Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.07.1995, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSmÓLF 3040, NETFANG MBLÞCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 TVÖFALDUR1. vinningur FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Eftirlit fyrir verslunarmannahelgi Númer * klippt af bílum LÖGREGLAN í Reykjavík klippti skráningamúmer af 18 ökutækjum frá miðvikudagsmorgni til fimmtu- dagsmorguns og af 15 til viðbótar í gærmorgun. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns eru þessar aðgerðir aðdragandi frekara eftirlits fyrir verslunarmannahelgi sem ákveðið hefur verið á vettvangi ■4 samstarfsnefndar lögreglunnar á Suðvesturlandi í umferðarmálum. Ómar Smári segir að þau öku- tæki sem ekki hafa verið færð til aðalskoðunar, þótt búið eigi að vera að gera það reglum samkvæmt, verði færð til skoðunar með tilheyr- andi kostnaði. Ef ástand ökutækis telst verulega ábótavant verði skráningarnúmer tekin af. Ómar Smári segir tilganginn með þessu átaki vera tvíþættan. I fyrsta lagi að ná til þeirra ökutækja, sem ekki eiga erindi út á vegina vegna lélegs ástands og í öðru lagi að vekja athygli ökumanna, sem eiga eftir að koma sínum málum í lag, svo að þeir geri það fyrir verslunar- mannahelgi. Eftirlitinu verður fylgt eftir úti á vegum landsins. Höfðáb'akki Lokun undirbúin *** LOKASPRETTURINN við bygg- ingu brúar yfir Vesturlandsveg er hafinn og vegna framkvæmdanna verður Höfðabakka lokað í 25 daga frá og með næsta þriðjudegi. Lokunin hefur mikil áhrif á eina fjölförnustu umferðaræð landsins, enda er Höfðabakkinn aðalleið úr og í fjölmenn íbúða- og atvinnu- hverfi. Allri umferð þarf að beina annað á meðan og lokunin hefur einnig áhrif á almenna umferð að og frá höfuðborgarsvæðinu. ■ Umferð örvar/23 ÚTLIT er fyrir að Landsvirkjun fái afslátt á raforku sem veittur er ís- lenska járnblendifélaginu árin 1993- ^ 1997 að fullu til baka vegna hlut- deildar Landsvirkjunar í hækkandi afurðaverði Jámblendifélagsins. Rafmagnsverðið sem Járnbiendi- félagið greiðir byggist á sérsamningi sem gerður var 1993 og gildir til ársloka 1997 og var framlag Lands- virkjunar til þess að fírra Járnblendi- félagið gjaldþroti og lokun. . Samkvæmt samningnum fær Landsvirkjun 40% af því sem greitt AÐSTÆÐUR til að mála og vinna aðra útivinnu hafa verið einstaklega góðar sunnan- og suðvestanlands undanfarna daga. Enda hefur fólk látið hendur standa fram úr ermum, bæði til sjávar og sveita. Sól- dýrkendur hafa einnig notað er umfram 3.800 norskar kr. fyrir hvert tonn af jámblendi á heims- markaði. Hækki tonnið t.d. í 4.800 norskar kr. fær Landsvirkjun í sinn hlut 400 norskar kr. Landsvirkjun fær 40% hlut óháð því hve míkið verð á járnblendi hækkar, jafnvel þótt það leiði til þess að tímabundið verð á raforkunni verði mun hærra en upphaflegt, samningsbundið verð var. Þó má endanleg hlutdeild Lands- virkjunar ekki vera hærri en sem Málað í blíðviðrinu dagana vel til að fá brúnku á kroppinn og sundlaugar hafa nemur afslættinum á samningstím- anum. Mestu munar um hærra álverð Verð á járnblendi hefur hækkað undanfarið og horfur eru á enn frek- ari hækkunum. Afsláttur Landsvirkj- unar hefur því farið lækkandi þegar tekið er tillit til hlutdeildar í hærra afurðaverði. Meðalverð á járnblendi á fyrri hluta þessa árs er á bilinu 4.400-4.500 norskar kr. tonnið. verið fullar frá morgni til kvölds. En nú eru veðrabrigði framundan. Lægð nálgast land- ið og um helgina mun vindur snúast til suðlægrar áttar með tilheyrandi vætu sunnanlands en bjartara veðri fyrir norðan og austan. Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar segir að samningur- inn geti að einhverju mafki dregið úr áætluðum 350 milljóna kr. rekstr- arhalla Landsvirkjunar á þessu ári en hann segir að mestu muni um hækkun á álverði sem komi fram í hærra raforkuverði til ÍSAL. Verði raforkuverð til ÍSAL t.d. að meðal- tali 18,5 mill á næsta ári í stað 17 mill, eins og það hefur verið að með- altali á þessu ári, aukast tekjur Landsvirkjunar um 150 milljónir kr. sagði 'Halldór. Þijár nýjar plöntur finnast í Surtsey ÍSLENSKIR og danskir líffræðing- ar rannsökuðu í vikunni gróður og dýralíf í Surtsey. Leiðangursmenn fundu þrjár háplöntutegundir sem ekki hafa áður fundist í eynni en þær eru hvítmaðra, mýrasef og grasvíðir. Fundur síðustu tegundarinnar má telja til mestra tíðinda að mati dr. Sturlu Friðrikssonar, líffræð- ings og eins leiðangursmanna, þar sem þetta er fyrsta sinn sem víði- tegund finnst í Surtsey. Líffræðingarnir fundu 35 teg- undir háplantna en nokkrar af þeim plöntum sem áður hafa fund- ist eru horfnar. Gerðar voru athug- anir á útbreiðslu plantna og þekja gróðurs mæld. Sturla segir að sunnanvert á eynni sé að myndast samfelldur svörður á þeim stað sem mávar eigi sér varpstöðvar. Máv- um fjölgar ár frá ári og töldust nú vera í eynni yfir 450 fullorðnir fuglar. Óvænt loftárás Á fyrsta degi leiðangursins kom þyrla úr flugflota NATO til eyjar- innar. Hafði hún verið fengin til að fjarlægja steyptan þyrlupall sem notaður var af Vitamálastofn- un. Svo óheppilega vildi til að í flutningnum skullu steypuplöturn- ar saman í einni ferðinni og splundruðust úr þeim stór steypu- stykki sem féllu til jarðar steinsnar frá skýli leiðangursmanna. Grófust brotin í sandinn eða tættust á hrauninu með miklu gijótkasti í allar áttir. Sturla segir að leiðang- ursmenn hafi verið í nokkurri hættu staddir í þessari „óvæntu loftárás“ æfingahersins. Lyfjaverslun Islands Boðið í hlutabréfin HLUTABRÉF Lyfjaverslunar íslands hf. hækkuðu í verði í gær þegar verðbréfafyrir- tækið Landsbréf gerði hlut- höfum tilboð í þau á genginu 1,65 fyrir hönd 5-10 stórra fjárfesta. Kauptilboðið hækkaði verð bréfanna á Verðbréfaþingi Íslands og þar var hæst boðið í bréfin á genginu 1,67 áður en dagurinn var á enda. Hlutabréf Lyfjaverslunar- innar hafa hækkað um 24% á því hálfa ári sem liðið er frá einkavæðingu fyrirtækis- ins. Þeir, sem keyptu hluta- bréf í fyrirtækinu í janúar fyrir 250 þúsund krónur og nýttu sér tilboð um að greiða aðeins fimmtung kaupverðs- ins út, geta þó hagnast um rúmlega 60 þúsund krónur á kaupunum, selji þeir bréfin á þessum kjörum. ■ 123% ávöxtun/13 Landsvirkjun fær hlutdeild í hærra jámblendiverði Hærra álverð dregur úr halla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.