Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 11 ifptiaillQQ i n láníiGJfl Q& SGÐ VBDOBaH I TENGSLUM við Listasumar ’95 verður opnuð sýning á verkum Jane Darovskikh í Deiglunni í kvöld, föstu- dagskvöldið 21. júlí, en hún er banda- rískur myndhöggvari sem dvalið hef- ur í gestavinnustofunni í Grófargiii á Akureyri undanfarna þijá mánuði. Hún útskrifaðist frá New York ríkis- háskólanum með meistaragráðu í höggmyndalist og hefur síðan unnið og starfað víða um heim. Hún dvelur á Islandi sem Fulbright-styrkþegi. Verkin sem hún sýnir í Deiglunni eru öll unnin meðan á dvöl hennar á Akureyri hefur staðið og hefur hún m.a. gert tilraunir með íslenskt berg. Sýningin stendur til 27. júlí og er opin virka daga frá kl. 11-18 og um helgar frá kl. 14-18. Gítarfestival Kristinn Árnason gítarleikari spil- ar á tónleikum í Akureyrarkirkju kl. 20.30. í kvöld. Glugginn Jón Laxdal Halldórsson sýnir í Glugganum, sýningarrými Lista- sumars í glugga Vöruhúss KEA í göngugötunni. Jón hefur gefið út ljóðabækur og er starfandi myndlist- armaður á Akureyri. Hann hefur haldið fjölmargar sýningar bæði hér heima og í Hollandi og Bretlandi. Listasafnið Nú um helgina eru síðustu forvöð að sjá sýningu tékkneska lista- mannsins Jan Knap á Listasafninu á Akureyri, en henni lýkur á sunnu- dag, 23. júlí. Fatlaður Breti ferðast yfir ísland frá Eyrarbakka að Hraunhafnarvita HÓPURINN fyrir utan Skeifuna, félagsheimili hestamannafé- lagsins Léttis á Akureyri, I nepjunni í gær. Byijaði á hjóli og endar á hestbaki JOHN Birdsall lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann er mik- ið fatlaður, en er á ferðalagi sem hófst 6. júlí síðastliðinn á Eyrar- bakka, en ferðinni er heitið þvert yfir ísland og er lokaáfangastað- ur hans og samferðamanna á Hraunhafnartanga á Melrakka- sléttu. Með John Birdsall, sem jafnan er kallaður JB, í för eru fjórir samlandar hans, Bretar og er ferð þeirra kostuð af fyrirtæki þar í landi sem sérhæfir sig í íþrótta- vörum og tækjum fyrir hreyfi- hamlaða. Áður hafði JB ferðast frá syðsta odda Bretlands til þess nyrsta og hófst Islandsferðin, sem öll er fest á filmu og gerð verður úr heimildarmynd, í sjónum fyrir utan Eyrarbakka. Kappinn kemur akandi á sérhönnuðu þríhjóli eins og upp úr hafinu við suðurströnd landsins. Ferðin gekk eins og í sögu þar til hópurinn var kominn umjiað bil 15 kílómetra sunnan við Isólfs- vatn á Sprengisandsleið, en þá hrundi hjólið og tókst ekki að gera við það þó mikið væri reynt og til kostað. Sáu ferðalangar þá fram á að hætta þyrfti við ferðina og þótti súrt í broti, en þá vakn- aði sú hugmynd að JB gæti hald- ið förinni áfram á hestbaki. Ferðafélagar hans komu sér í samband við Baldvin Björnsson hjá Goðheimum í Kinn og hann, í samvinnu við járnsmíðaverk- stæðið Varma og Hnakkvirki á Akureyri, hefur smíðað eins kon- ar söðul upp úr stól þríhjólsins sem John Birdsall er fær um að sitja i, en fyrirmynd undirbygg- ingarinnar sækir hann i gömlu Morgunblaðið/Rúnar Þór JOHN Birdsall ætlar að ljúka ferðinni á hestbaki eftir að vél- knúna þríhjólið hrundi og með honum verður Baldvin Björnsson frá Goðheimum. klyfjarnar. Lokahönd var lögð á verkið í gær og þá ekkert því til fyrirstöðu að hægt verði að halda förinni áfram, en áætlað er að leggja af stað frá Kiðagili á Sprengisandi á morgun, laugar- dag. John Birdsall hefur aldrei á ævinni komið nálægt hestum, en Baldvin mun ríða með honum það sem á vantar til að ljúka ferð- inni. „Við förum bara fetið,“ seg- ir hann og bjóst við að vera kom- inn að Hraunhafnartanga um næstu mánaðamót. Friðarhlaup í 5. sinn FRIÐARHLAUP verður hlaupið í fimmta sinn hér á landi, en það hefst á Ráðhústorgi á Akureyri á morgun kl. 12.30. Friðarhlaupið var fýrst hlaupið á íslandi árið 1987 og síðan ann- að hvert ár. Þetta er boðhlaup í ólympískum anda þar sem friðar- boðskap er komið á framfæri á táknrænan hátt, en yfir milljón manns hlaupa allt frá nokkrum metrum upp í marga kílómetra og láta logandi kyndla ganga sín í milli. í ár er hlaupið í öllum sjö heimsálfunum og yfir 80 löndum en áætlað er að mannfjöldinn hlaupi um 80 þúsund kílómetra vegalengd í þágu friðar. Á íslandi verður hlaupið dag- ana 22. til 30. júlí. Hlaupið hefst á Ráðhústorgi á Akureyri á morg- un og verður hlaupið til Reykja- víkur og yfir Snæfellsjökul á leið- inni. Hlaupinu lýkur á Ingólfstorgi kl. 15.00 sunnudaginn 30. júlí, en áætlað er á hlaupa um 80 kíló- metra daglega. Allir sem þá.tt taka fá viðurkenningarskjal og einnig verður hægt að kaupa boli Friðar- hlaupsins. Frá Akureyri verður hlaupið til Dalvíkur en þar hefst Friðar- hlaupið kl. 16.10 á morgun, í Ól- afsfirði verður byrjað kl. 17.40, en á sunnudag verður byijað á Lágheiði kl. 9.00, á Hofsósi hefst hlaupið kl. 13.35, Sauðárkróki 16.45 og í Varmahlíð kl. 18.35. Yfirlögregluþjónn Tíu sækja um TÍU umsóknir bárust um stöðu yfir- lögregluþjóns á Akureyri, en frestur til að sækja um stöðuna rann út nýlega. Þeir sem sóttu um eru Daníel Guðjónsson, varðstjóri, Húsavík, Daníel Snorrason, lögreglufulltrúi, Akureyri, Felix Jósafatsson, settut; lögregluvarðstjóri, Dalvík, Gunnar Jóhannsson, rannsóknarlögreglu- maður, Akureyri, Gunnar Rand- versson, lögregluvarðstjóri,’ Akur- eyri, Jóhannes Sigfússon, rann- sóknarlögreglumaður, Akureyri, Karl J. Kristjánsson, aðstoðarlög- regluvarðstjóri, Akureyri, Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, Akureyri, Sigurður Björns- son, fyrrverandi lögregluvarðstjóri, Ólafsfirði og Þórður Jónsson, lög- reglumaður, Reykjavík. Erlingur Pálmason hefur gegnt stöðu yfirlögregluþjóns síðustu ár en lætur af störfum fyrir aldurs sakir í næsta mánuði. Erlingur hef- ur starfað í lögreglunni á Akureyri frá árinu 1948. Þórir Baldursson á&wtt ■ . Jóni Rafnssyni í léttri sveiflu frákl. 10.00-01.00. Öl( Danssveiti n áatunt Evu Ásrúnu IWT'' Stebba í Lúdó. 1 ‘Kótd %%A sími 462 2200. Grillsérfrœóingarn ir óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson áArgentínu kynna grísakjöt i verslunum i allt sumar Að mati sérfræðinga er grísakjöt góður kostur á grillið. Það er einfalt að grilla grísakjöt, það er alltaf ferskt, verðið er mjög hagstætt og svo er það bara svo gott. Grísahnakki, grísarif VJfj grisakótilettur, grisalœrisneióar og grisalundir eru tvímælalaust \' I grillmatur sumarsms. Helsti ■filSs. kostur grisakjötsins er þó sá að þú þarft ekki að vera gHrafýpk sórffæðingurtil að grilla það, því grisakjöt l(líA svínvirkar án sérfræðinga. Grísakjöt r án sérfrœðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.