Morgunblaðið - 15.07.1995, Side 6

Morgunblaðið - 15.07.1995, Side 6
6 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útboð Ríkiskaupa á tryggingu nýrrar björgunarþyrlu kært til fjármálaráðuneytisins Landhelgisgæslan segir eðlilega að málum staðið Framkvæmd Ríkiskaupa á útboði vegna vátryggingar á Super Puma-þyrlu Land- helgisgæslunnar hefur verið kærð til fjár- málaráðuneytisins. Forstjóri Landhelgis- gæslunnar segir ekkert óeðlilegt við út- boðið og að kærandi fari með dylgjur. KÆRAN var lögð fram 20. júní sl. fyrir hönd N.H.K. International Ltd., sem er breskur vátryggingamiðlari með íslenska löggildingu og er útibú starfrækt í Reykjavík. Að sögn Hall- dórs Sigurðssonar, löggilts vátrygg- ingamiðlara hjá N.H.K., eru helstu ástæður kærunnar þær að efnt hafi verið til lokaðs hraðút- boðs án þess að gildar forsendur lægju til þess, að útboðslýsingu hafi ver- ið áfátt auk þess sem í raun hafi verið búið að ákveða hjá hveijum yrði tryggt og útboðið því aðeins verið sjónarspil. Í kærunni segir að upphaflegri útboðslýsingu hafi verið verulega áfátt og í hana hafi vantað grundval!- arupplýsingar til þess að hægt væri að verðleggja þá þjónustu sem beðið hafi verið um í útboðinu. Hluti þeirra upplýsinga sem á vantaði hafi ekki borist fyrr en þremur dögum áður en tilboð voru opnuð. Af þeim sökum m.a. lét N.H.K. bóka athugasemd við opnun tilboða 16. júní sl. Hvers vegna var skipt um vátryggingamiðlara? Þess er einnig óskað að fjármála- ráðuneytið rannsaki hvers vegna for- ráðamenn Landhelgisgæslunnar hafi fært tryggingar á Dauphine-þyrlunni TF-SIF frá vátryggingamiðlaranum Nicholson Leslie Aviation (NLA) yfir til vátryggingamiðlarans Willis Coro- on Aerospace (WCA) á miðju vá- tryggingatímabilinu, án þess að fram færi útboð eða öðrum væri gefinn kostur á að annast viðskiptin, og hvaða áhrif sú aðgerð hefði haft á aðstöðu Sjó- vár/Almennra hf. í um- ræddu útboði Ríkiskaupa með hliðsjón af því að WCA annist endurtrygg- ingar á flugtryggingum Sjó- vár/Almennra. „Gerðir að ösnum“ Halldór segist hafa undir höndum bréf skrifað af Hafsteini Hafsteins- syni, forstjóra Landhelgisgæslunnar 5. apríl sl., til vátryggjandans, L.A. Hudson, í London þar sem hann stað- festir að Landhelgisgæslan tryggi og hyggist tryggja eingöngu hjá Sjóvá/Almennum tryggingum hf. og Willis Coroon Aerospace. „Þetta getur ekki verið ákveðnara og þama er í sjálfu sér bara verið að hafa okkur og aðra, sem buðu í þessa tryggingu, að ösnum,“ segir Halldór. Aðrir sem fengu að taka þátt í útboði eftir forval voru, fyrir utan N.H.K. og Sjóvá/Almennar, Trygging hf. og Codan Insurance í Danmörku. Trygging hf. skilaði ekki inn tilboði. Fjármálastjóri færði tryggingxi upp á sitt eindæmi Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að tryggingin á TF-SIF hafi um átta ára skeið verið hjá Sjóvá/Almennum og Willis Corron Aerospace. Fyrir einu og hálfu ári hafi þáverandi fjár- málastjóri Landhelgisgæslunna fært trygginguna frá Sjóvá/Almennum og WCA til NLA án sinnar vitundar. Hann hafi gert þetta með dyggri aðstoð NLA og með því að yfirtitla sig í bréfaskiptum. Fyrsti vátryggj- andi hafi eftir sem áður verið L.A. Hudson. Málið hafi verið komið of langt til að hægt væri að láta það ganga til baka en skömmu eftir að færslan hafi átt sér stað hafí hann óskað eftir vátryggingarskírteini vegna vátryggingarinnar. Fjármálastjórinn hafi tjáð sér að hann hefði skírteinið en síðar hafi komið í ljós, eftir að fjármálastjóranum var vikið frá störfum í október sl. vegna fjármála- misferlis, að ekkert vátryggingar- skírteini var til. Bréfið í samræmi við viðtekna venju Hafsteinn segist strax hafa kallað eftir vátryggingarskírteininu hjá NLA og í þrígang eftir það á mán- aðar fresti. Þegar ekkert bólaði á því hafi hann flutt trygginguna frá þeim aftur til hinna aðilanna, WCA, og þannig gert ógilt það sem fjár- málastjórinn fyrrverandi hafí breytt í óleyfi. Bréfíð sem hann hafí skrifað í kjölfarið og Halldór vitni til hafí ekkert með tryggingu á nýju björg- Útboðsgögn- um verulega áfátt SKAMMT er liðið síðan TF-Líf, Super Puma-þyrla Landhelgisgæsl- unnar kom til landsins en framkvæmd Rikiskaupa á útboði vegna vátrygginga á þyrluna hefur nú verið kærð. unarþyrlunni, TF-LÍF, að gera. Það taki einungis til tryggingar á TF-SIF og einungis til yfírstandandi vá- tryggingartímabils. Hann segir við- tekna venju að svona bréf séu rituð til staðfestingar á að skipt hafi verið um tryggingamiðlara. Að ætla að heimfæra það upp á eitthvað annað sé útúrsnúningur. Fyrsti vátryggj- andi, L.A. Hudson, hafí ekki viljað skipta við marga miðlara og bréfíð hafí verið orðað á þennan hátt að hans ósk. Hafsteinn segir að ef eftir því hefði verið leitað af umboðsmönnum N.H.K., þeim Gísla Ma- ack og Halldóri Sigurðs- syni, hefði hann getað útskýrt þetta bréf fyrir þeim. Eftir útskýringum hafi hins vegar aldrei verið leitað. N.H.K. hefði getað undirbúið tilboð Hafsteinn segir Halldór hafa kom- ið að máli við sig í mars sl. og þá hafi hann fengið allar upplýsingar um þyrluna. „Ég sagði honum að hún kæmi væntanlega til landsins í júní og að Ríkiskaupum yrði falið að bjóða vátryggingu hennar út. Þá strax hefðu forráðamenn N.H.K. getað hafið undirbúning á tilboðinu. Ríkiskaup auglýstu forval á Evr- ópska efnahagssvæðinu 21. maí sl. og voru þátttakendum send útboðs- gögn 6. júní en tilboð skyldu opnuð 16. júní. Það var hins vegar ekki fyrr en við opnun tilboða að gerðar voru athugasemdir af þessum aðil- um,“ segir Hafsteinn. Hann segist viðurkenna að útboðið hefði mátt fara fyrr fram og þá með lengri fresti en hins vegar megi að- dragandinn ekki vera of langur, best sé að komast að markaðnum rétt áður en tryggingin eigi að taka gildi. Það sem segi í áðurnefndri bókun N.H.K., að framkvæmd málsins telj- ist furðuleg og gefi fullkomið tilefni til tortryggni, séu hreinar dylgjur. Þeir sem hafí haft áhuga á að bjóða í trygginguna hafi vitað um málið og aldrei hafí verið beðið um framleng- ingu á tilboðsfresti. „Ég óska eindregið eftir að fá til- boð í okkar vátryggingar og óska eftir að reka Landhelgisgæsluna á eins ódýran hátt og hægt er. Tilboð N.H.K. var 20% hærra en það tilboð sem tekið var,“ segir Hafsteinn. Greinargerðir til ráðuneytis Fjármálaráðuneytinu hafa borist greinargerðir um málið bæði frá Landhelgisgæslunni og Ríkiskaup- um. Fulltrúar N.H.K. hafa kynnt Eft- irlitsstofnun EFTA málið óformlega og áskilja sér rétt til að leggja fram formlega kvörtun bregðist íslensk yfírvöld ekki við kærunni á viðun- andi hátt. Starfsmenn N.H.K. þekktu málið í mars Kostur og löstur Morgunblaðið/Árni Sæberg LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur SÚPERSTAR Höfundur tónlistar-. Andrew Lloyd Webber. Höfundur leikverks: Tom O’Horgan. Höfundur söngtexta: Tim Rice. Þýðing: Emelía Baldurs- dóttir og Hannes Om Blandon. Leikstjóm: Páll Baldvin Baldvins- son. Tónlistarstjóra: Jón Ólafsson. Dansar: Helena Jónsdóttir. Ljós: Elfar Bjamason. Búningar: Axel Hallkell Jóhannesson og Páll Bald- vin Baldvinsson. Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson. Leikarar: Stefán Hilmarsson, Pétur Öm Guð- mundsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Daníel Agúst. Haraldsson, Páll Ósk- ar Rjálmtýsson, Jóhann Sigurðar- son, Matthías Matthiasson, Vil- hjálmur Goði Friðriksson o.fl. LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýndi söngleikinn Jesus Christ Sup- erstar á Islandi fyrir röskum tutt- ugu og þremur árum, aðeins nokkr- um mánuðum eftir að hann var frumsýndur á Broadway, og var það djarfur leikur. Þessi söngleikur hefur verið að skjóta upp kollinum erlendis undanfarin ár og í kjölfar velgengni Hársins síðastliðið sumar var tekin ákvörðun um að setja hann aftur á svið hér. Ef þessi söng- leikur á erindi við okkur í dag verð- ur að gera hann þannig úr garði að hann segi okkur eitthvað nýtt. Á þessu er brotalöm í uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur. Aðstandendur sýningarinnar hafa reynt að skapa henni mikil- fenglegan sjónrænan ramma. Leik- myndin er að vísu tilkomumikil - raðir tignarlegra súlna sem hefjast upp og svífa niður í sífellu og af- marka þannig leikrýmið - en hún styður ekki það sem er að gerast á sviðinu. Ljósahönnuður hefur lagt sitt af rnörkum í útlit sýningarinnar og er víða vel gert, en lýsing stund- um notuð of sparlega þannig að varla sést í leikendur. Kór og dansarar ná ekki að skapa tilfinningu fyrir mannfjölda og týn- ast á þessu stóra sviði. Mannfæðin veldur því að sömu leikaramir gegna hlutverkum sem stangast á. Af hveiju er verið að hnýta í Pétur fyrir að afneita Kristi ef hinir læri- sveinarnir sjást krefjast þess að Kristur verði krossfestur? Þegar Kaífasi er tilkynnt koma öldunga og presta, sem hann svo ávarpar, er enginn til staðar nema prestam- ir tveir sem eru alltaf í fýlgd með honum. Búningamir eru kapítuli út af fyrir sig. Kórinn er í pokalegum görmum, nema hvað í upphafsatr- iðinu eru allir íklæddir frökkum, sem gera lítið annað en að hefta hreyf- ingar dansaranna. Hver er tilgang- urinn með að láta hljómsveitina, íklædda hermannabúningum, hafast við í skriðdreka? Ef það átti að gefa tilfinningu fyrir hervaldi Rómveija þá mistókst það, enda sést lítið í hljómsveitarmeðlimi fyrr en í frammíkalli. Það skorti mikið á til að áhorfendur fengju tilfínningu fyrir því valdi sem Kristur á við að glíma. Prestamir þrír eru settir í fáránleg gervi sem hafa vafasamar tilvísanir. Búningurinn fer t.d. Jó- hanni Sigurðarsyni fádæma illa, enda fínnur hann sig ekki í hlutverk- inu. Tilburðir til að nota prestana til að kreista fram bros hjá áhorfend- um eyðileggja þann litla svip af yfir- valdi sem þeir hafa. í heildina má segja að uppfærsluna hijái hug- myndafátækt og mannekla. Dans- amir eru fálmkenndir og styðja lítið við bakið á einsöngvuram. En þótt uppfærsluna skorti sann- færandi heildarmynd, sem verður að skrifast á reikning hönnuðar og leikstjóra, eru margir ljósir punkt- ar. Stefán Hilmarsson kemur mjög skemmtilega á óvart sem Júdas og nær með sérstakri raddbeitingu sinni góðum tökum á þessu aðal- hlutverki leiksins. Hann er engum líkur, hvort sem er í kraftmiklum söng eða á fínlegu nótunum. Páll Óskar Hjálmtýsson á salinn í þær þijár mínútur sem hann kemur fram sem Heródes og notar mark- visst hveija sekúndu til að gefa okkur mynd af gerspilltri leikbrúðu Rómveija. Pílatus er skemmtileg týpa í höndum Daníels Ágústs Har- aldssonar, sem er vaxandi leikari, þótt hann færi yfir strikið í lokin. Þessir þremenningar úr poppinu syngja af miklu öryggi og ná allir að skapa trúverðugar persónur í söng, sem er ekki öllum gefíð. Guðrún Gunnarsdóttir er með mjög fallega rödd, sem hún nýtir vel í túlkun á ballöðum Maríu Magdalenu, þótt hún næði ekki nógu vel allra hæstu tónunum. Sérstak- lega var gaman að hlusta á samsöng hennar og Matthíasar Matthíasson- ar, sem komst vel frá hlutverki sínu sem Pétur, þrátt fyrir búninginn. Vilhjálmur Goði Friðriksson er stæðilegur Símon selóti. Sennilegt er að þessarar uppfærslu verði minnst fýrir góðan söng enda flestir söngvarar atvinnumenn á því sviði. Annar kostur sýningarinnar er hressilegur undirleikur og fallegur hljómur Hammond-orgelsins gaf honum sérstæðan svip. Á hinn bóg- inn var undirleikurinn oft alltof hátt stilltur, þannig að textinn fór fyrir ofan garð og neðan og nokkr- ir hnökrar vora á hljóðstjórn. Ef það hefur einhvers staðar tekist að skapa sýningunni hæfílegan búning þá er það í tónlistarhönnun og á Jón Ólafsson hrós skilið. Pétur Örn Guðmundsson fer með hlutverk Jesú, titi 1 hlutverkið. Hlut- verkið er erfitt í leik og söng og því miður stendur Pétur ekki undir væntingum. Tilþrifalítill leikur hans skekkir dramatíska þungamiðju sýningarinnar og hann á ekkert í atvinnumennina í söngnum. Kjól- gopinn og hermannastígvélin hjálp- uðu ekki til. Kannski það lýsi and- stæðum uppsetningarinnar best að eftir að Kristur er krossfestur á afar smekklausan hátt sést hann liggja örendur í örstuttu lokaatriði sýningarinnar sem er hrífandi í ein- faldleika sínum - við kveður fagur söngur og á bassa er leikinn hinn eini sanni tónn. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.