Morgunblaðið - 19.08.1995, Side 12
12 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Brynjar Finnsson
í Litlu-Brekku
Sjáum að-
eins eina
lausn
BRYNJAR Finnsson í Litlu-Brekku
er í forsvari fyrir þá sem standa að
bréfínu til biskups og söfnun undir-
skrifta. Hann sagði að lítið hefði
verið aðhafst í söfnun undirskrifta
og menn vildu sýna tillitsemi meðan
leitað væri sátta í deilunni. Náist
hins vegar ekki viðunandi niður-
staða á sáttafundinum nk. mánu-
dagskvöld sagði Brynjar að hjólin
myndu fara að snúast af fullum
krafti.
„Við sjáum aðeins eina lausn á
málinu og hún er sú að presturinn
láti af störfum. Þetta getur ekki
gengið svona lengur. Við erum ekki
að tala um einstök atvik nú í sumar
heldur samskipti prestsins við fólkið
hérna frá því hann hóf störf fyrir
sex árum,“ sagði Brynjar.
Hann sagðist skilja sjónarmið
séra Torfa í sambandi við sóknar-
bönd mjög vel en eins og málið
hefði þróast snerist það um annað
og meira. Hann vildi ekki fara nán-
ar út í þá sálma og sagði menn vilja
gefa vígslubiskupi færi á að ná sátt-
um. Brynjar ítrekaði þó að það
væri aðeins ein viðunandi lausn á
þessu máli því menn ætluðu sér
ekki að búa við þetta ástand áfram.
„Við erum með stóran hóp sem
er reiðubúinn að láta til skarar
skríða. Sumir þora náttúrlega ekki
að blanda sér í málið en ef hin langa
sáttaboðleið til biskups skilar ekki
árangri er ljóst að eitthvað verður
að gera. Það er ekki hægt að svæfa
þetta mál,“ sagði Brynjar.
Ekki náðist í Magnús Stefánsson,
formann sóknarnefndar Möðru-
vallasóknar, en að sögn Brynjars
sendu sóknarnefndirnar fjórar bréf
til biskups fyrir allnokkru þar sem
samskiptaörðugleika við sóknar-
prestinn bar á góma. Brynjar sagði
að ekki væri eins sterkt tekið til
orða í bréfi sóknarnefndanna og
bréfinu sem hann og fieiri stæðu
að en allt bæri þetta að sama brunni.
Séra Torfi S. Hjaltalín vonast eftir sáttum í Möðruvallaprestakalli
Segir deiluna
snúast um
sóknarbönd
SÉRA TORFI Stefánsson Hjaltal-
ín, sóknarprestur í Möðruvalla-
prestakalli, vonast eftir að sættir
náist á fundi með sóknarnefndar-
mönnum og séra Bolla Gústavssyni
vígslubiskup næstkomandi mánu-
dagskvöld í deilu þeirri er hefur
verið í sviðsljósinu að undanförnu.
Hann segir að málið snúist fyrst
og fremst um sóknarbönd, það er
að segja reglur um að sóknarbörn
leiti til eigin sóknarprests. Einnig
hljóti málið líka að vera persónu-
legt ef tekið sé mið af bréfhausnum
sem forsvarsmenn undirskrifta-
söfnunar hafa verið að flagga.
í upphafi bréfsins, sem stílað er
til hr. Ólafs Skúlasonar, biskups,
segir eftirfarandi: „Við undirritaðir
íbúar í Möðruvallaklausturspresta-
kalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi telj-
um okkur ekki geta unað lengur
við það ástand sem ríkir í málefnum
kirkjunnar hér. Þetta ástand er í
nær öllum samskiptum við sóknar-
prestinn og við sjáum enga aðra
lausn en þá að sóknarpresturinn
fari frá hið allra fyrsta svo hér
komist á friður." Síðan er þess far-
ið á leit við biskup að hann grípi
til aðgerða.
Ruddalega orðað
„Mér finnst þetta mjög rudda- .
lega orðað og til þess eins fallið
að koma höggi á mig. Sóknar-
nefndarmenn hafa viljað leysa
málið á annan hátt og bréfhausinn
er ekki á þeirra vegum. Mér er
ekki kunnugt um að neinn hafi
sett nafn sitt undir þennan bréf-
haus þótt öðru hafi verið haldið
fram,“ sagðr Torfi.
Deilurnar í Möðruvallaprestakalli
virðast ekki snúast um embættis-
verk séra Torfa. En hvert er þá
þrætueplið?
í Möðruvallaprestakalli eru fjórar
sóknir; Bakkasókn, Bægisársókn,
Glæsibæjarsókn og Möðruvalla-
sókn. Séra Torfi er sóknarprestur-
inn en borið hefur við að sóknar-
börnin hafi leitað til annarra presta,
ekki síst Þórhalls Höskuldssonar og
Péturs Þórarinssonar sem báðir
hafa þjónað á Möðruvöllum. Stund-
um hafa þeir fengið kirkjur í presta-
kallinu til afnota en fyrr í sumar
lýsti Torfi sig mótfallinn því að lána
Bakkakirkju undir brúðkaup þar eð
óskað var eftir öðrum presti og síð-
an hafa tvö svipuð tilfelli komið við
sögu í sambandi við skírnarathafn-
ir. Eftir kvartanir á öldum ljósvak-
ans virðist boltinn hafa byijað að
rúlla.
Óskráðar samskiptareglur
Torfi sagði það óskráðar sam-
skiptareglur að prestar fari ekki
hver í annars prestakall með emb-
ættisverk nema í undantekningatil-
fellum. Þetta tengist sóknarböndum
sem eru í gildi hér á landi og víðar
innan lúthersku kirkjunn.ar þótt iðu-
lega séu þau ekki virt á fjölmenn-
ari stöðum.
Samskiptamálin höfðu verið til
umræðu meðal presta í Eyjafjarðar-
prófastsdæmi og á þeim fundum
sagði Torfi að sér fyndist tími til
kominn að draga úr því að prestar
væru að fara í gömlu sóknirnar sín-
ar til að sinna fýrrverandi sóknar-
börnum. Nokkru síðar kom brúð-
kaupsmálið á Bakka til sögunnar
og eftir að kvartað var yfír því í
útvarpi ákvað hann að halda fast
við þessa samskiptareglu áfram „til
að verða ekki vís að því að mismuna
Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir
SÉRA Torfi Hjaltalín við Möðruvallakirkju í gær. Hann kveðst
munu gera sitt besta til að friður og sátt náist í deilumálinu.
fólki,“ eins og Torfi orðaði það.
Hann sagðist vera þeirrar skoð-
unar að ef sóknarbörnin leituðu til
prests út fyrir sóknina ætti sá hinn
sami að vísa þeim á sóknarprestinn.
Torfi kvaðst yfirleitt ekki taka það
persónulega ef fólk vildi fá annan
prest í embættisverkin, kannski
prest sem það hefði þekkt lengi,
en þetta væri mál sem snerti bæði
safnaðarstarfið, kjaramál og öll
samskipti innan prestakallsins og
því væri æskilegt að sami háttur
væri hafður á eins og í sambandi
við skólahverfi, heilsugæslusvæði,
sýslur og fleira.
„Mér finnst þetta vissulega mjög
erfitt og óþægilegt mál en þegar
maður verður fyrir slíkri aðför er
ekki hægt annað en spyrna við
fótum til að eiga ekki á hættu að
missa æruna. Það er engin uppgjöf
í mér. Ég verð að takast á við
vandamálin og vonast eftir að frið-
ur og sátt náist og mun gera mitt
besta til að svo verði," sagði Torfi.
Messur
AKUREYRARKIRKJA: Guðs-
þjónusta verður í Akureyrar-
kirkju .sunnudaginn 20. ágúst
kl. 11.00.
GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðs-
þjónusta verður í Glerárkirkju
sunnudaginn 20. ágúst kl. 21.00.
KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messur
verða í Kaþólsku kirkjunni laug-
ardaginn 19. ágúst kl. 18.00 og
sunnudaginn 20. ágústkl. 11.00.
HVÍTASUNNUKIRKJAN:
Laugardaginn 19. ágúst kl.
20.30 verður samkoma í umsjá
unga fólksins. Sunnudaginn 20.
ágúst verður safnaðarsamkoma
kl. 11.00 og vakningasamkoma
kl. 20.00. Ræðumaður verður
G. Rúnar Guðnason. Þá verður
bænasamkoma föstudaginn 25.
ágúst kl. 20.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Al-
menn samkoma verður hjá
Hjálpræðishernum sunnudaginn
20. ágúst kl. 20.00. Erlingur
Níelsson talar. Allir velkomnir.
HEILSUQÆSLUSTÖÐIN A AKUREYRI
Hjúkrunarfræöingar
Heimahjúkrun!
Óskum að ráða hjúkrunarfræðing til starfa víð
heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni á Akureyri
sem fyrst. Unnið er að einstaklingsbundinni
hjúkrun í heimahúsum; sem er lifandi og áhugavert
starf. Góður starfsandi er ríkjandi.
Upplýsingar gefur deildarstjóri heimahjúkrunar í
sima 468-2311.
Morgunblaðið/Benjamín
LÍF og fjör á iönsýningunni. í kvöld munu „Konnarar“ taka lag-
ið en sýningunni lýkur á morgun.
Sýningin Iðnaður ’95 á Hrafnagili
Skemmtiatriðin
vakið mikla lukku
Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið.
IÐNSÝNINGIN Iðnaður ’95 stend-
SCQ •QQQSOfil
Jónas Viðar á Karólínu
Laugardaginn 19. ágúst verður
opnuð sýning á verkum eftir Jónas
Viðar á Café Karólínu á Akureyri.
Þar sýnir hann málverk sem unnin
eru á þessu ári. Sýningin stendur
til 23. september.
Jónas stundaði nám við Mynd-
listaskólann á Akureyri 1983-87
og síðan við Accademia di Belle
Arti di Carrara á Ítalíu 1990-94.
Hann hefur haldið átta einkasýn-
ingar og tekið þátt í samsýningum
bæði hér heima og á Ítalíu.
Byggingalist í Deiglunni
Á laugardaginn verður fyrirlest-
ur um byggingalist í Deiglunni á
Akureyri. Það eru arkitektarnir
Baldur Svavarsson og Jón Þór
Þorvaldsson sem tala og sýna lit-
skyggnur. Þeir starfa báðir á
teiknistofunni Úti-inni, en sú stofa
hefur vakið athyglj fyrir nýstárlega
hönnun á íslensku umhverfi og
má nefna skólpdælustöð og Árbæj-
arsundlaug í Reykjavík. Fyrirlest-
urinn hefst kl. 17 og er aðgangur
ókeypis.
ur nú sem hæst á Hrafnagili. Tölu-
verður fjöldi fólks hefur lagt leið
sína á staðinn og hafa skemmtidag-
skrárnar að kvöldi hvers sýningar-
dags vakið mikla lukku.
I kvöld, laugardagskvöld, er svo-
nefnt „Konnarakvöld", en þá munu
afkomendur Jóhanns Konráðssonar
skemmta gestum með söng.
Á morgun, sunnudag, er síðasti
dagur sýningarinnar og þá munu
hestamenn frá Akureyri og Eyja-
firði sýna mestu gæðinga héraðsins
í tilefni þess að ákveðið hefur verið
að halda Landsmót hestamanna á
Melgerðismelum í Eyjafjarðarsveit
árið 1998.
Klukkan 16 mun strengjakvart-
ett frá Tónlistarskólanum á Akur-
eyri leika fyrir gesti. Sýningunni
lýkur kl. 18.