Morgunblaðið - 19.08.1995, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
________/__________________
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Sælgæti og vín
þarf ekki að merkja
með síðasta neysludegi
KUNNINGI neytendasíðunnar
hafði samband og sagði farir sínar
ekki sléttar af því þegar hann fékk
sér bjór á dögunum. Mjöðurinn
bragðaðist ekki eins og venjulega
og taldi sveinninn sig svikinn því
vökvinn væri orðinn of
gamall. Dagsetning
sýndi að löngu átti að
vera búið að drekka
hann.
Hjá Áfengis- og tó-
baksverslun ríkisins
fengust þær upplýsingar
að bjórinn ætti alltaf að vera
merktur en vín væri undanskilið
þeirri reglu.
Hjá Hollustuvernd ríkisins feng-
ust þær upplýsingar að í reglugerð
númer 588 frá árinu 1993 um
merkingu, kynningu og auglýs-
ingu matvæla komi fram að vín,
líkjöra, freyðivín, kryddvín og
sambærilegar afurðir úr ávöxtum
öðrum en þrúgum þurfi ekki að
Ekki þarfað
merkja drykki
með 10% eða
meira af vín-
anda
merkja með síðasta neysludegi.
Ekki þarf heldur að merkja
drykkjarvörur sem flokkast undir
tollflokkinn 22.06 skv. alþjóða toll-
skránni og framleiddar eru úr
þrúgum eða þrúgusafa. Þá er ekki
nauðsynlegt að merkja
drykkjarvörur sem í eru
10% eða meira af vín-
anda miðað við rúmmál.
Gosdrykki, aldinsafa,
nektar og áfenga drykki
í ílátum sem rúma 5 1
eða meira og eru til af-
greiðslu til stóreldhúsa þarf ekki
að merkja með síðasta neysludegi.
Samkvæmt þessu á því alltaf
að merkja bjór með síðasta neyslu-
degi nema um sé að ræða stóra
kúta og skal ölvinum því bent á
að athuga merkingu.
Súkkulaði þarf ekki að merkja
Ástfríður Sigurðardóttir hjá
Hollustuvernd segir að ekki sé
Morgunblaðið/BT
Sítrónufiskur
Kryddleginn fiskur er góður
og fljótgerður matur. Hann
getur verið til hátíðabrigða,
með fíneríi eins og hörpudiski,
en lúða og ýsa svo eitthvað sé
nefnt eru fyrirtak líka. Fiskur-
inn er hreinsaður, þerraður
létt og skorinn i bita. Þeir síð-
an lagðir í skál eða fat og
kryddlegi, sem aðallega er
gerður úr nýkreistum sítrónu-
safa, hellt yfir. Lok eða filma
er síðan sett yfir diskinn og
hann geymdur í ísskáp í hálf-
tima og allt upp í sólarhring.
Gott er að hreyfa fiskinn stöku
sinnum i safanum svo hann
sýrist og hvitni jafnt.
Áður en fiskurinn er borinn
á borð má sigta eitthvað af
leginum frá honum, rista
brauð og útbúa sósu úr sýrðum
ijóma og kryddjurtum. Sumum
finnst betra að blanda smá olíu
í sítrónuna, líka má hafa hvít-
vín eða edik í henni og gjarna
blanda í kreistum lime-, greip-
eða appelsínusafa. Saxað engi-
fer á vel við appelsínusafa og
hvítlaukur er alltaf góður í sí-
truslöginn. Hver fer eftir sín-
um smekk, en hér fylgir tillaga
að hörpudiski í sítrónubaði.
Hörpudiskurinn er látinn
þiðna ásamt rækjum ef um
frystan fisk er að ræða. Hann
er síðan settur í skál, óþarfi
er að skera hann, og kryddlegi
hellt yfir: Ferskum sítrónusafa
og smávegis nýkreistum app-
elsínusafa með ólífuolíuskvettu
og söxuðum hvítlauk, ferskum
söxuðum engifer, örlitlum
rauðlauk, steinselju, nýmöluð-
um svörtum pipar og salti.
Skálinni er stungið í ísskáp í
klukkustund eða svo. Þá má
gæða sér á skelfiskinum,
kannski með kaldri jógúrtsósu
og brauði.
skylt að til-
greina
geymsluþol
þegar um er að
ræða ýmsar
aðrar vörur,
s.s. bökunar-
vörur sem að
öllu jöfnu er
neytt innan
sólarhrings frá
framleiðslu
nema þær séu
rotvarðar. Þá er ekki skylda að
merkja edik, matarsalt og sælgæti
sem nær einvörðungu er gert úr
bragðbættum og/eða lituðum
sykri. Undir þetta ákvæði falla líka
sykur, hunang, kakó-, og súkku-
laðivörur svo og tyggigúmmí og
einstaka einingar af ís þar sem
geysmluþol kemur fram á ytri
umbúðum. Skýringin á því að ekki
þarf að merkja þessar vörur með
lágmarksgeymsluþoli segir Ást-
fríður að sé að hluta til sú að
umræddra matvara er neytt fljót-
lega eftir framleiðslu. Aðalástæð-
an er hinsvegar sú að matvaran
sem um ræðir og er undanskilin
merkingum hefur langt geymslu-
þol eins og sælgæti og sykurvör-
ur. Þó að þessar vörur séu orðnar
gamlar og gæðarýrnunar verði
vart skaða þær ekki neytandann.
Hún segir að sú vara sem Holl-
ustuvernd myndi helst vilja sjá
merkta af þessum lista er súkku-
laði. „Flestir kannast við að kaupa
konfektkassa þar sem súkkulaðið
er farið að þorna og hvítur blær
á því. það er leiðigjarnt en það er
ekki skaðlegt. Þó svo að við hefð-
um áhuga á því að sjá súkkulaði
merkt með síðasta neysludegi er
ekkert sem bendir til að það verði
á næstunni," segir Ástfríður.
í vetur verða íburðarmiklar hár-
greiðslur í anda leikhúsa í tísku
í VETUR verður í tísku að hafa íburðarmikla
hárgreiðslu þar sem línur eru ýktar og meira
brugðið á leik með hárið, segir Elsa Haralds-
dóttir í Salon Veh, en hún var að senda frá
sér nýja vetrarlínu sína. Hárið á að vera í
löngum styttum og á að ná niður á hálsinn.
Lengd og þyngd verða ráðandi í klippingu og
gefur fjölbreytta möguleika á útfærslu á hár-
greiðslu, þar sem hægt er að hafa það slétt
eða að setja krullur í það. Áhersla er á að
fólk geti breytt til í hárgreiðslu án mikillar
fyrirhafnar. Sama klippingin gefur kost á
mörgum möguleikum.
Meginlínan í vetur verður „DIVA“-stíll.
Hárið á að vera gljáandi og þungt ef það er
slétt og feit áferð ef það er krullað.
í klippingu verða útlínur mjúkar og ráðast
þær af andlitslagi og persónuleika og eru stytt-
urnar látnar fylgja neðstu hárlínu.
Það eru tvær reglur sem verður að fylgja
eftir í hárgreiðslu. Það er ytra mál hárgreiðsl-
unnar, en það ræðst af vaxtarlagi manneskj-
unnar. Innanmálið, þ.e. stytturnar, ráðast af
andlitsfallinu. En gengið er út frá því að per-
sónuleikinn fái notið sín. Nú er meiri vídd í
tískunni en áður og eins og sjá má af myndun-
um er þetta sama fyrirsætan sem er með sömu
klippinguna. Fólk á ekki að vera njörvað niður
við eina ákveðna hárgreiðslu heldur hafa
ftjálsar hendur að gera það sem það dettur í
hug hveiju sinni. Á fyrri myndinni er fyrirsæt-
an með slétt hár í anda sjöunda áratugarins,
þar sem toppurinn er gerður flatur með miðju-
skiptingu, en miðju- og hliðarskipting verður
í tísku í vetur, og er toppurinn sleiktur fyrir
aftan eyrun og hvirfillinn er gerður umfangs-
meiri. Á seinni myndinni er hárið krullað með
pípuhreinsurum og gert villt. Línan á ættir
að rekja til leikhúsfantasíu og þannig verður
áherslan í hárgreiðslutískunni í vetur.
Ljósmynd/María Guðmundsdóttir
í VETUR verður mikið
um ýkt form í hár-
greiðslu þar sem hægt
er að útfæra sömu
klippingu á marga
vegu. Um förðun sá
Lína Rut.
ÞAÐ eru ekki mörg ár síðan flestir hentu
hugsunarlaust í ruslafötuna sína málningar-
afgöngum, sterkum hreinsiefnum, úðabrús-
um, olíu, blýhettum af vínflöskum, kvikasilf-
urhitamælum, ljósalömpum, rafhlöðum, eit-
urefnum eða ýmsum snyrtivöruafgöngum.
Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu fjölgar
þeim sífellt sem gera sér sérstaka ferð á
gámastöðvar með þessi efni enda ekki langt
fyrir flesta höfuðborgarbúa að fara á næstu
gámastöð.
Spilliefnin sem Sorpa
tekur við
í nýútkominni bók sem heitir Græna bókin
og fjallar um neytendur og umhverfi er talað
um að úti á landi fjölgi móttökustöðum með
hveiju árinu en enn séu þó staðir þar sem
slíkar stöðvar eru ekki fyrir hendi og spilliefn-
um sé fargað með húsasorpi.
Spilliefnin eru flokkuð hjá Sorpu og þau
flutt til eyðingar til Danmerkur.
Samkvæmt upplýsingum frá Hpllustu-
Ekki henda spilli-
efnum í ruslatunnuna
GRÆNA
nan
w orylrnduf og umhverfi
vernd ríkisins er m.a. hægt að fara
með eftirtalin efni á gámastöðvar:
Málningu og lakk, terpentínu,
þynni, viðarvöm, málningareyði,
vítissóda, lút, fúgu-massa, sparsl,
lím, viðarolíu, úðabrúsa og kítti.
Þá er tekið við illgresiseyði, skor-
dýraeitri, rottu- og músaeitri.
Pottaplöntuáburður og garð-
áburður eru á listanum svo og
alkóhól, m.a. tréspíri, spíri, terpent-
ína^ bensi'n og hreinsiefni.
Urgangsolía, smurolíur, notaðar
olíusíur, lampaolía og steinolía flokkast sem Þá er
spilliefni. Saltsýra, brennisteins-
sýra, saltpéturssýra, ediksýra, vít-
issódi og lútur líka.
Ryðleysi, vélarhreinsi, lásaolíu
og
lásaúði, lím, bílabón, áklæðishreinsi
og önnur viðhaldsefni má fara með
til Sorpu.
Almenn hreinsiefni eru á listan-
um t.d. klósetthreinsiefni, ofn-
hreinsiefni, kalkleysir, blettaeyðir,
sóttvamarefni, fægilögur, gólfbón
og húsgagnabón.
þar að finna frostlög, ísvara fyrir
bensín og fyrir rúðusprautu, framköllunar-
efni, fixer, ljósmyndir og afgangar, filmur
og afgangar, lóðvatn, lím, leiðréttingarvökva
og prentliti.
Endurhlaðanlegar rafhlöður ætti endilega
að fara með á gámastöðvar svo og hnapparaf-
hlöður, allar gerðir rafhlaðna, blýrafgeyma,
kvikasilfurlampa, ljósalampa, flúrperur, ha-
lógenperur, orkusparnaðarperur, snúrulaus
raftæki, ryksugur, rafmagnstannbursta, bor-
vélar, andlits- og augnfarða, naglalakk og
naglalakkseyði, hárliti og bleikiefni, lyfjaleif-
ar, blýhettur af flöskum, úðabrúsa, kvikasilf-
urhitamæla, bleikiefni fyrir sundlaugar,
þrýstihylki, slökkvitæki, þétta fyrir flúrljós,
uppkveikilög eða -efni og kveikjaragas.
I grænu bókinni er talað um að til skamms
tíma hafí kæliskápar og frystikistur innihald-
ið freon. Því ber að koma á eyðingarstaði
ónýtum kæliskápum og frystikistum þar sem
aðstaða er til að tappa af þeim freoninu sem
talið er eyða ósonlagi og stuðla að gróður-
húsaáhrifum.
!
I
i
I
í
L
I
L
I
i
1
1
1
I
I
1
I