Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Ásdís María
Sigurðardóttir
fæddist á Bíldudai
26. nóvember 1928.
Hún andaðist á
heimili sínu í
Reykjavík 12. júlí
sl. Ásdís var dóttir
Bjarneyjar Jónu
Sigurgarðsdóttur
Hólm, f. 12. ágúst
1908, og Sigurðar
Sigurðssonar, f. 17.
júní 1891, d._ 12.
júní 1951. Ásdís
giftist 27. maí 1950
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Bergi Þorvalds-
syni frá Holti á Barðaströnd,
f. 23. september 1927. Þau áttu
fimm börn. Þau eru: Halldór
Ólafur, f. 20.12. 1951, kvæntur
Lilju Mósesdóttur, til heimilis
í Reykjavík; Ester Sjöfn, f.
AÐ BROSA gegnum lífíð er sú
mynd er kemur í hugann, þegar ég
sest niður og minnist þeirra horfnru
stunda er við mamma mín og ég
áttum saman, þá er lífið gaf okkur
gleðistundir og tilefni til að tala um
gleði hversdagsleikans. Hún varð
því þungbær sú fregn er mér barst
að morgni miðvikudagsins 12. júlí
sl. Símifin hringdi og systir mín var
í símanum. „Hún mamma er dáin.“
Það varð löng þögn. Gat það verið
að mamma væri burt kölluð, þá er
líf hennar reis hæst? Að líta til
baka á slíkri stund getur aukið
þann styrk er þarf til að komast
yfir sáran söknuð og þess að eiga
ekki oftar eftir að njóta glaðværðar
og vináttu mömmu. Mamma ólst
upp í Reykjavík hjá ömmu sinni,
Viktoríu Bjarnadóttur, sem síðar
tók mig, elstu dóttur hennar og
Kristins Guðjónssonar (f. 4. október
1926, d. 24. júlí 1993), að sér.
Mamma var þijú ár í Verslunar-
skóla íslands og lagði jafnframt
stund á fiðluleik hjá Birni Olafs-
syni. Hún hafði yndi af tónlist og
á fullorðinsárum bætti hún orgelleik
7.12. 1952, gift Ju-
les Joseph Her-
mele, þau búa í
New Jersey; Berg-
dís Harpa, f. 18.2.
1954, gift Joseph
Mikcac og býr í
Ohio; Bjarney Jón-
ína, f. 9.8. 1957,
gift Elvari Ólasyni,
búsett í Reykjavik,
og Sigrún, f. 29.12.
1963, sambýlismað-
ur Benedikt Krist-
jánsson, þau búa í
Hafnarfirði. Aðal-
heiður Dúfa Krist-
insdóttir, elsta barn Ásdísar,
f. 6. janúar 1947, er gift Kristni
G. Kristjánssyni og búsett í
Hveragerði.
Útför Ásdísar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst
athöfnin ld. 13.30.
við tónlistarmenntun sína. Hún
starfaði hjá Brunabótafélagi ís-
lands fyrstu árin eftir nám en síðan
tók við uppeldi barna og umstang
heimilis. Síðar vann hún við bók-
band hjá ísafoldarprentsmiðju í
fjölda ára og nú síðast við aðhlynn-
ingu aldraðra hjá Reykjavíkurborg.
Mömmu varð sex barna auðið og
eru nú barnabörn hennar orðin 20.
og barnabarnabörnin eru 5. Hún
var því rík og gat glaðst yfir hópn-
um sínum. Mamma gladdist yfir
þeirri frétt að von væri á tvíburum
í barnabarnahópinn, en nú hafa
forlögin hagað því þannig að öðrum
heilsast vel en hinn fær legstað í
faðmi hennar. Mamma hefði orðið
67 ára nú í haust, en síðast er við
hittumst hafði hún á orði að mikið
hlakkaði hún til að hætta að vinna
og verða löglegur eldri borgari.
Þeir tímar voru eftir til að njóta
og gleðjast og hefðu bætt upp lang-
an vinnudag við uppeldi barna og
amstur hvunndagsleikans. Gefur
almættið okkur tíma og rúm til að
fylgjast með framvindu afkomenda
og gleðjast yfir unnum sigrum á
lífsleið þeirra þegar áhyggjum jarð-
vistar sleppir? Nú er okkur meinað
að gleðjast með þér, mamma mín,
en von mín og trú er sú að þú hald-
ir áfram að glettast og gleðjast með
hópnum þínum öllum, sem nú situr
eftir og setur hljóðan er hlátur þinn
er hættur að berast um heimkynni
þín og þinna.
Elsku mamma, tengdamamma,
amma og langamma!
Er heillandi brosið og hugurinn þinn,
heimkynni okkar nú kveðja.
Þú sýndir að gleðin var sigurinn þinn,
og söngst þegar þurftir að kveðja.
Þögul nú þökkum við ferilinn þinn,
í þögninni felst okkar kveðja.
Við gleðjumst í hjarta við gluggann þinn
og grátum, því sárt er að kveðja.
Ég og fjölskylda mín þökkum
burt liðnar stundir, sem okkur
finnst að hefðu átt að vera fleiri,
en lífið tekur sinn toll og hver um
sig hefur um margt að hugsa. Eg
votta systkinum mínum og Bergi
mína innstu samúð og bið alvald
heims og ljóss þess að sú gleði, er
mamma veitti hvar sem hún fór,
megi bera ljós inn um þær sorgar-
dyr er þau nú ganga gegnum.
Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir,
Kristinn Gústaf Krisljánsson.
t Við erum hér saman komnar
frænkurnar tvær til að minnast
elsku ömmu okkar. Heima hjá
ömmu og afa ríkti ávallt mikil gleði.
Alltaf var stutt í brosið og hlátur-
inn hjá ömmu og munum við ekki
eftir að hafa séð hana öðruvísi en
káta og hressa.
Amma var mjög músíkölsk, hún
spilaði á gítar og söng fyrir okkur
í afmælunum.
Hún átti orgel og leyfði hún okk-
ur oft að glamra á það.
Amma var dugleg að skrifa dag-
bók um helstu atburði og geymdi
hún hana undir púðunum í sófanum.
Amma bakaði alltáf mjög góðar
kökur, við hlökkuðum ailtaf til að
fara í afmæli til ömmu og afa og
smakka góðu terturnar hennar
ömmu og að fá brauðterturnar frá
afa.
Við minnumst ömmu þegar hún
trítlaði á inniskónum og sloppnum
með rúllurnar í hárinu og þegar hún
ÁSDÍS MARÍA
SIG URÐARDÓTTIR
HALLSTEINN
P. LARSSON
+ Hallsteinn Pét-
ur Larsson
fæddist 13.5. 1929 í
Ringebö í Guð-
brandsdal í Noregi.
Hann lést 14.7. sl. í
Noregi. Hallsteinn
lauk prófi sem
gar ð y r kj u m að u r
1952 og herþjón-
ustu lauk hann vor-
ið 1953. Til íslands
flyst hann 1954
ásamt konuefni
sínu, Hlíf Guð-
mundsdóttur, f.
6.10.1929, fráFlat-
eyri við Reyðarfjörð. Þau giftu
sig í Reykjavík 30.10. 1954 og
flytjast til Reyðarfjarðar 1955
og búa á Flateyri allt til 1978
að þau flytja til Nesbyen í
Noregi, þar sem Hallsteinn
Kristinn, f.
stundaði verk-
smiðjuvinnu. Börn
þeirra eru: Sigur-
borg Jertine, f.
21.1. 1954, búsett í
Bolungarvík; Lars
Guðmundur, f. 7.9.
1955, búsettur á
Fáskrúðsfirði; Þór-
dís Hanna, f. 18.9.
1956, býr i Nesbyen
í Noregi; Þuríður
Sólveig, f. 27.9.
1957, býr í Nesby-
en; Heiðrún María,
f. 27.7. 1959, búsett
Nesbyen og Ivar
22.1. 1970, býr í
Drammen. Barnabörnin eru 16
og eitt barnabarnabarn.
Hallsteinn verður jarðsung-
inn i dag frá Nesbyenkirke.
FRÁ Noregi berst hingað sú napra
fregn að nú sé allur góðvinur minn
um gengin ár, Hallsteinn Larsson,
og hugur reikar nú í hlýju þakklæt-
is til liðinna stunda sem Ijósi bregða
á brautina fram. Þar hvarf af lífs-
vettvangi góður drengur svo alltof
fljótt, en hörð og grimm mun hríð-
in síðasta hafa verið Hallsteini og
lausn frá þrautum þeim líkn um
leið. Um röska tvo áratugi vorum
við samsveitungar og áttum sam-
skipti ágæt á ýmsan veg, sú sam-
Ieið öll vörðuð mætum minningum
um ágætisdreng mikils Ijúflyndis,
trúmennsku tryggrar og um leið
iðni góðrar við hvaðeina sem feng-
ist var við. Hallsteinn varð mér
hugþekkur góðvinur sem gott var
að fá að finna á förnum vegi, hann
var glaðlyndur og átti glettnistreng,
heill og hreinlyndur var hann í ein-
lægni opins hugar, hann kom sér
hvarvetna hið besta og eignaðist
hlýhug samferðamanna. Hann átti
sínar einbeittu skoðanir og fylgdi
þeim af festu og hógværð í senn.
Löngum átti ég hann að liðsmanni
traustum, enda kvaðst hann hafa
skipað sér vel vinstra megin þegar
á unga aldri heima í Noregi, far-
sæld félagshyggju og samhjálpar
var honum ekkert efamál. Hingað
til lands fluttist Hallsteinn með
Hlíf konu sinni, en þau höfðu kynnst
í Noregi, þar sem Hlíf hafði dval-
ist, og á Flateyri við Reyðarfjörð
fóru þau að búa, en þar bjuggu þá
foreldrar Hlífar. Búskap átti Hall-
steinn svo að meginstarfi þó hann
ynni ævinlega mikið utan heimilis
til að afla stóru heimili meiri tekna
til framfærslu. Þar dró Hallsteinn
aldrei af sér, enda enginn svikinn
af verkum hans og hann vel liðtæk-
ur í öllu því sem að var unnið.
Hallsteinn var annars lærður garð-
yrkjufræðingur og miklu miður svo
vel fær sem hann var í því að auðn-
an skyldi ekki gefa honum gott
tækifæri til þeirrar ástundunar.
Hann var hamingjumaður í öllu
einkalífi sínu, lífsförunautur hans
einstök ágætiskona að allri gerð
eins og allt hennar fólk. Börn þeirra
dugnaðarfólk, mýndvirk og mætir
þegnar í þjóðlöndum tveim. Héðan
fluttu þau hjón svo út til Noregs
1978 og þar var erjað af iðjusemi
góðri allt þar til illvígur sjúkdómur
lagði Hallstein að velli í harðri
glímu. Traustur drengur og trúr í
hverju einu er allur en eftir eru
vermandi minningar um vænan
mann. Hér á íslandi var hann hinn
gegni þegn góðra verka, farsæl var
fylgd hans alla þá tíð er hann átti
ísland að fósturlandi. Ég færi hon-
um við leiðarlok hugumhlýja þökk
fyrir mætakær kynni sem öll voru
á besta veg. Við Hanna sendum
eftirlifandi eiginkonu hans okkar
einlægar samúðarkveðjur svo og
börnum þeirra og barnabörnum
beggja vegna Atlantsála sem og
öðrum þeim er áttu hann að. Hinum
hugumprúða íslenska Norðmanni
fylgja hlýjar kveðjur út í heiðið him-
inblátt.
Með kveðju og þökk,
Helgi Seljan.
sat í sófanum með teppið sitt. '
Elsku amma, minning þín mun
ávallt vera í huga okkar og viljum
við þakka þér fyrir stundirnar sem
við áttum saman.
Þínar nöfnur,
Ásdís María og María Björk.
Með örfáum orðum langar mig
að kveðja elsku tengdamóður mina
og vinkonu, Ásdísi Sigurðardóttur,
en hún lést á heimili sínu 12. júlí.
Ég kynntist tengdamóður minni -
fyrir 25 árum er mér var boðið inn
á heimili hennar að Útskálum við
Suðurlandsbraut. Ásdís og Bergur
bjuggu þar ásamt fjórum dætrum
og syni, elsta dóttirin var þá gift
og farin að búa. Þegar ég kom þar
í fyrsta sinn var mér boðið upp á
kokteilávexti með rjóma. Þetta þótti
mér óvenjuleg gestrisni við mig
unglinginn en ísinn var þar með
brotinn og tókst strax með okkur
Ásdísi vinátta sem hefur haldist
óslitið síðan. Ég hef sjaldan kynnst
annarri eins kátínu og glaðværð
sem þeirri er ríkti á heimilinu. Dóri
kynnti allar systur sínar fyrir mér
á sinn sérstaka hátt og hann og
Ásdís voru mjög náin. Ég bar strax
virðngu fyrir vináttu þeirra sem
hélst alla tíð og er missir hans mik-
ill.
Fyrir 20 árum fluttu þau upp í
Breiðholt. Höfum við búið stutt
hvor frá annarri í 13 ár og hefur
verið gott að vita af nálægðinni.
Ásdísi var ýmislegt til lista lagt.
Hún var mikil tungumálamanneskja
og lágu enska og danska létt fyrir
henni. Nutu börn hennar góðs af
og kom það sér vel fyrir hana í
heimsóknum til Bandaríkjanna, því
þar átti hún bæði systur, dætur,
tengdabörn, barnaböm og móður-
bróður, sem nú er nýlátinn.
Ásdís var mjög gefin fyrir tón-
list, hún lærði bæði á fiðlu og org-
el, en spilaði annars á ýmis hljóð-
færi. Hún var hrókur alls fagnaðar
og spilaði gjarnan á gítar í ijöl-
skylduboðum og skeytti þá ekki um
þó blæddi úr fingrunum. Þannig var
hún, lífsgleðin ofar öllu. Hin síðari
ár fór hún ásamt manni sínum,
bróður hans Bjarna og konu hans
í ferðalög bæði innan lands og utan
og voru þau hinir rnestu mátar.
Lengst af vann Ásdís við bók-
hald í Isafoldarprentsmiðju, en hin
síðustu ár vann hún við heimilis-
hjálp. Hún leit fram veginn og
horfði glöð til þeirra ára þegar hún
hætti að vinna og gæti notið efri
áranna. Þau Bergur voru nýbúin
að kaupa sér nýjan bíl, sem hún
var svo ánægð með og þau voru
að skipuleggja ferðalög þegar kallið
kom svo óvænt.
Ásdís hefur verið mjög heilsulaus
síðustu árin. Samt kom fráfall
hennar mjög snöggt, öllum að óvör-
um. Ég var stödd á Snæfellsnesi
hjá Fríðu vinkonu ^minni þegar ég
frétti lát hennar. Ég horfði út um
gluggann hjá Fríðu á Snæfellsjök-
ul, fallegan í sólinni og bað Guð
um að styrkja fjölskyldu okkar. En
þetta er leiðin okkar allra, eins og
hún sagði sjálf,- nokkuð sem við
getum ekki flúið. Ásdís trúði að það
væri líf eftir þetta líf og trúi ég að
það hafi verið tekið vel á móti henni
hinum megin.
Þar sem Ásdís átti fimm dætur
og einn son var ég eina tengdadótt-
irin sem hún átti. Oft höfum við
setið og spjallað yfir góðum kaffi-
bolla. Þá hefur verið rætt um lífið
og tilveruna og ýmislegt annað
hefur borið á góma. Flest eigum
■ við vini sem okkur þykir vænt um,
berum virðingu fyrir og treystum.
Vinátta milli manna getur verið
með ýmsu móti, sum vinátta er
skammvinn meðan önnur endist
æviveginn á enda og jafnvel út yfir
gröf og dauða.
Ásdís mín. Alltaf varst þú svo
hress og yndisleg, tilbúin að hlusta
þegar til þín var leitað og sást allt-
af björtu hliðarnar á tilverunni.
Þakka þér fyrir allt sem við höfum
átt saman. Þín er sárt saknað. Elsku
Bergur, ég vona að Guð gefi þér
styrk til að sjá að lífið heldur áfram.
í Jesú nafni.
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinboma dís,
og hlustið, englar Guðs i Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Lilja S. Mósesdóttir.
Við systkinin fréttum af fráfalli
elsku ömmu okkar hvert í sínu lagi.
Eitt okkar var statt úti á landi og
hin tvö í Reykjavík, öll áttum við
virkilega bágt með að trúa þessu.
Ásdís amma sem var svo ótrúlega
lífsglöð og sífellt hlæjandi er farin
yfir móðuna miklu, langt fyrir aldur
frarm Minningarnar hrannast upp
um Ásdísi ömmu. Hún var alltaf
hrókur alls fagnaðar í fjölskyldu-
boðum og „húmorinn" var alveg
meiriháttar, brandararnir komu á
færibandi. Börn hennar erfðu þessa
eiginleika öll sex, og mun sú minn-
ing um ömmu okkar lifa í föður
okkar og frænkum. Það var hægt
að tala við Ásdísi ömmu um allt
milli himins og jarðar, hún var
bæði víðlesin og vel meðvituð um
atburði líðandi stundar og höfum
við systkinin notið góðs af því öll
okkar uppvaxtarár.
Orð fá ekki lýst væntumþykju
okkar systkinanna til ömmu og er
því erfitt að kveðja hana í blóma
lífsins. Við vonum að þér líði vel
núna, elsku amma okkar.
Afi, Guð gefi þér styrk til að
takast á við þessa erfiðu daga. Við
vottum þér dýpstu samúð okkar.
Við elskum þig. •
Nú er sál þín rós
í rósagarði Guðs
kysst af englum
döggvuð af bænum
þeirra sem þú elskaðir
aldrei framar mun þessi rós
blikna að hausti.
(Ragnhildur Ófeigsdóttir)
Móses Helgi Halldórsson,
Ester Rut Halldórsdóttir,
Ólöf Sif Halldórsdóttir.
KRISTÍN
JÓNSDÓTTIR
Kristín Jónsdóttir var fædd
14. júní 1923 í Stíflisdal i
Þingvallasveit. Hún lést á Land-
spítalanum 8. júlí síðastliðinn.
Útför Kristínar fór fram frá
Fossvogskirkju 20. júlí.
VIÐ systurnar urðum svo lánsamar
að fá að njóta nærveru Stínu
frænku frá því við munum eftir
okkur, þar sem hún tók að sér að
koma inn á heimili okkar og passa
okkur á meðan foreldrar okkar voru
við vinnu. Á þeim tíma las hún og
kenndi okkur ótal vísur og síðar er
við stækkuðum fór hún að kenna
okkur hannyrðir og alltaf var hún
jafn ráðagóð. Alltaf voru umburðar-
lyndið og hlýindin í fyrirrúmi, hvort
sem hún var heima hjá okkur eða
er við heimsóttum hana í Nökkva-
voginn, þar sem við nóg var að
vera, því Stína átti allt til alls, s.s.
leikföng, spil og handavinnudót.
Öll þessi umhyggja varð þess vald-
andi að við fórum ósjálfrátt að kalla
hana ömmu.
Nú kveðjum við þig að sinni með
sárum söknuði og þakklæti fyrir
allt.
Guð blessi ömmu Stínu.
Þínar stelpur,
Edda Hrönn, Eva Hrund
og Ellen Harpa.