Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 2tf. hlutverk og farnir að nýta menntun okkar í öðrum störfum. Það er sárara en orð fá lýst að sjá á eftir góðum vini og félaga loksins þegar hann var búinn að ná langþráðu marki. En svona er lífið, enginn veit hvenær samfylgd- inni lýkur. Ég trúi því og treysti að Gulli hafí nú verið kallaður til mikilvægra starfa sem hann mun án efa leysa af hendi með sóma og sann. Hanna, Guðrún, Jón, Rúna, Guð- mundur og Lára, við Aslaug send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður Guð leiða ykkur og styrkja. Sigurður E. Steinsson. í dag kveðjum við bekkjarfélaga okkar Gunnlaug Jónsson sem hrifinn var á brott í blóma lífsins til æðri starfa. Árið 1965 fæddist á Selfossi stór hópur fólks. Einn þeirra var Gunn- laugur Jónsson sem síðar varð okkar bekkjarbróðir alla bekki grunnskól- ans og góður félagi fram á þennan dag. Okkar bekkur sem hin síðari ár var í okkar hópi kallaður Jónu- bekkur ætlaði einmitt að hittast í haust í tilefni af tímamótaári þrít- ugsaldursins en það mót verður ekki með sama blæ þegar vantar í hópinn eitt af bgekkjarsystkinunum, það fyrsta sem yfirgefur þessa jarðvist úr okkar hópi. Samvera okkar flestra hófst í gamla skátaheimilinu í „stubbadeildinni" hjá henni Iðunni Gísladóttur sællar minningar og þar með voru stigin fyrstu sporin á skólabekk. Því næst lá leiðin í Bama- skólann, þennan stóra, í kennslu hjá Bergljótu Aradóttur og síðar Jónu Hannesdóttur. Gulli eins og hann var ávallt kall- aður var glettinn og brallaði margt um dagana. Einnig eru eftirminnileg kökukvöldin og hjólaferðalögin sem farin voru. Gulli var traustur og vandvirkur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Líka var hann í hesta- mennsku sem fjölmargir í bekknum stunduðu af krafti. Hann var fjöl- hæfur íþróttamaður og var mjög lið- tækur í flestum íþróttagreinum þó hann legði helst stund á badminton á tímabili. í tveimur fyrstu bekkjun- um í „Gaggó" hélst bekkjarskipanin en eftir það riðlaðist hún og þar með hinn ágætlega samhenti bekkur Sem deilt hafði tíma sínum í starfi og leik í níu ár. Eins og oftast vill verða fækkar samverustundum þeg- ar hver heldur í sína áttina en þó höfum við tvívegis haldið bekkjarmót til að rifja upp liðna daga. Við bekkjarsystkinin þökkum Gulla samfylgdina og minnumst hennar með bæði gleði og söknuði. Svo og fylgja kveðjur frá kennurum. Eitt getum við verið viss um að við eigum öll eftir að hittast aftur. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Dýpstu samúð vottum við unnustu, dóttur og fjölskyldu allri á saknaðarstundu. F.h. bekkjarsystkina og kennara, Kjartan Björnsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj.Sig.) Hugheilar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldunni allri. Adam og Hafdís. Við skyndilegt fráfallt góðs vinar okkar allra og vinnufélaga um margra ára skeið, verður manni orða vant. Gulli var ávallt fremstur í flokki hvort heldur sem var í leik eða við störf. Létta skapið og bjarta brosið sem alltaf var svo stutt í hafði bætandi áhrif á þá sem nærri voru. Það er erfitt að hugsa sér hópinn okkar án hans. Elsku Gulli, hafðu þakkir fyrir samfylgdina. Ykkur, sem hann mat mest og næst honum stóðuð, sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. Starfsmannafélags SBS, Ragnheiður Bogadóttir. SOLGERÐUR MA GNÚSDÓTTIR + Sólgerður Magnúsdóttir fæddist á Orrustu- stöðum í Vestur- Skaftafellssýslu 23. ágúst 1916. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Katrín Sigur- laug Pálsdóttir og Magnús Jón Sig- urðsson bóndi á Orrustustöðum. Sólgerður var fjórða í röðinni af 12 börnum þeirra hjóna. 1. desember 1940 giftist Sólgerð- ur Halldóri Maríusi Einarssyni bónda og útibússtjóra á Hörgs- landi á Síðu í Vestur-Skafta- fellssýslu, f. 22. september 1912, d. 6. apríl 1948. Foreldr- ar hans voru Guðríður Ólafs- dóttir og Einar Pálsson. Dætur Sóigerðar og Halldórs eru: 1) Sigurlaug Magnea, maki Björn Þórhallsson. Þeirra börn eru: Halldór Garðar, Þór og Bylgja Hrönn. 2) Guðríður Erla, maki Bertram Möller. Þeirra börn eru: Guðrún, Sóley Halla og Einar Kári. 3) Málfríður Hadda, maki Högni Jónsson. Þeirra börn eru: Esther Gerður, Þórunn og Birgir Þór. Dætur Sólgerðar og ívars Björnssonar eru: 4) Kolbrún, maki Þór Þórarinsson. Börn þeirra eru: Garðar Orn, María Björk og Einar Andri. 5) Hekla, maki Sigurður Stefnis- son. Barn þeirra: Óskírður drengur, fæddur 5. júlí 1995. Minningarathöfn um Sól- gerði fór fram í Fossvogs- kirkju i gær en útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu í V-Skaftafellssýslu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. I DAG, þegar ég kveð tengdamóður mína Sólgerði Magnúsdóttur hinstu kveðju, hlýtur hugurinn að reika aftur, til þess tíma er ég kynntist henni fyrst, fyrir rúmum þijátíu árum, en þá vorum við að slá okkur saman, ég og Guðríður Erla, dóttir Sólgerðar. Nafnið Sólgerður var einstakt og ég þurfti ekki langan tíma til að sjá að persónan Sólgerður var ein- stök. Strax í upphafi tók hún mér sem einum af fjölskyldunni, en Sólgerð- ur bjó þá í Kópavogi ásamt nokkr- um systkinum sínum og dætrum. Þó að þröngt væri setinn bekkurinn var alltaf hægt að búa til pláss handa einum í viðbót og þannig fannst mér Sólgerður alltaf vera, ástvinir hennar og gestir gengu fyrir og alltaf var nóg til handa þeim. Sólgerður var gríðarlega fróð um allt er laut að sveitinni hennar í Skaftafellssýslunni og það tók ekki langan tíma fyrir hana að vekja áhuga minn á sveitinni og fólkinu sem þar bjó. Það lá því beint við þegar ég og Erla höfðum eignast okkar eigið heimili, og þegar leiðin lá austur á Hörgsland að þá var gott að hafa Sólgerði með til að fræða mig um það sem fyrir augu bar og kynna mig fyrir frændfólki sínu og vinum fyrir austan. Ég man að þegar ég var að skipta um bíla fór ég gjaman með þá til Sólgerðar til að sýna henni og það fyrsta sem hún skoðaði var farang- ursrýmið, til að tryggja að nóg pláss væri fyrir farangur og mat þegar farið yrði austur. Þá var líka eins gott að vera tilbú- inn á réttum tíma því Sólgerður var með afbrigðum stundvís og oftar en ekki beið hún úti er við komum til að sækja hana. Ferðirnar austur voru stórkost- legar og gaman að fylgjast með þvi hvernig Sólgerður bókstaflega lifn- aði við eftir því sem austar dró. Hún sagði gjaman þegar komið var austur undir Eyjafjöll að „loftið væri greinilega að batna“ og ekki gleymi ég því er við fórum eitt sinn norður í land hvað Sólgerði fannst lítið til lambanna koma eftir því sem norðar dró, það væri nú eitthvað annað að sjá lömbin fyrir austan. Svona mikið elskaði Sólgerður sveitina sína. Þá var Sólgerður einstök við okk- ur tengdasynina og gleymi ég því aldrei er við vorum eitt sinn fyrir austan og Sólgerður kom ásamt einni systur sinni á ferðalagi og ætlaði inn í Laka. Var hún vel nest- uð en við tengdasynirnir kvörtuðum við hana í gríni um að dætur henn- ar gæfu okkur ekki nóg að borða. Þá opnaði hún nestisboxið sitt sem ætlað var til ferðarinnar inn í Laka og bað okkur vel að njóta. Svona var Sólgerður Magnúsdóttir. Oft gustaði um Sólgerði. Hún vildi hafa hlutina í röð og reglu og fannst það sleifarlag ef ekki var farið í að gera hlutina strax eftir að búið var að ákveða að gera þá. Hún bjó sér og yngri dætrum sínum fallegt heimili í Kópavogi og marg- ar áttum við gleðistundimar með Sólgerði þegar öll fjölskyldan kom saman, t.d. á jólum og þorrablótum sem hún og dætur hennar sáu um að halda árlega. Sólgerður var stolt, sjálfstæð kona sem kaus að vinna verkin sjálf. Það hefur því ekki verið auðvelt fyrir hana, þegar heilsu hennar tók að hraka, að þurfa að þiggja aðstoð annarra. En þá átti hún dætur sín- ar að, sem hjúkmðu henni af alúð og vöktu yfír henni allt þar til yfír lauk. Einnig fékk Sólgerður dygga aðstoð frá Heimahlynningunni og starfsfólk þar annaðist hana af alúð og kostgæfni. Þá naut hún hjúkrun- ar starfsfólks á Landspítalanum. Og nú er komið að leiðarlokum. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra tengdasona þinna er ég þakka þér, tengdamóðir mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við vitum að nú ert þú í góðum höndum og þjáningar þínar á enda. Megi góður Guð geyma þig og styrkja ástvini þína í sorginni. Þinn tengdasonur, Bertram Möller. Föðursystir okkar Sólgerður Magnúsdóttir er dáin. Það kom ekki á óvart, hún var búin að vera veik lengi, en hún var sterk kona sem ekki lét svo auðveldlega undan manninum með ljáinn. Það var alltaf birta í kringum Sólu í huga okkar systkinanna þó ekki hafi sambandið verið mikið seinni árin, en við bjuggum í fjölda ára í sama húsi í Laufbrekku 27 í Kópavogi, við 10 systkinin og for- eldrar niðri og Sóla ásamt dætrum sínum og Einari bróður sínum, sem drukknaði 1968, á efri hæðinni. Sóla var sjálfstæð, sterk og hlýleg kona sem gott var að hafa sam- skipti við og oft vorum við eins og hennar eigin börn. Þó samverustundimar hafi verið færri hin síðari ár, voru samt alltaf geymndar góðar hugsanir og hlýjar tilfinningar í hjartanu. Það kom ljóslega fram i vor, þegar faðir okk- ar Guðjón dó, en þá lágu þau systk- inin á sömu deild á Landspítalanum. Það gladdi okkur hversu vel hún tók á móti okkur og við fundum gamlar hugsanir og tilfinningar koma fram hjá okkur um ljúfa konu. Það var mikill styrkur fyrir pabba að hafa systur sína nálægt sér, því þrátt fyrir veikindi sín og að hún væri vel meðvituð um að hún ætti ekki lengt eftir lifað, þá var friður í kringum hana og hún var sátt við Guð sinn. Eftir að pabbi dó veitti hún okkur mikinn styrk og hjálp með nærveru sinni, þrátt fyrir eigin veikindi og því munum við aldrei gleyma. Við biðjum Guð að gefa dætrun- um Sillu, Erlu, Höddu, Kollu, Heklu og íjölskyldum þeirra styrk í sorg- um sínum, því þær hafa misst góða móður. Kærar kveðjur og hvíl í friði. Guðjónsbörn og Áslaug, Laufbrekku 27, Kópavogi. Þegar andlátsfregnir berast, verður maður oftast sleginn, en þá hrannast upp í hugann minningar, og litið er til baka. En sú hugsun framkallast, við fráfall Sólgerðar. Mín fyrsta minning er um tímabilið þegar ég kom sem bam til Sveit- ardvalar að Hörgslandi á Síðu, en þar bjó Sólgerður, þá eklq'a með þijár dætur sínar, ásamt tengdaföð- ur og mágkonu, og var það allt ein stór fjölskylda, sem ánægjulegt var að kynnast og umgangast. Sólgerð- ur var mér eins og bezta móðir og leiddi mig bamið um leyndardóma almennra sveitastarfa og kynningar á lífinu og náttúranni. Ekki var frændsemi milli okkar heldur til að spilla fyrir. Æskuminningamar frá þessum árum, em sem einstæðir tilverupunktar, þegar litið er til baka. Sólgerður varð ung ekkja og var lifsbaráttan hjá henni erfíð eins og hjá fleimm. Árið 1956 flyst Sól- gerður frá sínum heimahögum til Reykjavíkur og síðan í Kópavog, en þar bjó hún með móður sinni og systkinum, í Auðbrekku en seinni árin á Kjarrhólma. í Reykja- vík eignaðist Sólgerður tvær dætur, og var því nóg um að hugsa. Mik- ill samgangur var með mér og eldri dætmm Sólgerðar, sem og foreldr- um mínum, sem ég vil af alhug þakka að leiðarlokum. Sólgerður unni æskustöðvum sín- um afar heitt, og allt til síðustu stundar var ferð austur á Síðu hennar lífs endurnæring, dætur Sólgerðar og fjölskyldur þeirra var það sem hún lifði fyrir og um- hyggja hennar fyrir þeim, var ein- stök. Ég vil með þessum fátæklegu orðum senda fjölskyldu Sólgerðar mínar innilegustu samúðarkveðjur, og þakka þér, Sólgerður mín, fyrir allar okkar samvemstundir gegnum árin. Hafðu kærar þakkir fyrir allt og allt. Hafdís Hannesdóttir. Það er að koma helgi og okkur fínnst virkilega erfítt að halda aftur af spenningnum sem er að bijótast um í litlu kroppunum okkar. Við eigum að fá að gista hjá ömmu í „Kópí“ og það er heilt ævintýri fyr- ir okkur. Við eigum í vændum kvöld fullt af skemmtilegum sögum'úr sveitinni, góðum mat og síðast en ekki síst eins mikið af ís, kökum og sælgæti og við getum í okkur látið. Öll munum við barnabörnin eftir þessari einstöku tilfínningu og spenningnum sem henni fylgdi og nú þegar amma hefur kvatt okkur getum við glatt hvert annað með flóði af minningum frá samveru- stundum með henni. Amma lagði alltaf mikla áherslu á að halda fjölskyldu sinni saman og rækta þau tengsl sem við bama- bömin höfðum hvert við annað. Og jafnvel þó að flest okkar hafí nú náð fullorðinsárunum, hélt heimili ömmu ætíð áfram að vera litla fé- lagsmiðstöðin okkar. Það var svo ríkur þáttur í tilveru okkar að skreppa til „ömmu í Kópí“ því alltaf átti hún eitthvað í svanginn og alla sunnudaga vora veislukræsingar á borðum. Sunnudagsbíltúramir end- uðu alltaf hjá ömmu og þar hitfcö maður oftast eitthvað af hinum bamabömunum. Ef einhveija vant- aði í hópinn hafði amma allar nýj- ustu fréttir um ömmubömin sín. Þessi eiginleiki ömmu gerði það að verkum að þótt við bamabömin hefðum stundum ekki tækifæri á því að hittast langtímum saman, hélt amma okkur svona í óbeinu sambandi hveiju við annað. En eitt var víst að þótt stundum liðu nokkrir mánuðir milli funda okkar bamabamanna, Ieyfði enginn sér að missa af jólaboðinu hjá „ömmu í Kópí“ á jóladag. Fyrir okkur var það jafnómissandi hluti af jólunum og að opna pakkana. Én nú hefur hún amma kvaíf okkur í bili en við emm svo heppin að standa eftir með hvert annað og fjársjóð af minningum. Guð blessi þig, amma, og þakka þér fyrir alla þá ást og hlýju sem þú veittir okkur á lífsleiðinni. Minn- ing þín verður ljós í lífí okkar. Barnabörain. Nú er hún langamma orðin eng- . ill hjá Guði. Guð bað hana að koma til sín vegna þess að hún var áftY veik. En það er allt í lagi því að nú þegar langamma er orðin engill þá getur hún komið og sagt góða nótt við okkur öll á kvöldin. Góða nótt elsku langamma. Nú iegg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egiisson) Langömmubörain. Sérfræðingar í bloniaskroylingiiiii við «11 la-kifa-ri Skólavördustíg 12, á horni Bergstadastrætis, sími19090 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað \ið meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skím- amöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.