Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.07.1995, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Fáðu Moggann til þín í fríinu Morgunblaðið þitt sérpakkað á sumarleyfisstaðinn Viltu fylgjast með í allt sumar? Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum innanlands. Hringdu í áskriftardeildina í síma 569 1 1 22 eða sendu okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með í allt sumar. JlfargiiiiHbifeife Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá blaðið sent á eftirfarandi sölustað á tímabilinu frá til □ Esso-skálinn, Hvalfiröi □ Laufiö, HaUormsstab □ Ferstikla, Hvalfiröi □ Söluskálar, Egilsstöðum □ Sölustaðir'í Borgamesi □ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri □ Baula, Stafholtst., Borgarf. □ Víkurskáli, Vík í Mýrdal □ Munaöames, Borgarfirði □ Hlíðarlaug, Úthlíö, Biskupst. □ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf. □ Laugarás, Biskupstungum □ Þjónustumiðstöbin Húsafelli □ Bjamabúö, Brautarhóli □ Hvítárskáli v/Hvítárbrú □ Verslun/tjaldmiöstöb, Laugarv. □ Sumarhótelið Bífröst □ Verslunin Gmnd, Flúöum □ Hreöavatnsskáli Q Gósen, Brautarholti □ Birú í Hrútafiröi Q Árborg, Gnúpverjahreppi □ Staöarskáii, Hrútafiröi Q Syðri-Brú, Grímsnesi □ Illugastaöir Q Þrastarlundur □ Hrísey Q Ölfusborgir □ Grímsey Q Shellskálinn, Stokkseyri □ Grenivík Q Annaö Q ReykjahlíÖ, Mývatn NAFN ______________:__________________ KENNITALA__________' _________________________ HEIMILl___________________________________'__________ PÓSTNÚMER______________________SÍMI '__________ Utanáskriflin er: Morgunblabib, áskriftardeild, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Pennauinir NÍTJÁN ára finnsk stúlka með áhuga á bókmenntum, tónlist og útreiðum: Miia Löhönen, Voisalmentie 13 D 29, 53920 Lappeenranta, Finland. FRÁ Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á tónlist, fiskveiðum, frímerkjum, póstkortum og íþróttum: Nana Ama Hanson, c/o Postbox 1152, Oguaa Town, Central Region, Ghana. NÍU ára tékknesk stúlka með áhuga á bókalestri, hestum og ensku: Celestyna Krausova, 507 81 Lazne Beloh. 65, Czech Republic. BANDARÍSKUR 44 ára karlroaður sem segist hvorki reykja né neyta fíkniefna. Margavísleg áhugamál: Danny Lee Tetrick, c/o Virgihia Cotton, 13405 Hinchbrook Blvd, Louisville, Kentucky, 40272-1319, United States. TUTTUGU og þriggja ára þýsk stúlka sem ein- göngu skrifar á þýsku: Anke Bantel, Gropiusallee 81, 06846 Dessau, Deutschland. ÁTJÁN ára sænsk stúlka með margvísleg áhuga- mál: Josipa Zarkovic, Kohagsgatan 90, 561 49 Huskvarna, Sweden. LEIÐRÉTT Hjá Fiskifélaginu en ekki Fiskistofu Þórarinn Árnason var rang- lega sagður starfsmaður Fiskistofu í baksíðufrétt Morgunblaðsins á fimmtu- dag. Hann er starfsmaður Fiskifélags íslands. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. IDAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Fermingarsystkin frá Siglufirði fædd 1931 VELVAKANDA barst bréf frá fermingarsystkinum ættuðum frá Siglufirði, þar sem segir að þau ætli að hittast í Félagsmiðstöðinni „Hóli“, Siglufirði, föstudaginn 28. júlí. Laugardaginn 29. júlí ætla þau í Héðinsfjörð eða út á Siglunes ef veður leyfir. Sameiginlegur kvöldverður verður á Hótel Læk (Siglunesinu) og á sunnudeg- inum er áætlað að fara í kirkju og taka mynd af hópnum á kirkjutröppunum eins og gert var fyrir 50 árum og birtist hér. Um samkomu Benny Hinn ÞÓRA hringdi og sagðist ekki hafa verið ánægð með samkomu sem hún fór á með Benny Hinn í Laugardalshöllinni. Þegar hún kom á staðinn var Höllin fallega skreytt með blómum og notalegt and- rúmsloft. Þegar samkoman byij- aði upphófust hinsvegar hin örgustu skrílslæti. Benny Hinn og áhangend- ur hans’æptu og hrópuðu þannig að mér varð nóg um. Ég hálf vorkenni þessu fólki því ég held að þetta sé ekki rétta leiðin til að nálgast guð. Ég er fegin að ég skuli hafa fundið mína aðferð til þess, sem er alls ólík þess- ari. Tapað/fundið Hjól hvarf ÞÝSKUR ferðamaður sem kom hingað til lands gagngert til að hjóla um landið varð fyrir því óláni að hjólið hans hvarf við sundlaugina í Laugardal seinnipart sl. sunnudags. Hjólið er nýtískulegt af gerðinni Kaestler Degree 6,5, dökkblátt að lit og fer út í svart, 24 gíra 3x8, 26 tommu. Gíraskipting er í handfangi og upp úr handfanginu ganga silfur- lituð há horn sem hægt er að halda í líka. Ferða- maðurinn varð stranda- glópur við hvarf hjólsins og höfðar til heiðarleika og skilvísi fólks sem getur gefið upplýsingar um hjól- ið svo hann geti haldið ferð sinni áfram um land- ið, þann stutta tíma sem hann á eftir. Vinsamlega hafið samband í síma 588-9696. Budda fannst LÍTIL budda úr mislitu taui fannst á göngugötu á efri hæð í Kringlunni sl. þriðjudag. í henni voru passamyndir af ungri, fal- legri stúlku og margir miðar í tívolí. Eigandinn má hringja í síma 551-8070. Úlpa tapaðist BLÁ hlífðarúlpa með gráu fóðri og rauðu í hálsmáli tapaðist á Flúðum sl. helgi. Úlpan var merkt í fóðri. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 557-7799. Úr fannst KVENÚR með svartri leðuról fannst í Álfheim- um sl. þriðjudag. Uppl. í síma 588-2283. Högna vantar heimili GRANNVAXINN, smá- fríður gulbröndóttur og hvítur, þriggja mánaða gamall högni, vel vaninn, óskar eftir góðu heimili. Vinsamlega hringið í síma 552-0826. Víkveiji skrifar... Annar kafli bókar dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, „Vegsemd þess og vandi að vera íslendingur“, ber fyrirsögnina „Dýrt að vera íslend- ingur“. Þar rifjar höfundur upp sögu af nóbelskáldinu, Halldóri Laxness, sem spurður var að því, er hann tók við verðlaununum í Stokkhólmi 1955, hvort ekki væri dýrt að aka um íslenzka malarvegi á vönduðum amerískum bíl, sem skáldið átti þá. Spurningin var bor- in upp af blaðamanni, sem heyrt hafði að Halldór aðhylltist róttækar skoðanir, en kynni þó að meta lífs- gæði hagsældarþjóðfélags. Gylfi segir að dauðaþögn hafi orðið eftir að spurningin hafi verið borin upp, en Halldór hafi hugsað sig svolítið um, en sagt síðan: „Það er almennt talað dýrt að vera íslendingur." xxx. essi saga af Halldóri rifjaðist upp, er Víkverji var staddur í Bandaríkjunum nú fyrir nokkrum vikum, leigði sér þar bíl og ók sam- tals um 11 ríki og fór þar að auki til Ontario í Kanada og heimsótti borgina Toronto. Alls ók Víkveiji á bílaleigubíl um Bandaríkin rúma 5.300 kílómetra og tók eldsneyti 8 sinnum, þ.e.a.s. notaði um 9 tanka fulla af bensíni. Eldsneytiskostnað- urinn á allri þessari leið náði ekki 9 þúsund krónum, varð aðeins rúm- ar 8.800 krónur. Það lá við, að Víkveiji ætlaði vart að trúa bensín- afgreiðslumanninum, sem hann keypti fýrst af bensín, er hann nefndi upphæðina fyrir tankfýlli, 15 dali eða um 900 krónur. Óneitanlega varð Víkverja hugs- að heim til okurprísanna, er hann kaupir bensín hér heima. Áfýlling á bílinn hans kostar þar um 3.500 krónur eða nærri fjórfalt það verð, sem greitt er fyrir bensínið í Banda- ríkjunum og Kanada. Gallonið af bensíni kostar í Bandaríkjunum um 1,20 dollara og þar sem í galloninu eru 3,785 lítrar leggur lítrinn sig á rétt um 20 krónur. Víkverja virtist lítrinn þó eilítið dýrari í Kanada eða um 25 krónur. Já, það er dýrt að vera íslendingur! xxx En mismunurinn á dýrtíð kemur ekki aðeins fram í bensínverð- inu, heldur eru allar aðstæður og mismunur á þeim þannig að kostn- aðurinn verður enn meiri við akstur á bíl hér á Islandi. Vegirnir eru allir eins og hefluð fjöl og hraðatak- markanir á bandarískum þjóðveg- um gera það að verkum að ekið er á afskaplega hagkvæmum hraða miðað við bensíneyðslu. Óheimilt er að aka hraðar en 65 mílur, sem jafngilda 104 km á klukkustund í flestum ríkjum og önnur hafa há- markshraðann 55 mílur, sem jafm gildir 88 kílómetrum á klukku- stund. Þessi hraði er líklegast mjög hagkvæmur og bensínsparandi og allar þessar aðstæður hafa það í för með sér að menn komast leikandi létt um og yfir 500 mílur á einum tanki eða 800 km vegalengd. Slíka vegalengd hefur Víkveija aldrei tekizt að komast á ejnni tankfylÞ ingu á íslandi. Hér á Íslandi kostar og bensínlítrinn 66,50 og er því 232,5% hærri en í Bandaríkjunum', x x x Já, það er hveiju orði sannara að dýrt sé að vera íslendingur. Það nálgast hreint okur. Um síð- ustu helgi skrapp Víkveiji upp á Akranes og þegar þangað kom og hann hafði annaðhvort verið með hjartað uppi í hálsi eða niðri í nára alla leiðina vegna lélegs undirlags undir slitlag vegarins, hafði hann orð á því við kunningja sinn þar. Sá þekkti til sjúkraflutningamanna sem sagt höfðu honum frá því að ef flytja þyrfti veikan eða slasaðan mann til Reykavíkur og ekið væri á hámarkshraða, þyldi sjúklingur- inn vítiskvalir vegna bylgnanna *í veginum. Það er nefnilega eins og að fara eftir rússíbana að aka greitt um beztu þjóðvegi á íslandi. Það getur því líka verið þjáningarfullt að vera sjúklingur á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.