Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LVONSON6AZ IÆZÐA ADLÆKA AÐ \Ze/dA Ó/Væ&A6Ó£>JfZJ... • 06 LÆRA AB> B7AK6A Sr/UFeW Séz!\ Grettir Spurðu hundinn þinn hvort hann Ef hann má koma með sinn eigin vilji koma út og spila á spil... spilastokk ... BRÉF TLL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fósturlands- ins freyjur Frá Albert Jensen: ALLIR karlmenn vildu ðrugglega komast eins fagurlega að orði um kvenþjóðina og Matthías Jochums- son í kvæðinu Fósturlandsins Freyja. Eða hvað? Er ekki allt sem sýnist? Er engin meining þegar karlar syngja freyjum sínum lof? Mikið skammaðist ég mín, fyrir hönd okkar karlanna, þegar dæmt var Sjóvá/Almennum í vil, í baráttu þess gegn sjálfsögðum rétti kvenna til jafnræðis við þá. Seint hefði mér til hugar komið, að nokkurt tryggingafélag hefði svó litlar sálir í forustu sem þarna sann- aðist. Þvílík glámskyggni, eða þá réttlætiskenndin. Þessum mönnum getur varla verið sjálfrátt. Dómarar hafa sannað í þessu máli, svo ekki verður um villst, að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Ég hef lengi haldið því fram, að þeir vinni ekki fyrir því kaupi sem þeir hafa samkvæmt lögum. Skýr lagaákvæði eru um jafn- frétti kynja. Reglur víkja fyrir lög- um. Að dómarar skuli leyfa sér að hjálpa tryggingafélagi við að koma þar á varanlegu launamisrétti, seg- ir margt. Það segir m.a. að lækka þurfi kaup dómara, svo tími þeirra til leikaraskapar verði minni. Kenna þeim lögin betur. Reyna að koma þeim í skilning um, að karl og kona eru manneskjur, sem geta ekki hvort án annars verið og að með þeim er og verður að vera jafnræði. Fyrir utan þessi mál fínnst mér dómarar hræddir og hugmynda- snauðir. Þá vantar að höfða til ábyrgðar. Að vísa leið. Það er af- leitt þegar þeir dæma bara ein- hveija vitleysu út í loftið, og fara svo heim. Nokkur undanfarin ár hef ég verið þar sem mikil meirihluti starfsmanna er konur. Ef ég hefði þar ráðið kaupi, með þeim fyrir- vara, að verða að mismuna kynjum í kaupi, hefði það verið konum í hag. Þær eru yfirleitt samviskusam- ar og góðir starfsmenn. Karl, í sömu vinnu og konurnar, sagðist taka það rólega á svona launum. Slíkt heyrð- ist aldrei til kvennanna. Flestar tölvur eru mannaðar konum. Skýr- ingin er hæfni þeirra og flýtir um- fram karla. Karlar eiga ekki að horfa á kon- ur vélrita, vilji þeir ekki frá minni- máttarkennd. Ég nýti mér þann rétt að óska eftir að allir sem uppvísir verða, hjá opinberum stofnunum, að mis- muna í launum vegna kynferðis, verði reknir úr vinnu. Konur eiga að kæra þessi lítilmenni og alls ekki óttast þá. Samstaða er sterkt vopn. Þó til séu atvinnurekendur, sem virðast halda að atvinnuleysi sé þeirra tækifæri, eru fleiri sem vita hvað þeim er fyrir bestu. Vinna er, ef rétt er á haldið, gleðigjafi, Ef slíkt er eyðilagt, tapa allir. ALBERTJENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Sumir mala þjóðinni gull, aðrir mala Frá Rannveigu Tryggvadóttur: FÁTT er jafn hrollvekjandi og þegar embættismenn, uppbólgnir af full- vissu um eigið ágæti, reyna að bregða fæti fyrir manndómsmenn sem sannanlega vinna þjóðinni gagn. Aðförin að ábúendum Stóra-Kropps í Borgarfirði gæti verið dæmi um þetta. Jörðin að Stóra-Kroppi er 300 hektarar að stærð og þar er 110 þúsund lítra mjólkurkvóti. Bóndinn þar, Jón Kjartansson, er manndóms- og gáfumaður í báðar ættir svo hvergi skeikar, líklegur til að vinna þjóð sinni vel. Að bregða fæti fyrir slíka menn er að bregða fæti fyrir þjóðina. Segist Jón munu hætta bú- skap verði jörðin klofin fyrir honum. Vegagerðin er að tengja ferða- mannabyggðir í Húsafelli og víðar við helstu umferðaræðar landsins. Virðast þeir engu skeyta um það svæði sem þeir fara yfir eðá náttú'ru landsins, fólkið og byggðiná. í þessari framkvæmd skiptir höf- uðmáli að við íslendingar höfum ekki óendanlegt ræktunarland. Ver- ið er að færa veg af svæði, sem ekki verður nýtt til ræktunar eða beitar, niður á tún og beitiland sem síst er of mikið af hérlendis. Við megum ekki sóa gæðum landsins. Það er sem sé verið að kljúfa jörðina og taka besta landið undir veginn að óþörfu. Ef þetta væri eina veg- stæðið sem væri boðlegt á svæðinu þá væri þetta skiljanlegt en svo er alls ekki. Það er gjörsamlega óskiljanlegt að leggja á veginn heim undir hlað á bænum og þar með færa slysa- hættuna, mengunina og hávaðann þangað. Ekki er gerð minnsta tilraun til að milda þessa umhverfisþætti því að í raun er mjög auðvelt að leggja veginn miklu fjær húsunum. Þá færi hann samt yfir túnið en umhverfísspjöllin yrðu minni. Eigendur landsins sem vegurinn fer um, ásamt hreppsnefnd og fjöl- mörgum öðrum íbúum hreppsfélags- ins, hafa andmælt áformum Vega- gerðarinnar. Það er því óskiljanlegt að menn þar á bæ skuli, ekkert tillit taka til vilja heimamanna. Nýja vegstæðið styttir- leiðina í Húsafell ekki um spönn! Er ekki full ástæða til að velviljaðir valds- menn komi ábúendum til hjálpar? RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, þýðandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.