Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 33

Morgunblaðið - 21.07.1995, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 33 ___BRÉF TIL BLAÐSIMS_ Vanþekking eða gleymska? Frá Jóni K. Guðbergssyni: MER hefur virst að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins væru yfirleitt skrif- uð af þekkingu og áhuga á að bæta mannlífið. Um síðustu helgi bar nokkuð nýrra við. Höfundur skrifar þar um áfengismál meðal annars og samanstendur pistillinn mestanpart af vafasömum alhæfingum og hæpn- um fullyrðingum. Ekki geri ég mér grein fyrir hvort þar er um að kenna vanþekkingu höfundar eða gleymsku á ýmsar þekktar staðreyndir. Vert er að rifja upp nokkur atriði til glöggvunar. Þegar höfundur hefur minnst á að íslendingar drekki nú meiri bjór og veik vín en áður og minna af sterkum drykkjum bætir hann við: „Þetta er í takt við þróunina á Vest- urlöndum yfirleitt, sem varla getur talist óæskileg." Þetta er hæpin full- yrðing. Dregið hefur úr vínneyslu víða í Vestur-Evrópu undanfarin ár en sums staðar hefur neysla sterkra drykkja aukist verulega. Einnig er vafasamt að fullyrða að neysla léttra vína hafí aukist hérlendis undanfarið þó hún sé nokkru meiri á fyrra miss- eri þessa árs en á sama tíma í fyrra. í fyrra var hún til að mynda helm- ingi minni eða þar um bil en 1983. Og árið 1994 var hún einnig örlitlu minni en 1993. Á hinn bóginn hefur bjórneysla sannanlega aukist og í kjölfar hennar fylgt það meðal ann- ars að áfengisneysla þeirra unglinga, sem á annað borð drekka, hefur aukist gífurlega. í sumum aldurshóp- um um helming. Og „gagnstætt von- um jókst neysla sterkra drykkja verulega" meðal unglinga, svo vitnað sé í rannsóknir dr. Tómasar Helga- sonar og Ásu Guðmundsdóttur. Höfundur heldur því fram að verð á áfengi sé hér allt of hátt og stuðli það að auknu smygli og bruggi. Áfengisverðið er þó tæpast nógu hátt til að standa undir þeim kostn- aði sem af drykkjunni hlýst. Fyrir nokkrum árum var kannað hve mik- il væri neysla ólöglegs áfengis á Norðurlöndum. Hún reyndist meiri í Danmörku en á íslandi. Þar mun þó verðlag lægst á Norðurlöndum. Auk þess sem áfengi fæst þar í mörgum matvörubúðum. Heldur virðist höfundi í nöp við einkasölu ríkisins á áfengi. Hann telur líklegt að Svíar og Finnar af- nemi slíka skipan mála og Norðmenn fylgi í kjölfarið. Þó hafa flestir stjórn- málaflokkar í Noregi lýst því yfír að þeir muni standa vörð um einkasölu ríkisins á smásölu áfengis. Og sömu fréttir berast frá Svíum. Höfundi þykir líklegt að við stönd- um uppi sem veraldarundur ef við hættum ekki þeirri ósvinnu að láta ekki þeim eftir að dreifa þessu efni sem mestan hug hafa á að græða á því. Veit hann ekki að mörg ríki vestanhafs, bæði í Bandaríkjunum og Kanada, hafa ríkiseinkasölu á áfengi? Eða eru Ameríkanar svo miklu ómerkilegri en Evrópumenn að ekki taki að minnast á siði þeirra í þessum sökum? Og hvað með Sviss? Er ekki einkasala á sterkum drykkj- um þar? Sviss er þó í Evrópu eða hefur að minnsta kosti verið það fram að þessu. Og fyrst minnst er á ríkiseinka- sölu þá vill það stundum gleymast að Danir drekka nærri þrisvar sinn- um meira en við enda áfengið ódýr- ara en hér og víðar á boðstólum. „í nær öllum löndum í kringum okkur er litið á áfengi sem sjálfsagða neysluvöru," segir í bréfínu. Ekki á Norðurlöndum. Og yfirleitt ekki vest- anhafs. Yfirstjóm heilbrigðismála í Bandaríkjunum hefur staðhæft að áfengi yrði hiklaust sett á skrá yfir hættuleg efni og neysla þess bönnuð ef hefðin, sem bréfritari minnist réttilega á, væri ekki fyrir hendi. Áfengi er nefnilega ekki „venjuleg neysluvara" heldur vímuefni, eina vímuefnið sem heimilt er að selja hér og annars staðar á Vesturlöndum. Þegar höfundur talar um að „op- inberar neyslutölur" séu blekkjandi á hann án efa við sölutölur sem er náttúrulega allt annar handleggur og þær sambærilegar við sölutölur annarra ríkja þar sem einnig er mið- að við löglega sölu en ekki raunveru- lega neyslu. En það er ekki nóg með það að við verðum að athlægi ef við höldum skynsamlegri áfengismálastefnu eins og mörg ríki vestanhafs og austan heldur eru nú erlendir ferðamenn rétt einu sinni dregnir inn í umræður um íslenska áfengismálastefnu. Mér skilst á ferðamálafrömuðum að ferðamenn komi hingað yfírleitt í öðrum tilgangi en þeim að þamba bjór eða drekka rauðvín. Flestir munu vera að leita að einhveiju öðru en áfengi. Og svo er vafamál hver áhrif slíkir eiga _að hafa á íslenska löggjöf. Norðurlandamenn og íbúar Norður-Ameríku hafa löngum litið á áfengismálastefnu sína sem part af heilbrigðis- og félagsmálum. Það gera ýmsar þjóðir Evrópu ekki þó í Vestur-Evrópu einni látist hálf millj- ón manna á ári hveiju fyrir aldur fram af völdum þessa vímuefnis. Og þeir eru því miður til sem telja áfengismálastefnu slíkra þjóða til fyrirmyndar. Höfundur bréfsins, sem ég hef orðið svo langorður um, virðist hall- ast að forvörnum. Honum til upplýs- ingar leyfi ég mér að benda honum á bók sem kom út á Englandi í fyrra á vegum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. Hún heitir Alcohol Policy and the Pubiic Good og er rituð af nokkrum færustu sérfræð- ingum þeirrar stofnunar í þessum málum. Þar er bent á að bestu for- varnirnar séu takmörkun á aðgengi að áfengi, svo sem fáir dreifingar- staðir, stuttur sölutími og há aldurs- mörk til áfengiskaupa, svo og hátt verð. En þá verða stjómvöld líka að hafa manndóm í sér til að taka rækilega í lurginn á lögbijótum. Kannski hefur höfundur bréfsins lít- inn áhuga á slíkum forvörnum og þá líka þessari bók. En hún er að minnsta kosti ný og „tekur mið af raunveruleikanum en ekki nítjándu aldar púrítanisma og sjálfsblekk- ingu“. Um aðrar forvarnir skal ég vera fáorður. Þó mun talið að upphlaup ýmiskonar séu ekki líkleg til árang- urs. Fordæmið sé best enda munum við vel hve mikil áhrif það hafði á tóbaksreykingar í landinu þegar þekkt fólk hætti að reykja frammi fyrir alþjóð - á sjónvarpsskjánum. Vafalaust hefði það mikil áhrif ef nokkrir góðir menn og þekktir hættu drykkjuskap í beinni útsendingu - og stæðu við það. Það væri sjálfsagt áhrifameira en margar dýrar her- ferðir. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. RADA UGL YSINGAR „Au-pair“ íslensk - sænsk fjölskylda í Lundi í Svíþjóð óskar eftir „au-pair“ frá 1. september 1995. Bílpróf æskilegt. Vinsamlegast sendið umsóknir til afgreiðslu Mbl. fyrir 28. júlí, merktar: „Au-pair-513“. Varmalandsskóli Sérkennari Heimilisfræði - Hannyrðir Við Varmalandsskóla, Borgarbyggð, er laus ein staða kennara, sem er þeim einstöku hæfileikum gæddur að geta kennt áður- nefndar kennslugreinar. Upplýsingar gefur skólastjóri Flemming Jessen í símum 453-1300 skóli, 453-1302 heima og fax 435-1307. Skrifstofumaður Opinber stofnun óskar að ráða starfsmann til skrifstofustarfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að vinna með tölur og nota tölvur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 25. júlí nk., merktar: „T-5050“. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Kjarrholt 5, ísafirði, þingl. eig. Gísli Skarphéðinsson, gerðarbeiðend- ur Bæjarsjóður ísafjarðar og Lífeyrissjóður Vestfirðinga, 24. júlí 1995 kl. 10.00. Sláturhús, Þingeyrarodda, Þingeyri, þingl. eig. Siáturfélagið Barði hf., gerðarbeiðandi Stofnlánadeild Landbúnaðarins, 24. júlí 1995 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á isafirði, 20. júlí 1995. ♦ Sma auglýsmgor Hallveigarstíg 1 •sími 614330 Dagsferð laugard. 22. júlí Kl. 09.00 Búrfell í Þjórsárdal. Fjallasyrpa. 4. áfangi. Verð 2.500/2.700. Dagsferð laugard. 22. júlí Kl. 09.00 Árnes, eyjan i Þjórsá. Verð 2.000/2.200. Dagsferð sunnud. 23. júlí Kl. 10.30 Leggjabrjótur. Verð 2.500/2.700. Brottför frá BSl', bensínsölu, miðarvið rútu. Einn- ig uppl. i Textavarpi bls 616. Helgarferðir 21 .-23. júli Básar í Þórsmörk. Útivist. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 21 .-23. júlí: 1. Þórsmörk. 2. Fimmvörðuháls. 3. Landmannalaugár. Laugardagur 22. júlí. Kl. 08.00: Hekiuslóðir-dagsferð (ekki gengið á fjallið). Ekiö að Næfurholti og gengið á Rauðöld- ur, síðan verður litast um á Hekluslóðum austan Heklu. Verð kr. 2.500,-. Dagsferðir 23. júlí - sunnud. Kl. 08.00: Þórsmörk - dagsferð, verð kr. 2.700,-. Ath. sumarleyf- isdvöl í Þórsmörk. Kl. 08.00: Hveravellir-dagsferö, verð kr. 2.700,-. Staldrað við á Gullfossi og Geysi. Kl. 10.30: Grófin - Kistufell - Grindaskörð. Verð kr. 1.200,-. Kl. 13.00: Ketilstígur (gömul þjóðleið). Verð kr. 1.200,-. Ferðafélag íslands. EQEYAL Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir forval á byggjendum drátt- arbáts fyrir Reykjavíkurhöfn sem uppfylli eftirfarandi lágmarksgetu og skilyrði um hámarksstærðir: Togafl (Bollard Pull) minnst 17 tonn. Mesta lengd báts ekki yfir 20 metra. Stærð mest 80 brúttótonn skv. gild- andi ísl. mælingareglum. Lesuð djúprista mest 2,50 metrar. • Bjóðendur skulu uppfylla eftirfar- andi lágmarksskilyrði: búa yfir getu til að hanna, byggja og sýna fram á afkastagetu um- rædd dráttarbáts og hafa a.m.k. 5 ára reynslu í hönnun og bygg- ingu smáskipa; • leggja fram lista yfir smáskip sem þeir hafa hannað og/eða byggt á sl. 10 árum; • leggja fram lýsingu á aðstöðu við- komandi til smíðarinnar með sér- stakri áherslu á gæðaeftirlitskerfi sem beitt er til að tryggja til skilin gæði framleiðslunnar. Eftirtaldar upplýsingar óskast lagðar fram: • Ársreikningar undanfarandi 2ja ára. • Staða opinberra gjalda þ.m.t. tryggingagjald og virðisaukaskatt- ur, staðfest af viðkomandi inn- heimtuaðila. • Staðfesting á skilum af lífeyris- sjóðsiðgjaldi. Einnig vegna eig- anda. • Yfirlýsing banka um viðskipti. Heimilt er að samþykkja sem bjóð- endur aðila eða fyrirtækja sem eru í samvinnu við fyrirtæki sem uppfyllir ofangreindar kröfur, þannig að bæði fyrirtækin (eða öll) beri sameiginlega og ótakmarkaða ábyrgð á tilboði og smíði bátsins. Stefnt er að afhending bátsins full- smíðuðum á tímabilinu 1. maí til 1. júní 1996 frá stöð byggjenda. Val á byggjanda mun byggt á tilboðsverði, afhendingardagsetningu, áætluðum rekstrarkostnaði, verkvöndun, tæknilegri getu og hönnun, þjónustu eftir afhendingu og áætluðu endur- söluverði bátsins. Bjóðendur skulu senda Innkaupa- stofnun Reykjavíkurborgar skrifleg gögn og upplýsingar, sem sýni að viðkomandi uppfylli ofangreind skil- yrði, eigi síðar en 9. ágúst nk. óski þeir eftir að taka þátt í forvali þessu. Stefnt er að afhendingu útboðs- gagna til þátttakenda sem uppfylla ofangreind skilyrði, eigi síðar en 25. ágúst nk. Frekari tæknilegar upplýsingar og upplýsingar um forvalsskilmála eru veittar á skrifstofu vorri að Fríkirkju- ' ■Rgi 3, 101 Reykjavík. Innkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.