Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
beinshnúð og áletraðri gullplötu.
I nýbyggingunni á efri hæðinni
er Péturseyjarskipið í fullri stærð
og húsrýmið gerir að verkum að
það nýtur sín mjög vel. Á gaflinum
aftan við skipið er stór mynd af
sjómönnum í bát sínum við Vest-
mannaeyjar. Síðan er hægt að
horfa á skipið frá efri hæðinni sem
er sannarlega skemmtilegt sjónar-
horn.
Þá er hvarvetna merka gripi að
sjá sem grípa niður í sögu sýsln-
anna og menningu.
10 þúsund manns
heimsóttu byggða-
safnið á Skógum í júlí
Selfossi.
TÍU þúsund manns
heimsóttu Byggða-
safnið á Skógum
undir Eyjafjöllum í
júlímánuði. Safnið
stendur á merkum
tímamótum þar sem
nú er nýtt safnahús
nær fullgert en það
hefur verið í bygg-
ingu í sex ár og
framundan er að
halda vígsluhátíð í
haust. „Þessi bætta
aðstaða hefur leitt
af sér breytingu á
allri stöðu safnsins
þannig að hlutir
njóta sín betur núna
og margir hlutir
settir upp sem annars væru lokað-
ir niðri. Rangæingar og Vestur-
Skaftfellingar hafa staðið að þess-
ari byggingu af miklum höfðings-
skap,“ sagði Þórður Tómasson,
safnvörður á Skógum.
Hvarvetna
merkir gripir
í kjallara hússins er komin að-
staða fyrir fræðimenn, skjalasafn
og handbókasafn fyrir fræðimenn
um ættfræði og þjóðlegan fróðleik.
„Það er stefnt að því að hér geti
orðið starf árið um kring en ekki
eingöngu sumaropnun,“ sagði
Morgunblaðið/Sig. Jðns.
ÞÓRÐUR Tómasson, safnvörður á Skógum, reynir aðstöð-
una fyrir fræðimenn. Elísabet Sverrisdóttir, starfsmaður
safnsins og hægri hönd safnvarðarins, í konungssófanum
frá Þjórsártúni.
Þórður, en í hinu nýja húsi er einn-
ig lítil fræðimannsíbúð.
Nýlega var sett upp í safninu
símaminjasafn frá Sigþóri Sig-
urðssyni í Litla Hvammi. í þeim
sal er meðal muna myndavél sem
Ólafur Oddsson ljósmyndari átti,
afi Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra. Þórður lagði á það áherslu
að geymsla í safni þyrfti líka að
vera þannig að hana mætti skoða.
Þegar gengið er um eina slíka
geymslu í kjallaranum kemur í ljós
göngustafasafn þar sem er meðal
gripa göngustafur Magnúsar
Torfasonar sýslumanns, með fíla-
Húsgögn frá konungs-
komunni 1907
Nýlega fékk safnið á Skógum
afhent húsgögn frá Þjórsártúni
sem smíðuð voru fyrir konungs-
komuna 1907 af Eyjólfi Eiríkssyni
frá Minni Völlum í Landsveit.
Einnig fylgdi með gestabókin í
Þjórsártúni en sá staður var mið-
stöð félagslífs á Suðurlandi á fyrri
hluta aldairnnar. Fjöldinn allur af
merkum íslending-
um hefur skrifað
nafn sitt í bókina. Á
einni síðunni eru
nöfn Friðriks kon-
ungs áttunda 6. ág-
úst 1907 ásamt
nöfnum danska for-
sætisráðherrans
Christiansen og
Hannesar Hafstein
ráðherra íslands.
Þessa merku gripi
gáfu synir Olafs
Isleifssonar læknis
og Guðríðar Eiríks-
dóttur í Þjórsártúni,
Eggert og Huxley
og ljölskyldur
þeirra.
Uppbyggingin er ævintýri
fyrir mig
„Öll þessi uppbygging er ævin-
týri fyrir mig sem hef verið að
safna þessu saman í hálfa öld.
Þetta er sú mesta viðurkenning
fyrir mig að fólkið skyldi taka
svona vel til hendinni,“ sagði Þórð-
ur Tómasson, safnvörður á Skóg-
um, sem alltaf er boðinn og búinn
að fylgja fólki um safnið og leiða
það í allan sannleika um lífshætti
og menningu fyrri tíma. Það er
mikið að gera allan daginn í safn-
inu enda stöðugur straumur fólks
á einkabílum og í hópferðum
Snarfari
20 ára
FÉLAGSMENN í Snarfara, félagi sportbáta-
eiganda, halda upp á 20 ára afmæli félagsins
á morgun, sunnudag. Siglt verður með börn í
Viðey og verður grillað og farið í leiki. Síðan
er dansleikur fyrir börnin við félagsheimili
Snarfara. Um kvöldið er afmælisveisla fyrir
fullorðna og dansað fram á nótt.
Þegar Snarfari var stofnaður var engin að-
staða fyrir sportbáta í Reykjavík. Eftir ára-
langa baráttu var því úthlutað svæði í Elliðaár-
vogi og hafnar hafnarframkvæmdir.
„Við höfum lagt gífurlegt fé og vinnu í
þetta,“ segir Hilmar Þorbjömsson, formaður
félagsins. „Mér hefur verið sagt að kostnaður-
inn við að koma upp svona'hafnaraðstöðu í
dag væri á þriðja hundrað milljónir." Mikið
var unnið í sjálfboðavinnu en allur kostnaður
var greiddur af félagsgjöldum. Nú er félagið
skuldlaust, þrátt fyrir allar framkvæmdimar.
Félagar í Snarfara um 300
Alls komast 140 bátar í höfnina en yfirleitt
eru 120 geymdir þar. Félagar voru fyrst 15-20
en eru nú um 300. Þeir eru úr ýmsum stéttum
og á ólíkum aldri, en kynjahlutfall er ójafnt.
„Þetta hefur alltaf verið karlasport en konur
og börn koma oftar með en áður.“
Sportbátar eru dýrir en Hilmar segir að
ekki sé dýrara að eiga þá en t.d. sumarbú-
staði. Þeir eru af ýmsum stærðum og gerðum,
en sá stærsti er um .45 fet.
Félagsmenn í Snarfara sigla oft saman um
helgar, til dæmis f Hvalfjörðinn þar sem félag-
ið hefur aðstöðu. „Annars er farið héðan á
sportbátum um allt land, og stundum jafnvel
siglt ybr Atlantshaflð, til Norðurlanda."
NÝJA höfnin þar sem 140 bátar komast fyrir.
TOURJST
iNFfmwiriON
centre
wmaNGA
MIDSTÖÐ
feedamAla
btkmot
srWSKWS
KOliNHj.AnAjr
Morgunblaðið/Golli
ÞÝSKA kennsluseglskipið Roald Amundsen.
Kennsluseglskip
í Reykjavíkurhöfn
EINS og margir hafa eflaust
tekið eftir liggur heljarstórt
seglskip við Reykjavíkurhöfn.
Hér er á ferðinni þýska
kennsluseglskipið Roald
Amundsen sem kom 10. ágúst
s.l. og fer í nokkrar stuttar
ferðir í kringum landið en sigl-
ir á brott 28. ágúst. I síðustu
viku hélt það til Dýrafjarðar á
Vestfjörðum og um þrjúleytið
í dag leggur það upp í ferð á
næsta áfangastað á íslandi.
Samnefnt fyrirtæki gerir skip-
ið út og selja ferðaskrifstofur
námsferðir með því.
Skipið er 50,20 m langt og
7,20 m breitt með 34 metra
langt mastur. 1 fastri áhöfn eru
17 manns, flestir námsmenn
og atvinnumenn og er hægt
að taka 30 farþega í námsferð-
ir sem standa í 1-2 tvær vikur.
Nú hafa þrír hópar verið með
skipinu meðan það hefur verið
hér við land. Margir eru með
skipinu í viku, ferðast aðra
viku um landið og fyúga svo
heim.
Var áður olíu-
flutningaskip
Hauke Mack, fyrsti stýri-
maður seglskipsins, segir að
áhersla sé lögð á að allir far-
þegar leggi sitt af mörkum við
siglingu skipsins, enda sé næst-
um ómögulegt að sigla því ein-
göngu með 17 mannaáhöfn.
Allir gestir skipsins fái æfingu
við að sigla skipinu og mörgum
finnist þeir hafa öðlast mikla
reynslu að námskeiði loknu.
Skipið var smíðað 1957 sem
olíuflutningaskip en var gert
upp fyrir 4-5 árum og 1993
sigldi það fyrstu ferð sína sem
seglskip. Nú er gamla vélin
aðeins notuð til að leggja skip-
inu að bryggju og fara frá
bryggju, en þegar komið er
út á rúmsjó er aðeins treyst á
vindinn og allir á skipinu taka
þátt í að að sigla því.
Skipið siglir allan ársins
hring og er nú á ferð um Norð-
ur- Evrópu. Á veturna heldur
það til hjá Kanaríeyjum.
Hauke Mack segir að mikill
áhugi sé hjá ungu fólki að ferð-
ast með skipinu og fá slíka
reynslu. Stærsti hópurinn er
frá 16 ára upp í þrítugt. Reynt
er að láta alla farþegana kynn-
ast sem flestum verkum sem
unnin eru um borð. „Flestir
farþeganna eiga að geta klifr-
að upp í mastur og fellt seglin
og gengið frá þeim. Margir eru
hræddir við að klifra upp í
mastur í fyrstu," segir Hauke,
„en innan tíðar er fólk farið
að príla upp í hæstu reiða eins
og ekkert sé og margir hafa
sagt mér frá því að þeir hafi
orðið kjarkaðri eftir að hafa
siglt með okkur.“
Skipið verður hér við land
næstu daga og er áætlað að
það haldi af landi brott 28.
ágúst næstkomandi ef veður
leyfir og stefnir það á Stavang-
er í Noregi.
FLESTIR sem sækja namskeið á skipinu eru frá 16 til 30 ára.
Safnagluggi í Bankastræti
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ um söfn í Reykjavík, svonefndur „safnagluggi“,
verður opnaður í haust á hæðinni fyrir ofan söluskrifstofu Kynnisferða í
Bankastræti. Að sögn Önnu Margrétar Guðjónsdóttur, ferðamálafulltrúa
Reykjavíkurborgar, verða sýnishorn af munum safna geymd í Safna-
glugganum. „Ferðamenn geta því fengið hugmynd um hvað söfnin hafa
upp á að bjóða áður en þeir heimsækja þau, og ólíklegra er að þeir verði
fyrir vonbrigðum. Starfsmenn á Upplýsingamiðstöðinni hafa hingað til
svarað fyrirspurnum um söfnin, en nú verður ráðinn sérfróður starfsmað-
ur sem getur veitt frekari upplýsingar.“
Hjálpar erlendum ferðamönnum
Vilborg Guðnadóttir, forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála,
segir að mikil bót verði að Safnaglugganum. „Erlendir ferðamenn hafa
litla þekkingu á íslenskri list og þekkja ekki til íslenskra listamanna.
Þeir vita því varla hvað þeir eru að fara að sjá á einstökum söfnum. í
Safnaglugganum geta þeir gert sér það í hugarlund.“