Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 28
- 2£> LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AGNARHALL . ÁRMANNSSON + Agnar Hall Ár- mannsson fæddist 27. októ- ber 1927 á Norð- firði og lést á Fj órðungssj úkra- húsinu þar hinn 30. júní síðastlið- inn. Hann var son- ur hjónanna Ar- manns Magnús- sonar, útgerðar- _ manns þar í bæ, og Hallberu Halls- dóttur. Hann var elstur sex systkina þeirra Erlu, Hrannar, sem lést 1979, Kol- brúnar, Ægis, sem lést 1982 og Randvers. Hinn 14. janúar 1951 gekk Agnar að eiga eftir- lifandi eiginkonu sína, Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, og eru börn þeirra fimm, Örn, f. 1949, maki Bryndís Magnúsdóttir, Rut, f. 1950, maki Stefán Sigurvaldason, Ármann Hall- ur, f. 1952, maki Ingibjörg Guðnadóttir, Ola Steina, f. 1954 og Hilmar Ægir, f. 1963. Barnabörnin eru sex talsins. ÞAÐ ER gömul saga og ný, að dauðinn gerir ekki alltaf boð á und- an sér. Hann kemur þá okkur grun- ar síst og tekur frá okkur ástvini og góða samferðamenn, hvernig sem högum manna kann að vera háttað. Þannig bar að andlát Agnars Ármannssonar, vélstjóra, en hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- ■ikaupstað 30. júní síðastliðinn. Án efa hefur marga sett hljóða, er þeim barst fregnin um hið óvænta frá- fall hans, því að svo mjög var hann vinsæll og virtur af samferðamönn- um sínum, svo víða kom hann við sögu í atvinnu- og félagslífi um langt skeið, svo trygglyndur var hann við gamla vini sína og félaga og svo sterkum böndum ræktarsemi og átthagatryggðar var hann bund- inn við heimabyggðina í Norðfirði. Það var á öndverðu ári 1972, sem fundum okkar Agnars Ármanns- sonar bar fyrst saman í Tindabrekk- unni á Norðfirði. Það var á þeim tíma, þegar ég var að gera hosur mínar grænar fyrir systurdóttur ^ans. Agnar bauð mig velkominn með hlýju handtaki og björtu fasi, sem ætíð hefur einkennt fjölskyld- una stóru frá Tindum. Norðfjörður var Agnari alltaf mjög kær, enda borinn þar og bam- Agnar stundaði nám í Héraðsskó- lanum að Lauga- vatni, en að því loknu starfaði hann við útgerð föður síns á Norðfirði. Síðar lauk hann vél- stjóraprófi og stundaði sjó- mennsku til ársins 1956 er hann flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavík- ur. Þar sinnti hann ýmsum störfum uns fjölskyldan fluttist árið 1968 aftur til Norðfjarðar þar sem þau höfðu fest kaup á húsi foreldra hans, Tindum, og bjuggu þar æ síðan. Agnar starfaði upp frá því hjá Síldar- vinnslunni hf. sem vélsljóri á togurum fyrirtækinsins, lengst af á Birtingi NK 119. Árið 1992 breytti hann til, hætti sjó- mennsku og sinnti ýmsum störfum í landi. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin kl. 14.00. fæddur. Hann helgaði einnig þeim stað starfskrafta sína lengst af. Að Agnari stóðu stórar og merkar ætt- ir, frændgarður var því mikill að vöxtum, sem hann rækti vel og mat mikils. Honum var mikið í mun, að arfurinn, sem hann hlaut, flyttist áfram; arfur alþýðumenningar og lífsskoðunar, sem er undirstaða þess þjóðfélags, er íslendingar byggja á í samtímanum. Agnar hafði öll einkenni ættar sinnar um lipurð og ljúfmennsku. Hann var félagslyndur í besta lagi, tryggur í lund og hjálpsamur með afbrigðum. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og á mann- fundum og gestrisinn heim að sækja, sló oft á strengi meinlausrar fyndni og hafði gott auga fyrir hinu broslega í kringum sig. Hann var þó innst inni alvörugefinn, við- kvæmur í lund og trúhneigður, og hafa margir leitað til hans og notið þess að hafa hann nálægt sér á alvörustundum. Margir eiga honum skuld að gjalda fyrir hjálpsemi hans og fýrirgreiðslu, en í þeim efnum taldi hann ekki eftir sér neina fyrir- höfn. Ungur varð hann athafnasamur og atkvæðamikill, svo mjög að á stundum þótti ýmsum nóg um, en minning hans verður ekki síður FRIÐFINNA SÍMONARDÓTTIR + Friðfinna Sím- onardóttir, frá Hrísey, fæddist 8. ^Janúar 1927. Hún lést í Sjúkrahúsi Siglufjarðar 3. júlí sl. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Jónasdóttir hús- freyja og Símon Pálsson útgerðar- maður. Friðfinna átti einn bróður, Hilmar Símonarson sjómann, sem er lát- inn, og einn uppeld- isbróður, Núma Jó- hannsson, skipstjóra. Eftirlif- andi eiginmaður hennar er Gest- ur Á. Frímannsson, verkamaður. Börn þeirra eru: 1. Símon Ingi fæddur 23.12. 1944, stöðvar- stjóri Pósts og síma Fljótum, kvæntur Heiðrúnu Guðbjörgu Alfreðsdóttur fædd 10.9. 1946, verslunarstjóri. Börn þeirra eru Alfreð Gestur, Friðfinna Lilja, Símon Helgi og Hilmar. 2. Elín Anna fædd 27.9.1946, kaupkona á Siglufirði, gift Guðmundi Jóni Skarphéðinssyni fæddur 7.8. 1948, framkvæmdasljóri. Börn þeirra eru Jóna Guðný, Margrét Fjóla og Kristín Anna. 3. Þórhallur Jón fæddur 7.5.1953, bifreiðastjóri. Börn hans eru Linda Mar- ía, Sædís, Þórður Kristinn og Gestur Þór. Barnabörnin eru átta.Til margra ára rak Friðfinna sölutum á Siglufirði og var hún þá einnig umboðsmaður DV og Tímans. Gegndi hún mörgum trúnaðarstörfum, þ.á m. fyrir Sjálfsbjörgu, Kvenfélag Sjúkra- húss Siglufjarðar, Systrafélag Siglufjarðarkirkju og Kvenfélag- ið Von. Utförin fer fram í Siglufjarð- arkirkju laugardaginn 8. júlí kl. 14. Jarðsett verður að Barði Fljótum. MINIMINGAR tengd persónu hans og mannlegum eðliskostum. Þar ber hæst vingjarn- legt viðmót, umhyggju og umburð- arlyndi, einstaka snyrtimennsku, samviskusemi og fágæta frásagn- argáfu. Hann kunni ógrynni gam- ansagna, sem hann var óspar á að segja, bæði af samferðamönnum og ekki síður sjálfum sér. Mælskur var hann og rökviss meðan heilsan leyfði, og voru frásagnir hans róm- aðar. Nánustu ættingjar Agnars nutu kærleika og umhyggju í ríkum mæli. Þau Agnar og Ingibjörg voru mikil rausnarhjón, heimilið listrænt og fagurt og móttökur ávallt af mikilli gestrisni. Alltaf var tekið á móti manni með geislandi og glað- beittum brag húsbóndans og alúð og skörungsskap húsfreyjunnar. Reisulegt heimili þeirra í Neskaup- stað hefur verið mörgum gott at- hvarf. Það var vor og það var hátíð að vera með Agnari Ármannssyni, hann var maður veitull, göfuglynd- ur og rausnarlegur, hlýlegur í við- móti og aðlaðandi. Þau hjónin voru ákaflega samhent í því að taka vel á móti gestum sínum og búa tæki- færinu þann ramma, sem hæfði. Ævi tengdafrænda míns er lokið. Samvistanna verður ekki lengur notið nema í minningunni. En þar er hún líka hlý sem fyrsta handtak- ið. Á skilnaðarstund er efst í huga fjölskyldu minnar þakklæti fyrir vináttu, einlægni og samfylgdina alla. Ingibjörgu, börnum sem og öðrum ástvinum sendum við inni- legar samúðarkveðjur með ósk um að þeim veitist huggun og styrkur. í þungum harmi. Ingimundur Sigurpálsson. Vinur minn, Agnar Hall Ár- mannsson á Tindum, Norðfirði, er fallinn frá. Kallið kom snöggt og hann varð allur á skammri stundu. Við svo snöggt fráfall hans setur menn hljóða og það því fremur sem hann var alla tíð kvikur á fæti og léttur í fasi. Minningamar leita á hugann. Kynni mín af Agnari hófust fyrir meira en þijátíu árum og var sam- band mitt og fjölskyldu hans með miklum ágætum alla tíð. Þar sem fjölskyldur okkar Ingu konu hans voru tengdar, áttum við enn meira sameiginlegt en ella hefði verið. Ræktarsemi Agnars var einstök. Þegar hann gat því við komið leit hann til ættingja og vina. Það var gaman að fá hann í heimsókn, hvort sem það var heima eða á vinnustað og hann naut þess að færa okkur vinum sínum nýmeti af sjónum við þau tækifæri. Ekki var síðra að sækja hann og Ingu frænku mína heim að Tindum og njóta einstakrar OKKUR langar að minnast ömmu með örfáum orðum. Hún var okk- ur svo kær. Það er sárt til þess að hugsa að koma norður á Siglu- lj'örð og geta ekki heimsótt hana. Ámma var með Söluturn á Siglu- firði í mörg ár og unnum við syst- urnar hjá henni, hún var góður og sanngjarn vinnuveitandi. Við vorum mjög ungar þegar okkur var treyst fyrir afgreiðslu í LiIIu sjoppu eins og hún var alltaf köll- uð. Hefur ömmu líklega aldrei grunað hve mikils virði þetta traust var okkur. Amma Lilla var alltaf mjög ákveðin kona með hjartað á réttum stað. Ef strákar voru að gera einhver prakkrastrik og að stríða okkur þegar við vorum þar við störf var nóg að kalla hana til og þegar hún kom urðu þeir ljúfir sem lömb. Amma Lilla var þannig gerð að hún bar hag ná- ungans fyrir brjósti, umhyggju hennar fyrir öðrum voru engin takmörk sett og gerði hún ætíð allt sem hún gat til að hjálpa öðr- um. Fjölskyldan var henni mikils virði. Þrátt fyrir langvarandi veik- indi kvartaði hún aldrei en hugs- aði þeim mun meira um hvort allt væri í lagi hjá okkur, hvort okkur vantaði eitthvað, hvort eitthvað gestrisni þeirra og hlýju. Það var gott að vera í návist Agnars. Ekkert vol eða víl út af smámunum. Léttleikinn var ávallt í fýrirrúmi. Hann virti' skoðanir annarra, þó svo að þær féllu ekki alltaf að hans eigin. Raungóður var hann og um- hyggjusamur, mat reynslu og þekk- ingu hinna eldri, enda hafði hann hlotið gott veganesti í foreldrahús- um, sem hann bjó að alla tíð. Hann laðaði að sér ungt fólk með hlýju sinni og lífsgleði og hreif það með sér í leik og starfi. Hann brúaði þannig bilið milli kynslóðanna og gerði sér fulla grein fyrir gildi for- tíðar fyrir alla framtíð. Síðustu ævidaga hans dvöldu þau hjón ásamt litlum sonarsyni á Hér- aði og hefur þá væntanlega gefíst stund til þess að miðla æskunni af reynslu og þekkingu þeirra eldri, enda vissi Agnar sjálfur hve gott það var að búa að góðu uppeldi. Hann var sívakinn yfir velferð sinna og þeirra sem nálægt honum stóðu og treysti fjölskylduböndin. Snyrtimennska var Agnari í blóð borin og smekk hafði hann góðan. Þjónustulund hans var við brugðið og segja má að hann hafi í þeim efnum haft sjötta skilningarvitið. Þvílíkt var næmi hans. Hann mátti ekkert aumt sjá að hann væri ekki kominn með útrétta hönd til hjálp- ar. Það eru svo sannarlega forrétt- indi að hafa notið kynna slíks öð- lings sem Agnar vinur minn var. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með söknuði og mikilli eftirsjá. Ingu frænku minni, börnum hans og ást- vinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun halda nafni hans á lofti um ókomin ár. Jón Guðmundsson. Afi á Tindum er dáinn. Við systk- inin höfum enn ekki áttað okkur á því og getum víst seint. Agnar afi gegndi svo stóru hlutverki í lífi okkar, að erfitt verður að sætta sig við missinn. Það var alveg sama hvað við báðum hann um að gera, það var framkvæmt. „Afi viltu ...“, við þurftum varla að segja mikið meira áður en hann var kominn af stað. Þegar afi og amma komu að aust- an, dvöldu þau hjá okkur, og var þá hátíð í bæ. Afi fór í bakaríið og keypti brauð og kökur. Súkkulaði og önnur sætindi voru í uppáhaldi hjá honum, og að sjálfsögðu nutum við og aðrir góðs af. Örlæti, gjaf- mildi og snyrtimennska voru hans sterkustu eðlisþættir. Margt er hægt að tína til úr minningabrunninum. Sérstaklega er minnisstætt, þegar nafni hans fermdist í vor og ætlaði að vera í stóru skónum við smókinginn. Það væri sem hún gæti gert. Aldrei gaf hún eftir. Hún var mjög fær í höndunum og það eru ófá verk sem eftir hana liggja. Tvö af áhugamálum hennar voru að fara á bingó og tína ber. Bingóinu sleppti hún aldrei, nema hin seinni ár, en þar rakaði hún inn vinning- um sem hún gaf síðan fljótlega aftur. Enginn tíndi eins falieg ber og amma Lilla og enginn var eins fljótur að því. Oft tók hún okkur með og reyndum við að tína af fannst afa ekkki koma til greina. „Svona, nafni. Þú ferð hér í skó af afa þínum og lætur ekki sjá þig í þessum hnöllum í kirkjunni!“. Og það gerði nafni hans möglunar- laust, en þegar úr kirkjunni kom, var hann fljótur að skipta yfír í hnallana aftur. Nú eru allar stundirnar með afa og ömmu á Tindum ómetanlegar minningar, sem við komum til með að varðveita um ókomna tíð. Við kveðjum nú elsku besta afa, sem gaf okkur svo mikið og svo ómetan- lega mikla umhyggju og ást. Elsku amma, við vonum að guð gefi þér styrk í þeirri miklu sorg, sem hefur dunið yfír okkur öll. ... Þér ómar ástarkveðja frá innsta strengnum mínum. Þú gafst mér söng og sumar við sól úr barmi þínum. Þú gafst mér ást og unað í öllum minningunum. Ég stend í auðnum eftir með endurfund í vonum. (Friðrik Hansen) Elsku afi, guð geymi þig. Við vitum að þú ert á góðum stað núna, hjá honum, sem þú trúðir svo mikið á. Þín dótturbörn, Thelma og Agnar Hörður. Elsku afi. Nú ert þú farinn til Guðs. Mikið er ég lánsamur að hafa fengið að vera með þér og ömmu síðustu tvær og hálfa viku fyrir austan. Ég á eftir að vera þér ævarandi þakklátur fyrir að hafa hringt í mömmu og beðið um ieyfi til þess að taka mig með ykkur ömmu í sumarbústaðinn á Einars- stöðum. Þar brölluðum við ýmislegt saman, fórum snemma á fætur til að fá okkur göngutúra, spiluðum fótbolta og köstuðum steinum í polla. Og ekki var það síðra að geta átt með ykkur stundir á Norðfirði. Ferðirnar upp í fjall verða ógleým- anlegar, rölt á bryggjuna, þar sem þú þekktir hvern einasta mann, er minnisstætt og sömuleiðis ánægju- stundirnar í garðinum á Tindum. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu hún brosir öll, í blóma sé ég lífsins fjöll. Ef gleðibros er gefið mér, sú gjöf er, Drottinn, öll frá þér, og verði af sorgum vot mín kinn, ég veit, að þú ert 'faðir minn. (E.H. Kvaran) Elsku afí, ég þakka þér fyrir samveruna, sem verður mér alltaf minnisstæð. Hafðu þökk fyrir allt. Þinn, Fannar Már Agnarsson. jafn mikilli þolinmæði og dugnaði og hún en það gekk hálfilla. Elsku afi, við biðjum guð að gefa þér styrk við þennan missi því hann er mikill. Við munum öll sakna hennar en þú þó mest. Við vitum öll hve mikils virði hún var þér eins og við vitum að þú varst henni. Systurnar Jóna Guðný, Margrét Fjóla og Kristín Anna. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.