Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR LESBÓK/C/D
186. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ingvar Carlsson hyggst láta af embætti forsætisráðherra
Segir tíma kominn
til kynslóðaskipta
Kaupmannahöfn. Morgunbiaðið.
GLAÐUR og léttur í bragði til-
kynnti Ingvar Carlsson í gær að
hann hyggðist láta af embætti
forsætisráðherra Svíþjóðar og
hætta sem formaður Jafnaðar-
mannaflokksins á aukaflokks-
þingi í mars. Afsögn hans kemur
ekki með öllu á óvart, því vitað
var að hann hefði hug á að segja
af sér, en fæstir bjuggust við að
hann gerði það svo fijótt.
Tímasetninguna rökstyður
Carlsson með því að þar sem Jafn-
aðarmannaflokkurinn sé nú í
stjórn, ESB-aðildin í höfn og efna-
hagurinn batni, þurfi að marka
flokknum nýja stefnu. Því starfi
eigi komandi formaður að stýra.
Efnahagurinn er þó ekki styrkari
en svo að vextir hækkuðu og krón-
an lækkaði í kjölfar fréttarinnar.
Forsætisráðherrann rakti
ástæður fyrir afsögn sinni og
nefndi fyrst að flokkurinn hefði
náð aftur stjórnartaumum. Hann
nefndi síðan ESB-aðild Svía, sem
hann sagðist trúa eindregið að
hefði verið hið rétta fyrir Svía,
þó hann vissi að ekki væru allir
flokksmenn hans sammála.
Stuðningsmenn ESB-aðildar hafa
legið Carlsson á hálsi fyrir að
vera linur formælandi
hennar, en svo var
ekki í gær er hann
sagði Svíum mikil-
vægt að vera ekki
háðir ákvörðunum
annarra, eins og væri
ef þeir hefðu verið
áfram í EES.
Carlsson hefur ver-
ið í forsæti alþjóð-
legrar nefndar um
endurskipulagningu
Sameinuðu þjóðanna
og sú vinna hefur að
sögn hans tekið mik-
inn tíma. Erfiðast
hefði þó verið að tak-
ast á við efnahagsmálin undanfar-
ið, þegar sjálfstæði landsins hefði
verið í hættu vegna skuldasöfnun-
ar. Nú þegar virtist bjartara fram-
undan væri ástæða til að hugsa
málin upp á nýtt. Búa þyrfti flokk-
inn undir næsta árþúsund og það
væri verk næstu kynslóðar.
Carlsson hefur lengi sagt að
hann ætli ekki að vera í stjórnmál-
um að eilífu og hefði ekki áhuga
á að slá met Tage Erlanders, sem
var forsætisráðherra í 23 ár. Hins
vegar velta menn vöngum yfir
Ingvar Carlsson
tímasetningunni, en
í gær kynnti flokkur-
inn stefnuskrá sína
fyrir kosningarnar til
Evrópuþingsins 17.
september. Skiptar
skoðanir eru um
hversu heppilegt
þetta sé. Bent er á
að þetta sé aðferð
hans til að þjappa
flokknum saman fyr-
ir kosningarnar, en
flokkurinn er klofinn
varðandi ESB-aðild.
Einnig að þetta geti
skapað flokknum
velvilja kjósenda, þar
sem vinsældir hans eru í lágmarki
sem stendur, enda hafa aðrir
flokksleiðtogar og -talsmenn látið
í ljós vonbrigði með tímasetning-
una, sem dragi athyglina frá
kosningunum sjálfum.
Ymsir andstæðingar hans láta
í ljós kvíða yfir að forysta Carls-
sons verði slöpp næsta hálfa árið,
en því neitar Carlsson eindregið.
Eðlilegt sé hins vegar að hann
tilkynni afsögn sína í tíma, svo
flokkurinn hafi tíma til að finna
eftirmann á lýðræðislegan hátt.
Reuter
BANDARÍSKIR landgönguliðar í eftirlitsferð í Qatrana-eyði-
mörkinni, 100 km suður af Amman í Jórdaníu.
Heræfingum
í Kúveit flýtt
Kúveit, Amman. Reuter.
BANDARÍKJAMENN og Kúveitar
hafa ákveðið að flýta fyrirhuguðum
heræfingum sínum í Kúveit. Eru
þessar ráðstafanir þáttur í að vara
Iraka við aðgerðum gegn Kúveit.
Æfingarnar verða hafnar eftir tíu
daga í stað þess að bytja í haust,
eins og áætlað hafði verið.
í gær voru bandarískar og jórd-
anskar hersveitir á ferðinni í Jórd-
aníu skammt frá landamærunum að
Irak, en stjórnvöld í Baghdad gerðu
lítið úr því sem þau nefndu „tilfæring-
ar óvinarins." Irakar neituðu því að
hersveitir þeirra væru á leið til landa-
mæranna við Kúveit, en Bandaríkja-
menn tilkynntu að svo væri.
Kúveitar sögðust í gær ekki hafa
prðið varir við að neitt benti til að
írakar söfnuðu liði að landamærun-
um, og liðsmenn Sameinuðu þjóð-
anna þar tóku í sama streng. Her
Kúveit er þó í viðbragðsstöðu vegna
tilkynningar Bandaríkjamanna.
Rúmlega 2500 bandarískir land-
gönguliðar, studdir skriðdrekasveit-
um, ásamt álíka íjölda jórdanskra
hermanna hófu æfingar í Jórdaníu,
um 300 km frá landamærum íraks.
Æfingarnar hófust samkvæmt áætl-
un sem gerð var fyrir nokkru, en
aukin áhersla var lögð á þær eftir
að bandarísk stjórnvöld hétu stuðn-
ingi við Jórdana yrði þeim ógnað
fyrir að hafa tekið við háttsettum
flóttamönnum frá írak i síðustu viku.
Forseti Króatíu segist vilja fnðarsamninga
Kveðst forðast
frekara stríð
Zagreb. Reuter.
FRANJO Tudjman, forseti Krótíu,
kvaðst í gær vilja komast hjá frek-
ara stríði gegn Serbum og neitaði
því að hafa gert samning við forseta
Serbíu um að skipta Bosníu milli
Króata og Serba.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu hins vegar að 10.000
króatískir hermenn væru komnir til
króatísku borgarinnar Dubrovnik við
Adríahaf og væru að undirbúa inn-
rás í Bosníu til að stöðva stórskota-
árásir Serba á nágrenninu.
Ýmsir fréttaskýrendur telja að
sigur Króata í Krajina geri það
freistandi fyrir þá að leiða deilurnar
við Serba til lykta með hernaði.
Tudjman neitaði þessu og kvað Kró-
ata vilja stöðva árásimar á nágrenni
Dubrovnik og endurheimta Austur-
Slavoníu, við landamærin að Serbíu,
með samningum.
„Við hefðum viljað geta haldið
uppi eðlilegri ferðaþjónustu [við
strönd Adríahafsins] án þess að
grípa til hernaðaraðgerða í Krajina,"
sagði forsetinn. „Þetta voru blóðug
átök. Við misstum 200 menn og
1.300 særðust. Við viljum að Austur-
Slavonía sameinist Króatíu að nýju
með friðsamlegum hætti. Við viljum
komast hjá frekara mannfalli og
setja kraft í friðarumleitanirnar."
Þegar forsetinn var spurður
hversu lengi Króatar gætu þolað
árásirnar á nágrenni Dubrovnik
svaraði hann: „Við munum þola það
þar til þolinmæði okkar.er á þrotum,
þegar allar samningaumleitanir okk-
ar reynast gagnslausar."
Anægður með friðartillögur
Tudjman lét þessi orð falla á
biaðamannafundi eftir að hafa rætt
við Richard Holbrooke, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkj anna,
sem er að kynna nýja friðaráætlun
Bandaríkjastjórnar. Áður hafði
Holbrooke rætt við Slobodan Mi-
losevic, forseta Serbíu, sem lét í ljós
ánægju með áætlunina.
„Þetta er alvarlegasta tilraunin
[til að koma á friði] til þessa,“ sagði
Tudjman um friðaráætlunina og
kvaðst vona að hún næði fram að
ganga á næstu vikum.
Tudjman kvað ekkert hæft í frétt-
um breskra fjölmiðla þess efnis að
hann hefði teiknað kort, sem sýndi
skiptingu Bosníu milli Króata og
Serba, í veislu í London nýlega.
„Við Milosevic höfum ekki gert
samning um skiptingu Bosníu. Þetta
kort er rugl. Samkvæmt því á ég
að hafa samþykkt að Serbía innlim-
aði Austur-SIavoníu."
Reuter
VERKAMENN smíða vegg umhverfis marmaraskál frá endur-
reisnartímabilinu til að verja hana vegna hugsanlegra árása Serba
á Dubrovnik. Mörg mannvirki í borginni hafa verið varin með
þessum hætti að undanförnu og þykir þetta minna á viðbúnaðinn
fyrir stríðið gegn Serbum árið 1991.
Deilt um
Kínaför
Hillary
Washington. The Daily Telegraph.
HILLARY Clinton, eiginkona
Bandaríkjaforseta, og ráðgjaf-
ar forsetans í utanríkismálum
deila nú hart um hvort rétt sé
að forsetafrúin sitji kvenna-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
í Peking í næsta mánuði. Eru
nokkrir embættismenn þeirrar
skoðunar að það hafi mikið
áróðursgildi fyrir Kínveija sæki
hún ráðstefnuna. Ákveðið hef-
ur verið að fresta endanlegri
ákvörðun um Kínaför Hillary
Clinton á meðan kostir og gail-
ar slíkrar ferðar eru metnir.
Leiðtogar repúblikana á
Bandaríkjaþingi og margir
háttsettir menn í stjórn Clint-
ons telja rangt að hún fari á
meðan bandaríski ríkisborgar-
inn Harry Wu situr í haldi í
Kína. Hefur hann verið sakaður
um njósnir.
Opinberlega vilja ráðgjafar
Clintons ekki tjá sig um málefni
eiginkonu forsetans en margir
þeirra láta hins vegar í ljós efa-
semdir í einkasamtölum. Warr-
en Christopher utanríkisráð-
herra átti í vikunni fund með
Hillary Clinton þar sem hann
ræddi „hina mörgu diplómat-
ísku ókosti og hugsanlega
kosti“ Kínafarar, líkt og einn
embættismaður orðaði það.