hittust fyrst í boði í Washington árið 1977. Þá var hann 32 ára og nýbúinn að fá Óskars- verðlaun fyrir framleiðslu á myndinni „One Flew over the Cuckoo’s Nest“. En hún var 19 ára háskólanemi, dóttir austurísks embættismanns. Þau felldu strax hugi saman og voru gengin í það heilaga níu vikum síðar. Eins o g fiskurí vatni ►FRED Sathal er nýr jöfur í tískuheimi Parísar, þar sem hún er hönnuður. Hún sækir efnivið og innblástur til náttúrunnar. „Ég er að reyna að vera hamingjusöm eins og fiskur í vatni eins og segir í frönskum máls- hætti,“ segir hún. Ekki er annað að sjá en hún nái þvi takmarki sínu, a.m.k. hvað snertir að vera í vatni. gg BORGARLEIKHUSIÐ sími 568-8000 r LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra svið kl. 20.30: Rokkóperan: Jesús Krístur SÚPERSTAR eftír Tim Rico og Andrew Loyd Webber. Frumsýning föstudaginn 14. júlí, uppselt. Sýning laugardaginn 15. júlí, örfá sæti laus og sunnudaginn 16. júlí. Miðasalan verður opin frá kl. 15-20 alla daga og einnig tekið á móti miðapöntun- um í síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúmer er 568-0383. Gjafakort á Súperstar - frábær tækifærisgjöf!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.