Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍM! 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR.. MEÐ VSK Haraldur Böðvars- son á Akranesi Karfabitar ~*til British Airways HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi hefur hafið framleiðslu á 125 gramma dropalaga karfabitum fyrir breska flugfélagið British Airways. Fór fyrsta sendingin utan í síðustu viku. Sturlaugur Stur- laugsson hjá HB segir að íslenskt- franskt eldhús hafi náð samningn- um og fari salan fram í gegnum þá. Sturlaugur segir að fyrst í stað sé um að ræða um 50 tonn af afurð- um og verðið sem fáist sé viðun- ^éndi til að byrja með. Er fyrirtækið að fikra sig inn á þær brautir að fullvinna meira afurðir sínar og eru þessir bitar unnir þannig að fiskur- inn er settur í mót, sem síðan er fryst og sagað í þær einingar sem viðskiptavinurinn vill. Verðmæti eykst lítið Sturlaugur segir að verðmæti afurðarinnar aukist ekki mikið við vinnsluna, heldur sé frekar um að ræða að auka breiddina og stækka - TSrðskiptavinahópinn, sér í lagi þann sem vilji meira unna vöru. „Þetta er skref í áttina,“ segir hann. -----♦ ♦ ♦ Sjússamælar og áfengi gert upptækt LÖGREGLAN á Blönduósi fór í eftirlitsferð í öll vínveitingahús í Húnavatnssýslum í fyrrakvöld og lagði hald á tuttugu og níu flöskur af áfengi og sex sjússamæla. Um var að ræða áfengi sem ekki var með VH merki, það er merkt veitingahúsum, og sjússamæla sem ekki voru löggiltir. Viðkomandi veitingamenn voru kærðir og verða kallaðir fyrir sýslu- mann til að gera grein fyrir máli sínu. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi verður áframhald á slík- um skyndieftirlitsferðum. Norðvestanverður Drangajökull er að skríða fram eftir 53 ára hlé Morgunblaðið/Oddur Sigurðsson LANDHELGISGÆSLAN flaug yfir Drangajökul í gær. Hér er myndavélinni beint í norðausturátt yfir jaðar sprungusvæðisins og hábungu jökulsins. Framarlega er 30 m hár þverhníptur stallur. Ofar eru sprungusvæði jökulsins. Spánveijjarnir heppnir að sleppa við sprungusvæði LÁN virðist hafa valdið því að spænsku ferða- langarnir fóru ekki inn á hættulegt spi-ungu- svæði í Drangajökli í Leirufirði á leið sinni í blindviðrinu fyrr í vikunni. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur í Orkustofnun, segir að jökullinn sé að skríða fram og minnstu sprungurnar sjá- ist ekki vegna snjókomu og skafrennings að undanförnu. Oddur segir að stærstu sprungurnar séu um kílómetri á lengd, allt að 20 metra breiðar, og 30 metra djúpar og megi því til samanburðar nefna að stóru blokkirnar í Sólheimunum kæm- ust fyrir í þeim. Oddur sagði að norðvestanverður Drangajök- ull í Leirufirði væri svokallaður framhlaupsjök- ull, þ.e. skriði ekki fram jafnt og þétt heldur með ákveðnu árabili, og hefði síðast skriðið fram um einn kílómetra á árunum 1939 til 1942. Af öðrum íslenskum framhlaupsjöklum má nefna Síðujökul sem skríður fram á 30 ára fresti og Tungnaárjökul sem skríður fram á 50 ára fresti. Skýringin á því af hveiju jöklar skríða fram með ólíkum hætti er ein af ráðgát- um jöklafræðinnar og er t.a.m. talið að veðurf- ar hafi lítil áhrif á hvernig jöklarnir hlaupa. Varaði leitarmenn við, Oddur segir að farið hafi verið að bera á misræmi í jöklinum í fyrra. Um páska hefðu ferðamenn gert viðvart um allbratta brékku, sem virtist hafa orðið að 30 metra þverhnípi nokkru neðar (sjá mynd), og fyrr í vikunni hefðu eigendur í Leirufirði gengið að jöklunum og mætt þverhnípi í stað aflíðandi jökulsporðs. Þegar Oddur frétti af því að leitað væri tveggja Spánveija á jöklinum gerði hann stjórn- stöð björgunarsveitarmanna viðvart og varaði við að farið væri upp á norðvestanverðan Drangajökul. Hann segist gera ráð fyrir því að björgunarmennimir hafi farið eftir því og Spánveijarnir megi teljast heppnir að hafa ekki farið inn á svæðið. Þeir virðist hafa gengið í efstu drögum sprungusvæðisins á leiðinni í Hrafnsíjörð. Spænsku hjónin fundust heil á húfi í sæluhúsi í Hrafnsfirði á fimmtudag. Oddur sagði að Drangajökull væri fjölsóttur af ferðamönnum á ýmsum tímum árs enda ægifagur á að líta en varasamt yrði að fara um hann vestanverðan næstu árin. ■ Ekki ástæða til/4 Nýir bílar 25% fleiri en í fyrra NÝSKRÁNINGUM fólksbfla fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði um 25% frá síðasta ári. Alls voru, á þessum tíma skráðir 3.599 bílar en voru í fyrra 2.856. Hallgrímur Gunnars- son formaður Bílgreinasambands íslands segir að það sem mestu ráði um aukninguna nú sé end- umýjunarþörf í fólksbílaflota lands- manna. I júnímánuði voru skráðir 828 fólksbílar en vom í fyrra 626. Hall- grímur kveðst ekki merkja að mikil aukning hafi orðið á fjárráðum fólks en meiri bjartsýni virðist nú ráð- andi. Hann telur að ætla megi að töluverður hluti af sölunni sé fjár- magnaður fyrir tilstilli fjármögnun- arfyrirtækja með svokölluðum bíla- lánum. Hallgrímur segir að salan á þessu ári sé langmest á litlum bílum í lægstu tollflokkunum. Verði salan það sem eftir er ársins sambærileg við það sem hún var'á fyrri hluta árs má ætla að þegar upp verður staðið seijist á milli 6-7.000 fólksbíl- ar 1995. í fyrra seldust um 5.300 fólksbílar. Bílakaup fyrirtækja dragast saman Hallgrímur segir það umhugsun- arefni að bílakaup fyrirtækja hafí dregist saman á árinu miðað við sama tíma í fyrra. Á fyrri helmingi árs 1994 voru fluttar inn 30 minni hópbifreiðar en 22 fyrstu sex mán- uði þessa árs og 18 stórar vörubif- reiðar voru fluttar inn á fyrri helm- ingi þessa árs en 32 fyrstu sex mánuðina í fyrra. „60% af vörubílum sem voru fluttir inn til landsins fyrstu 4-5 mánuði ársins voru notaðir. Fyrir- tækin sem eiga að greiða laun þeirra sem síðan eiga að kaupa fólksbflana virðast vera að draga saman. Mér finnst það ekki boða gott því þau ættu heldur að ganga á undan og treysta undirstöðurn- ar,“ sagði Hallgrímur. Utlenski ísinn að seljast upp ÚTLENSKI ísinn sem kom í verslanir sl. þriðjudag er óðum að seljast upp. Að sögn Einars Magnús- sonar hjá markaðsdeild SS hafa viðtökur verið nyög góðar og fyrsta sendingin er þegar uppseld hjá umboðinu. SS flutti inn 4,2 tonn af fimm tegundum ísa, alla undir þekktum sælgætismerkjum. Um var að ræða tilrauna- sendingu, en bíða þarf í 2 vikur eftir næstu sendingu. ísinn seldist upp í Bónus samdægurs, og í Fjarðar- kaupum á sólarhring. Bónus mun flytja inn Premier-ís frá Danmörku í næstu viku. ■ Útlenski ísinn/14 Mokveiði á rækjunni MIKIL og góð rækjuveiði hefur ver- ið á Eldeyjarsvæðinu í sumar. Sig- urður Friðriksson, skipstjóri á Guð- finni KE 19, 30 tonna báti frá Kefla- vík, og áhöfn hans hafa tekið 100 tonn á rúmum hálfum mánuði, en það þætti mjög gott á tíu sinnum stærri togara. Sigurður segir að veiðin hafí verið mjög góð það sem af er sumri en þeir byijuðu á rækjunni eftir sjó- mannadaginn. „Við erum mest í dagróðrum og höfum verið að fá upp í 6-8 tonn af mjög góðri rækju yfir sólarhringinn. Við erum búnir að fá um 100 tonn af rækju á rúmum hálfum mánuði en næstu bátar á eftir okkur eru búnir að fá í kringum 40-50 tonn. Það er náttúrlega stór- kostleg veiði á svona báti og veiðin verður varla svona mikil á stóru tog- urunum nema í aflahrotum." ■ Guðfinnur KE fékk/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.