Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Rússnesk bjálkahús risin við Húsabrekku EIGENDUR tjaldsvæðisins Húsa- brekku, þau Haraldur Guðmundsson og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir hafa fest kaup á fimm rússneskum bjálka- húsum sem þau hafa komið fyrir á svæðinu. Millivegrur „Við höfum lengi beðið eftir hús- um af þessari gerð," sagði Harald- ur. „Mörgum þykja sumarhús of dýr en vilja samt ekki gista í tjaldi. Þarna er að okkar áliti komin ákjós- anleg lausn fyrir þetta fólk, húsin eru lítil og ódýr en með öllum þæg- indum. Þau eru nokkurs konar milli- vegur, framtíðin að mínu mati." Bjálkahúsin er flutt inn frá Rúss- landi og þau fyrstu sinnar tegundar sem reist eru á svæðinu. Þau eru samtals 15 fermetrar að flatarmáli, þar af 12 innandyra. í þeim eru rúm fyrir fimm manns, eldunaraðstaða, hiti.og ljós. Þau Haraldur og Sigurbjörg keyptu húsin í vor og hafa verið að koma þeim upp. í haust verða þau flutt öriítið til innan svæðisins og skipulagi breytt. „Við byrjum á þessum fimm húsum og sjáum svo til hvernig gengur. Þessi hús hafa líkað mjög vel, en við erum til þess að gera nýbyrjuð að leiga þau út. Fólk er ánægt, sérstaklega með verðið, það gistir í húsi sem það þarf ekki að greiða mikið fyrir," sögðu þau Haraldur og Sigurbjörg, en sólarhringsleiga á bjálkahúsun- um er 2.500 krónur og þar geta eins og áður segir dvalið fimm menn. „Þennan möguleika hefur vantað fram til þessa, það er til Morgunblaðið/Rúnar Mr FERÐALANGARNIR Karl Hannesson, Margrét Karlsdóttir og Inga Daníelsdóttir sem komu frá Borðeyri og Reykjavik voru hæstánægðir með dvölina í rússnesku bjálkahúsunum á Húsabrekku. Haraldur og Sigurbjörg ásamt syni sínum Guðmundi Helga standa við húsin. fólk sem ekki á mikið af peningum en vill samt sem áður ferðast. Við segjum gjarnan að þetta sé okkar framlag í kjarabaráttuna," sagði Haraldur. Tjaldsvæðið á Húsabrekku er steinsnar frá Akureyri, handan fjarðarins með útsýni yfír bæinn og var það opnað árið 1992. „Það kjósa margir að tjalda hér fremur en inni í bænum, fólk sem tekur sveitalífið og kyrrðina fram yfir skarkalann í bænum. Það er að okkar mati mikil- vægt að bjóða upp á slíka mögu- leika líka." Svíar kanna mögnleika á rekstri skóverksmiðju á Akureyri Þrjátíu störf í upphafí Íið framleiðsluna FULLTRUAR í Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hafa að undan- förnu átt viðræður við aðila í Sví- þjóð sem eiga stóra sölusamninga með ýmiss konar skó um mögu- leika á því að koma upp skóverk- smiðju á Akureyri. Áætlanir gera ráð fyrir að um 30 manns störfuðu við verksmiðjuna til að byrja með og er stefnt að framleiðslu um 100 þúsund skópara á ári. Gert er ráð fyrir í áætlunum að starfsemin vaxi. Skýrist í næstu viku Hallgrímur Guðmundsson, for- stöðumaður Atvinnumálaskrif- stofu Akureyrarbæjar, sagði málið á algjöru byrjunarstigi, en átti von á að í næstu viku skýrðust áform Svíanna en þeir munu þá senda ítarlegar upplýsingar um hug- myndir sínar um rekstur verk- smiðjunnar. Með þessum sænska hópi starfar íslendingur og er það ekki síst fyrir hans tilstilli að ís- land er inni í myndinni, en félag- arnir hafa einnig skoðað aðra val- kosti á að reisa slíka verksmiðju, m.a. í einhverju Eystrasaltsríkj- anna auk Svíþjóðar. „Það er ánægjulegt að þessir aðilar virðast telja það arðvænlegt að reisa slíka skóverksmiðju hér á landi, rekstrarumhverfi er orðið hagstætt á íslandi," sagði Hall- grímur, en Svíarnir munu á næst- unni vega og meta kosti þeirra landa sem til greina koma, m.a. öryggisþætti, áreiðanleika og gæði sem koma sterkar út á íslandi en í Eystrasaltsríkjunum. Þau þykja aftur á móti peningalega hagstæð- ari. Umræddir aðilar búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði og eiga trygga sölusamninga langt fram í tímann. Það sem vakir fyrir þeim er kanna hvort hagkvæmara er að reka sjálfir eigin skóverksmiðju fremur en að kaupa af öðrum, en um framleiðslu á margs konar skóm er að ræða, m.a. íþróttaskó og götu- skó af ýmsum gæðaflokkum. Þekkingin til staðar Svíarnir horfa til Akureyrar sem vænlegs staðar fyrir skóverk- smiðju sína af ýmsum ástæðum. Atvinnuleysi er mikið í bænum en þar er einnig rík hefð fyrir iðnaðar- framleiðslu á Akureyri, þar var árum saman rekin skóverksmiðja og til staðar er fólk sem býr yfir þekkingu á þessu sviði. Sýni Svíarnar því áhuga að reisa verksmiðju sína á Akureyri verður málið tekið upp í Atvinnumála- nefnd og í kjölfar þess verða vænt- anlega teknar upp formlegar við- ræður. Nýr rétt- ingabekkur BIFREIÐAVERKSTÆÐI Bjarn- héðins við Fjölnisgötu hefur tekið í notkun nýjan réttingabekk með lyftu en hann er af gerðinni Benc- hrack-5000 frá Car-O-Liner. Bekknum fylgja fullkominn mæli- tæki þannig að hægt er að setja saman í honum bíl. Með tilkomu réttingarbekksins verða vinnubrögð öruggari og hraðvirkari en í honum er hægt að vinna af afar mikilli nákvæmni. . ,-•, Morgunblaðið/Hólmfríður LEONARD^ Birgisson, Gunhar Birgisson, Sigurður Oddsson og Garðar Ólason spjalla urii fyrirhugaðar vegaframkvæmdir. Bundið slitlag á alla vegi í Grímsey Grfmsey. Morgunblaðið MIKLAR framkvæmdir hefjast á næstunni við vegarspottann í Grímsey. Allar götur, samtals fjór- ir kílómetrar eða 14-15 þúsund fermetrar verða lagðar bundnu slitlagi, „klæðingu". Eingöngu eru hér malarvegir, flestir gamlir. Nú allra næstu daga verða flutt út í eyju, hefill, valtari og vórubíll og mannskapur til að vinna undir- búningsvinnu. Þá verður fluttur með skipi flokkur manna og tækja frá Klæðingu hf. í Garðabæ og munu þær sjá um klæðinguna og áætla þeir að h'úka sinni vinnu á þremur sólarhringum. Sigurður Oddsson deildarsf jóri framkvæmdadeildar hjá Vega- gerðinni á Akureyri sagði að þetta hefði verið kostnaðarreiknað og er heildarkostnaður á bilinu 10 til 15 miUjónir, en fjármagnið kemur frá Grímseyjarhreppi, sýslusjóði og vegagerð. „ Við erum að taka mikla áhættu, vegurinn er lélegur en það er lítil umferð þarna, ein- göngu léttaumferð og þetta er eini viðráðanlegi möguleikinn," sagði Sigurður. Þess má geta að efni til vega- gerðar er af mjög skornum skammti í Grímsey og hefur yfir- leitt verið flutt úr Iandi sem er afar kostnaðarsamt. Fyrir nokkr- um misserum var malað grjót í eyjunni og á að nota það efni til þessa verks. Morgunblaðið/Rúnar Þór BJARNHÉÐINN og Stefán sonur hans við nýja réttingarbekkinn. Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Helgistund á Fjórðungssjúkra- húsinu kl. 10.00 á morgun. Mess- að í Akureyrarkirkju kl. 11.00. Madrigalakórinn frá Heidelberg syngur í messunni, stjómandi er Gerald Kegelmann. Guðsþjón- usta á Hlíð kl. 16.00. Sumartón- leikar í Akureyrarkirkju kl. 17.00. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta verður í kirkjunni annað kvöld kl. 21.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma á morgun, sunnudag kl. 20.00 þar sem nýir foringjar, Ann Merethe og Erlingur Níelsson verða boðnir velkomnir. Ann Mer- ethe mun sjá um starf hersins á Akureyri en Erlingurverðuræsku- jýðsfóringi Hjálpræðishersins á Islandi og Færeyjum og ritstjóri Herópsins. » l I » i í » » I ésstm álíbœk .......-•"-Tiiiiina I mr- 71 1 ^sT«fl|BRKF mánaðarinssai Sagamánaðarinsekknnnrtalm Wmanaðarinssamanípak^^O.' œicíirnar eru komnar fVÆwfrif. m ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 X i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.