Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 6

Morgunblaðið - 19.08.1995, Page 6
6 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir NASL, sem unnið er úr innfluttu ostadufti og kartöfluafurðum hefur orðið dýrara í framleiðslu eftir að innflutningur fór að sæta almennum tollum, en ekki undanþágum og leyfísveitingum. Sumt innflutt landbúnaðarhráefni til iðnaðar hækkar í verði eftir gildistöku GATT Var áður flutt inn um * a Landbúnaðarhráefni til iðnaðarframleiðslu hefur í ýmsum tilfellum hækkað eftir gildis- töku GATT-laganna. Olafur Þ. Stephensen komst að því að við setningu almennra reglna um afnám innflutningsbanns og vemdartolla gleymdist að taka með í reikninginn að áður -----—----------------------------------- voru sumar bannyömr fluttar inn á undan- þágum frá landbúnaðarráðuneytinu og bám lágatolla eða enga. varnarmúrnum EFTIR að lögin um fram- kvæmd GATT-samkomu- lagsins tóku gildi 1 byijun júlí hefur verð á aðföng- um sumra iðnfyrirtækja, sem vinna matvöru úr landbúnaðarhráefni, hækkað talsvert. Ástæðan er sú að þessi hráefni voru áður bannvara, en flutt inn á undanþágum frá land- búnaðarráðuneytinu og báru þá eng- an toll eða lágan. Með því að almenn- ar reglur um innflutning með tollum voru settar féllu undanþáguheimildir úr gildi. Samtök iðnaðarins hafa sent frá sér minnisblað, þar sem tíundaðar eru þær athugasemdir, sem samtök- in hafa við framkvæmd GATT- samningsins eftir að lög um hana tóku gildi 1. júlí, og kröfur samtak- anna um úrbætur. í minnisblaðinu segir meðal annars að komið hafi í ljós að laga- og reglugerðarheimildir til að fella niður tolla og gjöld af landbúnaðarhráefnum til iðnfram- leiðslu hafi fallið niður. Afleiðingin sé sú að hráefnisverð til nokkurra íslenzkra iðnfyrirtækja hafi stór- hækkað. Undanþágur veittar frá bönnum og gjaldtöku Samtök iðnaðarins segja að í nokkrum tilfellum hafi íslenzkir framleiðendur fengið niðurfelld gjöld af innfluttum landbúnaðarhráefn- um, og í sumum tilfellum sérstakt innflutningsleyfi fyrir hráefnum, sem ekki hafi verið framleidd hér á landi. Sem dæmi eru nefnd ostaduft og kartöfluefni til naslgerðar og gerilsneyddar eggjarauður til majó- nesgerðar. Tekið er fram að osta- duftið sé notað til að flytja inn osta- popp, og beri það nú himinháa tolla, á sama tíma og innflutt ostapopp sé án allra tolla. Samkvæmt upplýsingum frá land- búnaðarráðuneytinu hefur verið út- hlutað tollkvóta á lágmarkstolli bæði í eggjarauðum og ostadufti. Osta- duftkvótanum var úthlutað í fyrra- dag, en duftið fellur undir hráefni til ostagerðar, sem hefur forgang á lágum tollum umfram fullunna osta í neytendaumbúðum. Samtök iðnað- arins segja það hins vegar enga lausn að landbúnaðarráðuneytið vísi á þessa tollkvóta. Samtökin segja að þessar afleið- ingar lagabreytinganna hljóti að vera handvömm. „Með þessu snar- versnar samkeppnisstaða iðnaðarins og það getur varla hafa verið ætlun- in,“ segir í minnisblaði samtakanna. „Það er skýlaus krafa iðnaðarins að settar verði almennar heimildir þeg- ar í stað sem leyfi innflutning land- búnaðarhráefna (sem ekki eru fram- leidd hér eða fást ekki hér) án npkk- urra tolla eða gjalda þegar hrpfnin eru notuð í iðnframleiðslu. Jafnframt fái þeir framleiðendur, sem hafa flutt inn slík hráefni eftir 1. júlí og þar til heimildin fæst, endurgreidd þau gjöld sem þeir hafa verið krafð- ir um.“ Að sögn Indriða H. Þorlákssonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu, liggur þannig í þessu máli að innflutningsbann var áður á ýmsum landbúnaðarhráefnum til iðnaðar- framleiðslu, í því skyni að vernda innlendan landbúnað. Það átti til dæmis við um ostaduft og eggja- rauður. Kartöfluvörur voru háðar innflutningstakmörkunum og Iagt á þær svokallað kartöflugjald. Indriði segir að landbúnaðarráðuneytið hafi hins vegar haft heimildir til að veita undanþágur frá banninu, og veitt innflutningsleyfi í einstökum tilfell- um vegna einstakra innlendra fram- leiðenda. Þau hráefni, sem leyfí fékkst til að flytja inn, hafi í mörgum tilfellum verið flutt inn án tolla, enda hafi þau sem bannvara ekki verið í almennum innflutningi. Indriði segir að þessi lagaákvæði hafi fallið burt með samþykkt GATT-laganna. „Meiningin var að sem minnst raskaðist með samþykkt GATT-laganna. Þarna eru hlutir, sem breytast, en það er á það að líta að tollunum var ekki eingöngu breytt, heldur líka viðskiptaháttun- um, þ.e. að í stað þess að innflutn- ingi yrði stjórnað með undanþágum og leyfum til einstakra fyrirtækja, yrðu settar almennar reglur," segir Indriði. „Þá verða menn líka að spyija hvort rök séu fyrir því að innflutningur á landbúnaðarhráefn- um í tiltekna framleiðslu, til dæmis egg í majónes, sé tollfijáls um leið og innflutt egg í bakstur eru tolluð. Ætla menn að fara í samræmt kerfi eða halda áfram ívilnunum fyrir ákveðna hópa?“ Jöfnunargjöld gætu fallið niður Indriði bendir á að niðurfelling gjalda á hráefni gæti snert ákvæði samningsins um Evrópskt efnahags- kvæði, en í Bókun 3 við samninginn er kveðið á um að til að taka mið af mismiklum kostnaði við landbún- aðarhráefni, sem notuð eru til inn- lendrar iðnaðarframleiðslu, megi beita verðjöfnun með álagningu gjalda við innflutning á fullunninni vöru af sama tagi. Indriði segir að yrðu öll gjöld af t.d. innfluttum eggjarauðum í majónes felld niður, gæti þurft að fella niður um leið tolla á innflutt majónes, þar sem mismunur á hráefnisverði væri ekki lengur fyrir hendi. Spurning sé hvernig innlendir framleiðendur myndu bregðast við slíku. „Menn geta ekki bæði sleppt og haldið," segir hann. Indriði segir að þessi mál séu nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og verið að meta kröfur Samtaka iðnaðarins. ísgerðin fær samkeppni Samtök iðnaðarins gagnrýna að tollar á innfluttum ís séu svo lágir, að hann sé í hörkusamkeppni við íslenzkan ís. Samtökin telja danska ísútflytjendur, sem íslenzkir innflytj- endur hafa verzlað við, stunda undir- boð. Þannig sé útflutningsverð á ís frá Danmörku á bilinu 21-60% af heildsöluverði þar í landi, samkvæmt verðskrám frá danska ísframleið- andanum Eventyr. Afleiðingin sé sú að þótt tollur samkvæmt GATT-lög- unum bætist við, sé innflutningsverð hér talsvert lægra en heildsöluverð í Danmörku. Samtökin benda á að jafnframt þessu þurfi innlendur ísiðnaður að kaupa íslenzkt undanrennuduft, sem kosti um 234 krónur kílóið. Væri duftið hins vegar keypt á heims- markaðsverði, væri innflutningsverð þess á bilinu 150-155' krónur. Með GATT-tollum kosti það aftur á móti um 540 krónur kílóið, og ófært sé fyrir ísgerðirnar að flytja inn undan- rennuduft á þessu verði. „Samtök iðnaðarins krefjast þess að ísgerðir fái sanngjarnan aðlög- unartíma að óheftri samkeppni líkt og almennur iðnaður fékk á sínum tíma og landbúnaðinum er nú veittur í svo ríkum mæli,“ segir í minnis- blaði samtakanna. Þau vilja annars vegar að íslenzkum ísgerðum verði tryggt innlent undanrennu- og mjólkurduft á um 150 kr. kílóið, eða sem svarar heimsmarkaðsverði að viðbættum flutningskostnaði. Hins vegar vilja samtökin að nýttar verði til fulls þær heimildir, sem séu til þess að leggja gjöld á innfluttan ís, en til þess þurfi lagabreytingu. ísinn á hærri tollum en hráefnið Samtökin hafa sótt um það til fjármálaráðuneytisins að það felli niður toll á innflutt undanrennuduft, samkvæmt heimild í tollalögum, sem kveður á um að fella megi niður eða endurgreiða toll af innfluttu hráefni til innlendrar framleiðslu, ef sam- bærileg innflutt framleiðsla beri sama toll eða lægri en hráefnið. Þessu hefur verið hafnað og segir Indriði-Þorláksson ástæðuna þá að tollar á hvert kíló af innfluttum ís séu miklu hærri en tollar á undan- rennuduft, sem þurfi í hvert kíló af innlendri ísframleiðslu. „Það er aug- ljóst að þessar reglur íþyngja ekki innlendri framleiðslu í heild,“ segir Indriði. Um þá fullyrðingu Samtaka iðn- aðarins að ísframleiðendur keppi við niðurgreidda vöru, segir Indriði að heildarefniskostnaður vegna fram- leiðslu á einu kílói af innlendum ís sé 60-80 krónur. Tollur á innfluttan ís sé hins vegar að jafnaði 140-150 krónur á kílóið. „Þótt innlendu framleiðendurnir fengju efnið gefíns, væru þeir eftir sem áður með vernd. Það er ekki hægt að segja að þeir séu að keppa við niðurgreiddan innflutning," segir Indriði. Hættumats að vænta VINNA að hættumati fyrir Flateyri er langt komin að sögn Guðjóns Petersens, fram- kvæmdastjóra Almannavarna ríkisins. Hann kveðst eiga von á að fá það í drögum á næstu vikum. Að því loknu verður hafist handa við vinnu við hættumat fyrir Hnífsdal. Guðjón segir ekki fulljóst hvenær þess er að vænta en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins gæti það orðið tilbúið um eða eftir miðjan september. Hættumat fyrir Súðavík er tilbúið frá verkfræðistofu þeirri sem vann það en eftir er að fá umfjöllun almanna- varnaráðs og er reiknað með að það verði tekið til skoðunar um 24. þessa mánaðar og sent til staðfestingar ráðherra skömmu síðar. Endurbætur á Bíldudals- flugvelli Tálknafirði. Morgunblaðið GAGNGERAR endurbætur hafa verið gerðar á Bíldudals- flugvelli. Nýlega var lokið við að leggja malbik á völlinn og tók verkið fjórar vikur. í síðustu viku var völlurinn opnaður fyrir umferð og um leið var vellinum á Patreksfirði lokað þar sem hann verður malbikaður á næstu vikum. Fyrsta flugvélin sem lenti á vellinum var vél íslandsflugs í áætlun sinni til Bíldudals en rétt á eftir lenti Fokker-vél Flugleiða í áætlun sinni til Patreksfjarðar með farþega. Flugleiðir munu nota Bíldu- dalsflugvöll fyrir áætlun sína á suðursvæði Vestfjarða á meðan Patreksfjarðarflugvöll- um verður malbikaður. Tekið undir mótmæli UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis tekur undir mótmæli íslenzku ríkisstjórnarinnar og *stjómvalda á hinum Norður- löndunum vegna kjarnorkutil- rauna Kína fyrr í vikunni. Að sögn Geirs H. Haarde, formanns nefndarinnar, var þetta fært til bókar á auka- fundi nefndarinnar í gærmorg- un. Fundurinn var kallaður saman vegna viðræðna Rússa, íslendinga og Norðmanna í Pétursborg fyrr í vikunni. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra komu á fundinn og röktu stöðu mála í fiskveiðideildm ríkjanna þriggja. Umsóknir um leikhús- stjórastöðu UMSÓKNARFRESTUR um starf leikhússtjóra við Borgar- leikhúsið rann út 15. þessa mánaðar. Um tiu umsóknir hafa borist, en þær geta orðið fleiri því að umsóknir sem ber- ast bréflega póststimplaðar í síðasta Iagi 15. ágúst gilda. Stjórn Leikfélags Reykja- víkur mun ekki að svo stöddu gefa upp nöfn umsækjenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.