Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 10

Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 10
10 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkið gerir nýjan samning við sérfræðilækna Tilvísanakerfi ekki tekið upp á samningstímanum Sparnaður ríkisins gæti numið tugum milljóna á árinu TRYGGINGARAÐ samþykkti í gær nýjan samning við sérfræði- lækna. Sérfræðingar í Læknafé- lagi Reykjavíkur höfðu áður sam- þykkt samninginn á fundi á fimmtudagskvöld. Samningurinn, sem gildir til áramóta og gæti spar- að Tryggingastofnun tugmilljónir króna, miðað við að tilvísanakerfi verði ekki tekið upp á samnings- tímanum. Samningurinn var undirritaður á þriðjudag og borinn upp á fundi Læknafélags Reykjavíkur á fimmtudagskvöld og samþykktur með 73 atkvæðum gegn 23. Guð- mundur Eyjólfsson formaður samninganefndar félagsins sagði að nokkuð hörð andstaða hefði komið fram á fundinum. Sérfræð- ingar hefðu haft tiltölulega mikið frelsi og því væri skiljanlegt að menn andmæltu hömlum sem samningurinn vissulega setti. „En meirihlutinn taldi að betra væri að samþykkja þennan samning en engan,“ sagði Guðmundur. Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar sagði að um væri að ræða kaflaskil í samninga- gerð við sérfræðilækna og samið væri á allt öðrum nótum en tíðk- ast hefði til þessa. Þessi samninga- gerð hefði staðið langan tíma og það væri von sín að þetta yrði upphaf að jákvæðari samskiptum. „Okkur er vel ljóst að störf sér- fræðilækna eru afar mikils virði en við verðum jafnframt að gæta að þeim fjármunum sem greiddir eru fyrir þjónustuna," sagði Karl Steinar. ■"*> 1,4 milljarðar frá ríki Samið er um að Tryggingastofn- un kaupi á þessu ári 8 milljónir vinnueininga í klínískum verkum og 2.358 þúsund einingar í rann- sóknum. Fari heildareiningafjöldi framúr þessu er ekki greitt fyrir umframeiningarnar. Ríkið greiðir 135 krónur fyrir hveija einingu þannig að heildarkostnaðurinn nemur um 1,4 milljörðum króna á árinu. Jón Sæmundur Siguijónsson formaður Tryggingaráðs sagði að þetta væri svipaður kostnaður og á síðasta ári en miðað við væntan- lega aukningu að óbreyttu mætti segja að hugsanlega væri ríkið að spara milli 25-30 milljónir á tíma- bilinu frá 1. ágúst til áramóta. Að auki var samið um að lækka rannsóknagjaldskrá um 10%. Guð- mundur Eyjólfsson sagði að þessi afsláttur gæti sparað ríkinu allt að 30 milljónir á ársgrundvelli. Hins vegar næði samningurinn aðeins til rannsóknastofa í einka- eign. Rannsóknarstofur í ríkisgeir- anum hefðu þó undanfarið miðað við þessa gjaldskrá og ef samning- urinn hefði áhrif á gjaldskrá allra rannsóknarstofa landsins yrði sparnaðurinn mun meiri. Loks fela samningarnir í sér að sérfræðingar fá ekki sjálfkrafa samning við Tryggingastofnun eins og áður hefur verið. „Þetta þýðir að ljóst er hvað Tryggingastofnun kaupir þannig að hægara ætti að vera að áætla útgjöld. Þessi samningur gildir til áramóta og er meiningin að nota þá reynslu sem kemur af honum til að gera samning til lengri tíma,“ sagði Karl Steinar. Samningarnir ná ekki til út- gjalda sjúklinga en nú greiðir Tryggingastofnun 58% af kostnaði við sérfræðilækningar en sjúkling- arnir 42%. Því koma samningarnir einungis til með að hafa í för með sér lækkun á greiðslum Trygg- ingastofnunar til lækna. Síðasti samningur sérfræðinga og ríkisins var gerður 1991. Trygg- ingastofnun sagði samningum upp í september 1993 en áfram var unnið eftir honum þar sem nýr samningur náðist ekki. Tveggja ára samningsþóf í millitíðinni kom upp hörð deila milli sérfræðilækna og heilbrigðis- ráðuneytisins vegna áforma um að taka upp tilvísanakerfi. Allflest- ir sérfræðingar sögðu sig frá samningnum frá og með 1. júní á þessu ári en þá átti tilvísanakerfið að taka gildi. Ingibjörg Pálmadótt- ir frestaði síðan gildistöku tilvís- anakerfisins ótímabundið, eftir að hún tók við embætti heilbrigðisráð- herra í vor, og þá frestuðu sérfræð- ingarnir einnig uppsögnum sínum. „Síðan var ákveðið í samráði við heilbrigðisráðuneytið, að gera samning til að ná sáttum og þessi nýi samningur gengur í þá átt,“ sagði Guðmundur Eyjólfsson. Hann sagði aðspurður að ekki væri reiknað með tilvísunum í nýja samningnum. Og Jón Sæmundur Siguijónsson sagði að meðan þessi samningur gilti yrði tilvísanakerfið ekki sett á. í rauninni mætti ætla að tilvísanakerfið hefði aldrei kom- ið upp á borðið hefðu læknar viljað semja á þessum nótum fyrr. „Eg var mikill talsmaður þessa módels fyrir tveimur árum og hefði viljað sjá það sett upp þá strax. Það má hugsa sér.að ef þessi samn- ingur hefði verið gerður í upphafi ársins hefði hann getað sparað rík- inu jafn háa upphæð og tilvísana- kerfinu var ætlað að skila á heilu ári,“ sagði Jón Sæmundur. Áætlað var að tilvísanakerfið myndi spara um 100 milljónir króna á ári. í hjarta borgarinnar KLAPPARSTÍtlIR 5 OG 5A Nýjar íbúðir til afhendingar strax tilbúnar undir innréttingu án milliveggja. Merkt stæði í bílskýli fylgir hverri íbúð. Verð frá 5,3 millj. OPIÐ HUS LAUGARDAG OG SUNNU- DAG MILLIKL. 14 OG 16. Verið velkomin. oreign FASTEIGIM ASALA @533 4040 ÁRMÚLA 21, FAX 588 8366 DAN VS. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR SÖLVISÖLVASON, LÖGFRÆÐINGUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI BIRGIR GEORGSSON, SÖLUM. HÖRÐUR HARÐARSON, SÖLUM. Morgunblaðið/Júlíus ELDIBRANDUR hefur nú verið tekinn í notkun hjá slökkvilið- inu í Reykjavík og á myndinni eru ánægðir hönnuðir forritsins og slökkviliðsmenn, f.v., Halldór Pétursson hjá hugbúnaðarfyrir- tækinu Samsýn, Guðmundur Hafberg, verkfræðistofunni Hnit, Jón Viðar Matthíasson, varaslökkviliðsstjóri, Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri og Kristinn Guðmundsson, Samsýn. Slökkviliðið í Reykjavík tekur nýtt tölvuforrit í notkun Eldibrandur flýtir slökkvi- starfinu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík hef- ur tekið í notkun tölvuforrit til notkunar í útköllum. Forritið, sem kallað er Eldibrandur, gerir slökkviliði og sjúkraflutninga- mönnum kleift að fá nákvæmar upplýsingar um stystu leið að útkallsstað, greiðustu aðkeyrslu og fleira. Forritið er þróað í samvinnu slökkviliðsins og verkfræðistof- unnar Hnits hf. Slökkviliðið kynnti þessa nýjung í gær og nefnt var dæmi um hvernig for- ritið nýttist. Við útkall fer út- kallssveit strax af stað, en með tölvu sinni í útkallsbí! getur yfir- maður kallað fram upplýsingar á skjámynd. Þannig nýtist tíminn á leið í útkallið til að afla sem bestra upplýsinga um hvað bíður. I bíl á leið á útkallsstað er hægt að fá upplýsingar um stystu leið þangað, greiðustu aðkeyrslu, t.d. að bakhúsi, aðgengi vatns og þrýsting þess og hvernig heppi- legast sé að staðsetja t.d. dælu- bíl. stigabíl, og sjúkrabifreiðar. Þá er hægt að kalla upp teikn- ingu af viðkomandi húsnæði, svo hægt sé að gera sér grein fyrir allri húsaskipan, eldvarnahurð- um, reykopum og jafnvel geymslu eldfimra efna. Loks er svo hægt að kalla fram videó- mynd af húsnæðinu. Flýtirinn lykilatriði Flestar upplýsingar, sem Eldi- brandur býr yfir, eru úr landupp- lýsingagrunni Reykjavíkurborg- ar. Einnig er tekið á móti upplýs- ingum frá öðrum aðilum, húseig- endum og einstaklingum. Á kynningu slökkviliðsins í gær kom fram að það væri lykilatriði í allri neyðarþjónustu að réttar upplýsingar bærust björgunar- mönnum á sem skemmstum tíma. Eldibrandur væri því mikið framfaraskref og hefði vakið athygli erlendis. ií A t i 1 * 4» -rí§) +© T * 8flA- OC TtKifOrrVSW D-HUS Á SKJÁ í slökkvibíl er hægt að kalla upp götukort af Reykja- vík, síðan afstöðumynd af viðkomandi byggingu og loks teikn- ingu af byggingunni, þar sem fram kemur hvort eldfim efni leynast þar, hvar loftræstikerfi er staðsett, hvar stjórnloka fyr- ir úðakerfi er að finna o.sv.frv. Nýjar Zja og 3ja berb. jbúbir í Laugarneshverfi Eigum þrjár íbúðir eftir í Brekkulæk 1 á góðu verði. Verða til sýnis milli kl. 13 og 15 laugardag og sunnudag. Sérinngangur, sérhiti og sérrafmagn í hverri íbúð. Vinsamlega hafið samband ef óskað er eftir að skoða á öðrum tíma. Krosshamrar hf. Seljavegi 2, vA/esturgötu sími 562 6012 heimasími 567 5684.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.