Morgunblaðið - 15.07.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 5
Sumarstarfsemi Iðnskólans og borgarinnar í fullum gangi
NEMENDUR fást við matvælagerð.
Morgunblaðið/Sverrir
EINAR Örn Eiðsson stússar í bílaviðgerðum.
SÓLVEIG Edda Vilhjálmsdóttir
fæst við hárgreiðslu.
RAKEL G. Magnúsdóttir að sýsla við tölvuna.
DÍANA Ósk Ármannsdóttir á kafi í tölvunni.
Fjölbreyttara
nám en áður
REYKJAVÍKURBORG og Iðnskólinn standa fyrir
sumarstarfsemi fyrir atvinnulaus ungmenni á
aldrinum 16-25 ára þriðja árið í röð.
„I sumar var rúm fyrir 200 manns á nám-
skeiðunum, en við hefðum getað fyllt það tvisvar
sinnum,“ segir Helga Björnsdóttir, sem stendur
að námskeiðunum fyrir hönd Iðnskólans ásamt
Steini Guðmundssyni. Arngrímur Þór Gunnarsson
og Anna Björk Birgisdóttir standa að verkefninu
fyrir Reykjavíkurborg.
„Það sóttu 400 um í vor og síðan hafa örugg-
lega um 100 manns sóttum í sumar. Fólk erþá
sett á biðlista og um leið og einhver dettur út
er fyllt upp í skarðið," segir Arngrímur.
Forsenda fyrir því að fá inngöngu í námskeið-
in er að nemendurnir séu frá Reykjavík og at-
vinnulausir. „Auk þess er leitast við að hleypa
þeim að sem hafa verstu félagslegu aðstöðuna,
búa í leiguhúsnæði eða hafa börn á sínu fram-
færi,“ segir Arngrímur.
I skólanum er boðið upp á ókeypis barnapössun
fyrir nemendur á námskeiðunum og eru þar að
jafnaði um 10-12 börn.
Nemendur fá 30 þúsund krónur fyrir að sitja
námskeiðin, að því gefnu að mætingin sé til fyrir-
myndar. Þijú námskeið eru haldin á hveiju sumri
og vonast aðstandendur námskeiðsins til að laun-
in hækki um 5 þúsund krónur á hveiju nám-
skeiði eftir því sem líður á sumarið, eins og var
í fyrra.
Það sem nemendum stendur til boða í sumar
eru námskeið í bílgreinum, fataiðnaði, hársnyrt-
ingu, matvælaiðnaði, málmiðnaði, rafiðnaði,
tréiðn og á tölvusviði. Hver nemandi getur tekið
þrjú námskeið yfir sumartímann.
Ólíkar greinav
Rakel G. Magnúsdóttir er 21 árs og sækir nám-
skeið í hárgreiðslu, á tölvusviði og í tréiðn. „Ég
hef mjög gaman af þessu,“ segir hún. Hún sam-
þykkir fúslega að þetta séu ólíkar greinar, en
segir að það sé gott og gagnlegt að kynnast ein-
hverju nýju. Til dæmis hafi henni ekkert veitt
af að læra á tölvur, sem hafi áður verið henni
framandi heimur,
Sólveig Edda Vilhjálmsdóttir er 19 ára og í
óðaönn að greiða hár á gínuhaus þegar blaða-
mann Morgunblaðsins ber að. Hún sækir nám-
skeið í fataiðn, matvælaiðnaði og snyrtingu í sum-
ar, en hefur einu sinni áður sótt þessi sumarnám-
skeið: „Ég lærði liönnun og bókagerð fyrir tveim-
ur árum. Þá voru allir að vinna við það sama í
heilt sumar, en námið er mun fjölbreyttara núna.“
Vettvangsferðir lífga upp á námið
Díana Ósk Ármannsdóttir er 24 ára og ber
náminu vel söguna. Hún segir að kennararnir séu
mjög góðir og þá lífgi það upp á námið að farið
sé reglulega í vettvangsferðir. Díana sækir nám-
skeið á tölvusviði og í hárgreiðslu. Auk þess von-
ast hún eftir að komast í námskeið í annaðhvort
málmiðn eða bílgreinum.
Einar Örn Eiðsson er 17 ára og sækir námskeið
í bílgreinum og auk þess í málmiðn og trésmíði.
Hann segist fá námskeiðin metin í MH þar sem
hann stundar nám yfir vetrartímann. Þá segir
hann að það muni vafalaust nýtast sér vel að
læra um grunnþætti vélarinnar á námskeiði í bíl-
greinum, þegar komi að viðhaldi á eigin bíl í fram-
tíðinni.
Norski loðnubáturinn Fiskebass
leitar ásjár í Þórshöfn
Hér er mönnun-
um vel tekið
NORSKI loðnubáturinn Fiskebass
bað um lóðs og lagðist að bryggju
í Þórshöfn í gær eftir að björgunar-
menn höfðu sótt slasaðan mann um
borð.
Að sögn Sigurðar Smára Óskars-
sonar hafnarvarðar slasaðist norski
sjómaðurinn á auga. Hann var sótt-
ur tafarlaust um borð af meðlimum
björgunarsveitarinnar Hafliða í
Þórshöfn, eftir að beiðni hafði bor-
ist.
Maðurinn var fluttur á Kópasker
en ekki er enn vitað hversu alvarleg
meiðsli hans eru. Eftir að maðurinn
hafði verið sóttur barst beiðni frá
bátnum um lóðs og hafnarpláss í
Þórshöfn.
„Mér fannst það óneitanlega svo-
lítið skrýtið að þeir skyldu ekki biðja
strax um að fá að leggjast að
bryggju. Það hvarflar óneitanlega
að manni að þeir hafi óttast synjun
vegna nýliðinna atburða í tengslum
við togarann Má. Þeim hefur eflaust
þótt viðbrögðin í tengsium við hinn
slasaða það góð að hér væri í lagi
að koma í land. Því spássera hér
milli 12-14 Norðmenn um götur
bæjarins og er tekið með kostum
og kynjum, það er engin ástæða til
annars,“ segir Sigurður Smári.
Stolnir tékkar hjá
gTunuönm fíkniefnasala
FÍKNIEFNALÖGREGLAN fann í
fyrrakvöld stolna tékka fyrir mörg
hundruð þúsund krónur í húsleit hjá
manni sem grunaður er um fíkni-
efnasölu.
í húsinu fundust einnig um 15
grömm af hassi og margs konar
munir sem taldir eru þýfi úr innbrot-
um. Þá var einnig í húsinu mikið
af persónuskilríkjum, sem talið er
að notuð séu sem pantur í undir-
heimaviðskiptum.
Maðurinn var færður til yfir-
heyrslu en RLR vinnur að rannsókn
þess úr hvaða innbroti tékkarnir
geti verið.
Opið 8-18 & um helgar 9-17. Sími 564-1777
Tilboð
þessa helgi:
ALLIR kvistir á
kr. 350 (áður 570).
Dreyrakvistur
Ennfremur
birkikvistur,
döglingskvistur,
lágkvistur,
loðkvistur,
mánakvistur,
perlukvistur,
rósakvistur,
stórkvistur,
víðikvistur.
Bogkvistur
Ódýr arinviður
kr. 450
Bjarkeyjarkvistur
Fossvogsstöðin, ^^ossvogsstöiin I
Fossvogsbletti 1, f. neðan Borgarspítala.