Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ1995 JMtrgmnM&Mífr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ATVINNULIF OG UMHVERFI UTFLUTNINGUR á gosvikri sexfaldaðist á síðasta ári og varð tæplega 230.000 tonn. Tekjur af útflutningn- um námu um 480 milljónum króna. Talsverðir möguleikar eru taldir liggja í vikurnámi og -vinnslu, eins og fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar kemur sömuleiðis fram að gífurleg ásókn sé nú í náma- leyfi og hafi mörgum verið synjað. Hefðu allar umsóknir hins vegar verið samþykktar, hefði útflutningurinn getað farið í hálfa milljón tonna. Vinnsla vikurs getur verið nýr vaxtarbroddur í íslenzku atvinnulífi, eins og áðurnefndar tölur sýna. Vikurnám er hins vegar starfsemi, sem er lýsandi dæmi um að hagsmun- ir atvinnulífs og umhverfissjónarmið geta rekizt á. Það sýna til dæmis deilur, sem orðið hafa undanfarið um gjalltöku í Kapelluhrauni og áform um vikurnám í stórum stíl í Seyðis- hólum í Grímsnesi. Rök má færa fyrir því að hvort tveggja spilli sérkennilegu umhverfi, sem telja má til lífsgæða rétt eins og þann efnahagslega ávinning, sem er af vikurútflutn- ingi eða efnistöku til framkvæmda yfirleitt. Raunar má líka halda því fram að annars konar efnahagslegur ávinningur geti falizt í óspilltri náttúru; hún dregur að ferðamenn, sem skila landinu miklum gjaldeyristekjum. Til þessa hefur lítið verið skeytt um umhverfisáhrif efnis- töku. Námavinnslan er að sjálfsögðu nauðsynleg, en senni- lega eru dæmi þess þó alltof mörg að náttúrunni hefur verið spillt að ósekju, þar sem ganga hefði mátt fram af meiri varfærni, og enn fleiri eru þau um að ekki hafi verið gengið frá námunum eftir á. Atvik í Mosfellsbæ, þar sem hópur íbúa taldi sig knúinn til að sá grasfræi í malarnámu án samráðs við eiganda hennar, sýnir að þessi mál eru sums staðar komin í ógöngur. Ástæða þessa vanda er sú að heildarstefnu hefur skort um efnistöku og hvernig megi takmarka umhverfisáhrif hennar. Ný lög um umhverfismat eru þáttur í slíkri stefnu- mótun, en þó þarf að gera betur. Af hálfu stjórnvalda þarf að liggja fyrir skýr stefnumótun um það, hvers konar jafn- vægi verður skapað á milli þeirra gæða, sem um ræðir — ávinnings af efnistöku, verndar náttúru og landslags og langtímaávinnings af henni í formi tekna af ferðaþjónustu. Eins og málum er nú háttað er viss hætta á að skammtíma- hagur af námavinnslu verði tekinn fram yfir langtímasjón- armið. Hagsmunir atvinnulífs og umhverfis eiga hins vegar ekki að þurfa að rekast á — það má koma málum í þann farveg að þeir fari saman. „VANNÝTT“ ÚTSVAR? IUMRÆÐUM í borgarstjórn Reykjavíkur um reikninga borgarinnar fyrir árið 1994 komst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, svo að orði, að Reykjavíkurborg ætti „vannýtt" útsvar að upphæð um 700 milljónir króna. í samtali við Morgunblaðið í dag segir borgarstjóri, að eng- in áform séu um að hækka útsvar á Reykvíkingum, sem þessu nemur. Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir miklum halla- rekstri alveg eins og fleiri stærstu sveitarfélög landsins og ríkið sjálft. Það mátti færa rök fyrir þessum hallarekstri á meðan kreppan var sem verst en ekki lengur. Bæði ríki og sveitarfélög verða að gera stórátak á þessu ári til þess að draga úr hallarekstri og aðlaga opinber útgjöld að tekjum. Það er ekkert til, sem heitir „vannýtt" útsvar. Þótt laga- heimild sé fyrir hærra útsvari en Reykjavíkurborg innheimt- ir nú og sum nágrannasveitarfélög innheimti hærra útsvar er ekki hægt að líta á þennan mismun sem einhveija inn- eign, sem borgin getur gripið til. Þvert á móti má búast við að ríkisstjórn og sveitarfélög standi frammi fyrir vaxandi kröfum um skattalækkun á næstu misserum. Skattgreiðendur munu segja sem svo: við tókum á okkur auknar skattbyrðar á kreppuárunum. Nú býr þjóðin við umtalsverðan efnahagsbata. Þá er eðlilegt að skattar verði lækkaðir á ný, jafnframt því, að ríki og sveitarfélög dragi úr margvíslegum útgjöldum, sem m.a. hefur verið stofnað til í því skyni að skapa atvinnu en telja verður vafasamt að hafi í raun og veru skilað þeim árangri, eins og að var vikið í forystugrein Morgunblaðsins sl. sunnudag. Það eru engir „vannýttir“ skattstofnar til. Hins vegar er nóg til af „ofnýttum" skattstofnum og tími til kominn að draga úr notkun þeirra. MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 23 MANNRETTINDABROT hafa í auknum mæli færst úr fangelsum og út á götur þjóðríkja. Hemaðarátök eru orðin algengasta umgjörð mannréttindabrota, ekki síst í borgarastyijöldum eða í kjölfar átaka sem verða þegar ríkisstjórnir hrökklast frá völdum. Þjóðemisátök em sérstaklega skæð í þessu sam- bandi, enda virðist vægðarleysið vera nær gegndarlaust ef trúarbrögð eða litarháttur skilja að andstæðinga, en ekki aðeins hugmyndafræði eða út- þenslustefna. 151 land er á lista Amnesty Inter- national vegna mannréttindabrota á seinasta ári. Þar af höfðu 78 lönd samviskufanga í haldi, fangar voru pyntaðir í 120 löndum og í 34 þeirra létust fangar af völdum pyntinga. Yfírvöld í 54 löndum tóku fólk af lífi án dóms og laga og fólk hefur „horf- ið“ í 29 löndum. Aftökur voru fram- kvæmdar í 33 löndum og í 57 löndum bíða fangar aftöku. I 36 löndum frömdu vopnaðir andspyrnuhópar mannréttindabrot á borð við pynting- ar og aftökur án dóms og laga. í 70 löndum em pólítískir fangar í haldi án undangenginna réttarhalda eða lagagrundvallar og þúsundir pólí- tískra fanga eru í haldi í 33 löndum eftir málsmeðferð sem forsvarsmenn AI segja óréttláta. Sæta ekki refsingum Stjórn AI sem kynnti skýrsluna í fyrradag, benti einnig sérstaklega á þá þróun á heimsvísu að illræðismenn sæta ekki refsingum fyrir ódæði sín, að jafnaðr vegna þess að yfírvöld í viðkomandi löndum veiti þegjandi samþykki sitt eða efna ekki til rann- sóknar á glæpum þeim sem um ræð- ir. „Refsileysið er afar alvarlegt mál því að fyrir vikið halda menn upptekn- um hætti og aðrir komast á bragðið. Refsileysið gerir mönnum auðvelt fyr- ir að fremja mannréttindabrot og það er AI mikið áhyggjuefni að ekki sé tekið á þessum málum,“ segir Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir framkvæmda- stjóri íslandsdeildar AI. Mannréttindabrot í Vestur-Evrópu einkennast að mörgu leyti af vaxandi kynþáttahatri og umburðarleysi gagnvart innflytjendum að sögn Stanislas Bohic stjórnarmanns í Is- landsdeildinni. AI hefur einkum beint sjónum sínum að illri meðferð sem íbúar þriðja heimsins sæta í höndum lögreglu í löndum sem eiga að þykja fyrirmynd annarra hvað varðar mannréttindamál. Þar er nær ekkert land Vestur-Evrópu undanskilið, nema ísland og Noregur. í Austur-Evrópu má hins vegar benda á gróf mannréttindabrot í tengslum við átökiii í ríkjum fyrrum Júgóslavíu, sem þarflaust er að fjöl- yrða um hér, og hernaðaraðgerða Rússa í Tsjetsjníju. Einnig má nefna að Tyrkir hafa einnig brotið harka- lega á mannréttindum Kúrda sem búa við landamæri íraks, og þar eru skrá- sett að minnsta kosti 29 dauðsföll af völdum pyntinga meðan á varðhaldi stóð og helmingi fleiri hurfu í fyrra en 1993, eða að minnsta kosti 55 manns. Hryllingurinn í Rúanda Fjöldamorðin í Rúanda á seinasta ári þykja eitt skelfilegasta dæmið um breytta ásýnd mannréttindabrota sem skrásett er í ársskýrslunni. Milljónir flúðu land og lífið var murkað úr að minnsta kosti hálfri milljón íbúa á hroðalegan hátt. Jóhanna minnir á að Rúanda og nágrannaríkið Búrundí voru svokölluð týnd eða -------- gleymd lönd sem fjölmiðlar fylgdust ekkert með, en það einkenni AI umfram mörg önnur samtök að horfa til allra landa, en ekki eingöngu þau sem eru í sviðsljós- inu hveiju sinni. „Áður en fjöldamorðin áttu sér stað í Rúanda hafði AI bent á hættuna á að eitthvað slíkt gæti gerst, sökum þess hversu mikill áróður hafði verið rekinn í fjölmiðlum landsins mánuð- um saman til að hvetja fólk til að drepa Tútsí-menn. Nú er dómskerfið þar í lamasessi og fangelsin yfirfull af fólki sem talið er að beri ábyrgð á þessu morðæði, sem hefur skapað mikinn vanda um réttarmeðferð. AI hefur farið fram á að alþjóðlegt sam- félag, þar á meðal SÞ, reyni að styrkja dómskerfið í Rúanda þannig að tryggt verði að þeir sem ásakaðir eru um Arsskýrsla Amnesty International komin út Dökk mynd af ástandi mann- réttindamála Mannréttindabrot í heiminum taka stöðugt á sig grófari mynd ef marka má ársskýrslu Amnesty Intemational. í samantekt Sindra Freyssonar kemur fram að flöldamorð færast í vöxt, mannshvörf gerast æ algengari og fangar sæta grófum misþyrmingum og pyntingum. Vandi flótta- manna er I brennidepli fjöldamorðin fái réttláta dómsmeðferð og að dauðarefsingum verði ekki beitt,“ segir Jöhanna. Hún bendir einnig á mannréttinda- brot í Sierra Leone, þar sem átök stjórnarhermanna og upp- reisnarmanna hafa leitt til pyntinga á báða bóga, lim- lestinga og drápa, sem hafa bitnað á saklausum borg- urum, konum og börnum. „Af öðrum Afríkuríkjum má nefna Súdan þar sem borgarastyijöld hefur ríkt árum saman með tilheyrandi blóðsúthellingum. Þar situr við völd herforingjastjórn sem kennir sig við íslam og hefur gegnt mjög hart fram í að refsa konum sem ekki skýla and- lit sitt eða hylja hár, en þær geta átt á hættu að vera handteknar og pynt- aðar fyrir þessar „sakir“. Loks má nefna Angola og Malí, þar sem bæði ríkisstjórnir landanna og andspyrnu- hópar hafa staðið fyrir margvíslegum mannréttindabrotum." Ársskýrsla AI íjallar einnig um mannréttindabrot í Asíu og Suður- Ameríku, en ástandið í báðum heim- sálfum þykir mjög slæmt. Þess er getið að í Kína séu dauðarefsingar afar algengar og mikið áhyggjuefni hversu margar eru framkvæmdar þar í landi, en einnig í Indlandi, Malasíu, Tævan, Japan, Suður-Kóreu og í Sin- gapúr. „Oft eru þessar dauðarefsingar fyrir litlar sakir að því er okkur finnst, t.d. ölvunarakstur," segir Sigurður Einarsson, stjórnarmaður íslands- deildar AI. „Vitað er um að 1.791 var tekinn af lífi í Kína í fyrra en tæplega 2.500 dauðadómar voru felldir. Þetta er stórfelld aukning frá því að þessi hrina dauðadóma hófst um 1990. Þar er að finna mjög marga samviskufanga, þar á meðal marga sem sitja inni eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Pynt- ingar eru algengar þar í landi og fólk deyr af þeirra völdum í miklum mæli, og oft er ekki réttað yfir mönnum eða réttarhöldin eru mjög yfirborðs- kennd. Ofsóknir gegn trúuðum og mannréttindafrömuðum viðgangast og munkar og nunnur í Tíbet sæta misþyrmingum og fangelsisvist fyrir að vinna að sjálfstæði landsins. Kín- veijar nota einnig „endurhæfingar- búðir“ í auknum mæli.“ í Mið-Austurlöndum er ástand mannréttindamála bágt og hefur lítt farið batnaði séinustu ár, að sögn Sigrúnar Ásu Markúsdóttur formanns íslandsdeildar AI. Hún benti sérstak- lega á eitt hinna „gleymdu" landa, Bahrain, þar sem að minnsta kosti 30 fangar og þar af nokkrir hugsan- legir samviskufangar eru hafðir i haldi án dóms og laga eða á hæpnum lagalegum forsendum. Einnig voru mörg hundruð manns fangelsuð í desember á seinasta ári sökum trúar- bragða sinna eða pólítískra skoðana. Hún nefndi einnig Alsír þar sem sér- sveitir lögreglu og hópar heittrúaðra múslima eiga í harðri baráttu, með þeim afleiðingum að mörg _________________ þúsund mtinns hafa beðið MannshvÖrf bana eða skaðast. hafa aukist Ættingjar ofsóttir gífurlega í ísrael voru um 6.000 í írak er talið að nokkur þúsund manns hafi verið hneppt í varðhald án dóms og laga á seinasta ári og aukinna ofsókna gætir gegn ættingj- um þeirra sem sitja inn sökum pólítí- skra skoðana eða mannréttindabar- áttu. Staða mannréttindamála í Sýr- landi er slæm og erfitt að afla upplýs- inga þaðan. Herferð fyrir konur Inngangur skýrslunnar er að þessu sinni helgaður konum undir yfirskrift- inni Mannréttindi eru kvenréttindi. „Það er ekki mjög einkennilegt að konur séu nú í brennidepli, því að í september er fjórða kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Pek- ing,“ segir Sigrún Ása. „Nú er hafin herferð AI vegna mannréttindabrota gagnvart konum, sem eru mjög alvarleg og fara mun leyndar en gagnvart körlum. Ástæðan er ekki að fullu kunn, en hins vegar hefur verið nokkurt vandamál í gegn- um árin að safna jafnvíðtækum upp- lýsingum um brot á mannréttindum kvenna en karla. Margar konur sitja í fangelsum vegna mannréttindabar- áttu sinnar og algengt er að konur sæti sérstaklega illri meðferð í t.d. styijöldum, nauðgunum og misþyrm- ingum af ýmsu tagi, meðal annars af völdum þeirra sem ættu í raun að vernda þær, svo sem hermanna og annarra liðsmanna yfirvalda í viðkom- andi ríkjum. Einnig er um að ræða brot sem tengjast konum sérstaklega vegna kynferðis þeirra, oft á tíðum meðferð sem hægt er að líta í menningarlegu samhengi, hefðir sem ríkja og eru hluti af menningarlegri arfleifð sam- félaga eða samfélagshópa. Þarna má t.d. benda á brúðarbrennur á Ind- landi, útburð á stúlkubörnum í Kína, umskurð á konum í Sómalíu og í öðrum ríkjum Afríku o.s.frv. Mál sem þessi tengjast ekki beinlínis verksviði AI, en hins vegar hljóta samtökin að skora á þá fulltrúa sem sitja kvennar- áðstefnu SÞ í haust að vinna að úrbót- um í þessum efnum sem allra fyrst, enda eru drögin að lokaskjali ráð- stefnunnar afar óljós í alla staði, almennt orðuð og án skýrrar stefnu- mörkunar." í fyrra blésu samtökin til herferð- ar gegn pólítískum morðum og mannshvörfum sem vakti athygli fjölmiðla og almennings um heim allan. Jóhanna segir að í Afríku, Austurlöndum fjær og nær hafi mannshvörf aukist gífurlega á sein- ustu misserum, en eins og annars staðar í heiminum finnist.alltaf ein- hver sem hafi vitneskju um hvar fólk, sem handtekið er á götum úti og fleygt í leynileg fangelsi eða myrt, er niðurkomið. „Mannshvörf eru að breiðast út og eru ekki lengur bund- in við Suður-Ameríku eins og var um tíma. Þarna er um að ræða mik- ið áhyggjuefni," segir Jóhanna. Fræðsla og flóttamenn Félagar AI eru nú yfir 1,1 milljón talsins og styrktaraðilar eða deildir eru starfandi í 170 þjóðríkjum. Sam- tökin vinna nú með mál yfir 8.000 einstaklinga sem eru fórnarlömb mannréttindabrota og fengu yfir 460 ný mál til meðferðar á seinasta ári, en 320 málum lauk með því að sam- viskufangar eða hugsanlegir sam- viskufangar voru leystir úr haldi. Samtökin leggja stöðugt meiri áherslu á mannréttindafræðslu, inn- an samtakanna og utan. Vandi flóttamanna er einnig í brennidepli _________ innan samtakanna, en yfir 23 milljónir manna teljast flóttamenn sam- kvæmt upplýsingum frá Flóttamannahjálp SÞ. „AI hefur einkum Palestínuarabar handteknir af örygg- isástæðum og yfir 5.000 Palestínu- menn til viðbótar sitja í fangelsum í ísrael, þar af 240 án dóms og laga. Yfir 82 Palestínumenn voru drepnir í átökum við her- eða öryggissveitir Israelsmanna. Palestínumenn gerðist einnig sekir um alvarlega mannrétt- indabrot á sjálfstjórnarsvæðum sín- um. Þar á meðal voru yfir 70 manns drepnir af pólítískum hópum, einkum á þeim forsendum að vera meintir samstarfsmenn ísraelsstjórnar. Ör- yggissveitir í Palestínu gerðust sekar um 15 aftökur án dóms og laga og nokkur hundruð manns gista fangelsi þar án undangenginna réttarhalda. áhyggjur af takmörkunum á aðgangi flóttamanna að ýmsum vestrænum ríkjum, bæði Evrópuríkja og Banda- ríkjanna, þar sem reglan um að senda flóttamenn ekki til baka til eigin lands nema að mál þeirra sé sannan- lega skoðað, hefur ekki verið virt nema að litlu leyti. Má þar nefna flóttamenn sem hafa komið frá Haiti og Kúbu en þeim var unnvörpum snúið aftur án þess að mál þeirra væru rannsökuð til hlítar," segir Sigrún. Hún mim einnig á þá kröfu AI að settur verði á stofn alþjóðlegur stríðsglæpadóm- stóll sem tæki á ýmsum mannrétt- indabrotum. Arsskýrsla Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 1994 Starfsemi í þágu aldraðra 32,8% Framkvæmd félagsmála 13,1% Fjárhagsaðstoð 30,2 % Félagsleg heimaþjónusta 4,5% Annað 2,4% Vistun 5,9% Heimili fjölskyldudeildar5,1% — Afskriftir 1,3% Þjónusta við unglínga 3,4% Liðveisla 1,4% Stofmmin aðstoðar um 9% borgarbúa Nærri lætur að 18% af heildarútgjöldum Reylqavíkurborgar gangi til Félagsmálastofn- unar. Dóra Maguúsdóttir kynnti sér nýút- komna ársskýrslu stofnunarinnar og helstu breytingar sem orðið hafa á þjónustu hennar. INYUTKOMINNI árskýrslu Fé- lagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar kemur fram að þeim sem leita eftir aðstoð stofnunarinnar hefur fjölgað um tæp 14% og hefur aðstoðin í krónum talið aukist um 110 milljónir. Þrátt fyrir það hefur hlutfall stofnunar- innar af heildartekjum borgarinnar lækkað. Tæp 9% íbúa borgarinnar þiggja aðstoð Félagsmálastofnunar Stærsti félagshópurinn sem leitar til Félagsmálastofnunar eru ein- hleypar konur, hlutfall þeirra er 43% málafjöldans. Rúmlega helmingur er með börn undir 16 ára aldri á framfæri og tæpur helmingur er með unglinga yfir 16 ára aldri á framfæri eða engin börn. Næst- stærsti hópurinn er einhleypir karl- ar, eða 38% málafjöldans og eru 1,6% af þeim með böm á framfæri. Alls 8,9% íbúa borgarinnar er með mál sín til meðferðar hjá fjölskyldu- deild og félagsráðgjafasviði öldrun- arþjónustudeildar Félagsstofnunar. Á fundi Félagsmálastofnunar kom fram að mikil aukning hefur orðið á félagslegri heimaþjónustu og liðveislu við fatlaða og einnig hefur tilsjónarmönnum fjölgað. Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri segir að það sé í samræmi við við- horfsbreytingar í þjóðfélaginu og breyttar lagasetningar í kjölfarið. Eining sé um það meðal ráðamanna og starfsfólks í félagsmálaþjónustu að hjálpa beri þeim, sem á þurfa að halda, til sjálfshjálpar. Tæp 18% af útgjöldum borgarinnar í rekstur Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg varði á sl. ári 1.788 milljónum króna til reksturs Félagsmálastofnunar en sú upphæð var 17,9% af heildarútgjöldum borg- arinnar er það ívið lægra hlutfal! en frá árinu 1993 sem var 18,6%. Deildir stofnunarinnar eru þijár, fjölskyldudeild, öldrunarþjónustu- deild og stoðdeild en undir hana flokkast m.a. húsnæðisdeild, fjár- mála- og rekstrardeild, rannsóknar- og þróunarsvið. Barnaverndarnefnd heyrir beint undir borgarstjórn sam- kvæmt skipuriti Félagsmálastofn- unar en starfar samhliða fjölskyldu- deild. í skýrslunni kemur fram að fjár- hagsaðstoð og þjónusta í þágu aldr- aðra eru stærstu rekstrarliðimir af ráðstöfunarfjármagni Félagsmála- stofnunnar. Ekki hefur orðið mikil aukning milli ára í þjónustu við aldr- aða en fjárhagsaðstoð hefur aukist um 25,4% og liðveisla við fatlaða hefur aukist um tæp 26%. Liðveisla og tilsjónarmannakerfí flokkast undir stuðningsþjónustu þar sem leitast er við að styðja ein- staklinga á eigin heimili og í mörg- um tilfellum er slík þjónusta beinn stuðningur við fjölskyldur þeirra einstaklinga sem aðstoðina þiggja. Svokallað tilsjónarmannakerfí við böm, unglinga og aðra sem á þurfa að halda færist í vöxt. Vandamálin era í þeim tilfellum skoðuð og verk- svið tilsjónarmannsins, sem verður persónulegur ráðgjafi þess er að- stoðina þiggur, er skilgreint. Fjöldi ófaglærðs fólks tekur á sig hlutverk tilsjónarmanns og reynir þannig að hjálpa einstaklingi, í flestum tilvik- um barni eða unglingi, að ijúfa fé- lagslega einangrun og finna já- kvæðar fyrirmyndir. Dvöl barna hjá stuðningsfjölskyldum hefur einnig aukist um ríflega helming. Stefnan að aldraðir geti dvalist heima sem lengst Svipuð heildarstefna er uppi á teningnum í öldrunarþjónustu. -Stefnt er að því að aldraðir geti dvalið heima hjá sér sem lengst. Oldruðum sem fá félagslega heima- þjónustu fjölgar um 6,3%. Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, formaður öldrunarþjónustudeildar, segir að það sé rótgróinn miskilningur að félagsleg aðstoð við aldraða á heim- ilum þeirra felist eingöngu í þrifum. Fólk, sem heimsækir aldraða reglu- lega, þrífur, kaupir inn, fer í banka og annast mörg önnur erindi fyrir aldraða. Einnig hefur ellilífeyrisþeg- um sem fá heimsendan mat hjá öldr- unarþjónustudeild fjölgað um 18,5% og þeim sem þiggja aðstoð við böð- un í félags- og þjónustumiðstöðvum hefur fjölgað um 14,4%. Öldrunarmál á íslandi með sérstökum hætti Sigurbjörg segir að öldrunarmál á íslandi séu með nokkuð sérstökum hætti miðað við Norðurlöndin. Með- alaldur á íslandi er um 10 árum lægri hér og við emm nú að sigla inn í sömu vandamál og Norður- landaþjóðirnar glímdu við fyrir um áratug. „Það fólk sem nú dvelur á stofnunum getur ekki með nokkru móti sinnt sínum þörfum upp á eig- in spýtur. Öldrunarfræði í hveiju landi endurspeglar þjóðfélagsgerð fyrri tíma. Þjónustugreinar komu seinna inn í atvinnumynstur íslend- inga en á Norðurlöndunum. Elsta núlifandi kynslóðin samanstendur að stómm hluta af fólki sem stund- aði erfiðisvinnu, húsmæðrum sem áttu mörg börn og svo framvegis. Það fólk sem í meira mæli stundaði þjónustugreinar getur enn að miklu leyti séð um sig sjálft, en á Norður- löndunum er elsti þjóðfélagshópur- inn fólk sem í miklum mæli innti ýmiss konar þjónustustörf af hendi. Sigurbjörg segir að íslendingar, eins og fleiri þjóðir, þurfi að fínna lang- tímalausnir fýrir málefni aldraðra því þeim muni fjölga mikið hlutfalls- lega í komandi framtíð. Nelkvæð barnaverndarumræða getur skaðað mál í góðum farvegi Barnaverndarmál hafa verið of- arlega í þjóðfélagsumræðunni á undanfömum mánuðum. Anni G. Heugen, formaður fjölskyldudeild- ar, sagði að því miður hefði orðið aukning umfjöllunar bamaverndar- nefndar um málefni barna og sagði hún að því miður virtist aukið at- vinnuleysi og bágur fjárhagur margra fjölskyldna hafa bein áhrif á aukningu þeirra mála sem korfia fyrir nefndina. Fjallað var um mál 234 barna á árinu og þar af töldust 177 mál til meiriháttar barnavemd- armála. Á fundi Félagsmálastofnunar kom fram að sú neikvæða umræða um meðferð barnavemdarmála sem uppi hefur verið, hafi orsakað tals- verða hræðslu meðal þeirra sem em með sín mál til umfjöllunar og með- ferðar. „Fólk fær svona ranghug- myndir um að hér starfi vondar konur sem hrifsi bömin til sín um leið og foreldrar stígi inn um húss- ins dyr,“ segir Lára. Hún segir að vissulega þurfí að vanda til umræðu um barnaverndarmál og það sé ljósst að ófagmannleg umfjöllun eins fjölmiðils getur dregið umfjöllun allra fjölmiðla niður í svaðið. „Það eru engin mál eins viðkvæm og þau sem barnaverndarnefnd hefur til umljöllunar. Það er ef til vill ekkert óeðlilegt að fólk sem er ósátt við niðurstöður barnaverndarnefnda mótmæli með því að fara til fjöl- miðla. Nefndin er, eins og alkunna er, bundin þagnareiði en ef til vill mætti skoða það betur hvort ekki sé ástæða til að nefndin fjallaði um málsmeðferðir við fjölmiðla þegar hin hlið málsins hefur birst í smáatr- iðum á prenti," segir Lára ennfrem- ur. Á fundinum kom einnig fram að breytingar vegna laga um húsa- leigubætur og breyttar reglur um fjárhagsaðstoð væru ekki farnar að skila sér með afgerandi hætti til Félagsmálastofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.