Morgunblaðið - 21.07.1995, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 7
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Emilía
LEIKSVÆÐIÐ verður 400 fermetra stórt með leiktælqum fyrir
Iítil börn. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum fyrir haustið.-
Leikvöllur rís við
Laugarneskirkju
STARFSMENN garðyrkjustjóra í
Reykjavík vinna nú að gerð leikvall-
ar á svæði milli Hofteigs og Kirkju-
teigs fyrir framan Laugarneskirkju.
Gerð umrædds leiksvæðis var
kynnt fyrir íbúum nærliggjandi
gatna í bréfi dags. 4. júlí sl. Nokkr-
ir íbúar hafa lýst óánægju sinni með
leiksvæðið vegna þess að opna svæð-
ið, þar sem það verður, væri eitt af
fáum grænum svæðum í hverfinu.
Þá ættu þeir leikvellir sem eru við
leikskólann og barnaskólann að full-
nægja þörf fyrir leiksvæði barna í
hverfinu. Þá hefur verið gagnrýnt
hve skammur tími gafst til athuga-
semda en framkvæmdir hófust í síð-
ustu viku.
í bréfi embættis garðyrkjustjóra
segir að Borgarskipulag hafi gert
úttekt á dreifingu og ástandi leik-
svæða, m.a. í þessu hverfi. Þá hafi
komið í Ijós að langt væri á milli
leiksvæða í þessum hluta hverfisins
og lagt til að koma mætti fyrir ieik-
aðstöðu á þessu svæði. í framhaldi
af því væri fyrirhugað að koma fyr-
ir leikaðstöðu á svæðinu. Við skipu-
lag þess hafi verið haft að leiðar-
ljósi að sýn til kirkjunnar úr vestri
eftir svæðinu héldist og að núver-
andi tijágróður nýttist til að skerma
af leikaðstöðuna frá götunni.
400 fm með tækjum
fyrir lítil börn
Samkvæmt upplýsingum frá emb-
ætti garðyrkjustjóra er um að ræða
400 fermetra svæði með leiktækjum
fyrir lítil börn, sandkassa, gormadýr-
um og litlum kastala. Þar að auki
verða bekkir fyrir fullorðið fólk að
tylla sér á. Leiksvæðið tekur aðeins
lítinn hluta opna svæðisins og er
alllangt frá kirkjunni. Þeir sem koma
í kirkjuna ættu ekki að verða fyrir
truflun frá svæðinu og jafnvel ekki
sjá það.
Stefnt er að því að ljúka fram-
kvæmdum fyrir haustið og er áætl-
aður kostnaður um 1,6 milljónir
króna.
Gerð leikvallarins var samþykkt í
umhverfismálaráði og skipulags-
nefnd Reykjavíkurborgar. Starfs-
maður garðyrkjustjóra segir að emb-
ættinu hafi borist mótmæli frá örfá-
um íbúum hverfisins, þar af ein
skrifleg. Þeir sem hafi lýst ánægju
sinni séu mun fleiri og margir hafi
gefið sig á tal við starfsmenn á
staðnum og iofað verkið.
Borgin hefur greitt 100 milljónir
í húsaleigubætur
1.995 umsóknir
frá áramótum
ALLS hafa 1.995 umsóknir um
húsaleigubætur borist síðan Reykja-
víkurborg hóf greiðslu húsaleigubóta
um síðustu áramót, en í uppháfi
höfðu um sjö hundruð umsóknir
borist. Að meðtalinni útborgun
næstu mánaðamóta nemur upphæð
greiddra húsaleigubóta frá áramót-
um rúmum 99,8 milljónum króna
en Reykjavíkurborg greiðir um
60-70% af öllum húsaleigubótum á
landinu.
Um seinustu mánaðamót bárust
167 umsóknir sem er töluverð aukn-
ing frá seinustu mánuðum að sögn
Ásdísar Leifsdóttur, deildarstjóra
húsaleigubótadeildar Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur. „Á tímabili
var í gangi mjög neikvæð umræða
um húsaleigubætur og fólk stóð í
þeirri trú að það fengi engar bætur
eða mjög lágar, sem virðist hafa
komið frá leigusölum ef marka má
fullyrðingar leigjenda sem við okkur
hafa rætt, Að meðaltali hafa 100-110
umsóknir borist á mánuði," segir hún.
Endurskoðunar þörf
Húsaleigubótakerfið var hugsað
sem tilraun til eins árs, en Asdís
kveðst telja ósennilegt að það verði
lagt af miðað við núverandi eftir-
spurn og reynslu af því. Hins vegar
sé full þörf á að endurskoða lög um
húsaleigubætur, enda megi finna á
þeim ýmsa vankanta. Þess má geta
að samráðsnefnd um greiðsluvanda
heimilanna leggur m.a. til í áfanga-
skýrslu sinni til félagsmálaráðherra,
að við endurskoðun laga um húsa-
leigubætur verði reglugerð um fjár-
hæð bóta endurskoðuð með tilliti til
tekjuviðmiðs og reynt að gæta sam-
ræmis við vaxtabætur, auk þess sem
skattlagning húsaleigubóta verði
afnumin. Nú greiða 28 sveitarfélög
hérlendis húsaleigubætur og greiða
mörg minnstu sveitarfélögin aðeins
einum einstaklingi húsaleigubætur.
Mismunað eftir búsetu
Ásdís segir bagalegt misræmi á
milli sveitarfélaga og nefnir sem
dæmi Fellahrepp sem er nær sam-
tengdur Egilsstöðum og greiðir
húsaleigubætur öfugt við Egils-
staðakaupstað. Sama máli gegni um
t.d. Kópavog sem greiði ekki húsa-
leigubætur, eitt sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. „Þarna er ver-
ið að mismuna fólki eftir búsetu,"
segir hún og kveðst telja brýnt að
lagfæra samsvarandi ágalla.
Að sögn Ásdísar nema húsaleigu-
bætur allt frá nokkrum krónum upp
i 21 þúsund krónur hæst, en aldrei
er greitt meira en sem samsvarar
helmingi leigu. Að meðaltali eru
greiddar bætur til hvers einstakling
10.700 krónur. „Fjöldi þessara um-
sókna er ívið minni en gert var ráð
fyrir, en þetta hefur farið mjög
hægt af stað og fólk er enn að beij-
ast við að fá húsaleigusamninga.
Leigusalar virðast mjög tregir en
krafa leigjenda er háværari nú þeg-
ar það veit um þennan rétt sinn,“
segir Ásdís.
veitir góðan afslátt og þú safnar inneign að auki
Viðskiptakort BYKO er sparnaðarkort sem tryggir þér
5% staðgreiðsluafslátt þegar þú verslar við BYKO
verslanirnar og Byggt & Búið.
Að auki veitir kortið stigvaxandi afslátt sem færist sem
inneign á viðskiptareikning þinn í árslok.
Grunnafsláttur
Allt að 200.000 kr.
200.000-500.000 kr.
500.000 kr. og yfir
5% stgr.afsláttur
2% viðbótarafsl.
4% viðbótarafsl.
6% viðbótarafsl.
Reglur uin Víðskiptnkort BYK0
1. Allir viöskiptavinir BYKO geta fengið Viðskiptakort.
2. Til aö viðskiptin safnist upp á viðskiptareikning þarf að
framvísa Viðskiptakortinu.
3. I árslok færist inneign vegna stigvaxandi afslátta á viöskiptareikning.
4. Korthafi fær sent viðskiptayfirlit ársfjórðungslega. \
5. Viðskiptakort BYKO er skráð á nafn. Hægt er að gefa út fleiri eA
eitt Viðskiptakort á sama viðskiptareikning. \
6. Glatist kort skal tilkynna það til BYKO strax.
7. Verði breytingar á reglum um Viðskiptakort verða þær sendar út til
viðskiptavina á næstu yfirlitum.
BYKO
BYK0 byggir með þér
Já, ég vil fá sent ViósKiptakort BYK0
Klipptu út og sendu okkur
þennan skráningarmiða f
umslagi merktu:
Skrifstofur BYK0,
Breiddinni,
200 Kópavogur.
Einnig getur þú sent okkur
eyðublaðið með
myndsendi 515-4199.