Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRÉTTIR
Viðbrögð fólks við bresku heimildarmyndinni Biðsalir dauðans
Óhiig’iianleg’
og sorgleg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
RÓBERT Marshall formaður Verðandi, samtaka ungs Alþýðu-
bandalagsfólks og óháðra, les upp áskorun til kínverskra stjórn-
valda um að endurskoða afstöðu sína til mannréttindamála.
Mótmælum stungið
í bréfalúgu
ÁHORFENDUR bresku heimild-
armyndarinnar, Biðsalir dauðans,
sem sýnd var í Sjónvarpinu á mið-
vikudagskvöld eru flestir sammála
um að hún hafí verið óhugnanleg
og dregið upp ófagra mynd af
ástandinu í Kína.
Myndin fjallar um hlutskipti
kínverskra stúlkubarna sem fæð-
ast í óþökk foreldra sinna en til
að stemma stigu við fólksfjölgun-
arvanda í Kína hafa yfirvöld grip-
ið til þess ráðs að heimila hveijum
hjónum að eignast einungis eitt
barn. Margir óska þess að eignast
son svo nafn fjölskyldunnar lifi og
hefur það orðið til þess að sum
hjón neyta allra bragða til að losna
við stúlkur sem þeim fæðast.
Fékk hroll frá toppi til táar
„Myndin er afar ógnvekjandi
og síðasta atriðið var hryllilegt,"
segir Gunnlaug-
ur Pétur Er-
lendsson. „Ég
fékk hroll frá
toppi til táar.
Það er vart trú-
andi að svona
ómannúðlegt at-
hæfi fyrirfinnist
í heiminum. Mér
fannst erfítt að horfa á myndina."
Gunnlaugur segir að íslending-
ar eigi auðvitað að senda fulltrúa
á Kvennaráðstefnuna sem haldin
verður í Kína í haust því að „þó
við séum ekki stór þjóð erum við
þjóð og rödd okkar er sterk“.
Síðasta atriði
myndarinnar ljótt
Pálmar Sigurðsson er sama
sinnis og Gunnlaugur og segir að
myndin hafi ver-
ið óhugnanleg og
dregið upp mjög
ljóta mynd. „Sér-
staklega fannst
mér atriðið í lok
þáttarins ljótt.“
Pálmar segist
ekki hafa mynd-
að sér skoðun á
því hvort íslendingar eigi að senda
fulltrúa til Kína en að það sé ljóst
að það verði að vekja frekari at-
hygli á þessu máli.
Megum ekki dæma Kínverja
út frá okkar forsendum
Unnur Halldórsdóttir segir að
myndin hafi snortið sig töluvert.
„Við megum
hins vegar ekki
dæma Kínverja
út frá vestræn-
um forsendum."
Unnur telur
að hægt sé að
vinna gegn
þessu ástandi
með fræðslu og
upplýsingum til fólksins og minnir
á að við þekkjum ekki þann vanda
sem kínversk stjórnvöld séu að
glíma við, þ.e.a.s. fólksfjölgun-
arvandann.
Hún tekur undir þá gagnrýni
að í raun sé engin skipulögð her-
ferð í gangi í Kína gegn stúlku-
bömum en það sé látið í veðri
vaka í myndinni.
„Ég hallast að því að við eigum
ekki að hunsa Kvennaráðstefnuna
í haust og að við getum frekar
haft áhrif með því að fara. Við
getum beitt kínversk stjórnvöld
þrýstingi og skapað umræður því
það er ljóst að þeim finnst umræð-
an óþægileg.
Þá sé það umhugsunarvert hve
framlög íslendinga til þróunar-
mála séu naum.
Myndin sorgleg
Kolbrúnu Ólafsdóttur fannst
myndin sorgleg og segir að sér
hafí liðið illa þegar hún horfði á
hana. Kristjáni Hjaltasyni kom
UM 70 manns tóku þátt í mót-
mælastöðu við kínverska sendi-
ráðið síðdegis í gær í tilefni af
sýningu myndarinnar Biðsalir
dauðans í Ríkissjónvarpinu sl.
miðvikudag. Að mótmælunum
stóðu ungliðasamtök stjórnmála-
flokkanna, Þjóðvaki og Kvenna-
listi. Ætlunin var að afhenda
starfsmönnum sendiráðsins
áskorun til kínverskra stjórn-
valda, en mótmælendur komu að
lokuðum dyrum. Því var gripið
til þess ráðs að lesa upp áskorun-
ina á tröppum sendiráðsins og var
henni þvínæst stungið inn um
bréfalúgu.
Áskorunin var svohljóðandi:
„Ungt fólk í öllum stjórnmála-
flokkum landsins hefur sameinað
krafta sína og boðað til þessarar
mótmælastöðu í þeim tilgangi að
hins vegar á
óvart hve börnin
voru fá miðað við
hve stórt Kína sé
og telur að það
sé auðvelt að
falsa svona
myndir.
Margréti Sig-
urðardóttur
fannst myndin hræðileg.
Hún segist þeirrar skoðunar að
konur eigi ekki að sitja heima
heldur sé sjálfsagt að þær fari til
Kína á ráðstefnuna.
lýsa yfir þungum áhyggjum af
stöðum mannréttindamála í Kína
og þá sérstaklega grófum mann-
réttindabrotum gagnvart konum
og börnum. Markmið þessarar
mótmælastöðu er að koma á fram-
færi þeim skilaboðum að um-
heimurinn fylgist með og lætur
sig þessi mál varða. Vilji kínversk
stjórnvöld pjóta viðurkenningar
og virðingar í samfélagi þjóðanna
er óhjákvæmilegt að mannrétt-
indamál verði tekin föstum tök-
um. Við skorum á kínversk
stjórnvöld að endurskoða afstöðu
sína til mannréttindamála og hafa
það hugfast að mannréttindi til-
heyra öllum, börnum jafnt sem
fullorðnum. Það er von okkar að
þrýstingur þjóða heimsins verði
til þess að hraða úrbótum og að
þjáningum saklausra linni."
Einbirnisstefnan fáránleg
„Það er ótrúlegt að þetta sé til.
Myndin var óþægileg og það fór
hrollur um mig,
sérstakega í lok
hennar," segir
Vignir Arnarson,
sem telur ein-
birnisstefnu
stjórnvalda í
Kína fáránlega.
„Hún kallar ekki
á nema eitt í
þjóðfélagi þar sem karlleggurinn
er númer eitt“.
Innflutningur á
kjúklingum tefst enn
Vottorð ekki
stimpluð án
heimildar
ráðherra
YFIRDÝRALÆKNIR synjaði í gær
versluninni Bónus um staðfestingu á
heilbrigðisvottorðum fyrir innflutn-
ing á sænskum kjúklingum, á þeim
forsendum að hafa yrði samráð við
landbúnaðarráðherra áður.
Ekkert varð því af innflutningi
kjúklinganna í gær, en um eitt bretti
er að ræða. „Samkvæmt lögunum
heimilar landbúnaðarráðherra inn-
flutninginn að fengnu áliti yfirdýra-
læknis, þannig að ég hef ekki heim-
ild tii að leyfa innflutninginn án þess
að fá grænt ljós hjá ráðherra," segir
Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir.
Hann minnir á að ráðuneytið hefur
sent frá sér upplýsingar þess efnis
að setja verði reglugerðir og innflutn-
ingskvóta áður en innflutningur á
hráum landbúnaðarvörum verði
heimilaður, sem geti tekið nokkrar
vikur, og því sé heilbrigðisþátturinn
ekki einvörðungu til staðar.
Framvísaði öllum gögnum
Jóhannes Jónsson kaupmaður í
Bónus reyndi árangurslaust að ná í
ráðherra í gær. Hann kveðst hafa
verið búinn að sýna yfirdýralækni
viðkomandi skjöl og fylgt kröfum
hans í einu og öllu um þau fylgiskjöl
sem hann þyrfti að framvísa. „Jó-
hannes er búinn að láta mig hafa
ýmis gögn en mér finnst rétt að ráð-
herra fái að ákveða hvað er nóg,“
segir Brynjólfur. „Yfirdýralæknir
var búinn að segja mér að þessi vott-
orð væru fullgild en hann hlýtur að
hafa fengið fyrirmæli um að skrifa
ekki upp á þau án samráðs við ráð-
herra. Þetta ruglar mig alveg í rím-
inu en ég ætla að freista þess að ná
í ráðherra hið fyrsta og fá samþykki
hans. Þessi innflutningur er orðinn
svo tímafrekur að má líkja við fullt
starf,“ segir Jóhannes.
Afgreiðsla óljós
Brynjólfur segir óljóst hvenær ráð-
herra muni taka ósk Jóhannesar um
innflutning til meðferðar. Hann muni
vart ganga á fund ráðherra, frekar
sé líklegra að ráðherra kalli á hann.
„Hrátt kjöt hefur ekki verið flutt
inn til landsins í nokkra áratugi,
þannig að menn gera ekki svona lag-
að einn, tveir og þrír. Þetta mál er
þannig eðlis að ég held að hann þurfi
að velta þessu fyrir sér og fá ráð-
gjafa sína til að skoða málið líka.“
>
!
I
i
í
i
I
I
i
I
ft
I
i
i
Í
AÐ SÖGN Eiríks Sigurbjörnssonar,
framkvæmdastjóra sjónvarpsstöðv-
arinnar Ómega, voru gestir á sam-
komum predikarans alls 11 til 12
þúsund. „Þetta tókst vonum fram-
ar,“ segir hann, en Benny Hinn kom
hingað til lands í samvinnu við
Ómega.
„Það komu margir sem höfðu
aldrei farið á svona samkomur áður
og það var mjög gleðilegt að sjá
biskup íslands. Mikill fjöldi fólks
kom upp á svið á samkomunum og
vitnaði um lækningu sína við ýmsum
kvillum og sumir sögðust hafa fund-
ið hlýjan straum fara um sig. Við
tókum niður tugi nafna og við mun-
um hafa samband við þetta fólk til
að sjá árangurinn.
Það er andleg vakning hérna á
íslandi. Við höfum orðið vör við að
fólk er mjög opið í dag, það er til-
búið til að ganga á Guðs vegi og
gefast Kristi. Fólk er mjög þyrst í
Guðs orð og lifandi kraft, ekki neina
lognmollu. Ef prestar Þjóðkirkjunnar
myndu leita Guðs meira í bæn og
predika með krafti heilags anda, þá
myndu kirkjurnar-fyllast,“ segir Éi-
ríkur.
Mjög áhugavert
Morgunblaðið innti hr. Ólaf
Skúlason biskup íslands eftir skoðun
hans á samkomum Benny Hinn. „Ég
11-12 þúsund mánns
sáu Beniiy Hinn
Bandaríski predikarínn Benny Hinn flaug
af landi brott í fyrrakvöld eftir að hafa
haldið þrjár vel sóttar samkomur í
var viðstaddur
fyrstu samkomu
hans og þetta var
mjög áhugavert,
ekki síst hve fag-
mannlega var að
öllu staðið. Pred-
ikarinn hafði mjög
sterka sviðsfram-
komu og stjórnaði
aðstoðarfólki sínu
eins og herforingi.
Ég söng með í öllum lögunum sem
ég kunni, enda var ég kominn þarna
af allri þeirri einlægni sem ég á til
þegar ég fer í guðsþjónustur.
Mér féll mjög vel sá þáttur pred-
ikunar hans þegar
hann talaði um
Jesú Krist kross-
festan og -uppris-
inn og að við ætt-
um að snúa okkur
beint til hans.
Hvaða prestur
sem er innan Þjóð-
kirkjunnar hefði
getað tekið sér
þessi orð í munn
og sagt Amen við því.
Ég vil aftur á móti ekkert fullyrða
um það hvort fólk geti fengið lækn-
ingu á svona samkomum. Einstakl-
ingar eru misjafnlega bænheitir og
Hr. Ólafur Eiríkur Sigur-
Skúiason björnsson
Benny Hinn
móttækilegir fyrir áhrifum, þannig
að ég er viss -um að þettá fólk sem
telur sig hafa fengið einhvetja bót
meina sinna segir það í fullri ein-
lægni. Ég er viss um að kraftaverk
geta gerst á þessum stað eins og í
venjulegum messum hjá okkur þar
sem meiri ró og friður ríkir.
Trúin er lifandi
í fyrra þegar Benny Hinn kom
hingað til lands var snúið út úr orð-
um mínum og þau rangtúlkuð. Eg
veit að Guði er ekkert ómögulegt
og hann notar menn bæði til þess
að boða trú og eins til þess að sanna
trú í verki. Við í Þjóðkirkjunni biðjum
í hverri einustu messu fyrir sjúkum
og sumsstaðar eru sérstakar fyrir-
bænasamkomur, þannig að það sem
Benny Hinn er búinn að vera að
gera er okkur alls ekkert framandi,
við stöndum bara öðruvísi að verki.
Við vonum að þúsundirnar sem
komu í Laugardalshöllina haldi
áfram að leita Guðs og ég býð þetta
fólk innilega velkomið í söfnuðinn
sinn. Við lítum á vakningu sem holla
en það er fyrst og fremst framhald-
ið sem skiptir máli og það er eins
með lækningarnar. Trúin getur
kviknað við svona samkomur, hún
er lifandi og hún visnar ef hún fær
ekki næringu en styrkist ef að henni
er hlúð. Það viljum við gjarnan gera
og bjóðum fólki aðstoð Þjóðkirkjunn-
ar til þess.“
ft
I
ft
ft
I