Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.07.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR JÓNSSON Gunnlaugur Jónsson fæddist á Selfossi 4. apríl 1965. Hann lést af slysförum 30. júní siðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Gunnlaugsson og Helga Guðrún Guðmundsdóttir. Unnusta Gunnlaugs er Hanna Rut Jónas- dóttir, f. 2. október 1972. Hann átti eina dóttur, Guðrúnu Jóninu, f. H. októ- ber 1985. Gunnlaug- ur stundaði hefðbundið nám á Selfossi og útskrifaðist stúdent frá Fjölbrautaskóla Suður- lands. Hann stundaði einnig nám á flugliða- braut við Fjöl- brautaskóla Suð- urnesja. Gunn- laugur lagði stund á flugnám í Banda- ríkjunum 1989- 1990. Gunnlaugur hóf störf hjá SBS hf. vorið 1986 og starfaði þar til vorsins 1995 með hléum. Hann flaug fyrir Flugfélag Vestmannaeyja af og til ásamt öðrum störfum en var orðinn fastráðinn flugmaður. Útför Gunnlaugs fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Vort líf er oft svo örðug fór og andar kalt í fang, og margur viti villuljós og veikum þungt um gang. En Kristur segir: Kom til mín, og krossinn tekur vepa þin. Hann Ijær þér bjarta sólarsýn, þótt syrti um jarðarvang. (KE) Skammt er á milli gleði og sorg- ar, bjartra framtíðardrauma og brostinna vona. í einni andrá er öllu snúið við. Óveðursský byrgja alla sýn. Sorgin heltekur hjartað og tárin bijótast fram. „En þótt við förum um dimman dal og örvænt- ingin nísti hjartað nær ljós Guðs og kærleiki að lýsa upp og styrkja í neyð. Bænir og andvörp hafa stig- ið upp til hins lifanda Guðs um að hann veiti huggun og styrk þeim sem mest hafa misst. Minningarnar um góðan, heil- steyptan og tryggan dreng hafa undanfarna daga verið rifjaðar upp og fjölskyldumyndir skoðaðar. Minningamar svo dýrmætar um löngu liðin atvik og samvistir síð- ustu dagana. Allar þessar minning- ar hafa verið á einn veg og borið Gulla okkar fagurt vitni. Víst hefur það verið sárt að rifja þær upp og vita að við fáum ekki að njóta nærveru hans og hæfileika lengur. En minningamar hafa líka verið ljósgeisli er lýst hefur upp sorgard- alinn og þær munu lifa í hjarta okkar og verða okkur styrkur á leiðinni fram eftir veg. Ég kynntist Gulla fyrst fyrir 3*uokkrum árum er- ég ferðaðist reglulega með sérleyfisbílum SBS milli Hveragerðis og Reykjavíkur. Ég minnist þess sérstaklega er ég fyrst fór upp í bílinn hjá Gulla hversu myndarlegur hann var þessi ungi maður og hlýja og velvild geisl- uðu út frá honum. Ég undraðist oft hversu öruggum höndum hann fór um stýrið og var fljótt fullviss um að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur jafnvel þótt bylurinn yrði svartur á Hellisheiðinni. Gulli var alltaf róleg- ur og yfirvegaður og kom farþegum sínum á áfangastað. Þegar ég flutti frá Hveragerði skildi leiðir um tíma en svo kom hann inn á heimili okkar einn góðan veðurdag í för með dóttur okkar Hönnu Rut og brátt var hann orð- inn hluti af fjölskyldunni. Prúður í fasi og öruggur í framkomu hafði hann góð áhrif á þá sem hann umgekkst og brátt urðu hann og sonur okkar Jónas Ingi mestu mát- ar. Jónas Ingi fékk að keyra með Gulla og fljúga líka og leit hann upp til hans með lotningu unga drengsins er á sér drauma um að keyra bíl og fljúga flugvél. Gulli og Hanna Rut leigðu sér litla íbúð í Heiðmörk 1 á Selfossi og hófu sinn búskap þar í byijun árs. Hanna Rut hafði lokið fyrstu prófunum sínum við Háskólann. Hún ætlaði að verða hjúkrunar- fræðingur og hann sá framtíð sína í fluginu. Umvafin kærleika ætt- ingja og vina blasti framtíðin við þeim og því er þetta svo óskiljan- legt og eftir sitjum við með margar spurningar, spumingar sem við fáum ekki svör við. En eitt getum við verið viss um að Guð þekkir sorg okkar og söknuð. Hann vill koma með sína líknandi hönd og lina sársaukann, styrkja og gefa trú á lífið. Við þökkum Guði fyrir Gulla, fyrir að hafa fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann og svo allt sem hann var okkur og biðjum Drottin að blessa minning- una sem mun lifa. „Þinn friður mun oss fylgja, sem fyrr þín miskunn er, þá stormur um oss æðir, er öruggt skjól hjá þér. Á tómsins langa tíma, á tregans þunp stund, Maðurinn minn. t BJARNI HOLM, Flórída, andaðist 11. júní sl. Aðalheiður Þ. Holm og fjölskylda. t Faðir okkar og tengdafaðir, HILDIÞÓR LOFTSSON fyrrv. kaupmaður, Eyrarvegi 7, Selfossi, til heimilis i Grænumörk 1, lést 3. júlí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju þriðju- daginn 11. júlí kl. 14.00. Fjóla Hildiþórsdóttir, Sigurður Sighvatsson, Anna Hildiþórsdóttir, Sigurjón Sigurðsson og fjölskyldur þeirra. þú ert vort athvarf, Drottinn, þótt önnur lokist sund.“ (S.G.) Ingibjörg, Jónas Þórir og Jónas Ingi. Æ vertu hjá oss, Herra, þá hljóðnar stormsins raust, og þegar vina vitjum, sem vefur pafamaust. Vér biðjum blessun þeirra æ búa megi oss hjá, í göfp hjarta geyma þá gæsku er barst þeim frá. (S.G.) Djúpur söknuður fyllir hjarta okkar nú er við kveðjum þig, Gulli minn. Við áttum dásamlegar stund- ir saman með þér og Hönnu Rut. Framtíðin blasti við okkur og fram- tíðardraumar voru ræddir. Gáski og gleði ríkti er við komum saman og umræður oft skemmtilegar. Þú varst eins og ljósgeisli sem lýstir í kringum þig og það var svo gott að vera í návist þinni. Við hittumst öll í Engjaselinu í lok maí. Lambalæri var grillað og hátíð í bæ. Atli og Halla voru á leið til útlanda og því mundu leiðir skiljast um tíma. Engan óraði fyrir því að þetta yrði í síðasta skiptið sem við hittumst öll hér á þessari jörð. Við áttum ógleymanlega stund saman sem mun verða dýrmæt minning um þig, kæri vinur, ásamt svo mörgum öðrum samverustund- um. Við þökkum þér, Gulli, fyrir allt sem þú varst okkur. Það voru for- réttindi að fá að eiga þig sem vin og tilvonandi mág og svila. Sért þú ætíð Guði falinn. Hann blessi okkur minninguna um góðan dreng sem alltaf mun eiga sitt pláss í hjörtum okkar. Hanna Rut, Guð blessi þig og styrki á þessum erfiðu tímum og gefi þér, Guðrúnu litlu og foreldrum og systkinum Gulla sinn frið. Hulda Björg og Kristján, Halla og Atli, Hrönn og Þóra Björk. Ég man ekki hvenær við Gulli kynntumst fyrst, reyndar finnst mér að við höfum alltaf þekkst, Það hefur líklega verið í ársbyijun 1989 sem Gulli flutti til mín og bjó þar fram á seinni hluta síðasta árs að frátöldum þeim tíma sem hann dvaldi í Bandaríkjunum við áfram- haldandi flugnám og lauk þar at- vinnuflugmannsprófi. Heimili okkar varð að eins konar óformlegum fundarstað okkar yngri flugáhuga- manna á Selfossi. Þar sátum við oft á kvöldin og ræddum um flug og allt sem því við kom. Vantar nú eina rödd sem ekki heyrist aftur í þeim hópi. Flugið var hans aðal áhugamál. Oft flugum við saman eða hvor á sinni vélinni og stundum nokkrir saman í hóp, annað hvort eitthvað út á land eða til Vestmannaeyja. Margar af þeim ferðum gleymast aldrei. Gulli þekkti landið vel, hafði ekið nánast alla vegi og flogið um það þvert og endilangt. Ég er ekki einn um þá skoðun að Gulli hafi verið góður flugmaður. Hann flaug mjög vel. Ég minnist hans alla tíð sem ljúfs, yfirvegaðs og rólegs. Við störfuðum saman og áttum sömu áhugamál, þannig að það var engin tilviljun að leiðir okkar lágu oft saman. Það leiddi af sér mikla vin- áttu. Gulli starfaði í mörg ár sem bílstjóri hjá S.B.S. Þar vann hann mjög farsælt starf, enda hans fag að flytja fólk milli staða hvort sem var í bíl eða flugvél. Hann átti svo gott með að umgangast fólk, talaði blíðlega til þess og liðsinnti því sem hann best gat enda var hann ljúf- menni í framgöngu. Það var mánudaginn 26. júní síð- astliðinn sem ég hitti Gulla síðast. Þá var hann að fara með flugvélina TF-VEN til Reykjavíkur í skoðun. Hann hafði komið úr Reykjavík á annarri vél, skilið hana eftir og hélt fljótlega í loftið aftur. Ég fylgdist með flugtakinu. Ekki hvarflaði að mér að þetta væri í síðasta sinn sem við hittumst. Ég hélt reyndar að hann væri rétt um það bil að hefja langt og farsælt ævistarf. Eftir að Gulli fór í loftið fórum við Valur Andersen, yfirmað- ur Gulla, í ökuferð og snæddum kvöldverð á Laugarvatni. Við rædd- um mest allan tímann um Gulla. Valur lýsti ánægju sinni með Gulla, hversu lipur hann væri, duglegur, útsjónarsamur og þægilegur. Það var sama hvað hann bað Gulla um, Gulli var yfirleitt búinn að því og ef ekki var strax gengið að verki. Þannig var Gulli og ég vissi það. Að endingu vil ég votta unnustu Gulla, dóttur hans, foreldrum, systkinum, tengdafólki og vinum öllum samúð mína við þetta snögga og óvænta fráfall góðs drengs og vinar. Guðmundur Jónsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast góðs vinar sem svo skyndi- lega var kallaður á brott frá okkur. Gulli var alveg einstaklea góður vinur og félagi og alltaf jafn gaman að vera nálægt honum. Við höfðum þekkt Gulla í þrjú ár eða allt frá því að Hanna Rut besta vinkona okkar kynntist honum. Hanna og Gulli voru nýbúin að stofna heimili, það var alltaf svo gaman að koma til þeirra, þau voru svo einstaklega gestrisin og oftar en einu sinni tók Gulli fram vöfflu- járnið og bakaði heimsins bestu vöfflur. Okkur langar að þakka fyrir þann tíma sem við fengum að njóta með Gulla. Við eigum alveg yndis- legar minningar sem við munum varðveita, þá sérstaklega úr Þórs- merkurferðini sem við • fórum öll saman í síðasta sumar. Elsku Hanna okkar, við getum ekki skilið hvers vegna Gulli var kallaður frá okkur en við vitum að hann er á góðum stað og að drott- inn hefur haft ástæðu til að kalla hann til sín svona snemma. Við verðum að leyfa Guði að styrkja okkur. Við munum öll hittast aftur en þangað til verðum við að takast á við lífið og læra að lifa með sorg- inni. Megi algóður Guð styrkja ykkur öll. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gepum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpinn sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Margrét Hallmundsdóttir, Birgir Smárason, Sóley Björnsdóttir. Enn á ný hefur maðurinn með ljáinn, höggvið skarð í hóp vina og ástvina, er hann hreif á brott góðan vin og félaga Gunnlaug Jónsson eða Gulla eins og hann var ávallt kallað- ur. Eftir sitjum við og skiljum ekki hve hverfult og miskunnarlaust lífið getur verið. Maður í blóma lífsins er hrifinn á brott, langt um aldur fram. Gulli kom fyrst inn á heimili okk- ar er hann hóf störf sem flugmaður hjá Flugfélagi Vals Andersens í Vestmannaeyjum. Hann varð strax eins og einn úr fjölskyldunni. Gulli var ábyrgur og traustur jafnt í starfí sem og félagi og aldrei var langt í glettnina. Hann var einstak- lega þægilegur og kurteis svo af bar og þau verk sem hann tók að sér leysti hann af vandvirkni og samviskusemi. Þín er nú sárt saknað. Erfitt er að trúa því að þú komir aldrei aftur inn á heimili okkar í spjall og vangaveltur. Við viljum trúa því að þér líði vel núna og að þér sé ætlað annað og meira hlutverk. Við þökkum þér fyrir allar góðu stund- irnar sem lifa munu í minningunni. Við vottum unnustu, foreldrum, dóttur, systkinum og öðrum ástvin- um dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (V. Briem.) Pétur og Hrefna. Það voru dapurleg tíðindi er mér voru færð sl. föstudagskvöld þegar mér var sagt að Gunnlaugur Jóns- son æskuvinur og vinnufélagi til margra ára hefði látist í hörmulegu slysi. Manni varð orða vant og hug- urinn fór á kreik, mér þótti það óraunverulegt að góður vinur og jafnaldri væri horfinn af sjónarsvið- inu. Kynni okkar Gulla, eins og hann var alltaf kallaður, hófust þegar við vorum 11 ára en þá flutti ég í hús- ið við hliðina á honum og fjölskyldu hans. Eins og oft vill verða með stráka á þessum aldri urðum við vinir og leikfélagar, ásamt fleiri strákum úr götunni. Það sem veröldin sner- ist um á þessum árum voru bílar. Þannig háttaði til að feður okkar beggja vom atvinnubílstjórar og lifðum við og hrærðumst í þeim hugarheimi er því fylgir. Við þvæld- umst mikið með pöbbum okkar á þessum ámm og ósjaldan voru sagðar sögur af ævintýmm sem við höfðum upplifað eða þá feður okkar og drógum við hvergi af okkur. Svo fór að við Gulli ásamt bróður hans Guðmundi og fleirum komum okkur upp aðstöðu á moldarsvæði í ná- grenninu. Þar var verið í vegavinnu og stórframkvæmdum og smíðaðir voru handa okkur öllum bílar til að draga og kenndi þar margra grasa, vömbílar, rútur og jeppar. Þóttu rúturnar og vörubílarnir þó merki- legust. Ekki má gleyma reiðhjóla- útgerðinni. Víða var farið, hjólað niður á Eyrarbakka þar sem við báðir áttum frændfólk og var tekið á móti okkur þar eins og hetjum með jólakökum og öðru góðgæti. Eitt áhugamál áttum við í viðbót en þar skákaði Gulli okkur öllum, það var módeldellan, þar voru flug- vélar hans sérsvið og leyndi sér ekki hvert hugurinn stefndi. Þar kom líka í ljós að hann hafði meiri þolinmæði en við hinir sem hlupum frá öllu út í móa að keyra. Svona leið tíminn, alltaf gaman og nóg að starfa. Svo liðu unglings- árin, við unnum okkar sumarvinnu en stunduðum báðir nám í Fjölbraut á veturna. Við vorum saman á meiraprófsnámskeiði og stefndum þá að sama marki, okkur langaði báða til að keyra stærri bíla en í móanum. Vorið 1986 hófum við báðir störf hjá SBS við að keyra rútu. Það þarf ekki að lýsa því hér hvað lífið var skemmtilegt á þessum tíma, nóg að gera og við báðir að vinna þau störf er okkur líkuðu vel og höfðum gaman af. Margs er að minnast, kaffistundir á BSÍ, helgar- ferðir til Akureyrar eða Vest- mannaeyja, fimm klukkutíma bollu- veisla, veðurtepptir í Hveragerði og margt fleira. I þessu starfi reynir oft á vinnufélagana, sér í lagi við erfiðar aðstæður. Þarna var Gulli í sérflokki og alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef með þurfti. En það sem skipti kannski meira máli var að farþegarnir voru alltaf vissir um að þeir voru í öruggum höndum. Oft var það rætt meðal okkar vinnufélaganna hvernig best væri að bera sig að við aksturinn og oftar en ekki var svarið: „eins og Gulli gerir." Ótrúlega margt fylgdist að hjá okkur Gulla. Hættum báðir tíma- bundið hjá SBS og fórum að læra það sem við höfðum hugsað okkur að vinna við í framtíðinni. Gulli hélt til Bandaríkjanna að mennta sig betur í fluginu, báðir fórum við aftur að keyra eftir námsleyfið eins og við kölluðum það og biðum eftir tækifæri til að hefja störf á nýjum vettvangi. Nú var svo komið að við vorum báðir búnir að skipta um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.